Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1918, Page 28

Sameiningin - 01.04.1918, Page 28
58 hugsun”. Þó gekk þetta leng'ra en menn gátu þölaö, og nýja líknesk- iS var tekiö burt aftur, eftir nokkrar vikur. ÞaS er eins erfitt aÖ sjá, hvernig fara muni á Rússlandi trúarlega eins og stjórnarfars- lega — og lengra veröur ekki jafnaS. Nýr prestur er tekinn við i City Temple í Lundúnaborg, er heitir dr. Fort Newton, og er frá Ameriku. Hefir hann kvenmann fyrir aðstoöarprest og heitir hún Miss Maud Royden. Hinum nýja presti var fagnaö meö viðhafnarmiklum viðtökum, og var viö þaö tækifæri viöstaddur hinn alkunni Reginald J. Campbdl, sem áÖur var prestur í City Temple. Er þetta aö sögn fyrsta dæmi þess, aö kvenmaður skipi slíka stööu í stórum og velþektum söfnuöi á Englandi. -------o—----- Séra Pitt Bonarjee, indverskur að ætt og uppruna, er orðinn prestur viö VVelling Congregazíónalista kirkjuna á Englandi. í fimm ár er hann búinn aö starfa fyrir þennan söfnuö sem ‘‘leik- prestur” flay pastor j, og er látið vel af starfi hans. En nú b<efir hann hlotið vígslu og tekur aö fullti að þjóna söfnuöinum. Faðir þessa prests, séra C. S. Bonarjee, í Bengal á Indlandi, snérist til kristinnar trúar fyrir starf trúboöans alkunna Alexanders I>uff. Séra Bonarjee yngri er að sögn fyrsti Indverji, sem tekist hefir á hendur prestsþjónustu á Englandi, og verður því starfi hans veitt því meiri eftirtekt af öllum trúboösvinum ekki sízt. -------o------ Ellefti riki í Bandaríkjunum hafa þegar samþykt stjórnarslkrár- breytingu þá, er bannar bæöi tilbúning og innflutning áfengra drykkja. Þrjátiu og sjö þurfa þau að veröa, ef breytingin á að ganga í gildi. AÖeins eitt riki hefir enn sem komið er felt Ibreyt- inguna, og er það Rhode Island, minsta ríki í Bandaríkjunun'j. Á sama þingi þess rikis var samþykt að veita $760,000 til að stækka rikisfangelsiö, og er það vel til fallið. Eftirfylgjandi er tekiö úr blaðinu Watchman Examiner, sæm er baptista blað: “A meðan s.umir baptistar hika viö aö Ijá fylgi sitt því fyrirtæki, að safna $150,000 til starfs í þarfir hermanna úir vor- ttm hópi, eru presbýterar og biskupa kirkjan aö safna hálfri miljón dollars hvort um sig, og aðrar kirkjudeildir eftir þvl. Lráterska kirkjan hefir þó skarað framúr. Hún setti sér það markrnið aö safna $750,000, en hefir tvöfaldaö þá upphæö. Sumum hefir fundist sem þetta verk myndi einungis miða aö því að útbreiöa áhrif hinna einstöku kirkjuflokka, og engu bæta við starfsemi K.F.U.M. 7Y.M. C.A.). En ekkert er fjær sanni. Það sem fram á er farið er ein- ungis þaö, aö vor kirkjudeild geri sinn hluta til að uppfyllta brýna þörf, sem sameiginleg viöleitni allra kirkjuflokka og K.F.U.M. á fult i fangi með aö uppfylla. Svo er mjög náin samvinna milli hinna vmsu kirkjuflokka og K.F.U.M.”

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.