Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1918, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.04.1918, Blaðsíða 31
61 Einkennilegt segir séra Octav'ins aö fyrirkomulag sjúkrahúsa sé þar í landi. Venjulega eru þau bygö rétt hjá hú'si læknisins, er á þau og annast. 1 því, sem Mrs. Thorlaksson var í, voru 10 herbergi, 12 fet á lengd og 9 á breidd; í hverju herbergi er skápur og hitunar- tæki, en ekkert rúm og engin hjúkrunarkona til aö líta eftir. Sjúk- lingurinn veröur sjalfur að leggja sér til rúmföt. Japanar nota ekki rúm, en búa um sig á gólfinu. Oftast nær kemur öll fjölskyldan eöa eitthvað af henni og heldur til hjá sjúklingnum í þessu litla herbergi. Læknirinn vitjar sjúklinganna einu sinni eða tvisvar á dag, eftir þvi sem 'þörf gjörist, og hefir þa með sér tvær hjúkrunarkonúr. Séra Octavius hefir undanfarið átt mjög annríkt við trúboðs- stöðina í Nagoya. Vegna dýrtíðarinnar hafa trúboðarnir veriö beðn- ir um að kosta sem minstu til, og því geta þeir ekki bætt við sig fleir.um innlendum aðstoðarmönnum í bráð; en af því leiðir aftur það, að þeir verða sjálfir að leggja á sig miklu meira verk en ella. Mjög bráðlega gjörir trúboðinn ráð fyrir að senda skvrslu um starf það, er hann hefir nú með höndum í Nagoya. Ef einhver kynni að eiga gamla ritvél, sem hann v'ildi gefa góðu málefni, þá kæmi hún sér vel fyrir trúboðann, og er heiöingjatrúboðs- nefndin fús til að veita slíkri gjöif móttöku og koma henni til skila. Vel kæmi sér líka, ef einhver vildi senda trúboðanum góð tima- rit, með myndum, sem þeir eru búnir að lesa, því liann getur haft þeirra góð not í starfi sínu meðal japanskra námsmanna, sem enskit læra. Viija Bandalögin ekki gangast fyrir þvi, að safna góðum tímaritum og senda trúboðanum þau? Utanáskrift hans er: Rev. S. O. Thorlaksson, 7 Oikecho, 1 chome, Nagoya, Japan. Margt má gjöra, sem hvern einstakling munar lítiö um, til að hlynna að trúboðanum og starfi lians. Og ljúf skylda ætti okkur að vera þa'ð, að láta okkur farast sent bezt við þenna eina starfsmann, sem við eigum hjá heiðinni þjóð. Það er okkur sómi og honutn hvöt til þess að láta sem mest gott af sér lei'ða. F.H. Sunnudagsskóla-lexíur. V. LEXÍA, 5. MAl. — Jesús sc/itr inönnum nýjar lifsreglur. —Mark. 10, 17-27. MINNISTEXTI: 'Lcitið fyrst ríkis hans og réttlcctis, og þá mun alt þetta vcitast yður að auki.—Matt. 6, 33. UMRyEDUEFNI : Hicttan, sem liggur í auðœfum. Les til hliðsjónar: 1. Mós. 1, 27; 2, 18-25; 2. Mós. 20, 2-17; 5. Mós. 5. lfí-21; Matt. 18, 1-14; 10, 16-30; Lúk. 18. 15-29. Jesús er á leið norður úr Galíleu suður til Jerúsalem. Leið hans liggur austanvert við Jordan, í gegn um Percu. Sagan i dag er einn af scx viðburðum, sem Markús færir í frásögur frá þeirri ferð. í síðustu lexíu sáuni vér, hvernig Jcsús líttir á veraldlega metorða- tnn alt fram í dauða, já fram í dauða á krossi.—Fil. 2. 8.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.