Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1918, Síða 33

Sameiningin - 01.04.1918, Síða 33
63 nú tækifæriö til þess a'ö brýna fyrir lærisveinunum sjálfsförnar- lexiuna enn einu sinni. Hann fer ekki í manngreinarálit •— tign og heiður er ekki hans aö veita vildarmönnum, eins og jaröneskir stjórnendur gjöra. Heiðurinn er fyrirbúinn þeim, sem vinna til hans, með því að fylgja meistaranum, gefa sig honum á vaicl og líkjast honum. Slíkir menn mega búast við að 1 íöa fyrir trygö sina við frefsarann, að sínu leyti eins og hann leið fyrir oss ■—að drekka af bikarnum hans og skírast skírninni hans, því heimurlnn elskar ekki lærisveinana fremur en meistarann. Aðal atriðið til umhugsun- ar er þetta: viljir þú verða sannur lærisveinn, þá vertu reiðubúinn að þola vatiþakkir, niðurlægjingu eða hvað helzt mótlæti annað, sem þeirri stöðu fylgir. Hugsaðu um það eitt að þjóna, og sækstu að- eins eftir þeim launum, sem .liggja i þjónustunni sjálfri. Það eru heilztu launin. Það er hörmulegt að sjá, hversu hégómleg eftirsökn eftir lítillfjörlegri vegtyllu, getur leitt ilt af sér, hvernin menn firtast, letjast og jafnvel spilla góðum málum, af þvi þeir þykjast ekki hafa fengið þann heiður, sem þeir eigi skilið. Ekkert er ósamboðnara kristnum manni. Gott verk, vel unnið, án umhugsunar um þakkir eða vegsemd, er eini heiðurinn, sem til er. Hann er jafnmikill, hvort sem mennirnir veita honum viðurkenning eða ekki. Sækjumst eftir honum. VERKEFNI: 1. Þegar Jesús nálgaðist krossinn. 2. Skiln- ingsleysi holdsins. 3. Að drekka af bikar frelsarans. 4. Beztu Iaunin. 5. Sannur heiður. VII. EEXÍA, 19. MAÍ. — Jesús beitir konunglegn valdi.— Mark. 11, 15-18, 27-33. MINNISTEXTI: Alt váld cr mér gefið á hinmi og jörðu.— Matt. 28, 18. UMRÆDUEFNI: Kristur, Drottinn lífs vors. Les til hliðsjón- ar, Lúk. 2, 22-38; Jóh. 2, 13.17. Jesús er nú kominn til borgarinnar helgu í síðasta sinn á dögttm sins jarðneska Jífs. Á innreið þessari ikotn hann fram opinberlega sem hinn fyrirheitni Messías, og nú sínir hann v’ald sitt í musterinu með því að reka þá menn út úr musterisforgarðinum, sem vanhelg- uðu þann heilaga stað með kaupum og sölttm. Nú gafst borginni — og þjóðinni í heild sinni — tækifæri að taka á móti Messíasi þeirn, sem hún hafði vonast eftir í allar þessar aldir, að sjá sína fyrir- heitnu von uppfylta. Og þegar uppfyllingin sjálf kemur-—í per sónu frelsarans — þá þekkir þjóðin hana ekki og hafnar henni. Hvers vegna? Svarið sjáum vér í því, sem gjörðist í musterinu dag- ana á eftir. Messíasarvon þjóðarinnar var búin að missa sannleiks- gildi sitt í huga hennar. Gróðahugurinn, veraldarhyggjan, hafði gjört hana að jarðneskri von um velsæld og sigurvinningar. Bók- stafsdýrkun og Farisearéttlæting hafði svift hana sínu trúarlega gildi. Þjóðin þráði í raun og veru alt annað en það, sem Guð hafði heitið henni, af því 'hjartað var ekki á Guðs vegum, Svo getur farið fyrir oss. Vér getum þózt rétttrúaðir og guðræknir, og v'el kristnir, en

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.