Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1919, Side 3

Sameiningin - 01.12.1919, Side 3
287 lieimur því með öllum rétti getur talið þá stund sína fæð- ingarstund, þá viljum vér og á þessari huggunar og fagn- aðarstund gjörvallrar kristninnar, eiga afmæli með end- urlausnara vorum, og þess vegna íhuga það efni, sem ekki er ólíklegt að oss kynni að detta í hug við þetta tæki- færi, það er að segja: % Ijósi kristindómsins að athuga örlög vor og allra manna. Helga þú hugleiðingar þessar með þínum anda, Drottinn minn, og vertu oss nálægur í Jesú nafni. Hið fyrsta, sem fyrir öllum mlönnum liggur, er fæð- ing þeirra til hins líkamlega lífsins. Þetta er það atriði örlaga vorra, sem vér allir höfum gegn um gengið, sá leyndardómsfulli atburður lífsupphafs vors, sem liggur fyrir utan alla mannlega eftirgrenslan. En engu að síð- ur er það næsta eftirtektavert, að líf vort skuli í fyrstu hefjast á vegum dauðans, það er, að einungis gegn um dauðans harmkvæli skuli hver og einn af oss mönnunum fá litið lífsljósið í heimi þessum. Eins og dagsbrúnin rennur upp af skauti næturinnar og ný tilvera ljóssins þannig á hverjum morgni fæðist fram af djúpi myrkr- anna, eins eigum vér allir í því sammerkt hver með öðr- um, að svífa ósjálfrátt fram úr hinum hulda og ósýnilega geirni hinnar æðri tilveru hingað inn á vort afmarkaða og innihikta stundarsvæði, án þess nokkur af oss viti þá í þennan heim né annan. Það er og öllum kunnugt, að vér ráðum þá eigi hinum minstu lífsliræringum vorum og er- um eingöngu háðir annara aðstoð. Vér verðum að eiga það undir atvikum og annarlegum ástæðum, hver sú móð- urhönd er, sem fyrst annast líkamslíf vort, hvílíkt það mannfélag er, sem fæðingin flytur oss inn í, liverjar þær fýsnir og tilhneigingar ern, sem með aldrinum hljóta rík- astar að verða í eðli voru, og í einu orði að segja hljótum vér að láta oss lynda eftir að vér komumst til vits og ára, þótt oss þá ef til vill finnist, að vér í mörgu tilliti lílvj- umst leirkerinu, sem smiðurinn setti til vanheiðurs. En livernig svo sem kjör vorra fyrstu æfistunda liafa verið, hvort sem þau hafa verið í manna augum aumkunarverð eða ekki, hvort sem óvinir lífsins hafa tekið til að ásækja oss jafnvel áður en vér litum lífsljós heims þessa, eins og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.