Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1919, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.12.1919, Blaðsíða 31
315 en ávítuðu þá, bönnuðu þeim að kenna, og slepfcu þeim. 7. Hverju svöruðu þeir Pétur? “Dæmið sjálfir,” sagði Pétur, “hvort það sé rétt að hlýðnast yður fremur en Guði, þvi að vér getum ekki tálað annað en það, sem vér höfum séð og heyrt ” 7. Hví þorðu ekki prestarnir annað en að sleppa þeim? peir óttuðust fólkið, “því að allir lofuðu Guð fyrir þennan atburð.” 8. Hvað er af þessu að læra? a. Prestarnir undruðust djörf- ung og viturleg svör þeirra manna, isem voru ólærðir Galíleu- menn. Æðsta mentun lífsins er sú, sem Jesús veitir í heilög- um anda. b. Pétur og Jóhannes höfðu fólkið með sér, og þá þurftu þeir ekki að óttast lærða menn og höfðingja. Og fólkið var með þeim af því að þeir störfuðu meðal almennings og hjálp- uðu honum með fagnaðarerindinu. Svo lengi sem kirkja Drott- ins þjónar almenningi og hjálpar 'þeim, sem nauðstaddir eru, eins og Jesús bauð henni, þá 'mun hún lifa og dafna, þrátt. fyrir allan mótróður. IV. LEXÍA. — 25. JANÚAR. Pétur stendur með sannleikanum og ráðvendninni, Post. 5, 1-11. Minnistexti: Lygavarir eru Drotni andstygð, en þeir sem sannleik iðka, eru yndi hans.—Orðskv. 12, 22. 1 Hver voru tildrögin til þessa atburðar, sem hér er sagt frá? Söfnuður Drottins í Jerúsalem hafði dafnað dag frá degi. Bróðurbandið var mjög náið og innilegt. peir, sem eitthvað áttu, bjuggu ekki að eigum sínum sjálfir í eigingirni, heldur miðluðu öðrum, og seldu jafnvel fasteignir, til þess að gefa trúbræðrum sínum andvirðið. 2. Hvað gjörðu þau Ananías og Saffíra? pau seldu eign, sem þau áttu, eins og margir aðrir, en drógu undir isig nokkuð af andvirðinu og komu með afgang- inn til Péturs. 3. Fyrir hvað ávítaði Pétur þau? Ekki fyrir það, að þau tóku part af andvirðinu, því gjöfin var frjáls (4. v.), heldur fyrir að ljúga að Guði. Með öðrum orðum: Ananías hafði séð aðra selja eignir s'ínar og gefa alt andvirðið. Nú vildi hann með svikum fá sama hrós og þeir — með því að gefa lítið og látast gefa alt. Syndin lá í þessari hræsni og prettvísi, sem hann isýndi, þegar söfnuðurinn, fyltur heilögum anda, lifði svo fagurlega. Hann var eins og nýr höggormur í nýrri Eden — leiddi lýgi, hræsni og prettvísi inn í heilagan söfnuð Guðs. 4. Hvernig hegndi Drottinn þeim Ananíasi og Saffíru? pau féllu dauð niður, hvort í sínu lagi, þegar Pétur ávítaði þau. 5. Hvað lærum við af þessu? a. pegar Drottinn lítur á gjöf þína, þá telur hann ekki peningana. Hann lítur á hjartað, sem gefur. Ef það er göfugt, þá er gjöfin þín stór, hversu fátækur sem þú ert. En ef illar hvatir ráða þar, þá er engin gjöf góð frá þinni hendi, hversu rífleg sem hún er. h. Hræisnarinn lýgur ekki að eins að öðrum mönnum, heldur að eigin samvizku sinni, og að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.