Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1919, Síða 7

Sameiningin - 01.12.1919, Síða 7
291 inn maður, ef hann að eins flytti þig inn í þann syndanna geim, þar sem alt skyldi aftur eilíflega hverfa fyrir myrkrum grafarinnar? Hvað væri ást þín til lífsins og yndi þitt af dásemdum Drottins? hvað væri trygð þín til ástvina þinna ? hvað væru allir þínir andlegu viðburðir til dygðar og guðsótta, hvað væri það annað en svikul tæling? livað væri 1 íf þitt hér í lieimi annað en hin sárgrætilegasta sjónhverfing! Því eg sé ekki betur, en að hver maður hefði þá hina fullkomnustu ástæðu til að formæla sínum fæðingardegi, eigi einungis á hinum svo kölluðu ógæfu- augnablikum sínum, eins og Joh forðum, lieldur og jafn- vel þá, þegar alt sýnist hér að leika í lyndi. Að minsta kosti vildi eg þá, ef svo væri, helzt eiga engan vin, sem mér væri söknuður að mi'ssa, því skilnaðarstundin við hann, sem einhvern tíma hlýtur að bera að höndum, mundi valda mér óbærilegri angistar og hanns, heldur en þótt eg alla æfi mína yrði að þreyja einmana í slíku myrkra heimkynni, sem veröldin væri þá. Ó, hve miklu hetra hefði þá verið, að vera aldrei fæddur, hve miklu æskilegra, að hafa aldrei vaknað til meðvitundar, en velkjast hér með þann ófögnuð í hjartanu, sem er algjört vonleysi um æðri tilveru eftir dauðann. — En á þennan hátt skoðar þú, kristinn maður, ekki hin ókomnu örlög ])ín. Dauðinn er að vísu hið stórkostlegasta stig æfi þinnar, sem enn er óstigið, sakir þess hann flytur þig fram fyrir dómstól hins heilaga og réttláta, en hann er þó í augum þínum, þú, sem vilt vera Guðs óskabarn, sann- kallaður sendiboði lífsins, því hann sýnir þér nú þegar í anda eilífðina í öllum hennar ljóma, það kærleiksband, sem þar samtengir sálirnar, þann andans unað, sem þar ríkir um allar aldir, og það guðdómseðli, sem þar er alt í öllu. Þú sér nú þegar með augum vonarinnar þann sæl- unnar samastað, sem þér er ætlaður frá upphafi verald- arinnar, en þú veizt jafnframt, hverjum skilyrðum þú verður að fullnægja, til þess þú ekki þurfir að fara á mis við þetta himneska lilutskifti. Þú, guðhrædda, kristna sál, sem oftast á æfi þinni hefir orðið að kenna á bágind- um og baráttu, þú, sem fluttur ert inn í fátækt og eymd á fæðingardegi þínum, og hefir síðan svo iðulega orðið að sæta aðkasta og alls konar ofsóknum af heiminum, á

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.