Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1919, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.12.1919, Qupperneq 12
296 Vizka (les úi’ bók Sannleikans) : Alt liold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallar. Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega. Því sólin kemur upp með vindinum brennanda, og grasið visnar, blómið fölnar og fegurð þess sézt ekki framar. Pílagrímur: En með hverju á eg að borga þér þessa .gjöf? Skemtun: pú verður að fylgja mér dag’ eftir dag, og aldrei mátt þú gleyma því eitt augnablik, að á undan öllu öðru átt þú að auðsýna mér liollustu. Ef þú þreytist, mátt þú samt aldrei nema staðar, því eftir þetta heyrir líf þitt mér til. (Samvizka leggur hönd sína á öxl Pílagríms, lyftir upp stundaglasinu á ný og hristir hægt höfuðið.) Pílagrímur: En eg heyri Konunginum til. Hvern- ig get eg eytt æfi minni við hégóma og iðjulevsi, þar sem líf mitt er helgað honum ? Nei, Skemtun, eg get ekki þeg- ið gjöf þína. Skemtun: Þá verð eg að kveðja þig, Pílagrímur.— (Fer.) Pilagrímur: Rödd Skemtunar liljómaði yndislega í eyrum mér. Eg vildi óska, að hún hefði rnátt vera kvr. En hver kemur hér ? (Auðlegð kemur inn.) Auðlegö: Fríði Pílagrímur, eg er Auðlegð. Yald mitt er meira en þú getur gert þér í hugarlund. Eg skal klæða þig dýrindis klæðum. Eg skal skreyta þig með gimsteinum. Þú skalt búa í skrautlegum liöllum og margir þjónar skulu hlýða boðum þínum. Alt umhverfis þig skal gleðja auga og lirífa liuga þinn. Fyrir þér skulu allar dyr opnar standa og þú munt í hávegum hafður verða fyrir það, sem eg gef þér. Má eg ekki leggja gjöf mína í hendur þínar? (Réttir honum gullpvngju mikla.) Samvizka (eins og áður): Góðu að þér, gáðu að þér! Lffið líður fljótt og Auðlegð fýkur sem fis í vindi. Pílagr.: Afmælisgjöf handa konunginum mínum! Slíka gjöf hef'ir þú sannarlega á boðstólum, en eg óttast, að hún verði of-dýru verði kevpt. Hvað ber mér að gefa þér í staðinn?

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.