Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1919, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.12.1919, Qupperneq 13
297 AuðlegÖ: Ekki amiaÖ, fagri Pílagrímur, en það, að elska mig og þjóna mér, algjörlega, staðfastlega, svo lengi seni æfin endist. Vizka (les): Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela; en safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela. Því að þar sem f jársjóður þinn er, þar mun og lijarta þitt vera. Enginn getur þjónað tveimur lierrum, því annaðhvort mun hann hata annan og elska hinn, eða aðhyllast annan og lítilsvirða hinn. Þér getið ekki Iþjónað Guði og mammon. Pílagrímur: “Elska og þjóna”. Ó, Auðlegð, má eg elska konung minn og þjóna honum? Auðlegð: Nei. Elska mig', þjóna mér. (Samvizka lyftir stundagl. Pílagr. hörfar undan.) Auðlegð: Krjúp þú, krjúp þú, og þá skal gjöf mín veitast þér. Ptlagrtmur (hægt): Nei, eg get ekki þegið gjöf þína. Eg get ekki beygt kné fyrir þér. Það væri háðung, að bjóða konungi sínum helming eigna sinna og gefa hjarta sitt og þjónustu öðrum. En fagurt er gullið og skínandi bjart. Eg vildi— Auðlegð: Þú vildir hvað, Pílagrímur ? Pílagr.: Að eg mætti eignast það án þess að krjúpa fvrir þér. Auðlegð: Það er ómögulegt. Þú vilt ekki þiggja gjöf mína. Far vel.—(Fer.), Pílagrímur (horfir hugfanginn eftir henni) : Ó, mig langaði svo mikið að eignast gullið. En að vinna það heit, sem Auðlegð krafðist, liefði verið drottinssvik. Hér kemur önnur. (Frægð kemur inn.) Frœgð: Ert þú ekki Pílagrímur sá, sem leitar að fullkominni gjöf ? Eg kem með gjöf, sem svo er indæl, að þú getur ekki fyrirlitið hana. (Hún réttir að honum kór- ónu.) Eg er Fra'gð. Sjáðu kórónuna. Vel mun hiin fara þínu unga enni. Pilagrimur: Kóróna! Hví skyldi eg bera kórónu? Eg er ekki konungsson, heldur lítilmótlegur Pílagrímur, sem leitar að gjöf handa kounginum, sem eg vil sýna lotningu.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.