Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1919, Page 19

Sameiningin - 01.12.1919, Page 19
303 ir vegar á voru litla fleyi, og strönd hins ljósa, opinberaða sann- leika myndi von bráðar hverfa úr sýn. Látum það heldur standa, sem trúar-atriði, að Jesús Krist- ur, hann, sem lá í jötunni í Betlehem, og var borinn á móður- örmum, og lifði sársaukalífi, og dó á illvirkja-krossi, — að hann er, þrátt fyrir alt þetta, “Guð yfir öllu, blesaður um aldir,” “og ber alt með orði máttar síns.” Hann var ekki engill — það hefir postulinn yfirfljótanlega hrakið með orðum sínum í fyrsta og öðrum kapítula bréfsins til Hebrea: hann gat ekki verið engill, því að honum er tileinkuð margskonar tign og sæmd, isem englum var aldrei gefin. Hann var enginn óæðri Guð, eða einhver andleg vera hafin upp í guðdóminn, þótt sumir hafi haldið fram þeirri fjar- stæðu — alt slíkt er blekkingarorð og draumórar. Hann var svo sannur Guð, sem Guð getur verið, eitt með föðurnum og andanum, sem er blessaður að eilífu. Ef að það væri ekki svo, þá mistum vér eigi að eins megimstyrk vonar vorrar, heldur væri ilmurinn horfinn úr textanum. Meginmálið sjálft—dýrð- in, sem við oss blasir í holdtekjunni, er einmitt þetta; að þar var Guð sjálfur hjúpaður mannlegu holdi; ef það hefði verið nokk- ur önnur vera, sem með þeim hætti var í mannsholdi til vor komin, þá gæti eg ekki séð neitt frábærlega merkilegt í þeim viðburði, og enga huggun, að sjálfsögðu. pað væri mér ekkert stór-atriði, þótt engill yrði maður, eng- inn fögnuður hjarta mínu, engin huggunarlind, þótt einhver æðri vera tæki á sig mannlegt eðli. En “Guð með oss” — það er ósegjanlegur unaður. “Guð með oss”, Guð, í fullri merking orðsins, guðdómurinn, ihinn eilífi Jehóva, með oss: pað var nokkuð, sem vert var nætursöngsins englanna, er sungu fyrir undrandi fjárhirðunum jólaljóðið: “Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörð og velþóknun yfir mönnunum.” petta var þess vert, að spámenn og sjáendur sæi það fyrir; þess vert, að innblástur Drottins varðveitti frásögnina. petta var enn fremur þess vert, að postular og trúir játendur dæi fyr- ir það píslarvættisdauða, og metti líf sitt ekki mikils virði fyrir sjálfa sig sakir guðmannsins. Og þetta, bræður mínir, er þess vert, að þér enn í dag flytjið gleðifregnina, þess vert, að þér með heilögu lífi auglýsið hinn blessaða kraft hennar, þess vért, að þér deyið vonglaðir í þeirri huggun, sem hún hefir að bjóða. Hér er hinn fyrsti sannleikur vorrar heilögu trúar: “Vit- anlega er leyndardómur guðhræðslunnar mikill, Guð var opin- beraður 'í holdi.” Hann, sem var fæddur í Betlehem, er Guð, og “Guð með oss.” Guð—þar er hátignin; “Guð með oss”, þar er

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.