Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1919, Síða 25

Sameiningin - 01.12.1919, Síða 25
309 Og þess vegna fóru þau með hana við og við til Jerúsaleta og létu hana vinna inn dálítið með 'því að dansa í húsum ríkis- manna. pað var talið í alla staði tilhlýðilegt á þeim dögum, þó að það myndi tnú á tímum þykja miður viðeigandi. Auðugir Rómverjar, sem áttu heima í Jerúsalem, leigðu oft litlar stúlk- ur til þess að dansa í heim'boðum sínum, rétt eins og menn nú á dögum leigja vstundum fólk til þess að skemta gestum sínum með söng. En svo vildi það slys til einu sinni, að Miriam varð fóta- skortur á hálu marmaragólfinu, íþegar hún var að dansa, og hún fótbrotnaði. Og nú átti hún aldrei framar að fá að dansa í stórhýsunum í borginni. Sárhrygg báru foreldrar hennar hana heim 1 gistihúsið fá- tæklega og bundu um beinbrotið eins vel og iþau höfðu vit á. Svo bjó faðir hennar til sjúkrabörur með því að festa gólfdúk á tvær reyrstengur. Litla stúlkan, sem.fann sárt til, var lögð á börurnar, og foreldrar hennar báru hana á milli sín og lögðu af istað heimleiðis, því ekki var þá hægt að flytja hana með öðru móti. pau áttu engan asna, og á þeim dögum urðu menn ann- að hvort að ríða á asna eða ganga. Betlehem er ekki nema rúmar fimm mílur frá Jerúsalem, en landslagið er hólótt og þau urðu að bera litlu stúlkuna var- lega, til þess að hún hristist sem minst, svo að ferðin gekk seint. Hvað eftir annað þurftu þau að nema staðar til þess að hvíla sig. Sólin gekk til viðar, og þau hertu sig sem þau gátu í þeirri von, að þau kæmust iheim áður en aldimt yrði. En ekki tókst það. Nóttin varð svo dimm, að þau þorðu ekki að halda áfram. pau lögðu Miriam gætilega þar sem grasið var mest, og lögðust svo niður, dauðþreytt og mædd, hiá henni og sofnuðu. En veslings litlu stúlkunni varð ekki svefnsamt. Hún varð að liggja grafkyr vegna beinbrotsins. Hún gat að eins hreyft höfuðið fram og aftur þar sem ihún lá, og hún horfði upp í alstirndan himininn og bað Guð um að láta kvalirnar sáru hætta. Ó, að hún væri komin heim í litla rúmið sitt, þá gæti hún kannske afborið þjáningarnar betur Og hvað gat hún nú framvegis gjört til þess að hjálpa foreldrum isínum til að komast af? Skyldi ihún alt af eiga að vera hölt, — ailla æfi? Aumingja Miriam hélt niðri í sér andvörpunum, til þess að vekja ekki pabba sinn og mömmu, og hún bað: “Ó, Guð, faðir minn! miskunnaðu þig yfir hana Miriam litlu! Láttu fótinn minn verða hraustan aftur, eða gefðu mér hugrekki til að vera aumingi, góði Guð, faðir minn!” pá ®á hún alt í einu einkennilegt ljós á himninum, ljós sem var skært eins og alt tunglsljósið, sem nokkurn tíma hefir sézt, væri komið saman í einn geisla. pessi stóri, skæri geisli skein beint niður á hólana og vellina. Miriam gat greinilega séð

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.