Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1919, Page 26

Sameiningin - 01.12.1919, Page 26
310 andlit móður sinnar, runnana, klettana, ’á, allan dalinn l’yrir neðan. Og þarna var Betlehem, — hún sá þorpiS eins greini- lega og (þó hábjartur dagur væri. Hún gleymdi alveg brotna fótleggnum og settist upp og starði á þetta. Og þá heyrði hún líka raddir, — yndisfagrar söngraddir. Niður eftir ljósgeislamum sveif hópur af englum. Allur him- ingeimurinn fyltist dýrlegum vieruta. “Pabbi! Mamma! lítið þið á!” æpti hún. Foreldrar hennar settust upp, og sáu fynst ekkert fyrir birtunni. pau neru augun og horfðu aftur. Hvað var þetta? Var þau að dreyma? pá kom engill nálægt þeim og sagði með yndisfögrum rómi: “Verið óhrædd, því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs!” “Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknan á!” -sungu allir englarnir, og svifu í loftinu í láttina til Betlehem. “Dýrð sé Guði, — dýrð — sé — Guði — dýrð—” Söngurinn fjarlægðist, og eftir stundarkorn heyrðist að- eins ómurinn. Smátt og smátt dofnaði ljóisið bjarta. “Mamma! Pabbi! heyrið þið? Okkur, sagði engillinn, er konungur fæddur! í bænum okkar, — í borg Davíðs, — í Betle- hem, er það ekki? Engillinn sagði það. Ó, getum við ekki haldið áfram?” Miriam skálf af gleði og geðshræringu, en foreldrar henn- ar voru -svo agndofa, að þau hreyfðu sig ekki. Fáeina faðma frá þeim sást hópur af mönnum á hraðri ferð; þeir voru með hirðisstafi, en kindurnar þeirra voru ekki með þeim. peir -horfðu líka upp í loftið oð voru að segja: “Okkur! Okkur! Frelsari, sem er Kristur Drottinn”. “Góðu menn!” kallaði Miriam, “bíðið þið við og hjálpið til að bera mig. Okkur langar til að komas-t til Betlehem.” Að eins einn af mönnunum heyrði til hennar. Hann nam snöggvast staðar og sagði: “Eg skal koma aftur og hjálpa ykkur. En nú verð eg að flýta mér, því konungurinn okkar er kominn, og við verðum að fara og sjá iþennan atburð, sem orð- inn er og Drottinn hefir kunngjört okkur.” pá -sagði faðir hennar við konuna sína: “Við verðum að halda áfram; stattu upp, við skulum reyna það.” pegar þau tóku upp sjúkrabörurnar, benti Miriam til himins og sagði: “Ó, sjáið þið stjörnuna! pað er ný stjarna! Og hún er svo ná- lægt! Og svo síkær! Eg hefi aldrei séð hana áður! Hún gjörir brautina okkar bjarta!” Áfram héldu þau, og hröðuðu sér. Einn geisli frá stjörn- unni skein beint á brautina sem þau fóru, svo að þau þurftu hvergi að reka sig á steina. Miriam h-afði aldrei augun af

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.