Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1919, Qupperneq 29

Sameiningin - 01.12.1919, Qupperneq 29
313 unar. Hún er leiðarvísir okkar í trú og hlýðni. Hún er náðar- meðal heilags anda, ef vér lesum hana með eftirtekt og í hlýðni og bænrækni. d. Til þess að verða sannir lærisveinar, þá þurf • um við: að iðrast, að helga okkur Jesú í skírninni, að treysta honum fyrir sáluhjálp okkar og syndafyrirgefning, að öðlast heilagan anda. 8. Hvern árangur hafði ræða Péturs? Andi Drottins hrærði hjörtu margra, sem á hlustuðu. peir iðruðust, tóku trú og létu skírast, og bættust við hópinn hér um bil þrjár þúsundir á einum degi. 9. Hvað lærum við af lífi þessa frum- safnaðar? Lærisveinar Jesú eiga að lifa saman í friði, guð- rækni og bróðurkærleika. II. LEXÍA. — 11. JANÚAR. Pétur og Jóhannes lækna haltan mann—Post. 3, 1—16. Minnistexti: Ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypis skuluð þér af hendi láta. — Matt. 10, 8. 1. Hvenær gjörðist sagan, sem lexían skýrir frá? Skömmu eftir hvítasunnu-hátíðina. Söfnuðurinn kristni hafði vaxið dag- vöxtum þar í borginni, samlíf þeirra kristnu var mjög gott og indælt. peir lifðu saman í ást og eindrægni, báðust fyrir sam- an í musterinu daglega og “brutu brauð” (þ.e. neyttu kvöld- máltíðarinnar) í heimahúsum, og höfðu alt sameiginlegt. 2. Á hvaða ferð voru þeir Pétur og Jóhannes? peir fóru upp í “helgidóminn” (musterið í Jerúsalem) um “níundu stund” (kl. S e. h.) til þess að biðjast fyrir 3. Hvern hittu þeir við dyr þær á musterinu, sem kallaðar voru Fögrudyr? Haltan mann, sem beiddist ölmusu. 4. Hvað sagði Pétur við hann? “Silfur og gull á eg ekki, en það sem eg hefi, það vil eg gefa þér. 1 nafni Jesú Krists frá Nazarset, þá gakk þú! 5. Hver áhrif höfðu þessi orð? Maðurinn læknaðist samstundis. 6. Hvað lærum við af þessu? a. Rækjum bænina. peir voru á leið til að biðj- ast fyrir, þegar þeir hittu þennan halta mann. b. Biðjum reglu- lega., peir fóru upp í musterið um “bænastundina, níundu stund.” Á þeirri stundu dags hafði Jesús gefið upp andann. c Pétur gaf ekki manninum það sem ’hann bað um, heldur ann- að miklu betra. Eins fer Guð oft með okkur, þegar við biðjum hann. d. Hugsaðu ekki, að þú hafir ekkert til að gefa, ef þig skortir peninga. Allar beztu gjafirnar, sem beztu menn heims- ins hafa gefið, voru í öðru en peningum. Svo er og um það bezta, sem við höfum til að gefa, þú og eg. e. Pétur læknaði manninn í nafni Jesú Krists. Bænirnar okkar öðlast kraft, ef biðjum í hans nafni. f. Pétur lét sér ekki nægja það, að skipa manninum að standa upp, hann tók í hönd hans og reisti hann á fætur. 7. Hvað gjörði maðurinn, þegar hann var læknaður? Gekk í kring og ilofaði Guð, og hélt sér að þeim Pétri og Jóhann- esi. 8. Hver áhrif hafði þessi viðburður á fólkið? pegar það

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.