Íslendingur - 05.01.1917, Side 4
4
ISLENDINOUR
1. tbl
Hálf húseignin
Nr. 6 í Lækjargötu fæst keypt með rýmilegum kjörum. Notið nú tækifærið
í húsplásseklunni og semjið við undirritaðan
fyrir 20. þ. m.
Akureyri 5/i—1917.
Sigtryggur Jónsson.
&
Aðalumboðsmenn á íslandi:
NATHAN & OLSEN,
Reykjavík. — Akureyri.
Svörtuloft.
Drynja tiðum dauðahljóð
dim'i’ úr liamrahvoftum,
út við kalda ísalóð
nndir Svörtulojtum.
Svakalegt við Svörtulojt
sýnast hygg eg mörgum;
slys þar hafa orðið ojt
undir flugabjörgum.
Pegar jrosts og jjúkanótt
jaldar hvítu grundir,
draugar synda sœinn hljótt
Svörtulojtum undir.
Skammdegis þá skuggatjöld
skýla dulinþjöðum,
ilt er að vera einn um kvöld
á þeim heljarslöðum.
Örn.
Maskínuolía, Lagerol íja
og Cylinderolía fyrirliggjandi.
Hið islenzka steinolíuhlutafélag.
EF P\Ð VIL|IÐ QRÆÐA PENINGA,
ráðsmenn, ráðskonur, vinnumenn, vinnukonur og búðarstúlkur, þá snúið yður
hið allra fyrsta til »Ráðningastofu NorðurIands«, sem hefir þessar vistir á
boðstóium. Káup afarhátt.
Sig. Fanndal.
Krone Lager-013er best.
Prentsmiðja Odds Bjðrnssonar
106
dómi, en þykjá dýrar. Sje sjúkdómurinn kominn í
ljós, verður að láta sjúklinginn hafa eins gott næði
og hægt er. Hann verður að vera sjer í dimmu
húsi. Það er mjög varasamt að gefa stjarfasjúklingum
inn meðul vegna þess, að þeim veitir svo erfitt að
kingja; en í þess stað er venjan að dæla þeim inn
undir húðina eða inn í endagörnina. Geti þeir ekki
opnað munninn, verður að gefa þeim mjeldrykki, mjólk
o. þ. h., til þess að halda í þeim lífinu. Vatn á æfin-
lega að standa hjá þeim. Helsta meðalið, sem notað er,
er klóral. Hæfilegur skamtur handa íslenskum hestum
eru 20—30 grm., dæld inn í endagörnina í einum lítra
af volgu vatni.
Áríðandi er að hreinsa öll þau sár, sem grunsamleg
eru. En vanaleg sárameðul reynast ekki nógu kröftug,
því bæði er það, að gerlarnir eru lífseigir og meðulin
læsa sig tæplega svo langt inn, að þau nái til gerlanna.
Joðoform á þó að vera mjög heppilegt meðal, og væri
rjett að reyna það. Einnig má skera fyrir sárið eða
brenna það með glóandi járni. Fyrir skömmu þykjast
menn hafa sjeð góðan árangur af ísbökstrum um sárið,
en vandinn er oft mestur að finna aárið.
Klums.
Pessi sjúkdómur er löngu þektur hjer á landi, en
vanalega er stjarfa og klumsi blandað saman; álitið, að
þeir sjeu einn og hinn sami sjúkdómur. Ressi misskiln-
107
ingur byggist eðlilega á því, að sjúklingarnir, bæði
klums- og stjarfasjúklingar, eiga erfitt með að opna
naunninn eða geta það alls ekki. En að öðru leyti eru
þessir sjúkdómar svo ólíkir, að höf. fullyrði, að hjer er
um tvo gagnólíka sjúkdóma að ræða, þó hann hinsveg-
ar geti ekki gert mjer fyllilega grein fyrir orsökum hans.
Mjer vitanlega er hann ekki rannsakaður af öðrum en
lítillega af höf. og Magnúsi F.inarssyni, dýralækni. Margt
bendir á það, að hjer eigi sjáliseitrun (autointoxicatio)
sjer stað, og að sjúkdómurinn sje af þeim toga spunn-
inn eða þá að hann sje gigtarkendur (rheumatiskur).
Sjúkdómseinkenni: Höf. er eigi kunnugt, að
þessi sjúkdómur hafi tekið aðrar skepnur en folalds-
hryssur, annaðhvort með folaldi eða þá skömmu eftir
að folald hefir verið tekið undan þeim. Reim er hætt-
ast við að sýkjast, þegar þær eru látnar standa, án.
þess að fá fæðu eða drykk í lengri tíma, sjerstaklega í
hráslagalegu veðri.
Það fyrsta, sem menn verða varir við, er, að sjúkl-
ingurinn er stirður og óstyrkur í gangi, daufur og get-
ur ekki tekið fæðu. Munnurinn svo stirður, að oft er
aðeins með valdi hægt að koma einum fingri milli
framtannanna. í tyggingarvöðvunum eru stöðugir kramp-
ar og vöðvarnir harðir átöku. í þindinni eru og oft
krampar, einkum þegar sjúkdómurinn er magnaður.
Hitinn er vanaiegast eðlilega hár; öndunin hraðari,
erfið og oft óregluleg, einkum þegar krampar eru í
þindinni, Æðaslátturinn er í byrjun eðlilegur, en verður
brátt hraðari og veikur,
Orgel
lítið brúkað óskast til kaups með
sanngjörnu verði.
Ritstj. vfsar á.
Hannyrðir.
Eins og að undanförnu kennijeg
hannyrðir í vetur, og byrjar kenslan
15. þ. m.
Valgerður Ólafsdóttir <
Hafnarstrœti 100.
mörgu sjúklingar, semvorusam-
ankomnir á sjúkrahúsinu »Guð-
mansminni< hjer á Akureyri síðastl. jól,
vottum hinu kærleiksríka líknarfjelagi
»Hlíf« okkar hjartans þakklæti fyrir allar
þær jólagjafir, sem fjelagið veitti okkur,
auk andlegrar hressingar, sem það veitti
með viðeigandi predíkun og hugnæmum
sálmasöngvum, sem skilja eftir djúpsetta
endurminningu hjá öllum þeim, sem við-
staddir voiu.
Lengi lifi líknarfjelagið »Hlíf«! Hver
borgar því dýrtíðaruppbótf
SjúkLingarnir.
Borgið
»ISLENDlNO«!