Íslendingur


Íslendingur - 27.07.1917, Side 3

Íslendingur - 27.07.1917, Side 3
/ 30. tbL • • • • 1» • ••• t • •• •••••! Frá lestrarsal Alþingis. Freymóður Jóhann Jóhannesson sækir um styrk til þess að halda á- fram listmáiaranámi í Khöfn. Sigríður Gísladóttir ráðskona á Laugarnesspítala sækir um iauna- hækkun. Edilon Grímsson fyrv. skipstjóri sæk- ir um ellistyrk eða dýrtíðarhjálp í eitt skifti fyrir öll. Björg Einarsdóttir prestsekkja sæk- ir um eftirlaunaviðbót. J. J. Aðils háskólakennari sækir um 5000 króna utanfararstyrk til rann- sóknar á skilríkjum á sögu íslands. Sig. Guðmundsson frá Hofdölum sækir um 800 króna styrk á ári í tvö ár til að halda áfram bygginga- fræðisnámi. Daníel Jónsson og Guðl. Jóhann- esson bændur á Eiði á Lagannesi sækja um styrk til að leggja veg yfir Eiðisskarð. Finnur Jónsson frá Kjörseyri sækir um 400 kr. styrk í 2 ár, til að safna sögulegum fróðleik, einkum um lifn- aðarhætti alþýðu. Síra Jóh. L L. Jóhannesson á Kvennabrekku sækir um að sjer verði falið að halda áfram orðabókarstarfi Jóns heit. Ólafssonar. Hreppsnefnd Flateyjarhrepps í Pingeyjarsýslu sækir um 300 kr. styrk á árí handa hreppsbúum til að leita læknishjálpar. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu sækir um 10000 kr. til mótorbátsferða um Eyjafjörð. Jón Sveinsson stud. jur. sækir um 4000 kr. utanfararstyrk til að leggja stund á fjármál. Sig. Sigurðsson fyrv. hjeraðslækn- ir sækir um viðbót við eftirlaun sín. Benedikt Þorkelsson sækir uin ellistyrk í þriðja sinn. Sigfús Sigfússon frá Eyvindará sækir um styrk til að fuilgera þjóð- fræðissafn sitt. Arngr. Ólafsson sækir um 2000 kr. styrk til málaranáms. Guðrún jóhanna Jóhannesdóttir, prestsekkja frá Bergsstöðum, sækir um að hún fái að halda 500 kr. eftirlaunaviðbót. Snorri Sigfússon, síldarmatsmað- ur á ísafirði, sækir um launahækkun. Hið íslenska bókmentafjelag sæk- ir um hækkun á landssjóðstillagi til fjelagsins upp í 4000 kr. Björa Jakobsson sækir um 1700 kr. föst árslaun sem kennari í heilsu- fræði og fimleikum við kennaraskól- ann. Magnús Guðlaugsson á Bjarna- stöðum sækir um 1000 kr. styrk á ári fyrir lækningar um langt skeið. Orðabókarfjelagið sækir um 1200 kr. ársstyrk til þess að halda áfram útgáfu á væntanlegu framhaldi á „Orðabók íslenskrar tungu", er Jón heit. Ólafsson starfaði að. Dr. phil. Alexander Jóhannesson sækir um 800 kr. viðbót við styrk- veitingar þær, sem honum eru ætl- aðar í fjárlagafrumv. og um að stofn- að verði handa honum docent-em- bætti í málfræði. lðnaðarmannafjel. ísfirðinga sækir um styrk til kvöldskóla á ísafirði, 119 ISLENDINOUR Þorkéll Þorkelsson cand. mag. á Akureyri sækir um 300 kr. styrk til að standast kostnað við útgáfu stærð- fræðisbókar, er hann hefir gefið út. Þóra Matthíasdóttir ekkja sækir um 500 kr. styrk á ári fyrir sig og þrjú börn sín (f ómegð). 23 Alþingiskjósendur f Dalasýslu skora á Alþingi, að afnema sem fyrst bannlögin. Ásgeir Magnússon, kennari á Hvammstanga, sækir um 2000 kr. ársstyrk handa alþýðuskóla Hún- vetninga. Guðm. Guðmundsson skáld sæk- ir um 2400 kr. árlegan skáldastyrk og styrk til ritstarfa. Gísli Guðmundsson gerlafræðing- ur sækir um 1800 kr. árslaun. Gísli Guðmundsson sækir um við- bót við húsaleigustyrk handa rann- sóknarstofunni. Pjetur Guðmundsson á Súluvöll- um sækir um kaup á ábýli sínu. Biskupinn leitar styrks, alt að 600 kr. árlega, handa nýmynduðum ís- lenskum söfnuði í Kaupmannahöfn. Jón A. Guðmundsson á Þorfinns- stöðum sækir um 10,000 kr. viðlaga- sjóðslán til ostagerðabús eða að öðr- um kosti stofnun þess á kostnað landssjóðs. t A s k o r u n. Skyldi þorskaflinn haldast og jafn- framt salíleysið, er þó til gott og gam- alt þjóðráð, sem gerir fískinn að á- gætri innanlandsvöru. Það á að hnakk- fletja fiskinn, þegar búið er að slægja hann; hengja siðan þprskinn á hnakk- anum á trönur eða í hjöllum (ef þeir eru til), því hærra frá jörðu þess betra, og helzt (ef hægt er), þar sem vatn er undir trönunum. Sest þá engin fluga á fiskinn, enda er óðara komin hörð skel eða húð á yfirborð hans. í Ólafs- firði er stöðuvatn nærri sjó, sem þurka mætti fisk yfir og verja fiugum. Að- ferðin er einföld og er enn í allra eldri manna minni. Hvílíkt bjargræði og undir eins sælgæti þótti ekki Jökl- arafiskur öld fram af öld? Reynið þetta ráð, þjer sem veiðið þorskinn og kunn- ið ekki að gera hann að bjargræði. »Eigi veldur sá er varar, þótt verr fari.« Gamall Jöklari. Fyrirlestur sinn um eldgos og jarðskjálfta, styrj- aldir og umbyltingar hjelt Fr. B. Arn- grímsson einsog auglýst var í síðasta tbl. »ísl.«, á sunnudagskvöldið var í húsi Sig. Fanndals. Einn hundraðasti bæjarbúa var viðstaddur. Allir virtust ánægðir að erindinu loknu. Taldi ræðu- maður helstu varnir gegn eldgosum þær að grafa göng inn að eldgýgum fjallanna til að veita eldfimum Ioft- tegundum útrás. Helstu varnir gegn jarðskjálftum annarskonar byggingar- lag á húsum en nú tíðkast erlendis, nema máske í Japan. íslenskar torf- byggingar væru betri en steinhús. Helstu orsakir styrjalda væru rang- sleitni manna á milli, ólifnaður og ó- lög öllu fremur en ofmergð mannna á jörðinni. Helsta meðal til að afstýra þeim væri gamla og góða reglan að gera engum rangt og gæta hófs í öllu; þá þyrfti ekki almenns niðurskurðar við um næstu 4—5 aldir, þótt mann- kyninu fjölgaði ioo % á hverri öld. Frjettir. Landsverslunin. Þórður Sveinsson frá Húsavfk, bróðir Benedikts alþing- ismanns Sveinssonar, er skipaður for- stöðumaður landsverslunarinnar. Erindreki í Ameríku. Árni Egg- ertsson fasteignasali og bæjarfulltrúi í Wínnepeg er ráðinn erindreki islensku stjórnarinnar í Ameríku, einkum New- York. Fyrsta starf hans mun verða að leita útflutningsleyfis og vera stjórn- inni úti um innkaup á vörum, útveg- un skipa o. fl. Fór Árni á leið til Amgríku á »Lagarfossi« sfðast liðinn mánudag. Nýtt áfengismál. Um síðast íiðna helgi kom mótorbáturinn »Úlfur« frá Kaupmannahöfn til Reykjavfkur. Bát- inn á Ólafur G. Eyólfsson umboðs- kaupmaður o. fl. Báturinn hafði tals- vert af áfengi meðferðis, var þvf sökt f pokum lyrir utan Engey. Duflin fundust og lögreglan dró upp 82 poka — 25 flöskur voru f hverjum poka. Var áfengið alt auðvitað sett f »Stein- inn«. Eigandi þess var á bátnum og heitir Hansen, var áður bryti á »Mjölni« og mun því margur kannast við hann. Blaðið Vísir segist hafa sjeð brjef frá Ólafi G. Eyólfssyni til umboðsmanns hans f Kaupmannahöfn, þar sem hann leggi áherslu á, að þess sje gætt að skipið flytji engar óleyfðar vörur. Sje þetta þvf flutt að skipseigendum óaf- vitandi og í forboði þeirra. Landbúnaðarnefndir þingsins fótu á laugardaginn var í bifreiðum austur í sýslur til þess að skoða upptök Flóaáveitunnar og fyrirfileðslu Þverár. Komu þær aftur á mánudagskvöldið, en fyrir það urðu engir þingfundir á mánudaginn. Siglingar. Á íöstudaginn komu 3 skip frá Englandi til Reykjavíkur. Tvö þeirra voru rússnesk seglskip. Annað til »KoI og salt«, hitt til Th. Thor- steinsson. Bæði höfðu kol og salt meðferðis. Þriðja skipið var gufuskip- ið »Borg«, sem Thor Jensen keypti um daginn. Hafði það meðferðis salt og ýmislegt til útgerðarinnar. Sunnu- dagsmorguninn kom og rússneskt segl- skip til Reykjavfkur með kol og salt frá Englandi. Aðfaranótt þ. 24. þ. m. komu 3 rússnesk seglskip til Reykja- víkur með kol aðallega. „Akureyrin.“ Um síðustu helgi kom hingað til Akureyrar þrfmastrað seglskip, sem heitir »Akureyrin«, hjet áður »Heröen«, um 750 smálestir að stærð. Ásgeir Pjetursson kaupm. keypti þetta skip í Danmörku í vetur. Kom það nú frá Halmstad f Svfþjóð hlaðið trjávið (231 standarð) til Sigurðar kaupm. Bjarnasonar. Lagði það af stað frá Halmstad tyrst 1 júnfmánuði. Daginn eftir að það fór frá Halmstad verður þýskur bofhvörpungur á vegi þess, sem sendi óðara loftskeyli til þýskra herskipa um samfundi þeirra. Nokkru sfðar kom herskip, sem fór með »Akureyrina« inn til Swinemúnde og var henni haldið þar f 14 daga, eða þar til að eiðfest skýrsla kom út frá rjettinum á Akureyri um að farm- urinn yrði aðeins notaður hjer á landi. Aðstoðarlæknirinn, Ounnlaugur Einarsson, gegnir læknisstörfum og fer í ferðir fýrir mig þegar jeg er vant við látinn eða fjarverandi. — Hann er að hitta kl. 5 — 8 síðdegis í Strandgötu 1 (fyrv. »Hótel Oddeyri*) Sfmi 103. Akureyri 26. júní 1917. Héraðslæknirinn. Fjallagrös. Allir gamlir og rosknir íslendingar muna vfst hve alment fjallagrösin (Cetraria Islandica) voru notuð fyrir rúmt 40 árum hjer á landi til mann- eldis, og læknum jafnt og leikmönnum ber saman um næringargildi þeirra og heilnæmi; Steingrímur læknir metur þau á við jafnvigt þeirra af hrísgrjón- um, og á þessum óaldar- og dýrtíð- artímum eru þau ómetanlegur búbætir, svo að furðu gegnir að grasatekja hefir þvf nær alveg lagst niður hjer norðanlands. Vllji nokkrir Akureyrarbúar eða bændur hjer í grendinni því gera út til grasa nú, áður en meir er álíðið sumars, og auðvitað leggja til tjöld, hesta, nesti og hestasvein, svo mundu fleiri en einn gamlir menn og fleiri en 2 til 3 gamlar konur vilja slást í för- ina, hvort sem legið yrði uppá Glerár- dal, á Vaðlaheiði, fram á Garðsárdal eða þá út á Þorvaldsdal. Verði ekkert úr grasaferðum t ár, er vonandi að menn hugsi til þess næsta ár að hvorki grasatekja nje frá- færur leggist niður, en fólk sætti sig við að lifa af þeim mat, sem landið sjálft gefur af sjer. Vegtamur. Meðalalýsi. Lýsi er gamalt og gott húsráð við kirtlaveiki í börnum og unglingum, og nú f seinni tfð, er tæringin er far- in að verða svo almenn, er það meir og meir ráðlagt af læknum við blóð- leysi og kirtlaveiki, sem oft eru fyrir- rennarar tæringarinnar. — Nægileg mjólk er talin einna besta ráðið gegn tæringunni f börnunum, en hafi þau ekki næga mjólk, verða þau að hafa lýsi, segja læknarnir. — Nú er alt út- lit fyrir að mjólk verði af skornum skamti hjer í bæ í vetur og útlenda lýsið kostar 4.50 kr. '/2 flaskan, og munu fáir kaupa það því verði. — Það er tilfinnanlegt, að þetta land, með allan sinn sjávarútveg, skuli þurfa að kaupa lýsi frá útlöndum. Áður fyr björguðu menn sjer sjálfir með það eins og svo margt annað. Þessir tfm- ar ættu að kenna okkur að bræða lýsi sjálf til heimilisþarfa að minsta kosti. Nú fiskast vel hjer, lifrin er hvít og bráðfeit og fæst úr henni falleg- asta lýsi. Aðferðin er ógn einföld: Lifrin, glæný og vel verkuð, er látin í skál. Skálin er látin í vatnspott yfir eld, þegar vatnið sýður rennur lifrin og lýsið er tilbúið að láta það á glös eða flöskur.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.