Íslendingur


Íslendingur - 18.01.1918, Blaðsíða 1

Íslendingur - 18.01.1918, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR. • ••• #-#»-•-» 4. árg. ; -• • •• •• • ••-• •• ••^-•••-••-♦-♦- ••••-•• ••-•• •-• •••• ••• • ♦•♦♦ ♦ ♦♦ ♦ ♦ •♦ 4 Ritstjóri: Sig. Einarssoi] Hliðar. — Akureyri, föstudaginn 18. janúar 1918. !••• •♦♦♦• 3. tbl. ••••••••••••••••••••« •-•• •••••• • • -•-•♦-••-•-•-•-•••-• •• ••••••••••• Bókasafniðjjopið til'útlána mánudag, nvð- í vikudag og föstudagkl. i—2 síðd. Lestr- arsalnum lokað. liæjarfógetaskrifstofan opin' virka daga 10—12 og 1—6. Bæjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga ó—7, nema laugardaga 6—8. íslindsbankinn opinn virka daga 10V2—12 og 1—2V2. Landsbankinn — — — n—2. Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga, helga daga 10—8. Pósthúsið opið virka daga 9—2 og 4—7, sunnudaga 10—11. Í.lslendingur* kemur út einu sinn- í vikú. Árgangurinn kostar krónur 3.50 til 4.00 er borgist fyrir 1. maí. — Upp- , sögn (skrifleg) bundin við áramót, er 1 ógii c nema komin sje til ritstjórans | fyrir 1. okt., og sje kaupandi skuld- 5 laus við blaðið. 5 Afgreiðslumaður blaðsins er hr. Hal!- í grímur Valdemarsson, Hafnarstræti 84. i Nærsveitamenn eru beðnir að vitja 3 blaðsins í Höepfners verslun og í j verslun Sig. Sigurðssonar. Bæjarstjórnar- kosningarnar, AUir hljóta að vera á einu máli um þaö, að bestu og hæfustu menn- ina, sem hægt er að fá, eigi að velja og kjósa til trúnaðarstarfa, hverjir svo sem þeir trúnaðarstarfar eru. Petta á að vera regla, jafn sjálfsögð, hvort heldur að starfinn er lítill eða mikill, ábyrgðarlítill eða ábyrgðar- mikill. Menn virðast leggja allmikla á- herslu á það, að Alþingiskosningar takist vel, eða svo er það í oröi að minsta kosti. Eru þá að vísu kosnir ráðsmenn allrar þjóðarinnar það kjör- tímabiiið, svo það getur oltið á miklu, hvernig þeir rækja trúnaðarstarfa sinn. Hinsvegar eru ráðsmenn bæj- arfjelagsins kosnir við bæjarstjórn- arkosningarnar, og þó einstaka mað- ur leggi litla áherslu á það, hvern- ig þeim reiðir af, þá er þó bæjar- fjelaginu í heild jafn nauðsynlegt, að þær takist vel alveg eins og Al- þingiskosningarnar. Fyrsta skilyrðið, sem hverju bæj- arfuiltrúaefni á að vera sett, er það, að það sje vel mentað svo því um sje treystandi til að leysa sæmi- lega af hendi öll þau vandastörf sem því kunna að verða falin í bæjarstjórninni. Annað skilyrðið er það, að stefna þess í bæjarmálum sje líkleg til þess að lyfta bænum uþp — hjálpa honum áfram. Þaö getur ekki verið eiginhagsmuna- eða uklíku" pólitík, því sú stefna er ekki til þess faliin að vinna heildinni hag, enda ber hún vott um mentunarskort og þar- afleiðandi þröngsýni. Við bæjarstjórnarkosningarnar setn í hönd fara hjer í bæ á að kjósa 2 bæjarfulltrúa í stað þeirra Stefáns $tefánssonar skólameistara og Er- lings Friðjónssonar trjesmiðs, en fram eru komnir 3 listar: A-Iisti: Sveinn Sigurjónsson, kaupm. Erlingur Friðjónsson, trjesmiöur. B-Iisti: Erlingur Friðjónsson, trjesmiður. Júlíus Árnason, fiskimatsmaður. C-Iisti: Stefán Stefánsson, skólameistari. Sigtr. Jónsson, byggíngarmeistari. Fyrstu listarnir 2 (A og B) eru Verkamannafjelagslistar. Að Verka- mannafjelagsmenn setja upp 2 Iista mun stafa af sundrung í fjelaginu frekar en slóttugri kosningaaöferð. A-Iistan munu þeir f jelagsmenn V erka- mannafjelagsinsstyðja, sem vorumót- fallnir því um daginn, að Verka- mannafjelag Akureyrar gengi í »A1- þýðusamband íslands" og gerðist þannig landspólitískt, en urðu ofur- liði bornir. C-listann styðja auövitað aðallega menn utan Verkamannafjelagsins. Fyrstu mennirnir á öllum listun- um hafa áður átt sæti í bæjarstjórn Akureyrar og hafa því allir nokkra æfingu og talsverð reynd komin á starfshæfileika þeirra í því mikla bæj- arráði, en hinsvegar dylst víst eng- um, að Stefán Stefánsson stendur þeirra lang fremstur fyrir ýmsa kosti er einn bæjarfulltrúa má prýða, enda þaulvanur þing- og bæjarstjórnar- störfum. Er óhætt að fullyrða þetta án þess að hallmæla hinum. Auk þessa hefir C-Iistinn annan mann að bjóða, Sigtr. Jónsson, glöggann og gætinn og manna kunnugastan og fróðastan um ýms verkleg störf, sem bæjarstjórnin kann að hafa meö höndum. Fyrir þessar sakir þorum vjer ó- hikað að mæla hiö besta með C-listanum. LEIÐBEININGAR við bæjarstjórnar- kosningarnar. Það hefir þótt furðulegt, hve margir seðlar dæmast ógildir við hverjar kosningar hjer í bæ. Bendir það á, að menn eru eigi enn al- ment fullnuma í þessari kosninga- aðferð. Flestir gallarnir liggja í því, að kjósandinn hefir ætlað að raða mönnunum á listanum eftir sínu eigin höfði, sem er algerlega leyfi- legt, en við það hefir hann ruglast í ríminu. Ýmsir setja x fyrir fram- an nöfn þeirra manna á listanum, sem þeir helst vilja styðja, og gera seðilinn þannig ógildan og enn- framur vill það eigi ósjaldan til, að krossaö er við nöfn ýmsra manna á fleirum en einum lista, Ef menn setja sjer þá reglu að setja x framan við lislabókstafinn, t. d. x C-listi, þá er seðillinn gildur, og þeir sem kunna að breyta til á listunum geri það, ef þeim finst ástæða til og aðrir ekki. Menn ættu að hafa þessa reglu hugfasta, þá mun það fljótt koma f Ijós, að færri miðar verða ógildir hjer eftir en hingað til og þar með fleiri sem njóta kosningarjettar síns í raun og veru. Fánamálið í dönskum blöðum. Þegar sú fregn barst til Danmerk- ur í fyrrasumar, að vjer ætluðum að krefjast fullkomins íslensks ýerslunar fána, þá tóku Danir þegar að skrifa um fánamálið í blöðum sínum og hver greinin hefir rekið aðra siðan um þetta efni. Líta þeir eðlilega sín- um augum á þessa frelsiskröfu vora, segja flestir, að hún komi flatt upp á sig, með því að skamt sje síðan að vjer höfum fengið fslenskan stað- arfána. Finst þeim goðgá næst, að fara nú að heimta fullkominn far- fána. Vilja flestir, sem um málið hafa skrifað, að Danir geri sitt ítrasta til þess, að konungur synji fánakröfu vorri, uns samband landanna sje tekið til rækilegrar íhugunar og með- ferðar. Sá maður, sem mest og ítarlegast hefir skrifaö um fánamálið, er próf. dr jur. Knud Berlin. Hefir hann mest allra Dana látið sig skifta ís- lensk stjórnmál, síöan millilanda- nefndin sat á rökstólum 1908. Skrif- ar hann nú af vígamóð miklum í »Köbenhavn“. Reynir hann þar að gera málstað vorum sem mest ó- gagn, og má vel vera, að honum hafi tekist, að hafa áhrif á úrslit fánamálsins, enda sparar hann ekki að minna forsætisráðherra Zahle á fyrri afskifti hans af fánamálinu f ríkisráði Dana, og eggjar landa sfna fastlega, aö sýna nú festu og standa á móti kröfum vorum. Viröist hann hræðast þann möguleika, að Fær- eyingar komi á eftir oss og heimti einnig farfána, ef vjer fengjum hann nú. Notar hann Vesturheimseyjasöl- una í þessu sambandi, ineð því að menn litu mjög tvennum augum á hana í Danmörku. Stór-Danir, þar á meðal sjálfur dr. Berlín, töldu hana vansæmandi, sem skerðingu ríkis- heildarinnar. Nú telur hann versl- unarfánann hættulegan ríkisheildinni, því með honum sje. ísland í raun og veru skilið við Danmörku. Því til sönnvinar eru hjer tiifærð hans eig- in orð: »Viðurkenning á fullkomn- um íslenskum verslunarfána er hinn raunverulegi aðskilnaður íslands og Danmerkur." . . . »Eða skilja menn í raun og veru ekki, hvað viður- kenning á fullkomnum og sjerstök- um verslunarfána þýðir? Skilja menn ekki, að með henni er ísland gagn- vart umheiminum tvímælalaust yið- urkent sjálfstætt ríki." Og á enn öðr- um stað segir hann: »Það er auð- sætt, hvað íslendingar meina með fánanum. Eiginn verslunarfáni hlýt- ur aö hafa í för með sjer eigin ut- anríkisstjórn. Þessvegna er meining- in með sjerstökum fslenskum vetsl- unarfána, að birta alheimi, að ísland sje sjálfstætt og Danmörku óhátt ríki, sem ekkert varði um danska utan- ríkispólitík. . . . Sömuleiðis leiðir það af sjálfu sjer, að samfara ís- lenskum verslunarfána verður að stofna sjerstök ræðismanna- og sendi- herraembætti út um heiminn." Þá getur hann ekki gengið þegjandi fram hjá því, að á nýútkomnu þýsku kafbátaherkorti yfir Evrópu er ekki tekið fram, að ísland sje danskt. Vill hann helst skilja þetta þannig, að ísland sje ekki lengur í útlöndum álitið dönsk eign, heldur aðeins sem land, er sje einvörðungu í konungs- satnbandi við Danmörku. Þetta aje ekki aöeins í samræmi við þá kenn- ingu, sem fyrverandi ráðherra ís- lands, próf. Einar Arnórsson kenni við háskóla íslands, heldur einnig samróma kenningum sænska rithöf- undarins Ragnars Lundborg og norska rithöf. próf. Ojelsvík, sem hafa birst í ritum þeirra er gefin hafa verið út á þýsku, og ennfemur er þetta í fullu samræmi við það, sem hinn þýski próf. v. Liszt leyfir sjer að halda fram í síðustu útgáfu hinnar víðlesnu kenslubókar sinnar í þjóðarrjetti. Dr. Berlín sá það fyrirfram, að vjer mundum bráðlega heimta full- kominn siglingafána; segir hann, að slíkt eigi sjer hvergi stað, að land hafi tvo verslunarfána, annan inn- an landhelgislínunnar, en hinn utan hennar og að fyrirfram hafi mátt búast við því, að það gæti aldrei orðið nema millibilsástand þar til íslendingar fengju einn verslunar- fána viðurkendan. Hann heldur fast fratn þeirri kenn- ingu, að versiunarfáninn sje sammál landanna, sem aðeins sje hægt að láta íslendingum í tje með samþykki ríkisþingsins og konungs; með öðr- um orðum: íslendingar hafi ekki Ieyfi til að útkljá þetta mál með konungi sínum einum. „Lagarfoss* kom til Seyðisfjarðnf f fyrradag.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.