Íslendingur - 09.08.1918, Page 1
ÍSLENDINGUR.
4. árg. ;
Ritstjóri: Sig. Einarssog Hlíðar. — Akureyri, töstudaginn 9. ágúst 1918.
! 32. tbl.
> • • • • • • • • • e • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • ••• • • • • • • • • • •• • • ••••••••• • • ••-•
Bókasafnið opið til útlána mánudag, mið-
vikudag og föstudag kl. i—2 síðd. Lestr-
arsalnum lokað.
Bæjarfógetaskrifstofan opin virka daga
io—12 og i—6.
Bæjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga
6—7, nema laugardaga 6—8.
islandsbankinn opinn virka daga io'/a—12
og 1—2V2.
Landsbankinn — — — 11—2.
Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka
daga, helga daga 10—8.
Pósthúsið opið virka daga 10—2 og 4—6
sunnudaga 10—11.
' "-----------------~ —
Inijheimtu áskrifendagjaldablaðs-
ins hefir á hendi afgreiðslumaður þess,
hr. Hallgr. Valdemarsson.
Árg. kostar kr. 3.50, er greiðist
fyrir 1. maf, annars kr. 4.00.
»Islendingur< kemur út einu sinni
í viku. Árgangurinn kostar krónur 3.50
til 4.00 er borgist fyrir 1. maí.— Upp-
sögn (skrifleg) bundin við áramót, er
ógii d nema komin sje til ritstjórans
fyrir 1. okt., og sjé kaupandi skuld-
laus við blaðið.
Afgreiðslumaður blaðsins er hr. Hall-
grímur Valdemarsson, Hafnarstræti 84
Nærsveitamenn eru beðnir að vitja
blaðsins í Höepfners verslun og í
verslun Sig. Sigurðssonar.
Sjera
Jónas Jónasson,
præp. hop.
Á sunnudaginn þ. 4. m. barst
hingað simskeyli um, að þá um
morguninn hefði sjera Jónas skáld
Jónasson látist. Þessi andlátsfregn
kom engum á óvart. Um langt skeið
höfðu vinir hans búist við að frjetta
Iát þessa vinsæla merkismanns á
hverri stundu. Hann hafði langa
lengi átt við megna vanheilsu að
búa og upp á síðkastið tekiðútstór-
prautir, sem allir furðuðu sig á, hve
hann afbar lengi og vel, eins hrör-
legur og líkaminn virtist vera, en
sálarþrekið og trúarstyrkurinn var
óbilað, og þaðan kom honum orka
til að líða hinar sárustu þrautir með
frábærri þolinmæði. Pær voru hon-
um aðeins skamvint böl, sem dauð-
inn hlyti bráðlega að gera enda á,
og hann væri aðeins eitt fótmál frá
liflnu hjerna með öllutn þjáningum
yfir í æðri tilveru, sem blasti við
honum æ dýrlegri, því færri spor
' sem hann átti óstigin fram að fót-
málinu mikilvæga.
Með sjera Jónasi er tvímælalaust
hniginn einn af mætustun mönnum
þessarar litlu þjóöar. Hann var fyrir
Iöngu orðinn svo þjóðkunnur og
jafnframt svo þjóðkær, að óþarft er að
fara um hann eða lífsstarf hans mörg-
um orðum í þvf skyni, að kynna
hann almenningi. Enda mun hans
aö sjálfsögöu véröa minst rækilega
í þeim tímaritum vorum, sem tekið
hafa að sjer að geta látinna merkis-
manna þjóðarinnar á sæmilegan og
viðeigandi hátt.
Þjóðkunnastur er sjera Jónas sál.
fyrir alþýðusögur sínar, sem fjöl-
lesnar voru af almenningi á sínum
tíma, og þýddar hafa verið sumar,
bæði á þýsku og dönsku og hlotið
lofsamleg ummæli merkra bókmenta-
fræðinga erlendis. Sjálfur segir hann
í formálanUm fyrir sögusafni sínu
wLjós og Skuggar": Jeg hefi aldrei
ímyndað tnjer, að jeg væri skáld og
tel mig fortakslaust til smærri spá-
mannanna." Hann var maður yfir-
lætislaus með afbrigðum og bera
þessi orð þess Ijósastan vott. — Frá
barnæsku var hann svo bókhneigð-
ur, að með sanni mátti segja, að
honum færi aldrei bók úr hendi,
enda var hann orðinn fágætlega fjöl-
fróður, einkum í bókmentum, sjer-
staklega þýskum og íslenskum. Ein-
hver fyrsta ritgeröin hans, sem út
kom, — en þær urðu margar, — var
víst »YfirIit yfir bókmentir íslend-
inga á 19. öld", í Tímariti Bókmenta-
fjelagsins 1881. Sú ritgerð er skrifuð
í skóla. Sýnir það, hve ungur hann
byrjaði ritstörf og síðan má heita
að hann væri síritandi og lesandi
til dauðadags. Ef hægt er að segja
um nokkurn mann, að liann hafi
unnið meðan dagur var, þá eiga
þau ujnmæli sannarlega heima uin
sjera Jónas, því meiri eljumann get-
ur ekki, og það til síðustu stundar,
að penninn og bókin fjellu honum
úr hönd, að kröftunum gjörþrotnum.
Síðustu árin vann hann af kappi
að söfnun íslenskra þjóðsiða óg hafði
ritað mikið um það efni. Svo hug-
leikið var honum að tæma þetta
efni sem best og ganga frá þjóð-
siðafræði sinni, að sú þrautin mun
liafa orðið honum þyngst, að verða að
hverfa frá þvi starfi ólokuu.
Svo lánsamur var sjera Jónas, að
hann íjekk í banalegunni að njóta
hjúkrunar sinnar ástríku eiginkonu,
Pórunnar Stefánsdóttur, hinnar á-
gætustu konu, og Jónasar læknis
sonar síns, sem hann unni hugást-
um. Gerði hann sjer víst ferð heim
í sumar frá útlöndum, til þess að
vera föður sínum til líknar og hug-
svölunar síðustu augnablikin.
Sjera Jónas var vinsæll mjög, jafn-
an elskaður og virtur af sóknar-
börnum sínum og eigi síöur af
lærisveinum sínum og samkennur-
um við gagnfræðaskólann, sem hann
bar mjög hlýjan hug til, eins og
sjá má á kveðjuorðum hans við
skólauppsögn vorið 1917. Þar farast
honum svo orð: ». . . í því er við-
gangur alþjóðlegrar menningar ekki
síst fólginn, að þjóðin hafi aðgang
að sem bestum og víðtækustum
skólum, sem geri sitt til, að skapa
sanna menn úr fólkinu, lyfta því
upp úr efnishyggjunni, svó það hafi
hærra en «asklok fyrir himinn" og
vekja í því hugsjónir, sem geri því
fært að horfa hátt og hugsa hátt,
gera það fært um að styðja að ham-
ingju og framförum ættjarðar sinnar;
en það getur enginn, nema hann
hafi sterkan siðgæðisþrótt og öfluga
guðstrú og trú á landið og sjálfan
sig. Og þeirrar framtíðar vildi jeg
af heilum hug óska skólanum, að
honum mætti auðnast að fullnægja
þessum kröfum . . ."
Vinsældir sjera Jónasar voru líka
næsta eðlilegar, því fáa átti hann
sína Hka að manngæsku og ósjer-
plægni; var honum tamara að gera
sjálfum sjer óhag, gæti hann með
því gert öðrum greiða, en að ganga
á hlut nokkurs manns.
Þegar sjera Jónas fjekk lausn frá
kennarastarfi sínu, fjekk hann að,
halda fullum launum, 1600 kr., í
viðurkenningarskyni fyrir hin miklu
menningarstörf sín, gegn því að hið
mikla þjóðsiðasafn hans og handrit
þar að lútandi yrði að honum látn-
um eign landsins. Skamma stund
naut hann þessarar verðskulduðu
viðurkenningar, en því fremur ber
þingi og stjórn að minnast ekkju
hans, sem átti svo mikinn og góð-
an þátt í lífsstarfi hans, og sjá henni
sómasamiega borgið, Veit jeg að
það yrði aldrei eftirtalið af þjóðinni,
svo valinkunn voru þau hjón og
svo mikil og mörg ítök eiga þau
í brjóstum fólksins.
**
Bæjar-rafveitar).
Með þessum línum vildi jeg minna
menn á það, sem jeg ritaði í Nl. s.I.
vor um aflið í Glerá og um möguleg
afnot þess hjer í bænum, nfl. að áin
hefði flutt að minsta kosti i m3 á sek-
úndu, þegar jeg mældi hana 9., 10.
og 11. feb. síðastliðinn vetur, og að
hún gæti því, á 200 m. fallhæð, ætfð
gefið nálægt 2000 hestöfl hj :r í bæn-
um, ef bestu áhöld væru notuð.
Jeg hefi á siðustu tveimur vikum
gengið upp með ánni og athugað hana
og landið umhverfis á ný, og er sann-
færður um, að mögulegt er að fá fult
200 metra fallhæð, með því að stýfla
ána hjer um bil 600 metra fyrir fram-
an girðinguna upp á háa melnum suð-
ur og upp af bænum Glerá.
Til að lýsjt göturnar og hvert í-
búðarhús f þessum bæ, þarf auðvitað
ekki nema um 100 hestöfl, sjeu bestu
lampar (nfl. Wótan lamparnir) notaðir.
Jafnvel ekki svo mikið, og það afl, já
tvöfalt meira, er hægt að fá með því
að taka ána rjctt fyrir sunnan Bænda-
gerði, ofan við gömlu brúna, og setja
aflstöðina í hvamminn fyrir neðan
neðsta fossinn, rjett fyrir ofan þjóð-
veginn, eins og til orða hefir komið.
En ef nota skal ána bæði til ljósa
og eldunar (þ. e. matsuðu) f hverju í-
búðarhúsi bæjarins þá þarf að minsta
kosti 750 hestöfl rafmagns, og það
afl fæst ekki með þvf að taka ána
upp hjá rjettunum fyrir sunnan Rang-
árvelli; þar fæst aðeins hjer um bil
65 m. fallhæð ofan að sjó, eða 650
hestöfl, þegar áin verður hvað minst,
35 hestöfl eða rúmlega það verður að
ætla tóvinnuvélunum. Til þess að fá
750 hestöfl, eða að minsta kosti 700
hestöfl til afnota hjer f bænum (þótt
áin verði eins lítil eins og í hörkun-
um í vetur), það er að segja eiít hest
afl á hverja þrjá menn, til eldunar og
ljósa, þarf að taka ána lítið eitt fyrir
ofan næsta fossinn fyrir sunnan rjett-
irnar.
Hvar helst skuli sétja aflstöðina,
hvort heldur hjer í bænum fyrir neð-
an brekkuna eða úti í hvamminum,
rjett fyrir neðan Geíjun verksmiðjuna,
verður álitamál, sem eg get ekki sagt
neitt um nú; hefir það og eigi héldur
neina þýðing að eg segi nú, hvar hin-
ar efri stöðvar geti staðið við ána,
ef til þess kemur, að bærinn vilji nota
hana til ljósa, eldunar og hitunar í
senn. — Fyrst verður maður að hafa
nákvæmar mælingar af öllu svæðinu,
sem nota skal til framleiðslu aflsins,
og þær mælingar hafa ekki enn verið
gerðar, og mjer hefir ekki verið gefið
neitt umboð til að gera þær.
En ef menn hugsa til að nota Glerá
nú á vetur eða á næsta ári, þá verður
að láta gera hinar nauðsynlegu mæl-
ingar og ákvarðanir sem fyrst. — Að
fresta því er hœttalegt. Styrjöldin get-
ur varað eigi aðeins þetta og næsta
ár heldur miklu lengur, svo að ekki
er víst að rafveitutæki og sement verði
neitt ódýrari, þótt en sje frestað að
kaupa þau. Einmitt nú er ekki ómögu-
legt að kaupa rafmagnsáhöld, og ekki
víst að þau verði afskaplega dýr, ef
tii bestu íjelaga er leitað; en allir
vita að brýna nauðsyn ber til þess,
að menn geti haít nægiiegt rafafl, að
minsta kosti til ljósa og matsuðu hjer
f bænum nú, þegar kol og steinolía
eru með afar verði.
8.—8,—18.
F. B. Arngrímsson.
í bókaverslun
Sig. Sigurðssonar
er nýkomið mikið úrval af pappfr, um-
slögum, höfuðbókum, fundargjörðar-,
stíla- og vasabókum. Vísnabókum
(Poesie), brjefspjalda- og frfmerkja-
bókum, Mynda-Album, barnamynda-
bókum. Afmælis-, trúlofunur- og gift-
ingarbrjefspjöld. Brjefaklemmur, papp-
frspentudúkar o. fl. o. fl.
Sambýlið komið aftur.