Íslendingur - 09.08.1918, Qupperneq 3
32. fbl.
BLENÐINOUR
127
A Hólum.
og komið þó allsgóðar heim< sagði
Holberg skáld.
* * *
En látum nú koma annað hljóð í
atrokkinn.
»Með illu skal ilt út drtfaf — Á-
fengið með kaffinu. En með hverju á
svo að útdrifa kaffið?
Mörgum mun þykja fróðleg tilraun-
in með froskinn. En fiestir hafa þó
gjört þessa tilraun á sjálfum sjer. Það
er ekkert vafamál að kaffið hressir
þannig í bili að þreyta hverfur og
kraftar koma á ný sem virtust þrotn-
ir. En þetta er þó eiturverkun. Þaegi-
legt eitur slikt. Það sakar lítið ef í
hófi er notað, en fyrir veiklaðar taug-
ar er það ætíð varasamt. A eftir öll-
um taugaæsingi fylgir slappleiki. Og
ekkert veikir taugarnar meira en æs-
ing á æsing ofan.
Einn af merkustu heilsufræðingum
Þýskalands Hneppe, segir um kaffið.
»Áhrif kaffisins á hjartað, vöðvana og
meltingarfærin eru sjerlega hættuleg
fyrir þá sem vinna érfiða lfkamlega
vinnu. Enn fremur er það sjeistaklega
óholt börnum og á þátt í margri
veiklun sem siðar kemur fram.
Fátt er jafnvitlaust og að byrja
daginn með morgunkaffi. Einmitt eftir
að llkaminn hefir styrkst við nætur-
hvfldina þá er strax farið að deyfa
taugarnar með kaffi. Því eftir fyrstu
æsandi áhrifin kemur deyfing scm
heimtar nýja æsingu.
Að innleiða kaffi f stað áfengis er
ekki mikið hyggilegra en að fá mönn-
um ópfum eða Cocafn í stað Morfíns.
Eitur verður ætfð eitur. Satt er það
að kaffið vinnur aldrei annað eins tjón
og áfengið, en öllum er það þó skað
samt.
(Hneppe: Handbuch der Hygiene. Berlin
1899 — bls. 324—325-
Berklahæli.
Svo virðist, sem töluverð alvara sje
vöknuð hjer um slóðir með stofnun á
berklaveikrahæli hjer norðanlands.
Á fjölmennum, sameiginlegum fundi,
er ungmennafjelögin f Eyjafirði, fram-
an Akureyrar, hjeldu að Grund 23.
júnf sfðastliðinn til þess að ræða sam-
an ýms áhugamál sfn, var samþykt f
einu hljóði eftirfarandi tillaga:
>Fundurinn lftur svo á, að berkla-
veikin sje einhver skæðasti óvinur
þjóðarinnar og þó sjerstaklega okkar
Eyfirðinga. — Þar sem reynslan hefir
sýnt, að eitt berlaveikrahæli nægir
alls eigi öllu landinu, þá sje brýn
þörf og sanngirni, að reisa annað hæli
á Norðurlandi, hið allra fyrsta. Skor-
ar fundurinn því á öll U. M. F. í
Eyjafirði, að beita sjer fyrir málinu
með fjársöfnun og fleiru. Málinu til
undirbúnings kýs fundurinn 5 manna
nefnd.«
Tillögu f sömu átt samþykti
sambandsfundur norðlenskra kvenna
tveimur dögum síðar og er hennar
getið áður f blaðinu.
Menn hljóta að gera sjer góðar vonir
um árangur, þar sem kvenfólkið og
æskulýðurinn virðist einhuga beita sjer
fyrir málinu og ætlar sjer að bera það
fram til sigurs.
H.
Hólar í Hjaltadal rísa úr rústum
með hverju ári, sem líður. Þeim er
líkt farið og gömlum gimstein, sem
fyrrum var ágætur, en hefir verið van-
hirtur um skeið. Siro taka menn grip-
inn og íægja hann upp, en það þarf
tfma til.
Sigurður Sigurðsson skólastjóri hef-
ir nú fengið þetta hlutverk á Hólum.
Er þvf síst að neita, að til þess hefir
hann haft góða hjálp frá hálfu stjórn-
arvaldanna, þótt betur megi, ef duga
skal.
Hefir skólastjórinn ekki búið á Hól-
um nema 4 ár, en þó hefir hann á
þeim árum kipt staðnum nokkur skref
fram, og það svo, að vel má minnast
þess.
Myndarlegra sýni getur tæpast að
nokkrum norðlenskum bæ en að sjá
heim að Hólum.
Gestur, sem elcki hefir komið þar
sfðustu 10 árin, sjer strax nokkrar
breytingar.
Heimreiðin bein; mikið verk lagt f
að gera hana sem mest lágrjetta, girt
með sljettura vír og hlaðið grjóti undir.
— Þar sem veðurnæmast er og síst
hefir viljað vaxa í köntunum, hefir mel
verið sáð.
Milli Hóla og næsta bæjar að norð-
an fellur svo nefnd Víðinesá. Hún hef-
ir öldum saman verið óáreitt. Nú er
hún leidd heim á tún og þaðan um
bithagann neðan við túnið. Fer hún
svo hljótt, sem ekkert væri um að
vera, en þó segir Geir, að hún geti
lýst húsin, hitað þau og soðið matinn
fyrir Hólabóndann.
Heima við húsin eru matjurtagarð-
ar um hektara að stærð. Þar að auki
er trjárækt og blómrækt nokkur. Voru
þar í besta lagi hirðulegir blómgarð-
ar. Enda hefir Sigurður Ásu Jóhannes-
dóttur frá Syðra-Fjalli sjerstaklega til
að sjá um garðana. Leggur hún góð-
an hug í þáð verk.
Á túninu hefir húsabrotum fækkað.
Hefir verið sljettað yfir og saknar
enginn. Bæjarlækurinn er lagður í iok-
ræsi og þakið yfir báðumegin að bun-
unni.
Fjögur undanfarin ár hefir Sigurður
látið vinna alls að jarðabótum 2428
dagsverk. Og nú í vor 395.
Girðinnar nýgerðar um haga og engi
2500 metrar að lengd. Auk gamals
aðfærsluskurðar á engi frá Hermanns
Jónassonar tfð, hefir Sigurður nú tek-
ið Hjaltadalsána upp á engið á tveim
stöðum. Er það gott vatn til áveitu.
Þar eru getðar tilraui ir með mismun-
andi dýpi og mislangan áveitutíma. Á
það að færa raungæfan fróðleik, þá
tfmar Ifða fram. Hitabreytingar vatns-
ins hefir Sigurður rannað og fundið,
að þótt vatnið sje við o0 í skurð-
kjaítinum, þá hitnar það smátt og
smátt og veiðurí góðum veðrum 12—
160 á enginu nyrðst.
Mýri neðan við túnið hefir Sigurður
lokræst og plægt þar 1V2 hektara.
Ætlast hann til, að túnið nái alt að
ánni með tímanum.
Þótt úti sjeu athafnir sæmilegar, þá
er og inni nokkur skriffinska. Sýna bú-
reikningar að allur kostnaður við töðu-
hestinn f fyrra varð kr. 5.35, en við
útheyshestinn kr. 3.56.
Það er gott ungum mönnum að
koma að Hólum, því þar skín trú
úr hverju verki.
Fetðamaður.
Sumarleyfi.
Á meðan hálfkalt er og náttúran
lítið sumarleg langar mig ekki svo
mikið f sveitina. Mjer er þá sama þó
jeg vigti og mæli, skrifi tölur og
skálmi um hrjóstugar göturnar, en
þegar sumarið brunar fram, f sinni
dýrð, blessaða stutta sumarið okkar,
þá er mjer öllum lokið, þá sýður og
vellur sveitalöngunin í mjer, svo að
mjer liggur við að stökkva yfir búð-
arborðið eða steypa skrifstofustólnum
um koll og strjúka út f sveitina mfna,
teyga grasilminn, hlusta á lækjarnið-
inn og fuglasönginn, borða skyr og
teyga mjólk, því ekki er mjólkur-
nefndin búin að þurausa allar sveitir,
þó ágjörn sje hún í mjólkina.
Lestirnar eru á enda, svo ekki þurfa
blessaðir sveitakarlarnir mína hjálp
framar, ullin er vel geymd f pakkhús-
inu og karlarnir komnir heim með
kornmatinn.
Kaupmaðurinn hefir ekkert að láta
okkur gera, bara að hann finni ekki
upp á að láta okkur fara að prjóna
sjóvetlinga fyrir heimilisiðnaðarfjelag-
ið! Mjer er sagt, að í útlöndum sje
öllum skrifstofu- og búðarþjónum gef-
ið hálfsmánaðarfrí og sumum meira,
Reykjavík kvað vera farin að gefa
vikufrf og af þvf við eigum að hafa
höfuðstaðinn sem fyrirmynd í öllu
góðu, þá finst mjer ástæða til að taka
þennan gullfallega sið upp.
En jeg er þó smeikur um, að þetta
komi ekki svona alveg upp úr þurru,
við verðum að gera eitthvað sjálf.
Biðja blessaða húsbændurna að sjá
aumir á okkur — biðja öll og biðja
vel, þá tekst það. Svo biðjum við
ykkur kunningjana og frændfólkið í
sveitinni að lofa okkur að koma og
vera þennan tfma, ef þið viljið, en
kjósið þið heldur að koma og heim-
sækja okkur aftur í staðinn í vetur,
þá eruð þið hjartanlega velkomin, þó
þröngt sje, því þröngt mega sáttir sitja.
Við förum þá með ykkur á Bíó og
sýnum ykkur það sem við getum af
Akureyrardýrðinni.
En þeir sem engan eiga til að
heimsækja!
Jeg vona að einhver góður maður
vekist upp til að skjóta skjólshúsi
yfir þá, það mega engir verða út-
undan.
Svo íörum við þá á stað, ljett f
geði, frf og frjáls, hjólandi, gangandi,
akandi, rfðandi, siglandi, eftir þvf sem
hverjum hentar best og komum svo
aftur, endurnærð á líkama og sál af
heilsulindum náttúrunnar með margar
góðar og glaðar endurminningar.
Einn af átián.
Fyrirlestur
um
mesta vandatnál heimsins
o. fl. heidur F. B. Arngríms-
son f Bíóhúsi Akureyrar næstkom-
andi sunnudag.
Byrjar kl. 5V2, Aðgangur 50 aurar.
Fyr og nú,
(til barna).
Fyr bannaði mamma mfn mér að
drepa að kvelja flugu; hún vildi ekki
láta börn sýna grimd við neitt, sem
sjálfur Guð hefir gefið líf. — Blómin á
jörðunni mátti jeg slfta upp til þess
að setja þau f vatn og hafa yndi af
þeim inni hjá okkur; en aldrei mátti
jeg slíta upp blóm til þess að fleygja
þeim hugsunarlaust og kærulaust frá
mjer aftur og láta þau visna. Blómin
eru til gagns og gleði fyrir unga og
gamla og börnin eiga að elska og
fara vel með alt, sem Guð gefur þeim.
Eins var um fuglana. Á vorin, þeg-
ar æðarfuglinn kom með ungahópinn
sinn, gaf manna mfn mjer brauð handa
þeim, um leið og hún sagði mjer frá
því, hvað mikið gagn þessi fugl gerði
landinu mínu, og ungarnir voru svo
gæfir og glaðir, af því við börnin
vorum góð við þá og tókum svo vel
á móti þeim.
Drengirnir vildu þá lfka veiða fugla
í snöru, en manna Ijet syni sína færa
sjer fuglana lifandi, batt fallegt silki-
band um hálsinn á þeim, ofur laust,
Ijet svo fuglinn fljúga út um glugg-
ann, svo að börnin sáu og sagði þeim,
að fuglinn hefði sagt: »Guð launi
ykkur lífgjöfina.*—Eins gaf hún mér
bein og úrgang úr mat handa ferða-
manna hundum og flækingsköttum og
kendi mjér að sýna öllum skepnum
nærgætni og velvild.
Og nú, þegar fögru fuglarnir okkar
koma, sumir til þess að leita að fæðu,
aðrir til þess að lofa ungum sfnum að
hvfla sig f fjörunni og baða sig f sól-
inni, þá koma börnin í hópum og það
stálpaðir dregir líka og láta grjóthrfð-
ina ganga á móti þeim, rjett eins og
börnin dauðþyrsti f að drepa eða lim-
lesta fugla þessa.
Hvað hafa nú þessir fuglar gert
ykkur, börnunum, og því lofið þið
þeim ekki að vera í friði?
Jeg ræð ykkur til að biðja foreldra
ykkar að koma ykkur í Dýraverndunar-
fjelagið, svo að þið eldri börnin kenn-
ið ekki óvitum þessa grimd og misk-
unarleysi.
Akureyri 30.—7.
Ciamalt barn.
Hjónaefni.
Föstudaginn 2. þ. m. birtu trúlof-
un sína: ungfrú Lára Schjölh og Ólafur
Th. Svelnsson, ráðunautur Fiskifjelags
íslands.
Sunnudaginn 4. þ. m. birtu trúlofun
sína ungfrú Guðrún Sigurðardóítir frá
Bitrugerði og Svanberg Sigurgeirsson í
Lögmannshlfð.
Síldarsöltunarbækur,
Vinnusamningar,
Vinnubækur,
Kvittanabækur,
Nótubækur,
Reikningar
fást í prentsmiOiu
Odds Björnssonar.