Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 11.10.1918, Qupperneq 2

Íslendingur - 11.10.1918, Qupperneq 2
162 •-•• • •-• ••••••••-« Rausnarbragð. Þess var getið í 35. tbl. »íslend- ings«, að síldveiði sumarsins hefði gefið ýmsu verkafólki litlar tekjur. Var til dæmis tekið, hve lítið kvenmenn höfðu borið úr býtum við sfldvinnu hjá »Kveldúlfs« fjelaginu á Hjalteyri, en þess var jaíníramt getið, að vænta mætti að fjelag þetta sýndi það sóma- strik að bæta þeim atvinnubrestinn upp að nokkru leyti og sú varð raun- in á. Fjelagið hefir nú greitt stórfje f uppbót síldverkakvenfólki sínu. Karl- menn munu hafa verið ráðnir fyrir á- kveðið kaup, svo þeir hafa mist lftið við síldarskortinn. Hjá »Kveldúlfs« fjelaginu voru sfð- astliðið sumar 80 stúlkur ráðnar við síldarvinnu Qllum þessum hóp hefir fjelagið veitt uppbót. Uppbótinni hefir verið hagað þannig, að stúlkur þær, sem voru hjá fjelaginu í fyrrasumar og aftur nú í sumar fá kr. 225,00, en þar frá dregst svo sú upphæð, sem þær haía innunnið sjer og verið borgað af fjelaginu f sumar, og verð- ur þá þessi uppbót þeirra um kr. t8o handa hvetri stúlku. Þær stúlkur, sem aðeins hafa verið í sumar við vinnu hjá fjelaginu fá kr. 175 og dregst scmuleiðis þar frá upphæð sú, sem þær hafa fengið greidda fyrir síldvinnu I sumar. Uppbót þeirra verður þá um kr. 120—130. Með þessum mismun hefir fjelagið viljað bæta þeim stúlkum betur, sem einnig voru fyrra sumarið, en þá gekk veiðin heldur illa. í eitt hús á Hjalt- eyri hafa nú verið greiddar kr. 997, 60 í uppbót og kom sjer býsna vel, því þar áttu í hlut biáfátækar fjöl- skyldur. Hefir þessi höfðinglundaða rausn fjelagsins mælst mjög vel fyrir. Hefir fjelagið aukist að áliti og sið- ferðisþroska í þessum viðskiítum og það miklu meir en sem nemur þeirri álitlegu fjárupphæð, sem sfldar-stúlk- urnar fengu f uppbót. Erlendar símfrjettir. Lögreglustjóri Þjóðverja í War- schau hefir verif^myrtur. Lögreglustjóranum í Belgrad hefir verið sýnt banatilræði. Alt í uppnámi í Tyrklandi; stjórn- in er farin frá og fyrverandi sendi- herra Tyrkja í London hefir verið falið að mynda nýja stjórn. í fyrradag var fundur haldinn í Soffía. Voru þar fulltrúar banda- manna og fundarefnið var pað, að bandamenn legðu hald á allar járn- brautarlestir, skip, vegi, hafnir, rit- síma og talsíma í Búlgaríu og enn fremur um herflutninga bandamanna til hernaðarstöðva, er þeir hafa fengið til umráða. Pjóðverjar hafa upphafið alla samninga um yfirráð við Pólland. Frestað hefir verið að setja pólska landsþingið á laggirnar (Einkaskeyti Morgunblaðsins.) Afsláttarhestur til sölu. Semjið við Harald Björnsson. ISIJENDINQUR 41. tbl. • •••-•^»«« • ••> • •••-•••-•••••••••^••-•••••« • • •••• ••• • • • Frjettir. 5 Akureyri EspholinCo. Hjermeð auglýsist, að vi,ð undirritaðir bræður, þann 5. þ. m., höfum myndað ofangreint firma, sem er fjelag með ótakmarkaðri ábyrgð. Hvor okkar um sig ritar firmað. — Ingólfur Gísli S. Espholin hefir prokura. Við vonum að firmað Esphofin Co. verði látið njóta sömu velvild- ar og trausts, sem okkur bræðrunum hingað til hefir verið sýnt hvor- um um sig. Virðingaríylst. Jón S. Espholin, Hjalti S. Espholin. Verkamannaf/elagið heldur fund f Bfó sunnudaginn 13. október kl. 1 síðdegis. Ár/Sandi mál á dagskrá. Fjölmennið! Stjormn. 10. okt. Bogi Brynjólfsson yfirdómslög- maður er skipaður sýslumaður í Húnavatnssýslu, Jón Ófeigsson cand. mag. er skipaður 5. kennari við Mentaskól- ann í stað Böðvars Kristjánssonar. Póstpokinn, sem tapaðist frá Stykkishólmi er fundinn upp á Skóla- vörðuholti. Insiglin voru óbrotiu, en pokinn var skorinn í sundur og ekkert fanst í honum. Er enginn vafi á því, að hjer er um stuld að ræða. (Frjettaritari >Isl.« í Rvík.) Tóbaksnautn unglinga. Nú er svo komið að til vandræða horfir með tóbaksnautn unglinganna, sjerstaklega eru þeir farnir að iðka reykingar mjög mikið, enda er það varla furða, þar sem uæstum ekki sjest sá fulltíða maður, sem ekki reykir meira eða minna, og löggjöfin ekki enn hefir sjeð sóma sinn f að banna sölu tó- baks til strákpatla, sem nýfermdir eru eða yngri, nje að fyrirskipa, að alíkum sje ekki leyfilegt að reykja, nje nokk- urs tóbaks að neyta, þótt það ráð væri náttúrlega ekki óbrigðult, frem- ur en öll önnur, þá myndu það úreið- anlega gera feikna gagn, og eflaust verða til að erfitt væri að sjá þá unglinga á götum og torgum sem reykjandi væru, í stað þess að nú sjest vart sá unglingur sem ekki er sfreykjandi. Væri þess sannarlega þörf að góð- ír og velviljaðir menn reyndu að kippa tóbaksnautn unglinga f sæmilegt horf. Skaðsemi hennar er öllum heilvita mönnum kunn, og þó hafa þeir ekki haft vit á að aftra ungviðinu frá voð- anum og spillingunni, en þegar ung- lingurinn einu sinni er orðinn vanur reykingum, er mjög miklum erfiðleik- um bundið fyrir hann að venja sig af þeim. Það er álit margra manna, og það mun ekki vera skakt, að neyti unglingurinn ekki tóbaks til tvítugs, þá er hann ekki lengur f hættu með að hrasa á þeim nautnum. Þá er hantj orðinn svo þroskaður, að hann sjer hve skaðlegt það er að liía með þeim annmörkum. Það eru vfða til á landinn tóbaks- bindindisfjelög, ungra manna, svo vfða, að væri nokkurt verulegt gagn að þeim til að stemma stigu fyrir tóbaksnautnina, myndu það mestmegn- is vera eldri menn og karlar, sem legðu tóbaksnautn 1' vana sinn, en þessi fjelög eru tómar liðleskjur, ekk ert nema nafnið tómt. Nú f sumar var þe3su máli hreyft á aðalfundi Bandalags kvenna f Reykja- vík og kom öllum kvinnunum saman um að gera það sem f þeirra valdi stæði til þess að hefta tóbaksnautn barna og unglinga, og var þar samþykt að kjósa þriggja kvenna neínd til þess að fhuga hvað hægt sje að gera til þess að takmarka tóbaksnautn barna og unglinga, og gera tillögur f því efni. Þarf því ekki að efa að stuðning- ur kvennþjóðarinnar er vís til þess að aftra þessu fargani, enda fer lfka vel á þvf. Þingi og þjóð þótti ástæða til að að koma á aðflutningsbanni á áfeng- um drykkjum, en í rauninni virðist mjer lög, sem al|gerlega bönnuðu að- flutning tóbaks, alls ekki óþarfari. Tóbaksnautnin er að verða sama þjóð- arplágan og drykkjuskapurinn, síst betri, þar sem það er áreiðanlegt að mikil tóbaksnautn mun vera langtum skaðlegri mönnum en mikil ofdrykkja áfengis. Þess vegna ættu allir góðir menn að vinna að þvf, að aðflutningur tóbaks gersamlega verði bannaður, þótt hart máske þyki; að minsta kosti verði bannaður aðflutningur þess tó- baks, sem notað er til reykinga, þvf þær munu vera skaðsamasta tóbaks- nautnin. Si. Aths. »íslendingur« er ekki með að- flutningsbanni á tóbaki, en telur hinsvegar vel farið, ef fjelagsskapur elfdist til þess að takmarka eða út- rýma tóbaksnautn unglioga. Ritstj. Nýtt firma. Einsog sjá má af auglýsingum hjer í blaðinu, er nýtt firma stofnað hjer í bæ. Stofnendurnir eru hinir eínilegu synir Sigtryggs Jónsonar byggingar- meistara. Þetta firma Espholin Co hefir valið sjer sjeríræðilegt viðíangs- efni því auk þess að taka að sjer kaup og sölu fasteigna, skipa og mót- orbáta, útvegar það alskonar vjelar til iðnaðar og mannvirkjatækja-af ýms- um tegundum, Mun þetta vera alveg einstakt hjer á landi. Má gera ráð fyrir, að firmanu vaxi fljótt fiskur um hrygg með góðum samböndum í út- löndum og ötulum forgöngumönnum hjer heima. /Uullar fafaíuskúr og prjónaluskur kaupir gegn peningum. Bald. Ryel Lestrarkensla. Undirrituð tekur að sjer að kenua nokkrum börnum lestur í vetur, er lítið eða ekkert hafa átt við lestrar- nám áður. Halldóra Bjarnadóttir. Tapast hefir veturgamall folif sem gekk í stóði á Flateyjar- dal f sumsr, rauðgrár með hvíta blesu niður á fl'pa, og hvítleistóttur á afturfótum .Mark: Biti fr. bæði eyru. Finnandi beðinn að annast um fol- ann og gera undirrituðum viðvart. Höfða 7. okt. 1918. Þórður Gunnarsson. Tapast hefir móbfldótt dilkær úr heimahögum með bita f. h., brennimark í J. Krs. með gimbrardilk, mark: sýlt hófbiti aftan h., sneitt aftan vinstra. Sá sem kynni að verða var við kindur þcssar er beðinn að vísa þeim leið, gegn góðum ómakslaunum til ■’ J. Q. ísfjörö Bókasafnið opið til útlána mánudag, mið- vikudag og föstudag kl. 1—2 síðd. Lestr- arsalnum lokað. Bæjarfógetaskrifstofan opin virka daga 10—12 og 1—6. Bæjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga ó—7, nema laugardaga 6—8. islandsbankinn opinn virka daga io*/a—12 og 1—2V2. Landsbankinn — — — n—2. Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga, helga daga 10—8. Pósthúsið opið virka daga 10—2 og 4—6 sunnudaga 10—11. Innheimfu áskrifendagjaldablaðs- ins hefir á hendi afgreiðslumaður þess, hr. Hallgr. Valdemarsson. Árg. kostar kr. 3.50, er greiðist íyrir 1. maí, annars kr. 4.00. Nærsveitamenn eru beðnir að borga »íslending« nú í haustkauptíðinni til innheimtu- mannsins.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.