Íslendingur - 03.10.1919, Síða 2
166
ÍSLENDINOUR
42. tbl.
VESTA-JWoforinn
er góð og ótrúlega sparneytin vjel.
Pantið Vesta í bátinn
Espholin Co.
Prjónasaum.
Vel tætta VctlÍngS og Sokka kaupi jeg fyrir peninga í
allan vetur, peir sem eiga prjónasaum óseldan frá í fyrra, geri svo
vel og tali við mig um kaup á honum fyrir 1. nóvember.
Frímann Frimannsson.
Erlendar símfrjettir*
Rvík 2. okt.
Ógurleg verkföll eru hafin á
Englandi. Um 1,400,000 manns
taka pátt í peim. Allar sam-
göngur meir og minna trufiað-
ar, einkum siglingar. Að minsta
kosti 1 íslenskur botnvörpungur
teptur á Englandi.
Ciémenceau hefir lýst pví yf-
ir, að sjálfsagt sje að Norðmenn
fái Spitzbergen, Danir Slesvík
og Sviar Álandseyjar. Finnar eru
sárgramir út af pessari yfirlýs-
ingu og pá sjerstaklega hvað
Alandseyjar áhrærir.
Frakkar og Bretar eru eigi á
eitt sáttir um yfirráðin á Sýrlandi.
Hafa Bretar hafið undirróður
gegn Frökkum út af pessu.
Ítalía heggur nærri gjaldproti.
Hafnarverkfallinu í Kaup-
mannahöfn er lokið.
Alþingi.
Bitlingar: í bankaráði íslands-
banka kaus Alþingi Quðm. Björn-
son landlækni í stað Stefáns Stefáns-
sonar skólameistara.
Yfirskoðunarmenn landsreikning-
anna voru kosnir: Kristinn Daníels-
son, Matthías Ólafsson og Jörundur
Brynjólfsson.
Lögjöfnunarnefndina skipa: Jó-
hannes Jóhanesson, Bjarni Jónsson
frá Vogi og Einar Arnórsson.
Endurskoðandi Landsbankans var
kosinn Pjetur Jónsson; munaði að-
eins einu atkvæði á honum og
Quðjóni frá Ljúfustöðum. Sást á
því, sem ýmsu öðru á þessu þingi,
að Heimastjórnarflokkurinn er að
gliðna sundur.
Þinglausnir urðu á laugardag-
inn.
Alþingiskosningar. Forsætis-
ráðherra hefir lýst því yfir, að Al-
þingiskosningar færu fram 15. nóv.
næstkomandi.
Forsœtisráðherra lýsti því
yfir í veislu, er hann hjelt þing-
mönnum, að hann myndi ekki gefa
kost á sjer til þingmennsku við
næstu kosningar.
Þýskir fangar á Englandi.
Eitt dæmi upp á meðferð Breta á
Þjóðverjum er það að eitt hið vegleg-
asta höfðingjasetur Breta Dommington
höll var brúkuð til að geyma þýska
íanga. Þar voru geymdir um 300
þýskir herforingjar. Höllin er mjög
skrautleg og liggur í Trent dalnum,
'herbergin eru úr skygndum viði, eik
og álmi, með baðhúsum og öllum
hugsanlegum þangindum. Þar voru lækn-
ar °g þjónar og alt f fullkomnasta
máta. Drykkjustofur og reykingastófur
voru þar líka og íjekkst þar bæð
bjór og vín eins og hver vildi. Þar
voru þýskir þjónar, þýskir rakarar
og þýskur matur á borðum. Þýskur
prestur las yfir þeim á sunnudögum
og alt var -gert til þess að þeim
gæti liðið sem best.
Mentaskólinn tvískiftur.
Á sfðari árum, er verklegra vísinda
íór að verða meiri þörf hjer á landi,
tóku ýmsar raddir að gerast all há-
værar um það, að nauðsyn bæri til
að hinar æðri mentastofnanir vorar
væru þess umkomnar, að geta veitt
hinn nauðsynlega undirbúning til þess
náms Hinn almenni mentaskóli vor
hefir til þessa veitt mjög takmarkaða
þekkingu í hinum ýmsu greinum nátt-
úrufræðinnar, svo sem eðlis- Og efna-
fræði ásamt stærðfræði, kröfurnar
hlutu þvf að verða þær, að ráða bót
á þessum ágalla með þvf, annað tveggja
að breyta hinum almenna mentaskóla
í þá átt að honum yrði skift t tvær
deildir: Sögu- og maladeild og nátt-
úrufræðis- og stærðfræðisdeild, eða
þá hitt, áð mentaskó'inn yrði lálinn
starfa á sama grundvelli og áður, en
aukið við Gagnfræðaskólann hjer á
Akureyri svo, að hann gæti útskrifað
stúdenta með sjerstakri náttúrufræðis-
og stærðfræðiskunnáttu, eins og cand.
mag. Þorkell Þorkelsson stakk upp á
í þessu blaði fyrir tveim árum síðan.
Þessi uppástunga hans virtist sigla
góðan byr hjer norðanlands, en dauf-
ari voru undirtektirnar syðra.
í sumar lagði stjórnin fyrir alþingi
erindi þeirra dr. Ólafs Daníelssonar
og cand. mag. Þorkels Þorkelssonar
þess efnis, að þeim veitist leyfi til
að setja á stofn skóla, er tnætti út-
skrifa stúdenta með hinu svokallaða
náttúrufræðis- og stærðíræðisprófi.
Ástæðum þingsins til að veita eigi
nefnt leyfi höfum vjer eigi átt kost á
að kynnast, en nú hefir sú raunin á
orðið, að það hefir tekið þann kojt
sein bestan, og áður hefir verið ábent,
sem sje, að tvfskifta mentaskólanum.
Þannig er þá því nauðsynjamáli lyktað
og er ákveðið, að þessi nýbreytnj sje
tekin npp þegar í baust.
Eitt af þvf, sem hið unga fullvalda
ríki tilfinnanlega þarnast nú á sínu
bernsku skeiði t>l þess að ná föstum
tökum í hinum iftt tæmanlegu auðs-
uppsprettum landsins til gagns og
gengis landi og lýð, er einmitt sjer-
fræðislega mentaðir menn á sviði
mannvirkjaíræðinnar og annara nátt-
úruvísinda. Með áðurnefndri breytingu
á tilhögun mentaskólans teljum vjer
þarft og rjett spor stígið í þá átt.
Ferð iil Suðurlands
1918—19.
Eftir JÓH. SCH. JÓHANNESSON.
I.
Það hefir æfinlega verið mfn heit-
asta ósk að ferðast. Jeg hefi þráð það
alia mfna æfi, að tara um heiminn,
fræðast og skemta mjer. Mig hefir
langað til að sjá fegurð náttúrunnar
og dásemdarverk mannnnna. En jeg
hefi orðið að láta mjer nægja, ýmsra
orsaka vegna, að fara einungis um
þetta land, hingað til. í öðrum lönd-
\
um er ait miklu stórkostiegra og
margbreyttara en hjer, bæði ilt og
gott. Vjer vitum, að utaníerðir og
ferðalög eru mjög mentandi. Og ís-
lendingar hafa aldrei staðið eins fram-
arlega, ipiðað við aðrar þjóðir, eins
og þau tfmabil, er þeir tíðkuðu utan-
ferðir mest. Nú hafa utanferðir aftur
aukist mikið og er vel farið. Sýnir
það vaxandi hug og dug þjóðarinnar.
Það er þó tillölulega lítill hluti þjóð-
arinnar, sem á því láni að fagna, að
ferðast eða fara utan. Hinir eru mörg-
um sinnum fleiri, sem aldrei fara nema
rjett til næstu bæja. Er fjöldinn svo
bundinn sfnum daglegu störfum og
efnalega illa stæður, að bann getur
ekki látið þá ánægju eftir sjer, að
ferðast. Eru of margir fáfróðiCum 3itt
eigið land og þjóð, framtíðarvonir
hennar, framfaramöguleika og ástand,
ko3ti hennar og ókosti. Það er svo
margt, ef að er gáð, sem um er þörí
að ræða. Og með því að ferðast um
landið, sjá menn, hvað þjóðin þarf að
gera og hvað að varast.
Vitanlega lenda menn ekki í mikl-
um æfintýrum, þó að þeir fari í kring-
um landið, en menn vakna tii um-
hugsunar um margt viðvíkjandi landi
og þjóð á þvf terðalsgi. Og það er
einmitt vcgna þess, að jeg rita nú
nokkur orð um sfðustu ferð mína til
Suðurlandsins.
Jeg lagði af 3tað með e.s. Sterling
frá Akureyri seint • í október. Kom
skipið vestan með landinu og var
næstum orðið fult með farþegja, er
jeg kom fram í það. En altaf bættist
þó fólk við á hverri höfn austur með
ströndinni. Var þar farangur farþega
eins og stór fjöll á þilfarinu og ó-
hægt að ganga um það, uns dótið var
látið í lest á Austfjörðum.
IJfið á svo litlu skipi, sem Sterl-
ing verður all óþægilegt og æfintýra-
legt þegar komin eru 4-5 hundruð
manns f það. En svo margt var með
(bonum) sfðustu áfangana.
Er þröngt og óvistlegt fyrir marga
sem í lestunum búa. Er misjafn sauður
í mörgu fje. Þatna voiu auðmenn og
öreigar, nyrflar og eyðsluseggir, skýr-
lffar meyjar og óskýrlífar, bindindis-
menn og brennivfnsberserkir. Drykkju-
skapur var þó ekki mikili af þeirri
Nýkomið í bókaverslun
Sigurðar Sigurðssonar.
B. E. Ste.venson : Njósnarmærin.
Fiskiskýrslur og hlunninda 1916.
Ennfremur Pennastokkar, Penna-
stengur, Blek, Seðlaveski, Peninga-
buddur, Lím o. fl.
Þar sem mjer hefir
ekki enn borist í hend-
ur nein skrifleg beiðni
um tilsögn f tungumálum og reikningi,
þá læt jeg þess getið að hjer eftir
veiti jeg engum unglingi úr þessum
bæ tilsögn f þessum námsgreinum.
Akureyri 2. okt. 1919.
7. 7. Jlrngrímsson.
einföldu ástæðu, að lftið var til að
drekka. Um peninga var nokkuð spilað
og er illa farið hve hátt sumir spila.
Tap og gróði verður oft svo hundruð-
um skiftir yfir daginn. Þannig græddu
þrfr menn einn daginn af öðrum þremur,
rúmar 500 kr. Er fljótur að fara kúf-
urinn af peningabirgðum manna með
þessu ráðlagi. Það þarf nokkuð handa
mörg hundruð manns af inatvælum.
Enda voru þau lfklega ekki nægileg
f sk pinu handa öllum þeim fjölda,
sem í því var. Bað jeg oft um mat,
en fjekk næstum aldrei og svo var
um marga fleiri. Fóru farþegar í land
á hverri höfn f stórhópum eins og
hungraðar engisprettur og fyltu öll
kaffíhús og matsöluhús og sefuðu
hungur sitt eftir mætti. Var sumstaðar
slegið ufip bráðabirgða greiðastofu
handa farþegum og kom sjer vel.
Heppilegt var það hvað veðrið var
gott alla þá 12 eða 13 daga, sem
skipið var á leiðinni. Er injer nær
að álíta að eitthvert hefði dáið af far-
þegum hefði skipið lent f stórsjó og
orðið að leggja til drifs, þvf ekki
hefði matur eða vatn hrokkið í marga
daga heíði ekki verið hægt að komast
f höfn, þvf farþegar höfðu litlar og
sumir engar mataibirgðir með sjer.
Formenn og sk pverjar voru mjög
liprir og þægileigir. En það fanst mjer
að yfirmennirnir ættu að takmarka
fólksfjöldann og sjá um að vatn og
vistir væru nægilegar í skipinu þó
verið værí út f sjó nokkra daga.