Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 23.04.1920, Side 3

Íslendingur - 23.04.1920, Side 3
20. tbl. I5LCND1NOUR 79 -• -• *-• * • -# "• -• -• • '• -• •-•-« Dansk-Islenzka fjelagið. Það er ekki ýkjalangt síðan, að þeim íslendingum, sem ekki tóku munninn fullan af beiskum bituryrðum í garð Dana, var mjög á hálsi legið fyrir flaðrarakendan hugsunarhátt. Ó- vildin til Dana var margra ára safn kúgunar og rangsleitni, sem umboðs- menn konungsvaldsins beittu gagnvart íámennri og fátækri þjóð. Auðvitað verður einveldistíminn sá svarti blett- ur á baki danska konungsvaldsins, sem aldrei verður þveginn af til fulls. En hitt er líka áreiðanlegt, að ýmsir hinir konunglegu umboðsmenn (hirð- stjórar, fógetar og amtmenn) misbeittu valdi sínu margsinnis með taumlausri frekju og harðstjórnarlegum hrotta- skap. Það er unt að sýna það með óhrekjandi sönnunum, að ýms kúgun- arbrögð umboðsmannanna dönsku, hafa verið gerræðistiltektir þeitra sjálfra eingöngu, sem danska stjórnin sjálf hefði ekki látið viðgangast, ef vitað hefði. Á það bendir einmitt sú til- slökun á ýmsum órjettlátum tilskip- unum, þá sjaldan að kvartanir Iilend- inga ná eyrum konunganna sjálfra. En »það er hátt til himins og langt til keisarans,< segja Rússar, og eitt- hvað svipáð mætti segja um afstöðu danska konungsins til fslenzkra þegna fyr á öldum. Þessvegna urðu beiðnir og bænarskrár, er stilaðar voru til konungsins, eyðilagðar á miðri leið, og ótal Jesúítaráðum beitt frá um- boðamanna hálfu, til að koma öllum endurbótatillögum fyrir kattarnef. En þrátt fyrir þá miskunarlitlu meðferð, sem íalendingar hafa orðið að sæta frá Dönum fyrrum, má kalla þau stjórnartök dúnmjúk og móðurleg borin saman við framkomu allra stór- velda heims gagnvart sfnum undir- þjóðum. Þeir, sem eíast um þetta, ætti að lesa t. d. um stjórn Þjóð- verja á Suður-Jótlandi — ágæt bók um það efni er »Sönderjylland< eltir Arne Möller — framkomu Englend- inga gagnvart írum yfir margra alda blóðuga baráttu; og nú sfðustu ára- tugi framferði þeirra á índlandi; ein- veldiskúgun Rússa á öllum sínum löndum fram yfir aldamót o. s. frv. Og þegar dæmt er um framkomu þjóða, sem einstaklinga, verður að Ifta á það frá sjónarmiði þess þroska- litla stjórnaríyrirkomulags, er rfkir á viðkomandi tfmabili. En út f þá sálma er ekki hægt að fara meira hjer. Stór- eítirtektarverð er því sú einlæga löngun margra danskra mætismanna, til að glaða samúð og velvild hjá Dönurn og íslendingum með báðum ríkjunum. Nokkrir þeirra manna stofna Dansk-íslenzka fjelagið f þeim tilgangi að frœða báðar þjóðirnar um líf, háttu og hugsunarhátt þeirra beggja og glada rjettan skilning og samband með hvorri þjóðinni fyrir sig. Það er ómögulegt annað að sjá, en að þetta sje gert f fylstu einlægni. Bækur þær, sem fjelegið hefir gefið út, sýna það greinilega t. d. »StreifIys over land og folk<. Þar kemur vfða fram vin- gjarhlegasti skilningur á íslenzkri þjóð og bókmentafrægð hennar. Mjer finst þetta merkilega fjelag vera lif- • •• • • •-• -•-•-•-•-•-•-• -•-•-•-• • •-»-».• andi tákn þess, að Danir rjetti okk- ur sáttgjarnar bróðurhendur til sam- vinnu á grundvelli hins rjetta skiln- ings og rjettlætis. Og mjer finst jeg þurfa að spyrja: Er það vænlegra til andlegrar þroskunar og vaxandf víð- sýni að ala hjá sjer hatur og fyrirlitn- ingu til niðjanna fyrir mi3gerðir feðr- anna? Getur þeirri þjóð liðið íullkom- lega vel, sem elur f brjósti sjer óvild til annarar þjóðar? Getur nokkurn- tfma Bprottið upp af óvild annað en óvild eða annað en hatur upp af hatri ? Geta þjóðirnar haft nokkurt gagn af sífeldri sundrung og tortrygni, hver gaMvart annari? Geta þjóðir eða einscaklingar náð sannri andlegri fram- þróun, ef ekki er reynt eða lært að fyrirgeía? Jeg segi hiklaust nei. Og þessvegna eigum við íslendingar að fagna stofnun og starfsemi slfks fje- lags sem Dansk-íslenzka fjelagsins og styðja gengi þess eftir megni. Þá sýnum við þann ótvfræða þroskavott, sem felst í því að geta fyrirgefió mót- gerðir. Fjórði Jan. 1920 var 4. afmælis- dagur fjelagsins. Og það hefir afkast- að miklu, þrátt fyrir ótal erfiðleika, sem stöfuðu frá styrjöldinni miklu. Árið 1919 gaf það út: »Udvalgte is- landske Digte fra det 19. Aarhund- rede< — og »Sönderjylland<. Sú fyrri dreifir hugsunum fslenzkra ljóðskálda yfir danskan lýð, en sú seinni fræðir íslóndinga um þjóðernisbaráttu Suður- Jóta. Og báðar bækurnar ná sjálfsagt tilgangi sfnum. Það vinarbragð hefir stjórn fjelagsins sýnt að senda íslenzk- um meðlimum sfnum seinni bókina gefins. Sama ár ljet fjelagið prenta dálitla söngbók. í henni eru 40 söngvar um ísland og Danmörk o. fl. Norður- lönd. Og söngvar þessir eru seldir fyrir hálfvirði (25 aura). Fleiri smárit hefir það sent til meðlima sinna. Það má telja það merkilega nýung að fje- lagið hefir stofnað til íslenzkukenslu fyrir Dani. Hafa tvö íslenzku- námsskeið verið haldin, tveggja og fjögurra mánaða tfma. Það er ekki svo vfða f heiminum, sem veitt er opinber kensla í fslenzku, og því ber okkur að fagna hverri þeirii tilraun, sem gerð er til að útbreiða okkar fræga feðramál. Með árinu 1920 byrjaði svo fjelagið að gefa út mánaðarblað — Budbring- er — og verður það sent öllum fjelags- mönuum ókeypis ef efni leyfa. Ennfrem- ur ætlar það sjer aí styrkja 2 eða 3 menn árlega til ísiandsferðar, og auð- vitað þá helzt sem hafa áhuga fyrir starfi fjelagsins og geta frætt landa sfna eftir heimkomuna um ísland. Mörgum mun sjálfsagt koma sú framkvæmd fjelagsins vel, að veita öllum Dönum og íslendingum, sem æskja, upplýsingar eftir föngum á skrifstofu sinni — Nyhavn 223. — Tekur stjórnin það sjerstaklega fram, að henni sje ánægja að veita íslend- ingum allar þær leiðbeiningar, sem hún geti. Verður þetta efaiaust mörg- um þeim til hjálpar, sem koma blá- ókunnugir til Danmerkur. Ymislegt fieira hefir fjelagið á prjórnunum, en ekki er rúm að telja það alt upp nú. Alt, sem ritað er f »Budbringer«, lýsir þeirri ósk að fjelagið geti orðið báðum þjóðunum til góðs, og þeirri gleði, að spmtök sjeu hafin til að út breiða rjettan skilniog og þekkingu með báðum þjóðunum. »Fjelagið hlýtur að vera ríkt,« munu menn segja. Nei, ónei, það styðst við fjelagstillögin, og dálftinn styrk úr sjóðum beggja rikjanna. Tekjur þess hafa víst ekki farið fram úr 5000 til 10 000 krónum árlega. En meðlimir fjelagsins hafa fengið rnikið af bókum þess gefins. En hvað er þá árstillsgið mikið? Það er ótrúlega lágt, aðeins 2 krónur, en það er lfka lágmarkið. Fjelagiðtreyst- irþvf, að meðlimum þess sje ljúft að styðja fyrirtækið, með frjálsu lillagi, því að sannast að segja, hrökkva 2 krón- ur ekki fyrir flutning3gjaldi bókanna til fjelagsmanna, og verða því þeir, sem ekki greiða hærra ársgjald, að byrði fyrir fjelagið. En það vill auð- vitað enginn góður fjelagsmaður vera. Við vitum auðvitað ekkert um hversu miklu og góðu Dausk Islenzka fjelagið kemur til leiðar. En það verður efa laust eitthvað. Byrjunin gefur beztu vonir. Og hún er forgöngumönnum fjelagsins til sóma. Þeir, sem vilja styrkja sættir og samvinnu milli þjóðanna, ætti að ganga í fjelagið. Formaður þess er Arne Möller prestur, Kolstrup á Fjóni En annars geta menn Snúið sjer til biskups Jóns Helgasonar í Reykjavík, sem er formaður íslenzku deildarinnar. 7. Apríl 1920. Margeir Jónsson. (ónsmessa er nú ( dag. Er 23. Apríl ártíð (dán- ard.) Jóns biskups hins helga Ög- mundssonar á Hólum, en hann dó árið 1 i2i.Fæddurerhannárið 1052 áBreiða- bólstað f Fljótshllð. Annar dagur er honum og helgaður, nfl. 3. Marts. — Voru þá bein hans tekin úr jörðu. En helgi hans var tekin upp á Al- þingi 1200. i— Jón biskup var kom- inn af hinum ágæta höfðingja, Halli af Sfðu; var Hallur faðir Egils, föður Þorgerðar, móður Jóns biskups. Sögur Jóus biskups tvennar, ásamt jartegnum, eru prentaðar í Biskupa- sögum, I. bindi, bls. 149—260. Grímur Thomsen. Aldarafmæli skáldsins Gríms Thom- sen er 15. Maí næstk. Gerir »ísl < ráð fyrir, að þess verði minst hjer að einhverju. Stendur Stúdentafjelaginu það næst, að gangast fyrir því. Ársæil Árnason, bóksali í Reykjavík er orðinn aðal- umboðsmaður bókaverzlunar Gylden- dals hjer á landi. Páll Jónsson kennari á Hvanneyri hefir ritað eft- irtektaverða grein í tfmaritið »Rjett«, er hann nefnir »ísland eða Grænland«. Kveður þar við nokkuð annan tón en f Grænlandsgreinum Jóns Dúasonar, cand. polit. Vjer viljum hvetja menn til þess að lesa þessa grein, Dansk-íslenzka fjelagið í Danmörku (formaður þess hjer á íslandi er Jón Helgason, biskup) hefir mælst til þess, að Norðlendingar taki á móti nokkrum dör.skum ungmeyj- um til sumardvalar á heimili sfn end- urgjaldslaust. Gerl er ráð fyrir samskonar ókeyp- is vetrardvöl fslenzkra meyja í Dan- mörku. Þeir, sem kynnu að vilja sinna þess- ari málaleitun, snúi sjer hið fyrsta til fulltrúa fjelagsins á Norðurlandi, Hall- dóru Bjarnadótfur, Akureyri. Bátar sökkva. Tveir vjelbátar sukku á Ólafsfirði aðfaranótt þriðja f Páskum. Hafa eig- endur þeirra orðið fyrir stórtjóni, er nemur, að því er mælt er, sem næst 36 þús. kr. — Virðist þörf á fyr en seinna að gera ráðstafanir til hafnar- bóta í Ólafsfirði. Skip ,,Síerling“ á Hvaramstanga í dag. »Villemoes* ófarinn frá Höfn. >Gullfoss« kemur hingað til Akur- eyrar f næsta mánuði. Sumarið byrjaði með blíðu. Sýslufundi Eyjafjarðarsýslu var lokið f gær. — Sýslunefndarmennirnir úr Ólafsfirði og Grímsey voru eigi mættir. Næsta blað Laugardag 1. Maí. Ný bændaför. Það er nú ráðið, að sunnlenzkir bændur komi norður f vor f Júnímán- uði. Ræktunarfjelag Norðurlands tek- ur á móti þeim og leiðbeinir þeim á ferðalaginu um Norðurland. Er það framkvæmdarstjóri fjelagsins, Einar J. Reynis, sem mun annast þetta fyrir fjeiagsins hönd. Aðalfundur Ræktunarfjelagsins í vor verður haldinn f Húnavatnssýslu. Eins og lesendur »ísl.« muna, ferð- uðust norðlenzkir bændur um Suður- land sumarið 1910 og nutu þá leið- beiningar Búnaðarfjelags íslands þar syðra. Voru þeir nafnar Sigurður Hóla- skólastjóri og Sigurður ráðunautur odd- vitar fararinnar. LjÓS og þiti. Það er ekki f þeirri von, að raf- veitunefnd Akureyrar breyti ákvörðun sinni, að útvega færan verkfræðing frá útlöndum til þess að athuga allar mælingar, sem hingað til hafa verið gerðar, til þess að undirbúa fyrirhug- aða rafveitu og til þess að standa fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum, að jeg bæti hjer nokkrum orðum við, sem jeg hefi sannfæringu fyrir og óttast ekki að láta í Ijós, ef jeg þar

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.