Íslendingur - 15.04.1921, Page 2
78
ÍSLENDINGUR
21. tbl.
vinnuskólanum, ef það hefir farist fyrirgfjS^^ n ' r. •
hingað til. Samkvæmt lögumSambands-lr'I^SJ^ ** 1 K J U I •
ins getur sKaupfélag Reykjavíkur« ekki H
gengið í það. Er það talsvert eftir-; f Skyldi margar þjóðir vtra sníknari,
tektavert, að hr. Jónas Jónsson frá" >n íslendingar? Jeg held ekki. Hér
?XBBKj
Hriflu skuli hafa verið með til þess
að stofna kaupfélag — og vera í stjórn
þess — sem ekki er bygt á hinum
»kristilega grundvelli« takmarkalausrar
samábyrgðar, heldur á svo ókristileg-
um grundvelli, að það er útilokað frá
því að geta gengið í satnbandið.
Endemi. Hugvekju þá, er hér hefir
verið gerð að umtalsefpi,
endar Dagur með því að fullyrða að
min kenning sé þetta: »Tryggið yður
fyrst og fremst, jafnvél gegn því að
gjalda réttmæta skuld. Látið skipuiag
ykkar aldrei heimta þá fórn, sem pyngj-
an er, látið það ekki brjóta bág við
hugsunarhátt þeírra, sem er pyngjan
viðkvæmari en mannúðartilfinningin
og jafnvel æran, því að það leiðir
af sér sfðspillingu! Heyr á endemi!«
Já; heyri nú allur lýður á ósvikið
endemi. Endemislegri rithátt hefi eg
ekki séð.
Pessa kenningu telur blaðið felast í
þeirri tillögu minni, að kaupfélögin setji
ábyrgðum sínum gagnvart Sambandinu
einhver takmörk !!!
Þetta gerir blað, sem þykist vera
málgagn »mannbætandi starfsemi«, sem
sé bygð á »kristilegum grundvelli« og
rekin eftir »kristilegri grunnlínu*. Lík-
lega telur Dagur þennan rithátt sinn
líka kristilegan, því að ekki virðist
kristilegu máli sæma ókristilegur rit-
ritháttur. —
í fyrsta blaði þessa árgangs segir
Dagur meðal annars, í ávarpi til kaup-
endanna:
»Pað sem á hefir skort, að Dagur
hafi verið gott blað, verður nú reynt
að bæta, eftir því sem aldur og reynsla
færist yfir og með hjdlp guðs * og
góðra manna.«
Síðan hann kallaði þannig guð til
hjálpar, hefir hann flutt ærumeiðandi
skammir um heila stétt manna, kaup-
mannastéttina. Gerði hann þetta með
guðs hjálp? Hann hefir flutt ærumeið-
andi skammir um öll hlutafélög í heim-
inum. Gerði hann það með guðs
hjálp?
Hann hefir nálega í hverju blaði
flutt ærumeiðandi skammir um einstaka
menn, rangfært orð þeirra og svívirt
þá á allan hátt. Gerir hann þetta
með guðs hjálp?
Hann hefir farið með vísvitandi ó-
sannindi jafnvel um jafn aivarlegt mál
og samábyrgð kaupfélaganna, og reynt
að blekkja þá menn, sem hann á sér-
staklega að vera talsmaður fyrir. Gerði
hann þetta með guðs hjálp?
Nei, ekkert af þessu getur verið
gert með hjálp þess guðs, sem gott
er að heita á til góðra hluta.
Að bendla guðs nafn við slíka blaða-
menskti er ekki að leggja guðs nafn
við hégóma, því hér er enginn hé-
gómi á ferðum. Pað er bldtt dfram
argasta guðtast.
Gæti ekki ritstjóri Dags og með-
hjálpari hans lært að skammast sín
fyrir það þótt þeir geti ekki lært að
skammast sín fyrir neitt annað?
B. L.
ee
sníkja allir. Opinberar stofnanir, félög;
og einstaklingar sníkja, og nægir ekki í
að sníkja heima fyrir; það er farið alla ‘|
leið í aðrar heimsálfur.
Ef einhver þarf að fara utan til náms 'J
eða til Iærdóntsiðkana, er sjálfsagt að
sníkja ferðakostnað hjá þinginu, og
það þótt efnamenn eigi í lilut.
Pegar verið er að sníkja handa op-
inberum stofnunum, er sagt að slíkt
sé algengt í útlöndum, en það er ekki
satt. Eg hefi aldrei séð öhhusubeiðnir
til handa því opinbera í erlendum
blöðum, og teljandi munu þær stofn-
anir — yfirleitt, — erlendis, sem hafa
uppeldi sitt af suíkjum.
[Um hjálp og líkn vcitla í stríði eða
eftir ófrið skal hér eigi rætt; það er
annars eðlis og kemur þessu máli eigi
við. Sama er að segja um gjafir eða
erfðaskrár til opinberra stofnana.j
Síðasta aldarfjórðung hafa fjölmargir
íslendingar farið sníkjandi um lönd
bæði handa sjálfutn sér og opinberum
stofnunum, þjóðinni til stórhneisu.
Fyrir skemstu miklaðist ritstjóri Dags
yfir því, að vol hans i Degi um
fjárþröng spítalans á Akureyri, hefði
snortið svo hug frænda vorra í Vest-
urheimi, að félagið »Helgi magri*
hefði í hyggju að verja ágóða af þorra-
blóti til styrktar spítalanum.
Er veruleg ástæða til að miklast af
þessu? Eg tel eins mikla ástæðu til
að blygðast sín fyrir það.
Sníkjur eru vottur þess, að siðferð-
istilfinning þjóðarinnar og virðing
hennar fyrir sjálfri sér er sljó. Pær eru
nokkurskonar »moral insanity«.
Að vísu er það satt, að gjafir eru
stundum gefnar eingöngu af bróður-
kærleika (skilningi samúðarinnar), en
oftast vill svo verða, að gefandinn
hækkar í sjálfsvituud sinni og annara,
en þiggjandi lækkar að sama skapi,
og það þótt gefið sé af veglyndi.
Sá veglyndi getur haft samúð tneð
þiggjanda (samúð skilningsins), en hann
lítur'smáti á hann, metur hann sér minni
mann, nema undir sérstökum kringum-
stæðum, þegar um slys, veikindi og a.
þ. u. I. er að ræða.
Vér þurfuni eigi að kafa djúpt, til
þess að finna það að bræður vorir,
vestan hafs, líta niður á oss og skoða
sig stærri bróðirinn, þegar þeir konia
hér í kynnisför. Og það er eigi að á-
stæðuiausu; þeir hafa sífelf miðlað oss
eftir getu, en vér eigi reynst þeim
svo vel sem skyldi ávalt.
Pað er raunalegt að vita, að líknar
stofnanir latidsins berjast í bökkum og
í sífeldu basli, Og það er raunalegt
að vita til þess, að þingmenn þjóðar-
innar séu eigi þroskaðri en svo að
enn geri þeir sér þess enga grein, hve
mikils um er vert fyrir heill ríkisins
(sit vetiia verbo!), að slíkum stofnun-
um sé sem ríflegast lagt, og þærsem
bezt úr garði gerðar.
Ef þroskinn væri nógur, þá sætu
þeir eigi hjá og létu kvenþjóðina rog-
ast með eitthvert mesta velferðamál
þjóðarinnar — ríkisspítalann. Og þá
hefði þingmaður sá, er lækkaði styrk
þann, sem sjúkrahúsjð á Akureyri fór
fram á, tvöfaldað þann hinn sama
^styrk, en dregið af við einhvern lista-
manninn, sem ekki er alt of líklegur
til að gera garðinn frægan.
i En því er ver — þingmenn vorir
'eru hvorki svo siðferðislega eða póli-
tískt þroskaðir, að þeir finni vansæmd
þá, sem í því er, að vera sífelt bein-
ingamaður. f*ví ef svo væri, þá mundu
að minsta kosti settar höinlur á sníkj-
ur. Og opinberar sníkjur hætta, þegar
þingmenn hafa náð þeim þroska, sem
þarf til þess að sjá, hveinikill þjóðar-
auður það er að ciga góðar líknar-
stofnanir og íullkomuar, en flestar
sníkjur eru til líknarstofnana.
Vér eigum að hætta sníkjum og
reyna af fremsta inegni að standa á
eigin merg; vér eigum að finna nið-
ui læginguna í því, að flýja sífelt á náð-
ir annara, og hve mikið ósjálfstæði
alt slíkt hefir í för með sér. Það er
sannleikur í þessum málshátt: »Æ sér
gjöf til gjalda.«
Hversu einsýnir vér fslendingar er-
um í þessum efnum, og hversu mikið
Ijúfara oss er að þiggja en gefa, sést
bezt á því, að ekki hefir þingið enn
fundið ástæðu til þess að sæma próf.
Poestíon, — þann mann, sem af öllum
erleiidum mönnum, heíir gert íslandi
mestan sóma — víðfrægt bókmentir
vorar um lönd öll — rífleguni lífeyri.
Pjóðin lætur sér sama að láta hanti á
gatnals aldri, hálfsvelta mðri í Viiiar-
borg.
V. St.
OO
Símfréttir frá úilöndum.
Rvik i gœr.
Brezka st/órnin hejir tjáð
sig fúsa að styrkja pá náma-
menn, sem örðugast eiga upp-
dráttar, en pó að eins skamma
stund. Hefir fjöldi sjátjboða-
liða boðið sig jram til ýmsra
peirra starfa, sem lögð hafa
verið niður. Pannig hafa pessir
sjálfboðaliðar tekið að sér að
halda námunum purrum með
pvi að pumpa úr peim vatninu.
Talið líkur til, að samningar
muni komast bráðlega á.
Simons, pýzki utanríkismála-
ráðherrann, hejir skýrt Banda-
mönnum frá pvi, að Þjóðverjar
muni leggja enn fram nýjar til-
lögur um skutdagreiðslu peirra
til Bandamanna.
Keisaradrotningin pýzka lézt
12. p. m. i Amerongen i Hol-
landi. Hún verður jarðsett i
Potsdam.
Póstmálaping Norðurlanda
haldið i Kaupmannahöfn 12.
p. m. Jón Krabbe mœtti fyrir
Islands hönd.
co
Meinleg prentvilla var í síðustu grein
hr. B. L. Efst í öðrum dálki á fremstu
síðu stóð verzlunarsamnirigur, á að
yera samningur.
»íslendingur« kemur út á hverjum
föstudegi og aukablöð þegar ástæða er til.
Árgangurinu kostar sex krónnr. Gjalddagi
fyrir 1. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg,
bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. október.
Innheimtumaður blaðsins er Hallgrímur
Valdemarsson Hafnarstræti 84.
Innlendar símfregnir.
Rvik i gœr.
GuðmundurFriðjónsson skáld
flytur erindi bráðlega um, hvert
erindi Bolshevisminn eigi hér
til lands. Er búist við mikilli
aðsókn.
Misklið hefir orðið enn á tiý
með vinnuveitendum og foringj-
um verkamanna. Hafa hinir
siðarnefndu gert pá kröfu, að
ött eftirvinna yrði lögð niður,
en sé pess eigi kostur, pá krefj-
ast peir, að kaup fyrir hana
verði 3 kr. á kl.st. Sama
verði um helgidagavinnu. At-
vinnuveitendur hafa boðist til
að borga 2 krónur, en hinir
hafa neitað pvi og lagt niður
vinnu.
Þegar »Þórólfur«, einn aj
togurum »KveIdúlfs«-jélagsins,
kom siðast af veiðum, vildi
skipstjórinn gera dvalartimann
i landi eins stuttan og hœgt
væri, og réði i vinnu við skipið
nokkra verkamenn, sem ekki
|voru í verkamannafélaginu. Var
búið að vinna við skipið að
mestu og kominti sá tími að
hætta skyldi, en verkamennirn-
ir höfðu œtlað sér að halda
áfram (i eftirvinnu).
En einmitt i pessutn svifun-
utn kotnu forkólfar verkamanna
og bönnuðu áframhald vinnunn-
ar. Utanfélagsmennirnir neit-
uðu boði pessu og kvdðust halda
ájram, en hinir prengdust svo
að peim, að hætt var vinnunni.
Var öll lögregla bæjarins til-
kvödd og urðu hinar mestu
ieilur og œsingar út úr pessu.
Var »Kveldúljs«-bryggja rudd
og lögregla sett um skipið.
C3
AKU REYRI
Samsöngur var haldinn í Samkomuhús-
inu í gærkveldi, til ágóða fyrir Sjúkrahús-
ið. Var það 20 manna blandað kór undir
stjórn lir. Sigurgeirs Jónssonar, er þar lét
til sín heyra. Söng kórið 12 lög. Voru
þau flest eða öll gamlir kunningjar og
mörg ágæt, en þó hefði að vísu óneitan-
lega verið dálítið meira nýja bragð að því,
að fá að heyra eitthvað af nýrri verkum
tónskáldanna, en sjálfsagt hefir ekki unn-
ist tími til þess að æfa þau, því söngsveit-
in hafði tiltöluiega stuttan tíma til undir-
búnings.
Söngskemtunin náði fyllilega tilgangi
sínum, húsið var alveg troðfult tilheyrenda
og létu þeir mikinn fögnuð í ljósi yfir