Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 13.05.1921, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.05.1921, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Jónas Jónasson frá Flatey. ÍSLENDINGU Afgreiðslumaður: Haligr. Valdemarsson . Hafnarstraeti 84. VII. árgangur. Aktireyri, 13. maí. 1921. 27. tölublað. Kaupfélagsfundurinn. Herra »Dags«-ritstjóri! Eg er hræddur um, að yður hafi gleymst að hafa »kristilegu grunnlín- una« við heudiua, þegar þér riluðuð fréttirnar ef aðalfundi K. E., sem birt- ust í 17. tbl. »Dags,« því að annars vegar er ótrúlegt að þér, seni sjálfur voruð fulltrúi á fundinum, hafið ekki vitað, hvað þar fór fram, betur en frásögn yðar virðist benda tii, og hins vegar teljið þér það fráleitt kristi- légt að ganga á snið við sannleikann, jafnvel þótt yður fyndist þér gera það í góðum tilgangi. »Góð meining enga gerir stoð.« Og vel hefðuð þér með góðri samvizku getað mótmælt þvi, að fundurinn hefði verið róstusamur, þótt ekki hefðuð þér gert yður far um, að láta eindrœgnina sýnast meiri en hún var. Róstur og skoðanamunur eru sitthvað, og ekki verður það með réttu talinn vottur þess, að fundurinn væri róstusaniui, þótt sumum kynni að hafa þótt varaformaður stjórnarinu- ar stundum brýna sína góðu rödd ó- þarflega, ef einhverjum fulltrúanna varð það á, að taka ekki nógu eindreg- ið undir þann dýrðaróð, sem sýnilega var ætlast til, að þeir kyrjuðu stjórn félagsins og framkvæmdarstjóra í tíma og ótíma. — Að sleptum hugleiðing- um yðar um hag félagsins og skuldir bænda, sem mér skilst, að þér flytjið í yðar nafni, eu ekki fundarins, eru það 4 atriði af því sein á fundinum gerðist, sem þér minnist á, og ér frá engu þeirra skýrt svo, að ókunnugir geti fengið rétta hugmynd um það, sem fram fór. Pau eru, tekin í sömu röð og hjá yður. 1. Rér gefið í skyn, að snarpar umræður hafi ekki orðið um önnur mál enn tillögu mína — sem raunar hefði verið réttara, að kenna við Svarf- dæladeild, því að þaðan kotn hún fyrir fuudinn; en sleppum því, mín er æran að vera við hana riðinn — en segið þó seinna, að tæplega geti heitið, að futidurinu hafi skifst um hana, svo hafi fylgisleysið verið mikið. Petta er nú tæpast í góðu samræmi, og býst eg við að þér gerið fullmikið úr fylg- isleysinti, en annars skal eg ekki deila við yður um það, því að til þess hef eg í fyrsta lagi ekki gögn t höndum, í öðru lagi er vist, að atkvæðamunur var mikill, þótt eg ætli hann minni en þér viljið láta helta, og í þriðja lagi rýrir höfðatala inótstöðuinannanna og fæð fylgismanna ekki gildi málsstaðar- 'ns. Það mun meira að segja vera venjan »hér í þessmn heimska Iieinú,« að góð nýmæli eigi sér »formælendur fá« upphallega. En einhvern tíma kemur að því, að rétt mál sigrar. Hitt vildi eg víta, að þér skulið, úr l því að þér látið svo lítið að skýra frá tillögunni, sleppa úr henni orðum er ekki verður slept, án þess að meinitig- in raskist. Það eru orðin »eða hefði trygt sér,« á milli »hefði« og »nægi- legar fóðurbiigðir.« Og því vil eg mótmæla, að í þessu máli hafi orðið snarpari umræður en í sumum öðrum, t. d. út af skuldabókfærzlu- aðferðinni, sem þéj' minnist ekki á, og ekki bendir það á mei.i eindrægni í því ináli, að við atkvæðagreiðsluna skiftust menn þar mun meira en í hinu. 2. Ágóða af viðskiftum manna seg- ið þér 7°/o. Ekki vat það af öllum viðskiltum, því að sumar vöruf eru ekki ágóðaskyldar, og ekki var ágóð- inn 7°/o í öllu félaginu, því að í Svarf- Idæladeild var hann ekki nema 6®/o. Að vísu veit eg, að til þess liggja æðlilegar orsakir að hann er lægri þar en í hinum deildunum, en rétt mátti segja þá samt, úr því að á þetta var minst. 3. »Tiaustið«tiI kaupfélagsstjórans seg- ið þér að hafi verið samþykt með lófataki. Ekki þori eg neita að einhverj- ir haii klappað saman lófum þóft ekki minnist eg þess, en hafi svo verið, þá hefir lófatakið ekki þótt einhlýtt, því að víst er, að greitt var atkvæði um »traustið« með handaupplyftingu, gieiddi 1 atkvaéði á nióti og sumir, eg ætla ekki fáir, greiddu ekki at- kvæði. 4. Framkvæmdarstjóra S. í. S. var ekki vottað traust í eitiu hljóði. Af frásögu blaðs yðar er ekki annað sýni- legt en að eg hafi þá fyrst er fund- arbók var lesin upp beðið »að hafa mig undanskilinn,* en það er fjarri sönuu. Það urðu talsverðar umræður um traustsyfirlýsinguna. Eg fyrir mitt leyti er ekki svo kuunugur starfsemi framkvæmdarstjórans, að eg íreysti mer til að dæma um hana, tvær af þrem spurningum, sem eg bar fram á fundinum henni viðvíkjandi, fengu ekki þá úrlausn, að eg teldi mig neinu nær, og lýsti eg þá þegar yfir því, áður en atkvœðagreiðsla fór fram, að 'eg mundi ekki greiða atkvæði, af því ^að eg teldi mig ekki bæran að dæma um starfsemi framkvæmdarstjórans, og gæti því livorki vottað honum traust né vantraust að svo sföddu. Þrátt fyrir jietta, og þr5tt tlriri værn, sem ekki greiddu atkvæði, var bókað að till. hefði verið samjiykt i einu hljóði. Pessu mólmælti eg auðvitað er fund arbókin var lesin upp 0g heimtaði bókað, að till. hefði verið samþykt með öllum grciddum atkvœðum, sem var rétt, og mér, og líklega fleirum, óskiljanlegt, að gætí verið móðgandi fyrir neinn. En þetta fékst ekki einu sinni borið undir atkvæði fundarins, heldur úrskurðaði fuudarstjóri, sem að öðru leyti á lof skilið fyrir góða fundarstjórn, að bókunin skyldi standa, en einhverju bætt við á þá leið, að eg vildi láta þess getið að eg hefði ekki greitt atkvæði. Tjáði þar ekki að deila við dómarann, enda gat eg fyrir mitt leyti eftir atvikum sætt mig við þessa niðurstöðu. En hitt sætti eg mig ekki við, að hún sé notuö til að gt-fa í skyn, að eg hafi þá fyrst skýrt af- stöðu mína í þessu rnáli, er fundarbók var lesin upp, því að eg tók hana skýrt fram þegar traustsyfirlýsingin var til utnræðu, eins og sjálfsagt var. Það var hiuni röngu bókun einni að kenna, að eg neyddist til að gera það aftur í fundarlokin. Eg tel rétt víst, að það hafi verið f ógáti eða af stundar breiskleika, sem yður hefir hent, að skýra þannig meira eða minna villandi frá öllu, sem þér tninnist á af því, sem gerðist á kaupfélagsfundinum, og geri mér því von uni, að þér kunnið mér þakkir fyrir leiðréttinguna, því að þó að eg hafi heyrt, að laun heimsins séu van- þakklæti, þá býst eg ekki við að það eigi heirna um yður, enda kanske orðið úrelt nú, eftir að þér hófuð yður mannbætandi starfsemi. Öska eg yður svo að endingu gleðiiegs sumars og góðra framfara í ástundun sann- leikans. Dalvík, 1. maí 1921. Sigurjón Jónsson Ath. Dagur var beðinn að birta grein þessa en neitaði henni um upptöku. Ritstj. oo O p i ð b r é f til Akureyrar, einkum bæj- arstjóra og rafveitunefnd- arinnar. Ýmsir hafa á síðustu vikum undrað sig yfir því, að eg skyldi hafa ráðist í að gefa út »Fylkir« enn þá einu sinni, þrátt fyrir dýrtíðina og feikna kostnað, sem er á allri prentun, og þrátt fyrir erfiðar kringumstæður. Eg læt mér nægja, að fullvissa almenning og þó einkum bæjarstjóra ografveitu- nefnd bæjarins um, að það er ekki af fordild eða gróðafýkn, að eg hefi ráð- ist í þetta, heldur til þess eins, að einhversstaðar yrðu þó birtar kostnað- aráætlanir þær, sem fram hafa komið á síðpslliðnum tveim árum yfir fyrir- hugaða rafveitu hér í bæniim, og enn- fremur vegna þess, að eg get ekki þolað, að sannleikurinn fari halloka fyrir ósannindum og að almeuuingi verði stcypt svo að segja í botnlaust skuldafen fyrir fákænsku eða sérplægni einstakra mauua, eu mér vísað sjálf- um enn þá einu sínni á bug fyrir inönuum, sem eg þarf alls ekki að óttast. Eins og ýmsir Akureyrarbúar vita, var frainboði ameríkanska félagsins, sem eg hafði útvegað eftir tilmælum bæjarstjórans sjálfs í maí fyrir ári síð- au, hafuað forn lega með bréfi 9. nóv. síðastl. Þar með var öll mín viðleitqi og alt mitt starf síðastl. sumar virt að vettugi, og hið ágætasta tilboð, sem bænum hefir boríst, einkisvirt og bænum enn þá einu sinni boðið að flana út í óvissu og fleygja út svo hundruðum þúsunda skiftir til fyrir- tækis, sem.ekki verður bænum til langr- ar frambúðar og sein ekki þyrfti að kosta meira en helming þess fjár, er rafveitnnefnd bæjarins var talið trú um að það þyrfti að kosta. Mc-nn muna skeytið frá svensku verk- fræðingunum seiiit í des., s.l. þar sem ratveitunefnd Akureyrar var talið trú um, að við neðsta Glerárfossinn mætti fá 300 hestöfl, eða jafnvel 450. Mundi sú stöð nægja bænum eigi að eins til Ijósa og eldunar, heldur jafnvel til hit- unar. Mundi því heppilegra að taka hann, heldur en að byggja stæri i stöð, sem notaði Glerá tekna hjá Rangár- vallabrúnni eða Tröllhyl. Mundi hvor um sig kosta yfir ema miljón króna, eða jafnvel alt að hálfri annari. Án þess að skifta mér af því til- boði sérstaklega, hafði eg svarað fyrir- spurn ýmsra úr rafveitunefndinni þannig í fyrra haust, að ef ekki væru til nógir peningar til jiess að byggja aðra hvora stærri stöðina, þá væri betra en ekkert að byggja stöð til Ijósa og smáiðju, ef hún kostaði einungis 150—200 ,^þús. kr. Því meira en 150 hestöfl ef- aðist eg um, að áin gæti gefið stöó- ugt og til jafnaðar, eu til þess að tvö- falda aflið, yrði. geymirinn of lítill. Mutidi útlátin því fjáreyðsla ein, og þýðingarlaust að leggja fram meira fé til slíkrar stöðvar en áðurnefnda upp- hæð; enda vissi eg og fleiri, að einn af verkhygnustu mönnum bæjarins, 8em er efnalega fær urn að gefa fulla trygg- ingu fyrir fulikomnun verksins, kvaðst reiðubúiiin til og sagðist hafa boðið bæj.Trstjóra Akureyrar að byggja raf- stöð, er nægði öllum bænum til Ijósa, fyrir eiuar 150 þúsundir krónur, svo framt sem hann fengi Ieyfið, og selja ' bænum aflið næstu þrjú ár, á 50 aura kílówatl^tundina. Sjáltur ætti hann af- gang aflsins til smáiðju. Að 3 árum liðnum skyldi hann afhenda bænum stöðina fyrir það verð, er hún hefði kostað. Betra tilboð gat eg ekki hugs- að mér, og furðar mig á því, að því skuli aldrei hafa verið opinberlega sint, né neitt heyrst um það í blöðunum eða á fuudum. Þó furðar mig enn meir á því, að bæjarstjórnin og rafveitunefndin sinti

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.