Íslendingur

Issue

Íslendingur - 13.05.1921, Page 2

Íslendingur - 13.05.1921, Page 2
102 ISLENDINGUR 27. tbl. 't¥wttVytwvywtTwttw??wTtwtTTwttw r l -f- -r-v JlOr SmurningsoSía & / Við höfum heildsölubirgðir fyrirliggjandi hér á staðnum hjá - VERZLUN SN. JÓNSSONAR Vörur okkar eru þektar að gæðum og verðið er sanngjarnt A. Glahnsons Efterfl. Kaupmannahöfn. DPPBOÐ Á morgun, þ. 14. maít verður opinbert uppboð haldið kl. 1 eftir hádegi, og þar selt 2 kýr, hænsn, benzínkassar o. fl. Enn- fremur erfðafestuland, og leiguréttur að túni um eitt ár. ekki ameríkanska tilboöinu í tvo mán- uði, eða frá því i byrjun sept., þar tii er eg krafðist svars 27. okt. Hinn 9. nóv. fékk eg svarið undirritað af bæj- arstjóranum sjálfum. í svari þessu stendur meðal annars, að »rafoiku- nefndin óskar ekki cftir í bráð, að fá frekari áætlanir um raíorkustöð hér fyrir Akureyri en nú eru þegar íengnar og afþakkar því boð nefnds félags að þessu sinni«. Bæjarstjórinn vildi ekki gera sér það ómak, að grannskoða tilboð amerík- anska félagsins, sem eg útvegaði með ráði Ragnars Ólafssonar, Tuliniusar o. fl. úr raforkunefndinni. Tilboð þessa félags hefir eigi einu sinni verið tekið til alvarlegrar umræðu það eg veit á neinum fundi, svo alþýða ætti lítinn kost á því, að vita aðalefni þess, ef eg hefði eigi skýrt frá því ítarlega í nýnefndu riti. Mun mörgum verða forvitni á, að sjá samanburð kostnað- aráætlananna, er hér fylgir: Samkv. áætluu Hlíðdals kostaði hest- aflið í litlu stöðinni 1U00 kr. Samkv. áætlun svenska félagsins .... 583 — Samkv. áætlun amerík- anska félagsins . . 170—200 — hvort heldur Glerá væri tekin við Tröll- hyl eða Rangárvelli. En fyrir Laufás- stöðina 200 kr. pr. hestafl. Söluskilmálar voru 25°/o verðsins með pöntun, greitt í gulli í New Yórk, um 45 þúsundir krónur fyrir Glerár- stöðvarnar. Afgangurinn trygður í bönkum og borgaður við afhendingu áhaldanna. Mér fanst það óhæfa í fyrra haust, að gera nokkurn graut í tilmælum þeim, er eg hafði sent síðastl. maí til ameríkanska félagsins, eins og það væri gabb eintómt og markleysa, og enn verra fanst mér, þegar raforkunefndín samkv. bréfi bæjarstj. 9. nóv. afþakk- aði tilboð ameríkanska félagsins, sem bauðst til að selja öll raforkutækin til ofangreindra stöðva við þrejalt lægra verðien svensku verkfræðingarnir sögðu að raforkutækin mundu kosta pr. hest- afl, en við fimmfalt lœgra verði en G. Hlíðdal hafði gert ráð fyrir í sinni áætlun árið áður. Petta vona eg að opni augun á al- menningi, eins æðri sem lægri. Akureyri 11. maí 1921. F. B. Arngrimsson. co Símfréttir frá úilöndum. Rvik í gœr. Miklar óeirðir i Efri-Shlesiu. Pólskir óaldarflokkar fara um latidið og hafa i hótunum að sleppa þvi ekki. Norskir sjómenn hafa gert verkfall. Hafnarverkamenn norskir hafa lýst yfir samúðar verkfalli. Þjóðverjar hafa lýst yfir þvi, að þeir gangi að kröfum Banda- manna um að greiða 271 mil- jarða þýzkra gullmarka i skaða- bætur. Kolaverkfallið heldur áfram. oo Innlendar simfregnir. Rvik i gœr. Peningamdlin öll d reiki. Tvö frumvörp hafa verið lögð fyrir Alþingi, en þar eð svo margar breytingartillögur hafa verið gerðar við þau, verður eigi um sagt hvað ráðið tnuni verða. Þingsdlyktunariillaga J.Möll- er og þeirra félaga, utn að stjórnin leitaðí fyrir sér um traust til þingsins, hefir verið feld i bdðutn deildum. Md þar með telja, að stjórnin hafi feng- ið óbeiria traustyfirlýsingu og að hún muni sitja. Síldarfrumvarpið er dlitið að muni verða felt. Togararnir afla vel og selja til Englands fyrir allgott verð. Einar Zoega kaupmaður, son- ur Helga Zoega, datt út af Botniu d leið fra Kaupmanna- höfn til Leith og druknaði. co AKUREYRI Leiðrétting. Með því að í bæjar- eintökum síðasta tbl. ísl. stóð klausa um, að barn konu þeirrar, sem Stein- grímur læknir.gerði keisaraskurðinn á, mundi hafa dáið, þá vill blaðið lýsa yfir því, að barnið dó alls ekki, en er við beztu heilsu. Var það skírt fyr- ir skötmnu og heiíir í höfuðið á líf- gjafa sínum. Annars hefir Dagur vin- ur vor leiðrétt þetta svo greinilega og af svo miklum kærleika til vor, að vér teljutn oss skulda kollega voiurn leið- réttingu síðar. Rottueitrun. Bæjarstjórnin lengi lifi! Til eru kvikindi, sem rottur nefnast. Þær eta alt sem að kjafti ketnur og gera margri húsmóðurinni skráveifu. Eftir margar og alvarlegar kvartanir frá þeirra hendi, hefir bæjarstjórnin loks- ins skilið þetta og kosið nefnd til þess að gangast fyrir því, að útrýma þess- um illu kvikindum. Nefndin sem var svarin óvinur rottanna, let hendur standa fram úr ermum, pantaði eitur og lét eitra í brauði fyrir óvinina. Tilræðið hefir tekist svo vel að nú getur að líta fullar rottur á götum bæjarins fyrir hunda og manna fótum, sennilega einu skepnunnar í þessu blessaða bannlandi, setn alntenningur með vel þóknun sér »siaga« á al- manna færi. Sig. Skagfeldt sötigvari er kominn aftur til bæjarins, frá Reykjavík, og ætlar að syngja á annan í Hvítasunnu, eins og stendur í auglýsingu í blaðintt í dag. Sigurður hefir fengið 3000 kr. utanfararstyrk frá Alþingi til náms er- lendis. Skagfeldt söng í Reykjavík og fékk mikið lof fyrir í Reikjavíkurblöð- unum. Meðal annars segir Arni Thorst.: »að hann sé óslípaður gimsteinn*. Ef að líkum má ráða, þá koma bæjarbú- ar á annan til þess að hlustaá »óslíp- aða gimsteininn.* Svala. Flutningsskip S. 1, S. kom hingað fyrri hluta vikunnar nteð salt frá Spáni. Skipið átti að hafa hér skamma viðdvöl en tafðist vegna ófyrir- sjáanlegra orsaka. Svo var mál með vexti, að skip- stjórinn, sem er gestrisinn maður og höfðingi heim að sækja, hafði ætlað að gleðja einhverja góða kunningja sína í landi með nokkrunt kampavíns- altaf keypt í verzlun Sn. Jónssonar. Köttur svartur með hvítan blett á bak- inu tapaður. Upplýsingar til R. Snorrasonar. flöskum, en varð þá fyrir þeirri óheppni að falla í hendur lögreglunni, sem i fyrsta lagi tók af honum gjafadrykkinn, en sektaði hann í þokkabót um 200 kr. fyrir örlætið. Heyrst hefir enn- fremur, að Svala muni hafa viljað svala mörgum fleiri á samvinnuvísu ef hægt hefði verið fyrir lögregiunni og Templ- urum, sem studdu hana nteð ráðum og dáð við að halda »spönsku veik- inni« í skefjum með vanalegri Templ- araröggsemi. Má það vera þeittt ósvik- ið gleðietni, hve gæzlan hefir tekist snildarvel að þessu sinni! Fiskiskipin hafa verið að leggja út sem óðast og rnunu fleiri eftir. Flestir manna þeirra, sem ráðið hafa sig á skipm. eru ekki héðan úr bænum held- ur utan úr sveitmn. Hvað bæjarbúar hugsa sér að gera og lifa af á kom- andi tímum má Guð og Verkamaður- inn vita. Athugið uppboðið við spítalann morgun. CO Erlend mynt Sterlingspund . . . 22,25 Dollar 5,60 Mark (100) .... 8,35 Sænsk króua (100) . 130,00 Norsk — — 86,75 Franki — 46,00 Svissn. franki — 99,75 Líri — 28,50 Pesetas — 78,00 Gyllini — 198,75 Tilkynning. Eigendur líftryggingarbréfa No. 48,815 og 74,573 í Skandía, vitji bonusgreiðslu til undirritaðs. Einar Gunnarsson, verzlunarstjóri. fást í verzlun Sn. Jónssonar. YeggpappiS þakpappi. Verzl. Sn./ónssonar. Ótrúleg uppgötvun. Dr. Abrams, sem er prófessor í patologi (hffærafræði) við Stanford há- skólann í Bandaríkjunum og meðlim- ur margra vísindafélaga þar á meðal Royal Microscopical Society hefir fund- ið upp áhald, sem hann íullyrðir, að geti sannað hver sé faðir óskilgetinna barna, þegar faðernið geti verið vafa- samt. Áhaldiö sýnir tneðal annarsald ur föðursins. Ramisókn Dr. Abrams er í því fólg- in, að hann rannsakar blóðsveiflurnar í bæði föður og barni. Séu þær eins i báðnm er hinn rétti faðir fundinn. Uppgötvun þessi getur orðið afar þýðiíigarmikil í öllum erfðatnáltim og barnsfaðernismálum. Veltur auðvit- að alt á því hvort dómskólarnir vilja viðurkctma þessar rannsóknir prófess- orsins sem nægileg sönnunargögn. (Politiken). Preutsaiiðja Björus Jóussonar.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.