Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1922, Blaðsíða 3

Íslendingur - 14.07.1922, Blaðsíða 3
28 tbl. ISLENDINOUR. 109 Austanfari heitir nýtt blað sem hlaupið hefir af stokkunum á Seyðisfirði. Kemur það í stað Austurlands og er ritstjóri hinn sami, Guðm. G. Hagalín. Blaðið fer mynd- arlega úr garði og mun verða vél til vina. Pósthúsið er nú flutt í hið nýja heim- kynni sitt, Hafnarstræti 84, og er þar veg- Iegt umhorfs og haganlega útbúið. Von- andi má nú ætla’að'Bókasafnið fái að nýju húsakynni þau er pósthúsið hafði í Sam- komuhúsinu; gengur það hneyxli næst hversu mikla vanrækt bæjarstjórnin hefir sýnt bókasafninu síðustu árin, og er furða hvað almenningur hefir liðið það lengi möglunarlaust. Hásetafélag var stofnað hér í gærkveldi, Fiskiskipin eru nú þvínær öll komin inn og hætt þorskveiðum. Er nú verið að búa þau undir síldarvertíðina sem byrjar á næstunni. Voruílarverð er hér á Akureyri kr. 2,75 kg. fyrstaflokks ull, á Seyðisfirði og Sauð- ái'krók mun hæsta verð kr. 2,60 kg. Opinberað hafa trúlofun sína nýverið, Jóh. Örn Jónsson skáld frá Árnesi í Tungusveit og ungfrú Mundíana Jónsdóttir Strandgötu 43, Oddeyri. tSirius< væntanlegur í nótt. Með hon- um er lík frú Önnu Stephensen og verð- ur það jarðsett hér á Þriðjudaginn. Eggert Stefánsson söngvari er væntan- legur hingað bráðlega og ætlar hann að syngja hér að öllu forfallalausu. 03 Hulda Arnadóttir, Stóra-Dunhaga. Fædd 28/i 1906, dáin c/6 1922. Pessi unga skúlka kendi sjúkleiks þessa (lungnaberkla) fyrir tæpum 2 árum, sem varð banamein hennar, þrátt fyrir alla mögulega hjálparvið- leitni læknis hennar og beztu hjúkrun í foreldrahúsum. Æfiskeið hennar varð því stult, þar sem hún varð aðeins fult 16 ára; en þó að stutt væri, var það fagurt og bjart; hún var von og gleði foreldranna og engiíhrein í hjarta og hegðun, og svo virtist að húu með vaxandi þroska mundi eignast hina fegurstu kosti, sem unga stúlku mega prýða. Sjúkleika sinn ba>- hún með frábærri stillingu og þolinmæði, og var henni þó alllengi fullljóst hver endir hans mundi verða; en alt það gaf hún á Guðs vald og treysti misk- un hans eftir þetta líf. Jarðarför hennar fór fram 20. f. m. þ. á. að viðstöddum fjölda frændfólks og góðvina. Eftirfarandi kvæði, sem sent var ást- vinum hinnar látnu, var sungið á eftir húskveðjunni. ]■ Lljóssins Guð, er lífið gefur, líf sem aldrei sloknað fær: huggun ein f harmi sárum himni þínum færast nær. Hér þó skilji lífsins leiðir lifa ásta — og trygðabönd, fylgja þeim sem flytja héðan fegurst upp í sólnalönd. Hún sem átti ástarauðinn, yndi sinna’ og vonaljós, lifði til að lýsa’ og gleðja, ljúf og hrein sem vorsins rós, hjartaprúð í hinstu raunum, horfði lengi á dauðans arm* leit og trúði’ á landið fagra, land sem engan þekkir harrn. Hún sem kunni heimastörfin, hjálpa, gleðja og styrkja hug, þó í byrjun æskuára aðeins væri að taka flug, — því eru’ í Júní bez'tu blómin burtu hrifin hér á jörð? Vill þau Guð á himni hafa hrein í sinni englahjörð? Gfátið ei, því lífið líður líkt og hafsins bára’ að strönd; alla heim til endurfunda okkur leiðir Drottins hönd. Engla sem á Ijósum líða langt uai Drottins undrágeim, þeim, sem fara héðan hljóta, hjartans kveðju flytja heim. X. OO Athugasemdir við dylgjur Jónasar. Ritstjóri Dag$ siglir hraðbyr í blaði sínu með hinn mesta þvætting og tilgátur um mig. Hann segir að dæm- ið um lágar hvatir sem eg setti fram í svargrein til hans sé stýlað upp á sig. Til þess að fyrirbyggja allan mis- skilning, og til þess, ef hægt er, að koma í veg fyrir að ritstjórinn verði ekki meira ímyndunnarveikur en orðið er út af þessu, læt eg hann vita hér með að það eru rakalaus ósannindi, að eg hafi haft hann nokkuð til fyrir- myndar. f fyrsta lagi af þvf, að mér hefir aldrei dottið í hug að skrifa neit brot af æfisögu hans. í öðru lagi af því að eg teldi ráð- legt af hverjum sem ætlaði að gjöra það, að hafa þau atriði æfiferils hans vottföst, sem telja mætti vafasöm hvort heitið gæti góð breytni, af þvf, að mér finst dæmið sem eg setti fram, svo gjörólfkt því, sem ritsijórinn sjálfur segir um ferðalag sitt, og næst um þvi óskiljanlegt að nokkur skyldi taka þá beitu. En vitanlegt er það, að eg get ekk- ert gjört að því þótt samvizkan hans hafi máske slegið hans kinnhest úi af þessu, þar er hann er einn og óskip- aður ráðanautur sinnar breytni, og því betur, mér alveg óviðkomandi. Ritstjórinn segist hafa fengið tvo hesta lánaða og þeir hafi verið sendir ásamt fleiri hestum suður í Borganes. Á öllum þessum hestum, var farið til baka sömu leið hingað norður, nema hans hestum, með þá fer hann suðnr í Gullbringusýslu, austur í Arnesýslu og svo Sprengisandsleið norður. Ef eg hefði lánað honum hest, mundi eg hafa talið þetta ferðalag alt annað. Að fara öræfin milli Suður- og Norðurlands, eða fara bygðir, eins og tíðarfar og færð var á fjallinu í fyrra sumar. Og það hefði verið gaman að sjá úrslit á því máli fyrir dómstólunum. Retta ferðalag telur ritstjórinn þrjú dagsverk fyrir hvern hest, og má þvl ætla, þar sem hann er að sjálfsögðu mikil dýravinur, að hann telji 16 tíma áfanga fyrir tvo hesta fullkomið dags- verk. Ferðalagið mundi því líta út fyrir mínum sjónum eitt hvað á þessa leið: Fyrsti áfanginn. Farið frá Akureyri að morgni, borðaður miðdagur á Stað í Hrútafiðri, komið að kvöldi að Bessa- stöðum eða Reykjavík, og gist þar yfir nóttina. Annar áfangi. Drukkið morgunkaffi á Ringvöllum, snæddur miðdagur í Vatna- dalnum, gist í Eyvindarveri: Priðji á- fanginn. Drukkið kaífi við Tjarnardrög, miðdagur við Kiðagilsdrög, kvöldverð- ur á Mýri í Bárðardal og svo heim til Akureyri sama kvöld. Ojalddagi Islendings var 1. Júlí. Borgið blaðið og léttið þeirri byrði af samvizkunni. Petta ferðalag virðist svo gjörólíkt því sem stendur í dætninu góða að það er alls ekki samanberandi og Ííklega fáuin dottið í hug nein sam- líking nema þá ritstjóranum. Næst talar hann um greiðslu fyrir hestleiguna. Par segir hann að hafi orðið ágreiningur um. Ekki nefnir hann heldur að hann hafi greitt leiguna í peningum. Svo í þessu atriði virði eg honum til vorkunar, þóít honum finn- ist líking þar. Priðja atriðið hjá honum er eigin- Iega fyrirmynd um hvernig eigi að skila hestum þegar komið er með þá úr langferð. Af umsögn ritstjórans má skilja, að hesturinn hafi átt heima út í sveit. En hvernig hann hefir komið því til leiðar, að eigandi bestsins vissi þegar hann kom af öræfunum, sést ekki í greininni. Ritstjórinn hefir lík- lega byrst honum í draumi nóttina sem hann var í Eyvindarveri. Hann segist hafa slept hestinum í girðingu rétt hjá Akureyri. Nú finst mér það skifta talsverðu rnáli, ef þetta er teljast fyrirmynda skil á á hestinum, hvaða girðing þetta hefír verið. Ef þetta hefði nú verið girðingin, sem liggur um heimaland jarðanna Nausts, Stóra-Eyrarlands, Hamarkotsog Kotár, þá virðist mér nú reyndar í fljótu bragði svæðið vera nokkuð stórt. Og margur góður maður hefir orðið að lúta svo lágt, að leita að hesti 1 til 2 daga á því svæði og finna hann ekki. Fjórða atriði er ekkert líkt, eftir því, sem hann sjálfur segir frá. Hann kem- ur með hestinn úr ferðalagi, svona líka ljómandi útlítandi, má það teljast ágætt að hann skyldi ekki einu sinni vera gjarðasár, eftir að hafa vaðið aur og vegleysur um öræf íslands. í þessu máli hefir ritstjórinn tekið upp þá bardaga aðferð að viðhafa fimm ljót orð og vil eg aðeins til- nefna þessi, sem sýnishorn: Einfelding- ur, huglaus, gleypigjarn og óvandaður. Pessl kjarnyrði og sönnunargögn er hann búnn að gefa út tvisvar, samt ekki á sinn kostnað. Nú vil eg ráð- leggja honum að láta ekki þriðju út- gáfuna koma af sömu orðum, heldur breyta um, lesendunum fer máske að leiðast að heyra þá tuggu enn einu sinni. Innihald spekunar þyrfti ekki að raskast neitt. Hvernig líst ritstjóranum á að setja þessi orð í staðin: Vitlaus, huglausastur allra, gleypir alt, illmenni. Pessi orð kveða í við sterkara á, en sami vísdómurinn felst í þeim. Það er réttast fyrir rit- stjórann að athuga þetta. Að ástæðulausu hefir ritstjórinn rétt til höggs við mig, hann hefir tekið uppöfugar ogrammar skakkar heimildir, fyrir það hafa öll vopn brotnað í hönd- um hans, og nú stendur hann afvopn- aður og herklæðalaus. Alt það sem hann hefir sagt um mig, fer heim til hans aftur, þar er rétta heimilið fyrir það. Par eru föður- húsin. Pað eru til dýr svo gráðug, að ef þau komast í æti þá éta þau of mikið og æla því, en þau ganga vanalega að spýu sinni aftur og sleikja hana upp. Máske þarna sé íyrirmynd fyrir þá sem segja of mikið. Eg Itenni i brjóst um ritstjórann, mér finst hann eiga svo bágt. Hann er altaf f einhverjuni ýfistödum, ekki um málefni, heldur um menn, Eg veit ekki hvort það er af því að ritstjóra hæfileikar hans eru svo tæmandi, að hann treysti sér ekki til að ræða vel- ferðarmál þjóðarinnar, eða tilhneging hans og vit samrýmist betur lægri málunum. En eitt er víst að eg vildi óska þess að fyrir íslenzku bændastéttinn lægi að eiga talsmann sem væri betur við hennar hæfi en nú er. Pví hún kemur mér þannig fyrir að vera róg- lynd tápmikil og orðheldin stétt. Eg býst við að neyðast til að svara ritstjóranum nokkrum sinnum enn þá. Eg þykist vita að hann haldi áfram, því hann hefir þann eiginleika að þagna seint, jafnvel þó hann sé kveðin í kút- inn. En eg skuldbisd taig ckki til að svara honum mánaðarlega, það gjöri eg einungis eftir mínum hentugleikum, enda stend eg ver að vígi en hann, þar sem hann er launaður maður til þess að skrifa og hefir þann rétt að velja efnið sjálfur eftir sinni djúpu speki. En það vil eg taka fram, að eg gjöri þetta aðeins af brjóstgæðum til ritstjórans, það getur verið þægilegt ef haun vantar efni í blaðið og höf- uðið á honnm er eitthvað tómt innan og þróíturirm lítill til að kafa eftir sínum allra göfugustu hugsjónum, að segja nokkur orð um mig. Ritað 14. Júní 1922. Sveinn Sigurjónsson. The mjög gott nýkomið til Jóh. Ragúels. Með e. s. Annaho komu karlmanna Gummístígvél og bússur, og kvennstígvél. Ennfremur verkamannaskór karla mjög ódýrt. M. H. Lyngdal. Tapast hafa í Vaglaskógi sl. sunnudag Silfur- dósir merktar S. K. Th. 1903. Finnandi skili ritstj. gegn fundar- launum- Kvenúr tapaðistá leiðinni frá Vaðla- heiðarbrúninni niður í Veigastaðabás. Finnandi skili ritstjóra þessa blaðs gegn fundarlaunum. Lambskinn kaupir og borgar bezt Verzlunin Brattahlíð. Kálfskinn og Lambskinn kaupir hæsta verði. J. H. Havsteen,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.