Íslendingur


Íslendingur - 21.07.1922, Blaðsíða 1

Íslendingur - 21.07.1922, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 21. Júlí 1922. 30. tölubl. Landhelgis- eftirlitið. Öllum þorra manna mun það ekki fyllilega Ijóst, hversu mikils- varðandi það er fyrir síldarútveginn íslenzka að landhelgisgæslan sé góð, og hversu mikið tjón síldarútvegur- inn hefir beðið af lélegri landhelgis- Eæslu undanfarandi sumur. Pví þó að útlendingar. fiskuðu ekki alment í landhelgi, af óita við varðskipið danska, þá gerðu þeir flestallir að veiði sinni þar, se.m var og er ský- Iaust lagabrot, en varðskipið lét þau aíbrot að mestu afskiftalaus, þó einkennilegt kunni að virðast; hefir líklegast ekki þózt geta komist yfir að sinna jafn algengum brotum á landhelgislögunum. Nú er það vitanlegt að þó að útlendingar geti fiskað síldina utan landhelgi, þá eiga þeir ill-mögulegt að gera að henni þar. Landhelgin til söltunar er þeim nauðsynleg. En þar sem að útlendingar greiða enga skatta eða skyldur af þessari veiði sinni og enginn í landi nýtur góðs af, hvað atvinnu snertir, þá er hér um mjög þýðingarmikið atriði að ræða, og rangindi gagnvart þeim innlendum og útlendum, sem land- helgisrétt hafa til söltunar eða veiða, og verða að greiða skatta og skyld- ur, og gefa fjölda manns í landi at- vinnu. Pað verður því stranglega að fylgja fram því lagaákvæði sem bannar útlendingum að gera að veiði sinni í landhelgi. Eftirlitsleysi á því sviði hefir það í för með sér að útlend skip ausa hér upp auði við strendurnar og engum í landi skýn hið minsta gott af, og útlendi markaðurinn verður fyr en varir yfirfullur af síld til stórtjóns fyrir íslenzka útveginn. Það er því gleðiefni að ríkisstjórn- in íslenzka hefir séð hættuna setn útveg vorum var búin af þessu, og hefir gert ráðstafanir til víðtækari landhelgisgæslu hér norðanlands en verið hefir undanfarin sumur. Því auk varðskipsins danska »ísl. Falk12 hefir gæsluskipið ?Þór« verið send- ur hingað og þessutan 40 smálesta mótorbátur úr Reykjavík, sem eiga að hafa Iandhelgisgæsluna á hendi. Verði náin samvinna milli þess- ara skipa geta þau svo að segja gerfriðað lendhelgina fyrir Norður- 'andi. Bæði »Fálkinn« og »Þór« hafa loftskeytaáhöld og geta þann- •S staðið í stöðugu sambandi hvort við annað. Þeim er því í Iófa lagið að halda upp svo góðri lögreglu í landhelginni að ágangur útlendinga hyrfi og að útvegsmennirnir íslenzku fengju mestmegnis að búa að sínu. C3 Síldveiðakaupið. i. Dcilur hafa staðið undanfarna daga milli úfgerðamanna hér á Akureyri og hásetanna, er »oru á skipnnum héðau nýafstaðna vorvertíð, útaf kaupgjaldi á síldveiðinni, sem nú fer í hönd. Útgerðarmenn tilkyntu hásetum í lok þorskveiðinnar kaupgjald það, sem þeir hefðu afráðið að borga yfir síldarver- tíðina, og var það nokkru lægra en goldið var í fyrra. Kváðust útgerðar- menn ekki sjá sér fært að bjóða betri kjör, enda væri kaupgjald á öllum svið-. um lægra nú en það hefði verið í *fyrra. Flestir hásetanna gerðu kröfu til sama kaupgjalds og s. 1. síldarvertíð; nokkrir gerðu sig þó ánægða með kaupgjaldstaxta útgerðarmanna. Útgerðarmenn fóru nú að leita fyrir sér um háseta annarstsðar, er viljugir væru að ráða sig upp á kaupmála þeirra og buðust menn viðsvegar að; réði einn útgerðarmanna 20 háseta frá Rvík með þessum skilmálum, og voru samn- ingar undirskrifaðir þar, og komu mennirnir norður hingað á Mánudag- inn. Aðrir útgerðarmenn réðu menn bæði að sunnan og vestan. Þegar hér var komið höfðu háset- arnir, er hér voru fyrir, stofnað til fél- agsskapar, kröfum sínum til stuðnings, og hlaut hann nafnið »Hásetafélag Ak- ureyrar.« Á stofnfundinum var kosin nefnd til að semja um kaupgjaldið við útgerðarmenn, en henni gefnar svo bundnar hendur að fyrirsjáanlegt var, að hún myndi engu fá til leiðar kom- ið í samningsáttina. Kröfur hennar voru kaupgjald sama og í fyrra, eða í það ítrasta 25 króna lækkun á mánuði'; premiunni mátti undir engum kring- umstæðum breyta. Yfir síldarvertíðina 1921 var kaup- gjaldið fernskonar: 250 kr. á mánuði og 10 aura premía af hverri tunnu, 300 kr. og 5 aura premía, 200 kr. 15 aura premía og 275 kr. og 8 au. premía. En kaupgjald það, sem útgerð- armenn buðu nú, var á þessa leið: a) 250 kr. á mánuði og 5 aura premía af hverri tunnu, öfluðust 3000 tunn- ur eða meir. b) 18 aura premía og ekkert kaup. c) Þriðjungur afla, jafnskiftum á skips- höfnina, en að útgerðin borgaði skipstjóra, stýrimanni, vélstjóra og matsveini aukakaup þeirra. Til samkomulags buðu útgerðarmenn að rýmka þannig til, að 5 aura premí- an skyldi gilda, þó ekki öfluðust 3000 - i ÖLLUM þeim, sem sýndu oss samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför konu minnar og dóttur okkar, Sfgur- laugar Hallgrímsdóttur, og heiðruðu minningu hennar, vott- um vér hjartans þakkir. Akureyri, 17. Júlí 1922. Brynleifur Tob/asson. Guðrún Sigurðardóttir. Hallgrímur Sigurðsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við jarðarför fóstur- móður niinnar, frú Önnu Sigríðar Stephensen. Akureyri 20. Júlí 1922. Alfa Pétursdóttir. tunnur og að á skipum, sem legðu upp á Hjalteyri eða innar, mætti vera 3 aur- um hærri premía. Ennfremur var 4. kaupgjaldstilboðinu bætt við. d) 200 kr. á raáuuði og 10 aurapremíu. Nefndin vildi ekki sinna þessum boðum. Og er hún var spurð að, hvort hásetarnir myndu ekki tilleiðanlegir að fara milliveginn um premfuna, væri 250 kr. kaupgjaldstilboðið tekið, svo að hún yrði * 7J/2 eyrir af tunnu, svaraði nefndin því, að hún gæti ekkert þar um sagt, hún hefði ekki umboð til að slaka neitt til um premíurnar. Stjórn útgerðarfélagsins kvaðst ekki sjá sér fært að ganga lengra í tilslökunaráttina; nógir hásetar fengjust á skipin með hinutn boðnu kjörum; gömlu hásetarnir skyldu fá að sitja fyrir, vildu þeir ganga að þeim innan tiltekins tima; annars yrðu aðrir teknir í þeirra stað. Á Mánudaginn um hádegi var frest- urinn útrunninn og hafði þá ekkert heyrst frá Hásetafélaginu, en mikið hafði drifið að af sjómörinum víðsveg- ar að, sem reiðubúnir voru að semja upp á hin boðnu kjör og sömuleiðis rnargir úr Hásetafélaginu. Var nú farið að vinda bug að ráðningum, og vildu fleiri skiprúm cti fengið gátu. Síðdegis á Mánudaginn boðaði svo stjórn Hásetafélagsins fund; mættu þar fáir. Sáu fundarmenn í óefni var komið og samþyktu að lækka premíukröfuna á fyrsta kaupgjaldstilboðinu um 2 aura, en halda mánaðarkaupinu óbreyttu. Hefði þessi samþykt vérið gerð fyrir helgina, eru allar líkur til, að Útgerðar- mannafélagið hefði fallist á hana; nú var það um seiuan, flest skiprúmin skipuð og kapp um þau, er enn voru auð. Á Miðvikudaginn og í gær lögðu flest skipinn héðan á veiðar. II. » Verkamaðurinn« síðasti er orðmarg- Jarðarfðr litla drengsins míns, Bjarna Klarents, sem lézt 17. þ. m., fer fram frá Staðarhóli Laugardaginn 22. Júlí kl. 1 e. h. Jón Halldórsson. ur um þennan ágreining útgerðarmanna og hásetanna og telur sem vænta mátti réttinn algerlega hásetanna megin. En er þessu nú þannig varið? Kauplækkun hefir farið fram þvínær í ðllura atvinnugreinum hér á landi, og það að raestu leyti í samræmi við lækkandi dýrtíð. Var þá við öðru að búast en sjómennirnir yrðn að sæta sama lækkunarlögmálinu og aðrir? Verkamaðurinn segir raunar, að allur útgerðarkostnaður hafi lækkað að stór- um mun, en nauðsynjar nianna ekki. Þetta er ekki rétt. Fað er satt að útgerð- arkostnaðurinn hefir lækkað, en nauð- synjar manna hafa einnig lækkað frá því í fyrra sem nemur 10°/o — 20°/» að meðaltali, að því er »Hagtíðindin« segja og mun það ábyggilégt. Frá því sjón- armiði skoðað verður hið núverandi kaupgjald á sfldveiðiskipunum engu lakara en það var í fyrra. Hvað því viðvíkur að útgerðarmenn geti vel staðið sig við að gjalda fyrra árs kauptaxta, þar sem útgerðarkostnað- ur (olía, salt, tóverk o. fl.) hafi lækkað til muna, þá ber að gæta þess, að fyrir- ^ fram seld síld hefir selst ver en í fyrra og söluhorfur ekki góðar yfirleitt. Síld óverkuð seldist í fyrra: 15—18 kr. málið; nú hefir hún verið seld frá 12 til 15 kr. málið eftir málafjölda, hæst verð miðað við fyrsta þúsundið. Er þetta tilfinnanlegur verðmunur, en bet- ur hafa síldarkaupmennirnir ekki viljað bjóða og útgerðarmenn orðfð að gera sér það að góðu, þ. e. a. s. þeir sem

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.