Íslendingur


Íslendingur - 01.09.1922, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.09.1922, Blaðsíða 2
140 ISLENDINGUR 36 ibl. Nýkomið með Laukur Kex Hrísgrjón Hafragrjón e. s. Goðafoss: Handsápa Stangasápa Krystalsápa Plöntufeiti. Nathan & Olsen. sinna. Fyrir þær fengu þeir hærra verð enn kaupmenn yfirleitt viidu greiða; og stafaði það meðfram af þvf, að varan sem bændur létu frá búum sín- um í kaupfélögin, voru vandaöri en þær, sem kaupmaðurinn fékk. Má af því sjá sem raunar flestu öðru á við- skiftasviðinu, að það er eíginhagsmuna- hvötin, sem altaf verður sterkasta aflið til þess að íta mönnum áfram til framkvæmda og framfara, Frá því um aldamótln síðustu, eða máské öllu heldur, frá því að síminn kom og til stríðsáranna, var íslenzka verzlunin með erlendar vörur svo góð fýrir þjóðarheildina, að tæplega er hægt að vonast eftir henni betri, fyrir þjóð, sem ekki hefir haft verzlunar- frelsi um lengri tíma enn íslenzka þjóðin hefir haft það. Jón E. Bergsveinsson. cc Símfréitir frá útlöndum. Rvík i gœr. Óstjórninni linnir ekki á Irlandi. Á Föstudaginn var Michael Collins, forsætisráðherra Irlands, skotinn til bana l Cork, og olli það uppnámi viða um land. Þingið var þegar kvatt saman, og kaus það William Cosgrave fyrir forsœtisráðherra. Sorgarhátiðir um land alt við jarðarför Collins og vlða á Englandi. Bernhard Shaw, sem er Iri, hefir láiið uppi álit sitt i Ir- landsmálum. Telur hann De Valera- herinn réttdrœpann þorparalýð og for- ingjann óhamingju Irlands. Hœsti réttur i New York hefir bannað bönk- unum að greiða De Valera rúmar 2 milj. dollara, sem safnað hefir verið i Bandarikjunum til sjálfstœðisbaráttu Ira. Þjóðaratkvœðisgreiðsla um vinbann för fram i Sviþjóð á Laugardaginn, og sýndi þjöðin sig andvlga banninu. Voru 897521 atkv. með banninu, en 937423 atkv. móti þvl. Þátitakan mjög mikil. Dáliiið enn óialið af at- kvœðum, en getur i engu breyit úr- slitunum. Frakkar hafa ennþá ekki tekið Rín- arlöndin, þrátt fyrir hótun sína, og Þjóðverjar ekki greitt siðustu skaða- bœturnar. Gengur alt í sama þójinu og áður. Sendimenn skaðabétanefnd- arinnar kemnir frá Berlln eftir árang- urslausa för. En nú hefir nefndin boðið þýzku stjörninni að senda full- trúa til Parisar til að rœða um greiðslu- frest. Bankahrun yfirvofandi i Þýzkalandi. Helzt eru það hinir smœrri bankar. sem i hœttu eru staddir, og er fall marksins sök i vandræðunum. Út af kröfu Austurrlkis um að sam- einast einhverju uágrannarikjanna, hefir franska stjörnin krafist af lJjóð- bandalaginu, að það iœki ákvörðun þar að lútandi fyrir 15. Sept. Sjálf vill stjörnin styðja málaleitun Austur- ríkismanna. Jugo-Slavia og Czhecko Slovakia hafa gert viðskiftasamning sín á milli og endurnýjað hermálasanming þann, er gerður var i fyrra. co Innlendar simfregnir. Rvík i gœr. Veðurbliða undanfarna daga og heyhirðing góð á Suðurlandi. Aflalltið. »Island« fer til útlanda á morgun. CO Bókfregn. i. Björn Austrœni: Andvörp.Smá- sögur 156 bls. 8vo. Rvík 1922. Kostnm. Þorst. Gíslason. Sögur þessar eru sex talsins. Allar eiga þær sammerkt í því að yfir þe;m hvílir alvörublær, þær koma manni hvergi til að brosa, því síður að hlæja, en þær koma manni til að hugsa og er öllu meira í það varið. Höfundin- um tekst m^tavel að bregða upp sönn- um myndum úr íslenzku þjóðlífi, svo þær grópa sig í hug og hjarta lesar- ans. Lengsta og veigamesta sagan heitir »HvíId.« Aðal persónan er gildur bóndi, Eiríkur á Brekku, ekkjumaður með uppkomin börn. Hann hefir unn- ið baki brotnu um dagana og nú þarfn- ast hann og þráir hvíld. Ráðskonu sinni góðri og göfurgri slúlku ann hann hugástum, og er það heitasta þrá hans að mega njóta hennar og lifa síðustu æfiár síu í friði og ró með henni. En börnin hans koma þá til sögunnar og stíja þeim í sundur, ráðskonan flæmd í burtu og Eiríkur verður vinnuþræll barna sinna. Eigitigirni barnanna bana lífssælu föðursins. Persónulýsingarnar í sögunni eru ágætar. Hinar sögurnar eru: »Eiríkur rauði,« lýsing á því hvernig að öfund og róg- ur grafa grundvöllinn undan lífsham- ingju manna. »Fjallið« æfintýri, er sýnir baráttuna milli kyrstöðunnar og framsóknarinnar. »Hefnd« lýsir hugs- analífi fátæks sveita drengs, viðkvæm og fögur. »Veiðiför« af baráttu fá- tæklinganna við skortinn og óblíðu náttúrunnar og svo síðast »Landnám,« eftirtektarverð og þörf hugvekja um ýmsa gaila á þjóðfélagsskipun vorri, er sérstaklega veist að hinum hálfkör- uðu jafnaðarmensku kenningum sem eru að riðja sér til rúms. Kemst sögu- hetjart Páll garnl' oddvili rn. a. s.o að orði: »Og þið talið uni jafnrétli og bræðra- lag, góðir hálsar, og þylust vilja bæta með því kjör almennings. Enginn á eftir ykkar kenningurn að fara á mis við lífsgæðin, allir eiga að sitja við sama veizluborðið, landeyðan og lel- inginn, alveg eins og sparsami atorku- maðurinn, sem ber uppi framleiðsluna til lauds og sjávar. Og ef einhver gttur ekki séð sér og sínum farborða, þá er undir eins sjálfsagt að slengja honum upp á aðra. Pað er ekki ver- ið að spryja að því hvers vegna þess- ir menn verði ósjálíbjarga, bara að láta þá lifa á öðrum, lofa sveitinni að fá að fæða þá og klæða það er rétt- ur þessara manna eftir lögunum, og þeir þekkja hann þennan rétt, það væri synd að segja annað.« »— — Eg vil fá hverjum manni þann aga í lífsbaráttunni, sem hann þarfnast til þess að verða að manni. Hvert barn á fyrst og fremst að venjast á að starfa, vinnan fyrst Ieikurinn svo, en ekki öfugt eins og nú er. — — Pegar unglingurinn verður fullorðinn maður, á Jbann að hafa lært — ekld á bók, heldur í reyndinni, — að iðju- semi, þolgæði, verklægni og trúmenska í starfinu, hvað sem það heitir, opnar veginn til farsældar og Ijósa meðviíund um ábyrgð þá, sem þeir bera gagn- vart sjálfum sér og öðrum á því, að þeir noti vel krafta sítia og noti þá rétt. Pá fáum við menn sem ekki gefast upp fyr en í fulla hnefana. En þeim mönnum vil eg hjálpa.« Hér er heilbrigð lífsskoðun og þess verð að henni sé gautnur gefinn. »Andvörp« verðskulda að verða keypt og lesin, því sögurnar eru góð- ar, og er það meira en hægt er að segja um meginið af því setn komið hefir í óbundu máli frá ísl. höf. í seinni tið. II. Jóhannes L. L. Jóhannsson: Söguleg lýsing íslenzkrar réttritunar um rúmt hundr- að ára síðustu. Rvík. 1922. Ritgerð þess er sérprentun úr Skóla- blaðinu, og einkar þörf. Er hún urn rithátt vorn um rúma öld og sannar sve eigi vetður véfengt, að hattn hafi hríðversnað síðustu árin, þó einkun og sérílagi eftir að Stjórnarréttritunin frá 1918 var innleidd. Til endurbóta leggur höf. til, að tekin sé upp aftur réttritnn Halldórs Kr. Friðrikssonar, með fjórum smá- breytingum sem hér segit: 1. Að rita é fyrir je, nema þar sem j og e eru sitt í hvoru atkvæði t. d. byrjendur o. s. frv. Petta er satn- kvæmt Blaðamannastafsetningunni. 2. Að rita f á undan samatkvæðu t í þeim samstöfum, þar sem svo á að vera eftir uppruna, svo sem gftur, eftir o. s. frv. Einnig þetta er sam- kvæmt Blaðamannastafsetningunni. 3. Að rita jafnati eiufaldan sam- hljóð á undan d og t, og ennfremur á undan hljóðsamdöndum sl, sk og st, t. d. kendi, kent, kensla, grynstur, fylstur, finska o. s. frv. Petta er samkvæmt framburði og freniur til fegurðarauka. En í öll- um öðrum tilfellum ber nauðsyn til og skal líka láta uppruna ráða ein- földum og tvöföldurn. R n ■ ■ B ■ □□□□□□□□□□□□□□dÖDCIQD □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ 8 □ □ □ □ okkur, □ Hugsið þér að fá yður Linoleu rndúka á gólfin, þá gjörið svo vel að líta á sýnishorn Þér munuð □ þá sannfærast um, að □ smekklegri, vandaðri □ og ódýrari dúkar eru n □ □ g eigi fáanlegir. □ □ n n n H U □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Yerzlunin BRATTAHLÍÐ Talsími 118. n n ■ H Brauns Verzl Hafnarstræti 106, Sími 59. selur nú fyrir ca hálfvirði: Drengja vetrafrakka Karlm. Taubuskur —»— Sokka Ullar-teppi, Ullar-trefla. Nokkrar pakka af fata- tauum og Dömu-Cheviot. Tauafganga o. m. m. fi. Komið og skoðið! Páll Sigurgeirsson. 4. Að rita z eins og venja liefir verið, nema í persónuendingum fleir- tölu af miðmynd í öllum háttum beggja tíða. Petta er heldur til léttis við kenslu og er líka auðvelt að rökstyðja, þótt ritháttur í þessum endingum skifti eigi miklu máli.« Með þessu telur höf. að réttrituii- armálinu sem gert befir verið að vand- ræðamáli, myndi verða vel borgið um langa hríð. T. OO Utan tír heimi. Járnbrautarslys. Hræðilegt járnbrautarslys varð' í Frakklandi 2. f. m. í nánd við Lourdes. Talið er að um 100 inans hafi týnt lífi eða særst hættulega. Flestir farþeg- arnir voru frakkneskir og voru margir þeirra á leið til Lourdes til þess að leita sér þar lækninga, en þar er mikill helgistaður og streymir þangað fjöldi manns árlega, og er talið, að mörgum batni, og þar gerist en kraftaverk. — Margir þeirra, sem fyrir slysi þessu urðu, voru og farlama menn, máttlaus- ir og kripplingar eða haldnir öðrum þungum sjúkdómum. Voru fjölskyldur sumra þeirra tneð þeim, Lestirnar voru tvær, setn saman lenti, báðar hlaðnar svo sem mest mátti; lágu sjúklingarnir í hverjum królc og kima, svo að varla var gengið um vagtiana. Fremri lestin var að fara upp

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.