Íslendingur


Íslendingur - 05.10.1922, Síða 1

Íslendingur - 05.10.1922, Síða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 5. Október 1922. 41. tölubl. Eldgos í Vatnajökli. Jökulhlaup og öskufall. í símfregn til blaðsins í gær úr Reykjavík er sagt, að eldur sé uppi í Eyjafjallajökli og er sú fregn komin úr Vestinannaeyj- um. Önnur fregn barst hingað um líkt leyti frá Reykjahlíð í Mývatnssveit og sagði hún eld uppi í Dyngjufjöllum. Frá Húsa- vík, Kópaskeri og Vopnafirði bárust þær fréttir, að eldbjarmi hefði sést á lofti í suðaustur átt, og bar ölluin fregnunum sam- an um, að um eldgos væri að ræða, þó að fregnirnar greindi á um staðinn. íslendingur fór nú að afla sér nánari frétta um eldgosið, og eftir þeim fregnum að dæma, mun það vera í vestanverðum Vatnajökli. Segir fregn frá Hólum í Hornafirði, að svo muni vera. Raðan sást eldbjarmi á lofti í vesturátt og mistur lagði yfir héraðið. Hlaup mikið kom í Skeiðará og dunur og dynkir heyrðust í jörðu. Um öskufall getur fregnin ekki á þessu svæði. En fregn frá Reykjahlíð segir, að aska hafi fallið þar á jörð svo greinilega, að spor sáust, er gengið var eftir túninu, og önnur fregn frá Grímsstöðum á Fjöllum getur um talsvert öskufall. Samband hefir ekki náðst við Vík í Mýrdal, en þaðan er álit- ið, að greinilegastar fréttir muni fást um eldgosið. Héðan sást í gærkvöldi milli kl. 7 og 9 eldbjarini á Iofti í suðaustur átt og eldingar og aftur árla i morgun. Menn bíða með óþreyju nánari frétta af gosinu. •Slettirekurnar. »Eg sé eftir pappírnum«. Þórhallur Bjarnarson. Þegar eg sá svonefnt aukablað »Tímans« 13. Sept., sem hann kvað hafa iaumað út með póstunum, bændum landsins til skemtunar, þá þá duttu mér í hug þessi hnyttilegu orð Þórhalls Bjarnarsonar biskups, er hann hafði um nýja ritsmíð, sem hann hafði lesið. Eg get sagt hið sama um aukablað »Tímans«, eg sé eftir pappírnuin«. Annað eins papp- írsgagn mun aldrei hafa komið á »þrykk« í þessu landi, sem ritdóm- ur um bók, sem gefin hefir verið út. Blað þetta byrjar með ritsmíð eftir hinn sjálfkjörna foringja Framsókn- arflokksins hr. Jónas Jónsson. Segist honum svo frá: »Frétt úr Borgarfirði hermir, að þar sé verið að dreifa út meðal bænda níðriti um samvinnufélögin eftir Björn Kristjánsson. Pésinn kvað vera um 70 bls. að stærð« . . . »Mun leikurinn til þess gerður, að geta dreift bréfi þessu um alt land, rétt fyrir kauptíðina, án þess að því verði svarað fyr en mánuði síðar, þegar ósannindin og blekkingarnar verða búin að hafa sín álirif«. Svo halda skammirnar áfram, á foringj- ans vísu. En hvernig í ósköpunum fer hinn sjálfkjörni foringi bænda á þingi, að skamma mig fyrir rit, sem hann ekki hefir séð. Jú það er auðráðin gáta. Foring- inn hefir sem sé þann leiða kvilla, að geta ekki sagt satt. Hann varð eins og vant er að skrökva að bænd- um úti um land, að hann hefði ekki séð ritlinginn. Pað mátti sem sé ekki bregða út af reglunni í ritstjórn Tímarits kaupfélaganna, og Tímans. En sannindin eru, að eg sendi kaupfélagsstjóranuin í Borgarnesi ritlinginn eins og öðrum þar. Og þegar hann sá hann, fanst honum hann svo mikill dýrgripur, að hann þorði ekki að senda foringjanum ritið í pósti, heldur gerði hann sér sjálfur ferð á hendur með dýrgrip- inn til foringjans. En hann varð að láta Svo, sem hann hefði ekki séð hann, telja bændunum trú um það, af því hann treystir sér ekki til að hagga við ritlingnum að neinu leyti. Og sjálfur viðurkennir for- inginn í »Tímanum« 16. Sept. bls. 119, að hann hefði haft ritlinginn fyrir sér, því hann segir: »Daginn eftir að pésans varð vart í Borgar- nesi, fékk undirritaður eitt eintak sent.« — Hann man sýnilega ekki eftir hverju hann skrökvaði um þetta þrem dögum áður í aukablaðinú. Og enn verður hann að skrökva, því honum var ekki sent það, það var haft meira við ritið en svo. Petta er þá skreitnin nr. 1. sönn- uð af foringjanum sjálfurn, Skreitnin nr. 2 er, að eg sé kaupmaður, sem hann lætur mikið á bera, auðvitað til að blekkja bændur. Eg á ekki einu sinni hlut í borgarabréfi og hefi ekki átt síðan 1. Jan. 1910. Eg er þingmaður eins og stendur, eins og landslýður veit. Par áður var eg bankastjóri frá 1. Jan. 1910, eins og landslýður veit lílca. En veslings foringinn verður altaf að skrökva, ef hann heldur að það dugi til að blekkja bændur út um land. Pá er það skreitnin nr. 3, að eg • hafi hilst til að senda rit mitt út »rétt fyrir kauptíðina« til að spilla fyrir viðskiftum kaupfélaganna. Eg hafði engan slíkan tilgang. Ritið var búið að semja í vor, áður en eg fór austur á Iand, en vildi þá eigi gefa það út vegna þess, að kosningarnar stóðu fyrir dyrum. Eg vissi, að ef eg þá hefði gefið það út, þá mundi foringinn liafa skrökv- að því upp, að ritið væri gefið út til að hnekkja kosningu lians. En því viídi eg með engu móti vera valdur að. Eg vildi láta bændur vera einráða um að kjósa hann, eins og þeir líka gerðu. Eg vona að eg fari hér með rétt mál, að bænd- urnir hafi kosið liann fríviljuglega, fremur en skuldahelsi kaupfélaganna við Sambandið hafi komið honum á þing, af ótta fyrir að kaupfélögin fengju annars ekkert lán framvegis eins og sumir ætla. Eg er nú ekki á því, þó bréf Sambandsins 29. sept. 1921, sem það skrifaði öllum kaup- félögunum, fgefi tilefni til að ætla, að Sambandinu hafi ekki verið fjarri skapi að koma þeim ótta inn hjá kaupfélögunum, að lánstraustið gæti brostið. Á Austurlandi hefir bréfi þessu verið haldið undir skírn og það hlotið nafnið »Harmagrátur«. Eg vildi einmitt ekki spilla fyrir kosningu foringjans. Eg kaus miklu fremur að hafa liann beint fyrir framan mig, því eins og menn vita er altaf hægara að beita »naglbítn- um« á hlut, sem er fyrir framan mann, ef á þarf að halda, en þegar hann læsir sig í bakið á mönnum. Fjórðu ósannindin eru, að eg ekki beri traust til þess, að það sé rétt sem eg hefi skrifað í bæklingn- um. Pað er svo rétt, að hvert at- ríði hefði fyrir mörgutn árutn átt að vera kotnið fram í Tímariti kaup- félaganna og í Tímanum síðan hann kom á kreik, ef ritstjðrínn hefði verið fölskvalaus, og viljað skýra álmenningi rétt frá fyrirkomu- lagi kaupfélaganna annarsstaðar og öðriim þcim fróðlcik, sem í rítlingn- utn fclst. Reiði foringjans er sprottin af því, að ritlingurinn kemur því upp að þetta hefir af ásettu ráði eða vit- leysu, verið vanrækt. Hjartans þakklæti vottum við ðlluin þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, Helgu Bjarnadóttur. Akureyri 5. Október 1922. Börn hinnar látnu. Fimtu ósannindin eru, að eg eigi verslanir með syni tnínum. Eg hefi enga hlutdeild átt í verzlun sínað 1. Jan. 1910, eins og eg hefi áður sagt. Sjöttu ósannindin, sem eru marg endurtekin, eru, að eg hafi í ritinu gert árás á kaupfélögin. Pað er öðru nær, eins og allir sjá, sem ritlinginn lesa. Ritið er beint varnargrein fyrir Sambandsvitleysunni. Gamalt mál- tæki segir, að »Sá kann ekki að stela, sem eklci kann að fela.« Mér finst líkt ástatt með foringjann, að_ hann kann ekki að fela skreitni sína, hún er öllum auðsæ. Vaðallinn um skuldirnar eru sjö- undu ósannindinn, sem eg nenni ekki í þetta sinn að eltast við. En blekking er það á blekking ofan, sem liann segir um þær. Áttundu ósannindin eru það, að eg sé »með ríkustu mönnum lands- ins«. Segir hann þetta í aukablað- inu og hefir sagt það mörgum sinn- um áður í sambandi við eftirlaun mín. En hvað segir svoZsami mað- ur þrem — segi og skrifa — þrem dögum seinna í »Tímanum« 16. sept. bls. 119. Þar segir hann: »Hann (þ. e. eg) heldur fast fram, að ís- lenzkir bændur séu sameignarmenn og öreigar. En á hverju var hann öreigi?« Hvernig á nú að samrýma þetta? 13. September er eg »með ríkustu mönnum landsins«, en 16. Sept. »öreigi«. Foringinn sannar því sjálfur í annað sinn, að hann hefir verið að skrökva í aukablað- inu til að blekkja. Og auðvitað er hvorttveggja ósannindi. Níundu ósannindin eru, að eg fái um og yfir »8000 kr. á ári í ör- eiga fratnfœrslué'- Eftiriaun mín að lögum eru 4000 krónur. Og eins og foringinn og verzlunarskólastj. ætti að vita, eru laun embættis- manna og eftirlaun miðuð við gull- krónu, eða sannvirði krónunnar. Nú hefir pappírskrónan fallið eins og allir vita, svo alt hefir hækkað í verði. Par af leiðir, að fleiri papp- írskrónur þarf til að borga með gull- krónuna en fyrir stríðið. Og þetta skilur foringinn og verzlunarskóla- stjórinn ekki, þó hann sjálfur njóti samskonar uppbótar. Hann gefur sér því bágborinn vitnisburð sem verzlunarskólastjóra. En til alls vcrður að vinna, til þess að geta Jjjónað meðfædda eðlinu að skrökva.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.