Íslendingur - 05.10.1922, Qupperneq 2
160
ISLENDINOUR
41. Ibl.
Plöntufeiti Sagógrjón
Smjörlíki — Oma Maccaroni
Kex, Snowflake, Lunch og Cabin Hálfbaunir
Mjólk — Libby Heilbaunir.
fyndiggjandi hjá
Nathan & Olsen.
að sletta sér frain í þetta mál? í 8.
Og hvers vegna finnur hann ekki
að eftirlaunum bankastjóra Björns
Sigurðssonar, sein eru jafnhá. Ann-
ars standa eftirlaun í heiminum alls
ekki í neinu sambandi við efnáhag.
Allir embættismenn hafa sama rétt
til eftirlauna, hvort sem þeir eru
ríkir eða fátækir. Pað er því fá-
fræði skólastjórans, sem veldur því,
að hann heldur að »öreigar« einir
fái eftirlaun. Og hverjir fluttu frum-
varpið um eftirlaun mín? Einmitt
flokksbrœður foringjans, þeir sem
mesta traustsins njóta itó í flokkn--
um. Hann er því að skamma þá
en ekki mig, þegar hann er að
stagast á eftirlaununum blað eftir
blað. Pað er því ha/is eigin flokk-
ur, sem hefir viðurkent, að eg væri
verðugur eftirlaunanna og að þau
væru hæfilega sett 4000 krónur.
Foringinn kemst því enga leið
með þessi ósannindi sín. Þau miða
aðeins að því að sanna almenningi
hvað foringinn er illa að sér og
hvað óhæfur hann er sem verzlun-
arskólastjóri sökum mentunarskorts,
og stjórnleysis á sjálfum sér.
Tíundu ósannindin eru, að rit
mitt sé »níðrit«. Pað sjá allir, sem
það lesa, að svo er ekki, og var
því ekki til neins fyrir foringjann
að skrökva því. En þessi skreitni
hefir þá verkun, að hver læs mað-
ur í landinu .les það, þó ekki sé
nema fyrir forvitnissakir. Það er sú
bezta auglýsing fyrir ritið að kalla
það níðrit, því slíkt rit lesa allir.
Það sýnir hversu litla foringja-hæfi-
Ieika foringinn hefir, að velja ritinu
þetta nafn.
Foringjanum verðar tíðrætt um,
að eg skuli hafa Ieynt hann þess,
að rit mitt var prentað og sent út
um landið. Hvenær hefir foringinn
tilkynt mönnum t. d. þegar hann
hefir verið að baknaga menn í
»Tímanum?» Aldrei. Og hvers vegna
ætti eg þá að vera að tilkynna
honum það sem eg framkvæmi.
Hann viðurkennir að hann hafi
laumað aukablaðinu nú út um land.
Hvers vegna notaði hann það
»Iaumuspi!?«
Áður en eg lýk máli mínu um
aukablaðs greinina er rétt að benda
á hversu mikið traust foringinn hefir
til elskulegu kjósenda sinna. Hann
gerir sem sé ráð fyrir að rit mitt
hafi þau áhrif »að einhverjir Iítil-
sigldir félagsmenn fái við hugvekju
mína, kjark til að láta vera að borga
úttekt í sínu eigin fé!agi.« Þetta er
nú traustið til kjósendanna, þrátt
fyrir alia samábyrgðina, allar skrif-
legu skuldbindingarnar og veðsetn-
ingarnar. Og rit mitt gefur ekkert
tilefni til slíks ótta.
Og loksins vil eg minnast á
slettirekuskap foringjans og ritstjór-
ans í Laufási. Hvers vegna eru þeir
gr. Iaga fyrir Samband íslenzkra
samvinnufélaga stendur í 1. lið og
liðnum e: Þessi eru aðalstörf for-
manns: »Hann er málsvari Sam-
bandsins út á við og svarar til alls
þess, er Sambandið í lieild sinni
kann að vera sakað um. Hann gætir
hagsmuna Sambandsins í einu og
öllu« o. s. frv.
Og hvers vegna eru þá þessir
blessaðir menn, foringinn og rit-
stjórinn að sletta sér fram í störf
formanns félagsins. Hann einn hefir
heimild til, samkvæmt lögum fé-
lagsins að koma fram sem »mál-
svari« félagsins, og eg verð stórum
að efa að fortnaðurinn, jafn gætinn
og reyndur, sem hann er, hafi gefið
slettirekunum umboð til að skrifa
þessar greinar.
Að svo mæltu legg eg grein for-
ingjans í aukablaðinu á hilluna með
þeirri öruggu vissu, að þó leitað
væri með logandi ljósi um þvert og
endilangt ísland, þá finnist engir
menn, sem hafi skaðað Sambandið
meira, en foringinn og ritstjórinn í
-Laufási, sem eg kem síðar að. Þeir
munu báðir, er þeir komast af barns-
aldrinum, sannfærast um, að það
er ekki einhlítt til að stjórna stór-
verzlun eða vera pólitískur foringi,
eingöngu eða aðeins, »að kunna að
brúka kjaft.«
Reykjavík 19. Ágúst 1922,
Björn Kristjánsson.
Aths.
Greinin birtist einnig í Morgun-
blaðinu B. K.
CC
Símfréitir frá útlöndum.
RvUc í gœr.
Stjörnarbyliing hefir orðið á Grikk-
landi og hefir Konstantin konungi
verið hrundið af stóli. Tólf herfor-
ingjar mynda bráðabirgðastjórn, en
búist er við, að Grikkland lialdi áfram
að vera konungsriki oq að Georg
krónprins taki við konungdómi. Veni-
zelos, stjórnmálamaðurinn frœgi, er
kominn heim til Aþenu úr útlegðinni,
og var fyrst búist við, að hann mundi
mynda lýðveldi, en hann kvað það
fjarri sér, og ráðherravöld vildi hann
ekki heldur, en œðsta-ráð Grikkja i
utanrikismálum mun gamli maðurinn
cetla sér að verða. Konstaniin og
drotning hans eru nú á leið til
Ameriku.
W
Stjórnarbylting hefir einnig orðið
á Tyrklandi. Stórvlsirinn hefir orð-
ið að fara frá vtíldum og soldáninn
er i þann veginn að leggja þau nið-
ur. Er Kemial pasha, uppreistarfor-
inginn, orðinn valdhafi beggja megin
Hellusunds og er búist við, að stór-
veldin viðurkenni stjórn hans. Her
hans scekir meir og meir fram yfir
hlutlausa beliið og hefir Harrington,
yfirmaður setuliðs bandamanna i
Konstantinópel, hótað hörðu, efvopna-
hlé vceri ekki strax sett, svo að samn-
ingar um rikjaskipunina gœtu telcist
i riœði.
I júgó Slavíu eru einnig óeirðir og
stjörnarbylting talin yfirvofandi.
03
Innlendar símfregnir.
Rvik i gœr.
Simfregn frá Vestmannaeyjum segir
eld uppi i Eyjafjallajökli.
Stjörnarráðið hcfir skipað þriggia
manna nefnd til þess að rannsaka
ákœrur þær, sem gerðar liafa verið á
starfrœkslu heilsuhœlisins á Vifilsstöð-
um. I nefndinni eru: Jón H. Sig-
urðsson héraðslœknir, Stefán Jónsson
dócent og Ólafur Lárusson prófessor.
cc
Um stundakennaramálið,
Eg hefi ekki átt því láni að fagna
urn dagana fyr en nú um skeið,
að mál niér viökomandi hafi valdið
blaðadeilum og mörgum fundarálykt-
unum. En mér finst sá galli á vera,
að aðalatriði málsins k'emur þar sára-
lííið til greina.
Jafnvel þó eg viti, að yfirlýsing skóla-
nefndar í 39. tbl. íslendiugs dæmi sig
sjálf bezt, þá finst mér, að ef sú fund-
argérð var þess virði að biríast á prenti,
að afstaða itiín í málinu megi þá eínn-
ig koma fram í dagsljósið, svo að
lesendur blaðsins hafi eitthvað fleira til
að átta sig á, en hártoganir og þjark
um aukaatriði.
Síðan eg kom til bæjarins, hefi eg
kent við barnaskólann meira og minna á
hverjum vetri, stundum fulla kenslu.
Eg hafði áður stundað kenslu árum
saman, en þessi skóli varð mér öllu
kærari, en nokkur annar skóli, er eg
hafði starfað við, mestmegnis vegna
þess, að hér gátum við hjónin utinið
saman og stutt hvort annað að ýmsu
leyti. Held eg að eg megi fullyrða,
að hvorugt okkar hafi nokkurntíma
gengið að skólastörfunum með hang-
andi hendi.
Eg hafði því hugsað mér, að fyrst
að heilsan leyfði og áhugi minn væri
enn vakandi, vildi eg ekki hætta við
skólastarfið fyrst um sinn, jafnvef ekki
þessi erfiðu ár, meðan börnin væru
yngst og mest ósjálfbjarga. Eg hafði
ánægju af starfinu og vissi, að lokið
hafði verið lofsorði á kenslu mína
bæði af skólanefnd og öðrum. Eg hélt
því, að nefndinni væri fremur greiði
ger en ógreiði, er eg bauð mig fram
til stundakenslu uæsta vetur. — En
áður en það yrði fullráðið, frétti eg,
að kenshikona austan af landi væri
komin rakleiðis í bæinn til að sækja
um starfið, hefði lagt fram umsókn, þó
ekkert hefði verið auglýst, og að skóla-
nefnd væri búin að slá því föstu, að
veita ekki giftri konu, sem ætti ung
börn, kenslustarf við þennan skóla. Eg
trúði ekki þessum veðrabrigðum. Og
þó það aldrei nema væri skoðun nefnd-
armanna, hélt eg að nefndin hikaði
við, sem veitingavald, að kveða upp
úr með slíka stefnu gagnvart þektum
kennara, sem ekkert hafði brotið af
sér. Eg sendi því skólanefndinni þetta
bréf til skýringar á afstöðu minni:
»Par eð eg hefi orðið þess áskynja, að
skrifleg umsókn hefir verið send til skóla-
nefndar um stundakenslustarf við bama-
skóla Akureyrar á komandi vetri, vil eg
ekki láta hja líða að láta hér með þá ósk
í ljósi, að niér verði veití starf þetta, eins
og þegar hefir verið fært í tal á skóla-
nefndarfundi.
í sambandi við umsókn þessa, finst mér
nú að eg verði að talca það fram, að þegar
fyrsta haustið, er við fluttum hingað í bæ-
inn, bauð skólanefndin mér að fyrra bragði
stundakenslu við skólann. Áríð eftir var
eg uinyrðalaust gerð fastur kennari, og
eftir þeim meðmælum að dæma, er mér
voru veitt, þegar fyrst var sótt um stöð-
urnar til stjórnarráðsins, virtist nefndinni
það fylsta alvara, að eg héldi þeim starfa
áfram, sagði meðal annars fitllum orðum,
að hún teldi það hverjunt skóla ávinning
að hafa mig í kennarahóp sínum. Þegar
nú.^sú veiting brást, var engum mótmælum
við því hreyft, að eg tæki að mér fullan
starfa sem stundakennari; og loks var það
fúslega samþykt síðastl. haust, að eg tæki
upp kenslu í forföllum eins kennarans við
skólann. Eftir alt þetta get eg ekki neitað,
að mér komu á óvart og sárnuðu mjög
þau ummæli sumra þeirra, er nú skipa
skólanefnd, að nefndin sé nú, og hafi ef
til vili altaf verið því mótfallin, að gift.
kona, sem ætti ung börn, gegndi kenslu-
starfi t skólanum. Eg hefi áíitið rnig svo
lánsama, hefi að minsta kosti ekki orðið
annars vör, en að eg ætti fult traust skóla-
nefndar, engu síður en barnanna og for-
eldranna í bænum. Sömuleiðis virðast próf-
dómendur yfirleitt hafa verið ánægðir
ineð árangur kenslu tninnar. Og þegar
mér síðastliðið haust var synjað um fast
starf við skólann, skildist mér að til þess
fægju persónulegar ástæður, sein eg hefi
reynt að sætta mig við.
Eg veit að skólanefnd er það vel Ijóst,
að starfið hefir oft reynt á krafta mína
þessi ár. En samt hefi eg hvergi orðið
þess vör, að eg hafi þótt rækja ver störf
mín síðast en fyrst. Og þótt heintili mitt
sé nokkuð umfangsmeira nú en fyrstu árin,
finst mér að reynsla þessara ára liafi líka
kent mér að haga heimilisstjórn þannig,
að alt fleytist vel af. Mér finst eg þann-
ig gerð, að eg mundi fiuna það, jafnvel
fyr en aðrir, ef starf mitt væri að fara í
handaskolum, og mundi eg þá víkja orða-
laust.
En af því að eg er nokkurnveginn viss
um, að bæjarbúar myndu fremur kjósa
mig en aðra kennara til starfsins, get eg
enn eigi trúað því, þrátt fyrir þessi áður-
nefndu ummæli, að afstaða skólauefndar
til mín sé svo breytt, að hún eigi treysti
mér til starfsins næstavetur. Eg finn sjálf,
að mér mundt alls ekki veitast það erfið-
ara nú en oft áður. En því vildi eg iofa,
að ef aðfinslur og umkvartanir koma fram
um sljófleika og tómlæti við kenslustarfið,
að sitja þá ekki lengi í fyrirrúmi fyrir
öðrum kennurum. En af öðrum ástæðum
er mér óljúft að segja skilið við kenslu-
starfið, sem hefir verið, og er mér enn,
jafn hugfólgið.*
Áður en úrskurður væri uppkveðinn
í þessu máli, vék skólastjóri af nefnd-
arfundi, áleit sér málið of skylt, en
sagði áður skýrum orðum, að ef nefnd-
in yrði ásátt um, að veita mér ekkistarf-
ið, teldi hann það skyldu hennar að
velja ekki anuan kennara, nema í sam-
ráði við sig. Var hann áður búinn
að segja formanni nefndarinnar, aðsér
væri þvert um geð, að þessi kenslu-
kona, sem sótti, yrði ráðin að skólan-
um, taldi ýmsa aðra kennara æskilegri
og heppilegri. Sama hafði hann sagt
kenslukoriunni sjálfri skömmu áður,
svo þar voru engin launráð framin.
En þrátt fyrir þetta tók skólanefndin
þann kostinn að ráða málinu til lykta
umsvifalaust og án þess að virða um-
sókn mína nokkurs .svars.
Eg veit ekki tif, að eg hafi frá sjón-
armiði nefndarinnar unnið annað til
saka sem kennári, en að vera eigin-
kona og móðir. En hingað til hefi
eg þó reynt sjálf að sjá heimili mínu
farborða, og álít mig ekki þann óvita,
að eg sjái þar ekki fótum mínum for-
ráð. Mér finst það líka vera á á-
byrgð okkar hjóna, hvernig heimili
okkar er stjórnað og komi ekki öðr-
um við.
í kenslutíð minni við barnaskóla
Reykjavíkur kendu þar giftar konur,
tvær þeirra giftar kennnurum við
skólann. Þær kendu fulla kenslu ár-
um saman, eignuðust börn og ólu þau
upp. án þess að nokkur tæki manntal
hjá þeim, fremur öðrum, né hneykslað-
ist á því að nokkuru leyti, Eg held
að engum vandalausum, og sízt skóla-
nefudinni þar, hafi dottið í hug að
segja þessum konum fyrir, hvað þær
ættu sjálfar að vinna af heimilisstörf-
unum og hvað þær rnættu fela öðr-
um.
Ein af þessum konum er nú dáin,