Íslendingur - 05.10.1922, Síða 3
41. tbi.
ÍSLENDINGUR.
161
önnur flutt búferlum upp í sveit, en
sú þriðja hefir nú í sumar fengið
veitingu fyrir föstu starfi við skólann.
Eg talaði við þessa konu í síma um
daginn og spurði meðal annars, hvort
nokkurt umtal hefði orðið þar syðra
um veitingu hennar, vegna þess, að
hún væri gift kona og móðír. Hún
kvaðst mega fullyrða, að slíkt hefði
aldrei komið lil orða. Hún var í þeiin
flokki, sem skólanefndin þar mælti
eindregið með. Fanst mér að henni,
og fleiri kennurum syðra, þætti all-
kynlegt þetta nýja >princip« hér norð-
anlands. Liggur við, að það sannist
á mér, sem síendur í Eddu: sÞá hlógu
allir nema Týr, hann lét höndsína*.
Og í hreinskilni sagt hefir mér ekki
verið hlátur í hug upp á síðkastið, út
af þessari aðferð skólanefndar. Mér
finst að nefndin hafi óblneydd svift
mig sfarfi, sem eg hafði tekið ástfóstri
við og gat ekki slitið mig frá, svift
mig nemendahóp, sem var orðin mér
náinn og kær. — Pó hcfði verið hægð-
arleikur, ef nefndin vantreysti mét að
geta rækt starfið sæmilega, að hafa
eftirlitið strangara í vetur t. d. að sitja
við og við inui í kenslustundum mín-
um. Mér hefði aðeins þólt vænt um
þann áhuga fyrir kensiunni, en ekki
misskilið það í nokkru.
Margir álíta að kensla sé aðeius
þreytandistagl, sem enginn maðurnenni
að leggja sig niður við, nema vegna
launanna. Formaður skólanefndar sagði
meðal annars við mig fyrir skömmu,
að hanu gæti alls ekki skilið, hvers-
vegna eg sækti svo fast að vilja kenna,
þar sem eg ætti heimili til að sjá um.
Já, — það verður líklega erfiðara en
nokkur kenslustund í skóla, að láta
suma merin skilja þetta. En eg get
ekki stilt mig uin að segja í því sam-
bandi ofurlitla smásögu, er gerðist ann-
an veturinn, sem eg dvaldi hér.
Séra Maítthías, göfugmennið andríka,
sem öllum vildi vel, sagði oft í ein-
lægni við mlg, að eg' mætti ekki slíta
mér út við kenslustrit. »Pú verður
svo heimsk á því« sagði hann »að
troða því sama í krakkana ár eftirár«.
Eg maldaði dálítið í móinn, en tók þó
öflu vel, því eg fann, að hann sagði
þetta af umönuun fyrir mér.
Pennan vetur kendi eg íslenzku ög ís-
landssögu í 3. bekk. Voru þar mjög
sketntileg börn og vel gefin. Rau
lærðu þar meðal annars þetta óvið-
jafnanlega kvæði eftir séra Matthías:
»Atburð. sé eg anda mínum nær.«
Eg hafði sagt þeim töluvert um
Hallgrím Pétursson og úlskýrt kvæðið.
Höfðu þau hinar mestu mætur á því
og sungu það oft. Eitt sinn sagði
eg séra Matthíasi frá þessu og bauð
honum að hlusta einhverntíma á þau.
Hann kom þegar í skólann daginn
eftir. Börnin sungu kvæðið af skiln-
ingi og tilfinningu. Eg man hann enn,
þar setn hann sat með tárin í augun-
um og hlustaði á barnasönginn. Fegar
hann kvaddi mig og þakkaði mér fyrir,
gat eg ekki stilt mig um að segja. »Trú-
irðu nú ekki, að barnakensla geti haft
aðdráttarafl?« Hann svaraði jafn inni-
lega og hann var vanur: »Jú, Ingibjörg,
eg skil þig nú. Hvar sem hægt er
að blása inn einhverjum neista af list
og lífi, þar sigrast alt af sjálfu sér.«
Mér finst þessi skilningur á viðleitni
minni öllu hlýrri, en dómur skólanefnd-
arinnar var uú í sumar.
Eg orðlengi þetta svo eigi frekar. Vel
má vera, að þessi grein min verði til
þess, að enn á ný þyki þörf að kalla
saman skólanefndaffnnd. F*ó er það
ekki víst, þar eð eg hefi ekkert starf
við skólann og get ekki lengur sett
blctt á hanu með framkomu minni.
Eti mér fanst meira vert, að gera þetta
að blaðamáli eu hitt, hvernig stóryrðin
hafi failið og hve gersamlega óverð-
skulduð þau hafa verið. Pað ætti í
sjálfu sér ekki að vera aðalatriði í
máli, eins og þessu, ckki sízt þar sem
Biðjið um tilboð og Espholin C O,
aðrar upplýsingar. (Jón s EsphoIin)
VESTA - rnotorar
brenna hráolíu og lýsi,
eyðaminstu
endast bezt
góðfúslega hefir verið »strikað yfir
stóru orðin« til þess að halda friði í
landinu.
Ingibjörg Benedíklsdóttir
Ath.
Grein þessi álli að konia í síðasta blaði,
en varð að bíða vegua rúinleysis.
CO
Úr heimahögum.
Kirkjan. Messað kl. 2 á Sunnudaginn.
Bruni. Nýlega er brunnið nýbýlið
Vatnsleysa í Glæsibæjarlireppi og varð
engu bjargað af innanstokksinuiium. Alt
óvátrygt, að því er ísl. hefir verið tjáð,
og er skaðinn því niikill, sem búandinn,
bláfátækur niaður, hefir orðið fyrir, og því
tilfinnanlegri, þar sem þefta skeður rétt
undir veturinn.
Goðafoss kom kl. 9 í morgun. Fjöldi
farþega, flest skólapiltar.
Valtýr Stefánsson áveitufræðingur er ný-
kominn hingað til bæjarins og dvelur hér
um tínia við að uiidirbiía 2. útgáfu af
»Flóru íslands* — hina merku grasafræði
föður síns — undir prentun.
Tónlistarhœttir Jóns Leifs ættu allir þeir,
sern hljómlist unna, að kaupa og lesa.
Fást hjá bóksölunum.
Gagnfrœðaskólinn verður settur kl. 2
síðd. á Mánudaginn kemur.
Rafljósin. Kveikt var á þeim í fyrsta
sinni á Laugardagskvöldið, en að eins
nokkur lius urðu þeirra aðnjótandi fyrsta
kvöldið. Á Sunnudagskvöldið bættust
fleiri í liópinn og nú eru Ijósin komin í
flest hús á Oddeyri og í mestan hlula
Hafnarstrætis. En mestur hluti innbæjar-
ins er enn þá án ljósanna og er símastöð-
inni um kent. Er sem kunnugt er flutn-
ingur stoðvarinnar í aðsigi og hefir und-
anfarnar vikur verið að færa þræðina til,
og er því verki ekki ennþá lokið. Annars
eru það »isoleringar«, er símann vantar,
sem eru þess valdandi, að rafmagninu
hefir ekki verið hleypt á í suðurhluta bæj-
arins, en fullyrt er, að úr þessum vand-
kvæðum verði bætt næstu daga. Má því
gera ráð fyrir, að bærinn verði al-lýstur
rafljósum um aðra helgi.
Bátur fcrst. Mótorbáturiiin »Félaginn«
eign Friðbjörns Björnssonar í Hrísey^
brotnaði í Spón austanvcrt við Porgeirs-
fjörð aðfaranótt 1. þ. m. Náttmyrkur var
á, hríð og brim mikið. Hásetar björguð-
ust með naumindum. Báturinn var óvá-
trygður og er skaðinn metinn um 10.000
krónur.
Bœjarpósturinn. Guðm. Jónssou bæjar-
póstur liefir sagt lausu bréfaútburðarstarf-
inu um næstu áramót. Hefir Guðmund-
ur þá verið liæjarpóstur í 20 ár, og mörg
eru sporin, sem hann hefir gengið í eni-
bættiserindum á þeim tíma. Vænta má,
að Alþingi líii í náð sinni til Guðtmtnd-
ar og setji hatin á eftirlaun. Hann er nú
slitinu orðinu og aldraður og því óhægt
Stor útsala
á Karlmannafatnaði, Kápum kvenna og karla,
Regnfrökkum, ýmiskonar Vefnaðar- og
Smávörum.
jpgr Byrjar í dag "W
í
Verzl. Jóns E Bergsveinssonar.
D. F. D. S.
Reir, sem ætla að senda vörur með s/s Botnia, sem fer héðan 30. þ, m.
tilkynni afgreiðslunni það hið allra fyrsta.
Akureyri 6. Október 1922.
Ragnar O/afsson.
Merk/Ö
dýrtíöinni
um vinuu, og engan veginn yrði fjárhag
landsins stofnað í voða, þó þingið léti
nokkrar krónur drjúpa í skaut Guðmundi.
|3r»?| eru vinsamlegust ummæli
* mfn tíl allra þcirra seni
skulda inér undirrituðum, að borga
skuldir sínar fyrir 15. Okl. Annars
verða þær innheimtar á þeirra kostnað.
p. t. Akureyri 4. Okt. 1922,
Steingríniur Sigvaldason,
Kaffi,
Sykur, | g . M
Súkkulaði
og Jarðepli í
Heildverzl. 0. Tuliiiius.
Prentmiðja Björns Jónssonar.