Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 13.04.1923, Qupperneq 1

Íslendingur - 13.04.1923, Qupperneq 1
ISLENMNGUR Talsími 105, Ritstjóri: Ounn!. Tr, Jónsson. Aðalstræti 16. IX. árgangur. Akureyri, 13. apríl 1923. 15. tölubl. Mentaskóli Norðurlands. Á þingmálafundi þeim, sem hald- inn var hér á Akureyri í öndverð- um febrúarmánuði, var í einu liljóði samþykt að skora á Alþingi, að gera Gagnfræðaskólann á Akureyri að al- mennum mentaskóla, er stæði mála- deild »Hins almenna mentaskóla« í Rvík algerlega jafnfætis, og þegar á næsta vetri yrði byrjað á kenslu í fjórða bekk skólans. Á nokkrum öðrum þingmálafundum norðan- og austanlands voru og samþyktar til- lögur er gengu í sömu átt. Áhug- inn virðist vaknaður fyrir því að koma þessu gamla áhugamáli Norð- lendinga sem fyrst í framkvæind. Pað mátti því ganga út frá því sem gefnu, að fyrir yfirstandandi þing mundi koma frumvarp er færi í þessa átt og svo hefirnúlíka orðið. Þor- steinn M. Jónsson 1. þrh. N. M. er flutningsm. frv. um stofnun menta- skóla" Norður- og Austurlands á Akureyri, en Sigurður skólameistari Guðmundsson hefir samið það og greinargerðina, er því fylgir. Kemst hann þar m. a. svo að orði: »Krafan um stofnun mentaskóla á Norðurlandi er ekki ný, þótt ekki hafi fyr verið á Alþingi flutt frv. um slíkt. í kringum 1850 var krafist endurreisnar Hólaskóla. Upphafs- maður Möðruvallaskóla, Arnljótur prestur Ólafsson, ætlaðist í fyrstu til, að sá skóli yrði bæði gagnfræða- skóli og stúdentaskóli. Ekki tókst þó að gera Möðruvallaskóla nema gagnfræðaskóla. Fjörutíu árum síð- ar en hreyft var stofnun Möðru- vallaskóla, var vakið máls á því í blaðinu »Norðurlandi«, að þörf væri á mentaskóla á Akureyri. í sama streng tóku þeir Stefán Stefánsson skólameistari, Guðmundur prófessor Hannesson, Porkell kennari Þorkels. son og Matthías skáld Jochumsson. Það mun hafa vakað fyrir formæl- endum þessa nýmælis, að nám væri ódýrara á Akureyri heldur en í Reykja- vík, enda má fortakslaust fullyrða, að námskostnaður yfir skólaárið sé 1000 krónum lægri á Akureyri en í Reykjavík. Telja má dæmi þess, að árlega hafa margir efnilegustu nem. endur gagnfræðaskólans á Akureyri sakir dýrtýðar í höfuðstaðnum orð- ið að hverfa frá mentaskólanámi. Kfemur hér fram hið mesta misrétti. Deila má um, hvort heppilegt sé, að mjög margir verði stúdentar í landi, sem er jafnt fáment og fábreytt að atvinnuvegum og vort land er, en um hitt verður ekki deilt, að hæfileikar og áhugaefni eiga að ráða því, hverjfr verða stúdentar og stunda fá vísindanám, en ekki hitt, hvort þeir eiga efnaða vandamenn að eða hvar menn eiga heima á landinu. Samkepni meðal skólanna ætti að hafa góð áhrif á þá. Helzta mótbáran gegn frumvarpi þessu verður að líkindum aukinn kostnaður fyrir ríkissjóð, en hann ætti ekki að verða jafnmikill og virðast mætti í fljótu bragði. Ung- lingaskólar ættu að miklu leyti að geta veitt fræðslu gagnfræðadeildar og takmarka tölu nemenda í hinum fyrirhugaða mentaskóla, svo að eng- um bekk þurfi að skifta. Af því leiðir, að ekki þarf að bæta við nema einni kenslustofu við skóla- húsið á Akureyri, og kostar sú við- bót örlítið. Auka verður kenslukrafta skólans er allir bekkir Iærdómsdeild- ar eru teknir til starfa. En aukning kenslukraftanna nyrðra, ætti ekki að kosta miklu meira, en spara má kennara syðra, er norðanmenn hætta að sækja nám í mentaskólann.* Framsöguræða Þorsteins var hin skörulegasta. Rakti hann sögu ináls- ins og sýndi fram á nauðsyn þá, er hann taldi á slíkum skóla, og kosti þá, sem slíkt skólahald á Akur- eyri mundi hafa; komst hann að þeirri niðurstöðu, að stofnun skólans hefði mikinn sparnað í för með sér, ekki einasta fyrir þá erskólann sæktu, heldur og fyrir ríkissjóð. Væri því hér um raunverulega sparnaðarráð- stöfun að ræða. í síðari hluta ræðu sinnar fórust flutningsmanni þannig orð: »Mörgum finst stúdentafranileiðsl- an nóg í landinu, eins og nú er. Má vera að það sé rétt. Og þó að lærdómsdeild verði stofnsett við Akureyrarskólann, þá þarf ekki að verða meiri stúdentaframleiðsla en nú er. Má með reglugerð tak- marka tölu þeirra eftir vild, sem ganga í lærdómsdeildir skólanna. Nú er mentaskólahúsið í Reykja- vík að verða of lítið. Margir vilja því stækka það. En getur nú ekki háttvirt deild orðið mér sammála um það, að úr því svona erkomið á annað borð hér syðra, en hins- vegar nóg húsrúm nyrðra, að þá sé réttara að nota hið ágæta skóla- hús þar, án nokkurs aukakostnað- ar, heldur en að ráðast í dýra við- bótarbyggingu hér? Mörgum finst líka nóg um það, hvernig alt dregst hingað til Reykja- víkur. Hér býr Vs hluti allra lands- manna. Hér eru samankomnir flest- ir skólar og söfn landsins. Enda hefir hingað til verið stuðlað til þess af hálfu hins opinbera, að svona færi. En slíkt mun varla heppilegt, að alt safnist hingað. Mörgum mun finnast, sem þrælum Ingólfs, að ilt sé að yfirgefa fagr- ar gróðurlendur og setjast að á út- nesi þessu, að minsta kosti ekki heppilegt að meiri hluti þjóðar- innar dragist hingað. Þjóðin verð- ur þá sem kryplingur, sem höfuð- ið vex á, en líkaminn veslast upp, og þá er afleiðingin auðsæ. Hæstvirt landsstjórn varði um 60 þúsund krónuin til þess að láta gera við gagnfræðaskólahúsið á Akureyri síðastliðið sumar. Nú er það vel útbúið, og veglegt skóla- hús. Og stjórnin hefir fengið lof en ekki Iast fyrir þessar fram- kvæmdir. Ekki einusinni háttvirt fjár- veitinganefnd hefir neitt við það að athuga. Eg tel, að stjórnin hafi, með þessu undirbúið stofnun lær- dómsdeildar þessa skóla. Hún er nú búin að verja til stofnkostnað- ar hennar því fé, sem til hans þarf að verja. Og þökk sé stjórninni fyrir það nauðsynjaverk. En eins og háttvirt deild virðist sammáia stjórninni með það, sem hún hefir gert fyrir framgang þessa máls, þá vona eg að hún verði mér sammála um frv. þetta. Að endingu vil eg taka fram: þetta er stórmál, sem ekki má svæfa og ekki er hægt að svæfa. Það er mál, sem snertir hagsmuni mikils hluta landsins. Það er mál, sem sker úr því, hvort engir eigi að verða lærðir menn í landinu, nema synir Reykvíkinga eða stórefnamanna, því að öðrum er ókleift að kosta börn sín hér um mörg ár í skóla. Þetta er ekki fjárhagslegt eyðslumál, held- ur stórkostlegt sparnaðarmál.« Að 1. umræðu lokinni í n. d. var frumvarpinu vísað til mentamála- nefndar og hefir hún ekki ennþá lýst áliti sínu, en eftir því sem frést hef- ir hingað, er meiri hluti hennar frumvarpinu fylgjandi; eins munu allir norðan- og austan-þingmenn- irnir því fylgjandi, að undanskyld- um 2. þ. m. Skagf., Jóni á Reyni- stað. Vinir og fylgjendur frumvarpsins eru því vongóðir um að það nái fram að ganga á þinginu. oo Norski bankinn. Þess var getið fyrir nokkru hér í blaðinu, að fyrir Alþingi lægi frum- varp um stofnun nýs hlutabanka í Reykjavík. Flutningsmenn frumvarps- ins eru átta neðri-deildarþingmenn er tilheyra öllum flokkum. Eru þeir: Jakob Möller, Pétur Ottesen, Hákon J. Kristófersson, Þórarinn Jónsson, Þorleifur Guðmundsson, Benedikt Sveinsson, Einar Þorgilsson og Lár- us Helgason. Hefir frumvarpið feng- ið hinar beztu undirtektir í neðri deild, og eru mikil líkindi til að það komist í gegnum þingið. Frum- varpið fer fram á að ríkisstjórninni sé heimilað að veita bankanum ýms hlunnindi, en ríkissjóður á í staðinn að eiga hlutdeild í arði bankans. Helstu hlunnindin sem farið er fram á að bankanuin séu veitt, eru þessi: a. Bankanum skal heimilt að reka sparisjóðsstörf samkvæmt 4. gr. laga nr. 44., 3, nóv. 1915, og liafa rétt til þess að inn- kalla handhafa sparisjóðsbóka. b. Fé það sem lagt hefir verið í bankann, ásamt vöxtum, er undanskilið kyrsetningu og lög- haldi. c. Bankinn hefir sem handveðshafi rétt til þess að selja sjálfur veð- ið við opinbert uppboð. d. Bankinn er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og skött- um, hverju nafni sem nefnast, þar á meðal til ríkissjóðs og sveitarsjóðs eða annara stofnana. Ákvæðin um gjald það sem bank- anum beri að greiða ríkissjóði fyrir hlunnindin eru þessi: Frá ársarðinum dragist fyrst hæfi- leg fjárhæð til afskriftar af væntan- legu bankahúsi og innanstokksmun- um, þar næst beint áfallið tap bank- ans og síðast 15°/« af hlutafénu til varasjóðs og 5°/« til hluthafaarðs. En af því sem þá verður eftir, greið- ist ríkissjóði. 2'A0/« af fyrstu 50 þús. kr. 5°/o af öðrum 50 þús. kr. 7'/a0/o af þriðju 50 þús. kr. 10°/o af fjórðu 50 þús. kr. og 15°/o af því sem verður fram yfir 200 þús kr. Svo er til ætlast, að hlunnindin haldist fyrst um sinn þann tíma, sem nú er eftir af hlunnindatíma íslandsbanka, um c. 10 ára skeið Bækur bankans, ávísanir, skuldbind- ingar, sem útgefast af bankanum, eða í nafni hans, svo og skuld- bindingar, sem veita bankanum hand- veðsrétt, arðniiðar, hlutabréf bank- ans og framsöl þeirra, skulu undanþegin stimpilgjaldi. Allra þess- ara hlunninda verða einnig væntan- leg útbú bankans aðnjótandi. Skilyrðin sem hlunnindunum fylgja eru þessi: Hlutafé bankans má eigi vera minna en 2 milj. kr. og eigi meira en 6 milj. kr., og skulu að minsta kosti 55% hlutafjársins boð- in út innanlands í hálft ár eftir að lögin öðlast gildi. Meirihluti banka- stjórnarinnar séu íslendingar bú- settir á íslandi. Varnarþing og heim- ili bankans á að vera í Reykjavík. Ríkisstjórnin skipar einn af þremur endurskoðendum bankans. Bankinn skal jafnan hafa í auðseldum verð- bréfum, er ráðherra tekur gild, sem svarar 10°/o af sparisjóðsfé. Bank- inn má ekki lána fé gegn trygging- um í hlutabréfum sjálfs síns. Reikn- ingar bankans skulu birtir opinber- lega. Bankinn skal taka til starfa fyrir árslok 1924. Ráðuneytið getur sett bankanum frekari skilyrði í Ieyf- isbréfinu, ef þörf þykir, komi þau ekki í bága við lög þessi.l Greinargerðin fyrir frumvarpinu segir: Skylt frumvarpi þessu, um stofn- un þriðja bankans hér á landi, kom fram á Alþingi 1920, en varð ekki ráðið til lykta sakir tímaskorts, þótt frumvarpið hefði mikið fylgi. Ein- asta niótbára, sem þá kom fram, var sú, að hérverandi bankar væru fullkomlega einfærir um viðskiftin, þannig að ef þörf væri aukins veltu- fjár, gætu þeir auðveldlega aflað þess.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.