Íslendingur


Íslendingur - 08.06.1923, Page 1

Íslendingur - 08.06.1923, Page 1
Talsími 105, Ritstjóri: öunnl. Tr. Jónsson, Hafnarstræti 33. IX. árgangur. Akureyri, 8. júní 1923. 23. tölubl. A f r e k Alþingis. iii. (Niðurl.). Þess var getið í upp- hafi þessarar greinar, að nálega ekk- ert þeirra frumvarpa, sem miðaði í sparnaðaráttina, hefði náð fram að ganga á þinginu. Fjárlögin voru afgreidd með rúmlega 200 þúsund króna tekjuhalla, og fjáraukalög yfir- standandi árs auka útgjöldiii um góðar 100 þúsundir. Fjármálasaga þingsins er því ekkert sérlega fög- ur að þessu sinni, fremur en verið hefir hin síðari árin, og þó hefði þingmönnum vorum aldrei átt að vera það Ijósara en einmitt nú, að skattarnir liggja svo þungt á at- vinnuvegunum, að þeir eru að slig- ast undir, einkum og sér í iagi þó sjávarútvegurinn. Að landbúnaðin- um hefir þingið reynt að hlúa og ríkissjóðnum er íþyngt af þeim á- stæðum; jarðræktarlögin t. d. verða kostnaðarsöm, og þó ísl. efist ekki um, að gagn leiði af þeirn í fram- tíðinni, virðist blaðinu misráðið, að lögleiða þau að þessu sinni, er öll þjóðin væntist hins ítrasta sparnað- ar af þinginu, og fjárhagsleg við- reisn landsins er undir honum kom- in. Framfaramálin — sem liafa ærin útgjöld í för með sér, en engar tekjur fyr en seint og síðar meir — verða að bíða, þegar þjóðin stendur á fjárhagslegum glötunar- barmi! IV. Stjórnin átti í vök að verjast á þinginu. Eins og kunnugt er, mynd- aði Sigurður Eggerz stjórn sína í fyrra með samhjálp Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðismanna og féll alt í Ijúfa löð milli stjórnarinnar og Framsóknarflokksins á því þingi og þar til kom fram í þingbyrjun í ár; eftir það fór vináttan að slettast í kekki. Fyrst var það, að fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórninni — fjármálaráðherrann — hröklaðist úr henni við iítinn orðstír og svo urðu hinir ráðherrarnir svo meinlegir, að beita sér í ýmsum mikilsvarðandi málum gegn vilja og kröfum þess mannsins, er mestu vildi ráða í Framsóknarflokknum, Jónasar frá Hriflu. Átti forsætisráðherrann þar gamla vini, því meginið af flokkn- um eru gamlir Sjálfstæðismenn, og sveið Hriflumanninum sárt trygð þeirra við S. E., en fékk ekki við ráðið. En óþvegin orð fóru ekki ósjaldan í þingsalnum milli forsæt- isráðherrans og Jónasar; hafði sá fyrnefndi oftast betur í þeirri viður- eign. Sérstaklega var það rannsókn- in á íslandsbanka, sem þá greindi um, og hafði Jónas þar unnið flokk sinn á sveif með sér. En meiri hluti þingsins fylgdi þar forsætiar ráðherranum að málum og tillagan um skipun rannsóknarnefndar var feld. Aðrar árásatilraunir Hriflu- mannsins á banlcann voru einnig kveðnar niður. Við þessar ófarir óx gremja þingmannsins til forsæt- isráðherra, og mun hann hafa gert sitt ítrasta til þess, að ýms hin helztu áhugamál stjórnarinnar næðu ekki fram að ganga. Hinar fámennu leifar Sjálfstæðisflokksins voru stjórn- inni ekki heldur ætíð tryggar og hinir eiginlegu stjórnarandstæðingar — bandalagsmennirnir svokölluðu — áttu samleið með stjórninni í fá- um málum. Er því ekki að undra, þótt stjórnin fengi litlu afrekað og þingstörfin yrðu glundroðakend. Er sá atburður gerðist í þinglok- in, að einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins, Eiríkur frá Hæli, bar fram vantraustsyfirlýsingu á stjórnina, komst Framsóknarflokkur- inn í hin mestu vandræði. Þeir, sem fylgdu Hriflumanninum, vildu stjórnina, eða að minsta kosti for- sætisráðherrann, feiga, en meiri hluti flokksins vildi halda henni við völd. Afréð flokkurinn í þessum vand- ræðum sínum, að reyna að afgreiða málið með rökstuddri dagskrá, er hefði á sér hlutleysisblæ. Bar for- maður flokksins, Þorleifur Jónsson frá Hólum, hana fratn í þinginu og var hún svohljóðandi: »Með því að Alþingi hefir nú staðið nærfelt þrjá rnánuði, þing- lausnir ákveðnar og kosningar fyrir dyrum, finnur þingið ekki ástæðu til að afgreiða þessa tillögu og tek- ur þvt fyrir næsta mál á dagskrá«. Forsætisráðherrann lýsti því þá yfir, að ef dagskrá Framsóknar- flokksins yrði saniþykt, mundi hann að sjálfsögðu telja hana sem trausts- yfirlýsingu til stjórnarinnar. Þessi yfirlýsing frá stjórnarinnar hálfu kom Framsóknarflokknum í nýjan vanda, því eftir skilningi þeim, sem stjórn- in krafðist að lagður væri í dag- skártillöguna, var hún orðin að traustsyfirlýsingu til hennar frá Framsóknarflokknum. Flokkurinn sá sér þó ekki annað fært, en að halda sér að tillögu sinni og var hún samþykt með öllum atkvæðum flokksins, að Eiríks einu undan- skildu, og 5 atkvæðum Sjálfstæðis- manna, er stjórninni fylgdu jafnað- arlega að málum; bandalagsmenn greiddu ekki atkvæði, voru hlutlausir. Andstæðingarforsætisráðherransinn- an Framsóknarflokksins urðu þann- ig að »bíta í hið súra epli«, en þungt mun Hriflu-Jónasi hafa fallið, að gefa Sigurði Eggerz traustsyfir- lýsingu, eftir það, sem á undan var gengið, en hann sá þann kostinn vænstan, því annars hefði flokkur- inn tvímælalaust klofnað; vinir for- sætisráðherrans voru þar í meiri hluta og einbeíttir. Stjórnin gekk því sigri hrósandi af hólmi sem þingræðisstjórn, þótt henni auðnaðist ekki að færa björg í — þjóðarbúið. V. Þessari grein verður ekki lokið svo, að ekki sé minst á hinn háttv. 5. landk. þingm., Jónas Jónsson frá Hriflu, frekar en gert hefir verið hér að framan. Kemur hann mjög við sögu þingsins, þó afrekin séu fá önnur en þau, að hafa eytt tíma þingsins ölluin öðrum þingmönnum fremur að óþörfu, ekki einasta með stjórnlausri mælgi, heldur einnig með aragrúa af barnalegum og heiniskulegum frumvörpum og fyr- irspurnum, sem hann lét rigna yfir þingið seint og snemina. Mun alls hafa runnið frá honum tvær tylftir af frumvörpum og fyrirspurnum. En svo tóku samdeildarmenn hans lítið tillit tii hans, að öll frumvörpin voru strádrepin fyrir honunr, nema tvö smávægileg frumvörp, en þó varð að gerbíeyta þeim áður en þingið sæi sér fært, að láta þau frá sér fara. Flest hinna málanna tóku menn fremur í gamni en alvöru. Jafnvel flokksmenn hans í efri deild fylgdu honum sjaldnast allir að mál- um og stunduin stóð hann aleinn uppi. Voru menn yfirleitt sammála um, að hann væri freinur illa að sér í löggjafarstarfinu og kom jafnvel til orða, að skipa nýja fræðslunefnd til þess að kenna honum undirstöðu- atriðin. Meðal hinna dæmalausu frum- varpa þingmannsins má nefna nim breytingar á bannlögunum«, þar sem sektarákvæðin fyrir brot voru þanfi- ig, að ef menn hefðu kosið eða þurft að sitja af sér sektirnar, mundi mannsæfin ekki hafa endst til þess um sumar þeirra. Hefði frumvarpið orðið að lögum, gafst þeim, sem þreyttir voru orðnir á volki lífsins eða vildu fá sér áhyggjulausa eili- daga, ágætt tækifæri til þess að »eiga það náðugt« sem eftir var æfinnar upp á kostnað ríkissjóðs á einhverju gistihúsi hans við góðan viðurgerning og samfélagi skemti- legra lagsbræðra, því fremur mundi gestkvæmt réðu slík lög í landi, þar sem fleiri mundu kjósa að sitja af sér sekt fyrir bannlagabrot en borga hana, enda flestum um megn, sem kæmu undir ákvapði 2. gr., er var svohljóðandi: »Fyrir að verzla með áfengi skal sá er brotlegur verður, gjalda 200 kr. í sekt fyrir hvern líter af ólöglegu áfengi, sem fins í vörslum hans eða sannast að hann hafi selt. Auk þess skal hann gjalda í sekt fyrir hvert brot, er sannast, eins árs tekjur sínar, eins og gera má ráð fyrir, að þær hafi verið undanfarið ár.« Er nú hægt að hugsa sér öllu vitlausari ákvæði? Setjum nú svo, að það sannaðist á einhvern ólög- leg vínsala; hjá honurn fyndust t. d. 50 lítrar af áfengi og sannanir fengjust fyrir því, að hann hefði selt aðra 50 lítra, segjum 25 mönn- um, á mánaðartíma. Af þessum 100 lítrum yrði maðurinn að greiða 20,000 kr. í sekt, og fyrir söluna, sem talin yrði 25 brot, yrði hann að greiða jafnháa upphæð, ef tekj- Innilegar þakkir öilum þeim nær og fjær, sem sýndu mér sam- úð við fráfall ogjarðarför manns- ins míns, Sigurðar Sigurðssonar bóksala. Sérstaklega þakka eg Templurum fyrir góða aðstoð og vináttuþel auðsýnt hinum látna. Akureyri 6. júní 1923. Soffía Stefánsdóttir. ur mannsins hefðu numið 8000 kr. árið á undan. Að sitja af sér 40 þús. króna sekt tekur hálfan manns- aldur. Ef brotið væri svo stórvægi- legt, að lítrarnir, sem upptækir yrðu eða sannaðist að seldir liefðu verið, næmu þúsundum, tæki nokkrar aldir að sitja af sér sektirnar. Það má því með sanni segja, að þjóðin ís- lenzka hefir fengið í Hriflumannin- um löggjafa, sem gera mundi landið frægt, »víðfrœgt að endemum* fengi hann nokkru ráðið. Að rekja hér önnur frumvörp þessa þingmanns leyfir rúmið ekki að þessu sinni, en flest voru þau með sama markinu brend. T. d. vildi hann láta stofna ^Menningar- sjóð« af tekjum þeim, sem vínsala ríkisins gæfi af sér, en þingmenn kæfðu það frumvarpið í hlátri, því þá rak minni til annars »Menning- arsjóðs<í, sem Hriflumanninum var nákominn — meðan liann entist. Jónas lét svo og lætur, að hann vilji spara fé ríkisins. Með mælgi sinni, frumvörpum og fyrirspurna- mergð hefir hann orðið dýrasti þing- maðurinn og jafnframt sá óþarfasti. Hann er óróamaður, sem heldur við ófriði innanlands i>ok hirðir aldrei, þó landslýðurinn drepisk«. co Uppog niður. »Stefnan«. Rítstj. Verkamannsins hallmælir mjög Stefnunni hans Steins Emilssonar. Við því var að búast. Hún flettir hlffðar- laust ofan af villukenningum þeim, sem heillað hafa ritstjóra Verkamanns- ins, og hanu hefir síðan í smáskömt- um verið að miðla lesendum sínum Og að hann sé hræddur við áhrif hennar sést af því, að hann skorar á hina hreintrúuðu lesendur sína að kaupa hana ekki frainvegis. Slík ráð tnundi ritstj. Vm. ekki gefa, stæði hon- um á sama. Aðdróttanirnar til Steins eru ómaklegar. Hann er maður bráð- gáfaður og vel mentaður, sjálfstæður f skoðunum og áhugasamur um lands- mál. Framsóknarflokkurfnn. Rdstj. ísl. var kominn á þá skoðun, að Frattisóknarflokkurinn væri orðinn samfeldur og harðsnúinn flokkur með ákveðna stefnu og markaðan bás á

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.