Íslendingur


Íslendingur - 20.07.1923, Side 1

Íslendingur - 20.07.1923, Side 1
Talsími 105, Rjtstjóri; Ounní. Tr. Jönsson. GUR Hafnarstræti 33. IX. árgangur. Akureyri, 20. júlí 1923. 30. tölubl. Kyrstaða og framsókn. Landskjörni þingmaðurinn, sá 5. í röðinni, herra Jónas Jónsson frá Hriflu, fór mörgum orðum á lands- málafundinum hér 5. þ. m. um and- stöðurnar tvær: — kyrstöðu ogfram- sókn — er háð hefðu hólmgöngu á síðasta þingi, og var það flokkur þingmannsins, eða Framsóknarflokk- urinn, er hélt fána framsóknarinnar á lofti, en »samkepnismenn« þings- ins voru undir fána kyrstöðunnar, að því er þessum virðulega þing- manni sagðist frá. Þetta er ekki fjarri sannleikanum\ Sami þingmaður sagði einnig, að fjárhagur hins íslenzka ríkis væri svo hörmulegur, að gjaldþrot væri yfirvofandi, ef ekki yrði ráðin bót á fjármálastjórn landsins hið bráðasta. Þetta mun lieldur ekki fjarri sann- leikanum ! Nú ætti það að vera lýðum Ijóst, að þegar fjárhagurinn er slæmur — jafnslæmur og þessi þingmaður lýsir honum — þá verður að gæta hins ýtrasta sparnaðar á þjóðarbúinu, skera við nögl sér hverja fjárveitingu og varast að byrja á nokkrum þeim framkvæmdum, er leiða til stærri út- gjalda, sem með nokkru mögulegu móti geta beðið. Með þessu einu móti er hægt að rétta fjárhaginn við, því um aukna skatta á þjóðinaget- ur ekki verið að tala, þeir eru nógu þungbærir fyrir. Bruðlunarmennirnir á þingi eru óheillamenn, þegar þröng er í búi, — sparnaðarmennirnir bjarg- vættir þjóðarbúsins. — Þetta hefir landskjörni þingmaðurinn frá Hriflu viðurkent með ótvíræðum orðum í Tímanum en gleymt að breyta eftir því í þingsalnum. Jónas frá Hriflu v^r langsamlega bruðlunarsamasti þingniaðurinn á rík- isfé er sæti átti á síðasta þingi, gekk hann svo langt í þá áttina, að hann vildi taka um 800,000 kr. af tekjum ríkissjóðs og verja til vísinda, lista og íþrótta. Hefir aldrei í allri þing- sögu þjóðar vorrar önnur eins óvita bruðlun verið fyrirhuguð og er þetta gott dæmi af einlægni þingmanns- ins í fjárhags-viðreisninni. Hér er átt við »Menningarsjóðs-frumvarp« þingmannsins. Var efni þess, að alt það fje, sem ríkissjóði áskotnað- ist fyrir áfengi, tollar, sala og sektir, rynni í svonefndan Menningarsjóð íslands, en hann yrði síðan til styrkt- ar vísindum, listum og íþróttum. Vín- fangatollurinn einn nemur nærfelt 400 þús. krónum og aðrar tekju- lindir ríkissjóðs af. áfenginu munu álíka. Að svifta ríkissjóð þessum tekjum, þegar fjárhagurinn væri upp á það bezta, væri vítavert, en eins og nú er ástatt gengur það brjál- 'semi næst að láta sér slíkt til hug- ar koma. Auðvitað var frumvarpið drepið, en viðleitni hr. lónasar var hin sama fyrir því. Þá vildi Hriflumaðurinn og liðs- menn hans flestir koma á fót dýrum skólum, byggja strandvarnarskip, loftskeytastöðvar o. fl. Sumt í raun- inni þarfa fyrirtæki, en ekki bráð- nauðsynleg og gátu vel beðið þang- að til betur búnaðist. Kyrstöðu- mennirnir kusu biðina, ríkisfjárhirzl- an því nær tóm og óráð í þeirra augum að fara að taka ný lán til slíkra framkvæmda, skuldirnar nóg- ar fyrir, þótt ekki væri á þær bætt með nýjuni Iántökum. Jónasar-liðar víttu þessa varfærni og töldu hana þröskuld fyrir þörfum framförum, og um það glamra þeir enn þá, en foringinn þó hæst. Nú er fjárhag ríkisins þannig komið, að ríkissjóður getur naum- ast greilt lauti starfsmanna ríkisins, og þær helztu skyldukvaðir er á honum hvíla. Liggur jafnvel við borð að hætta verði við ýms verk- leg fyrirtæki, sem þegar er byrjað á, vegn fjárskorts, svo sem t. d. Flóa- áveituna og Eyjafjarðarbrúna, — það er þá aðeins með nýjum lánum, setn kleift verður að halda verkinu áfram, — ríkissjóðurinn er' fjaraður út! Að byrjað verði á nýjum verkieg- um fyrirtækjum, þótt fjárveitingar séu fyrir frá þingsins hendi, er harla ólíklegt, t. d. mun bygging alþýðu- skólans þingeyska verða að bíða þar til betur búnast. Landskjörni þingmaðurinn frá Hriflu ætti því að hægja á sjer með hrakyrðin í garð kyrstöðumannanna. feir hafa séð betur enn hann og hans liðar í hvaða ófærur komið væri, og að hin einu bjargráð liggja uni sparnaðarveginn. Kyrstaða er leiðinleg, því er síst að neita, en hún er nauðsynleg, þegar svo er ástatt, sem nú er, að framsóknarskeiðið liggur að glötunarbarminuin og — fram af honum, ef ekki er tekið í taumana, áður en það er um seinan! Kosningar eru nú fyrir dyrum! Aldrei hefir þjóðinni riðið meira á því en nú, að fá gætna og íhalds- sama menn inn á þingið, undir því er hin fjárhagslega viðreisn ríkisins komin. Að trúa þeim mönnum fyrir fjárhagsmálum ríkisins, sem hafa með undanfarandi framkomu sinni sýnt sig bruðlunarsamaerþað hættu- spil, sem þjóðin niá ekki voga. Nú hefir landskjörni þingmaðurinn frá Hriflu sýnt sig bruðlunarsamasta þingmanninn, er sat á síðasta þingi. Hann á þar sæti um nokkur ár enn þá. Hann er foringi flokks — Fram- sóknarflokksins — og hefir vitanlega mikið að segja um alt ráð flokks- ins, og eru því líkurnar, að liðs- mennirnir, að minsta kosti hinir tal- hlýðnari, hallist á bruðlunarsveifina með honurn. Jónas hefir sjálfur ó- tvírætt gefið í skyn að svo muni verða. »Framsókn« hans er eyðslu- söm, ef hún fær nokkru til vegar komið — og nú ofan á alt annað vill hún járnbraut! »Kyrstaðan« aft- ur á móti vill bíða með framkvæmd- irnar meðan »tómahljóð er í skúff- unni« og safna í fjárhirzluna til þess að geta grynt á skuldunum. Andstöðurnar eru skýrar og ótví- ræðar, en á hvora sveifina hallast þjóðin? eo Uppog niður. Kaupdeilur. Gengið hefir t nokkru þjarki und- anfarið urn ráðningu manna á síldveiði- skipín. Vildu hásetar og vélstjórar hafa hin sömu launakjör og í fyrra, en tátgerðarmenn lækka kaupgjald beggja að nokkru. Hásetunum buðu þeir 225 kr. uin mánuðinn og 5 aura premíu, í stað 250 kr. og 5 aura premíu, sem þeir guldu alment í fyrra. Voru útgerðarmenn allir satnmála um að bjóða þessi kjör og eru það því ó- saunindi hjá »Alþýðublaðinu«, er það segir, að Asgeir Pétursson hafi einn allra útgerðarmannanna norðlenzku lialdið kauplækkuninni fram en hinir sig við að gjafda sarna kaup og í fyrra. Út- gerðarmanuafélagið var sem einn mað- ur í þessum efnutn, og var aðsóknin svo tnikil að síðustu um skiprútn, rneð þeim kjörum sem félagið bauð, að 3 og 4 buðust fyrir hvern einn. AFtur gekk ráðning vélstjóranna í meiru stimabraki. Buðu útgerðarmenn þeim 400 kr. á mánuði og 5 aura premíu eða 300 kr. og 10 aura premíu, en vélstjórar heimtuðu 350 kr. og 10 aura prenu'u eða 300 kr. og 15 aura premíu. í fyrra var kaupgjald þéirra 400 kr. á mánuði og 10 aura premfa eða 350 kr. og 15 aura premía. Stóð í þjarki í nokkra daga og varð endirinn sá, að meirihluti vélstjóranna gekk að boðum útgerðarmanna, en þeir óáuægðu leigðu sér sjálfir skip í félagi við þá Hjaltalínsbræður, Friðrik og Steindór, og gera það út á sfld- veiði. Skipin eru nú flestöll farin á veiðar. Kaupdeilunum syðra, sem getið var utn í blaðinu, lauk svo, að hásetar fóru á skipin án ákveðins kaupgjalds, skyldi gerðadómur ákveða kaupið og gengust báðir málsaðilar undir að hlýta þeim úrskurði. Aðeins 5 togarar munu koma að sunnan á veiðar að þessu sinni. Afneitun. »Dagur« segir að Björn Ltndal hafi afneitað íslendingi og flokki þeim, er að honttm stendur, á landsmálafundínum 5. júlí. Petta eru »Dags* sannindi eÖa með öðrum orðum helber uppspuni. Falskir pappírar. »Dagur« segir að skjólstæðingar Morgunblaðsins séu farnir »að gefa út falska pappíra í stjórnmálum, til að villa heimildir á sér,« Vill hinn prúð- mannlegi og orðvari ritstj. »Dags« gera frekari grein þessara orða sinna, ef hann þorir? Innilegustu þakkir til allra, er sýndu samúðarfulla hluttekningu við lát niinnar elskulegu konu, og heiðruðu jarðarför hennar með nærveru sinni. Akureyri 19. júlí 1923. Anton Ásgrímsson. • Undarlegt var það með tíkina.« »Dagur« segir: »Kaupmenn bæjar- ins sumir hafa látið snata sinn spor- léttan og nasvísan, fara um bæinn með áskorunarskjal til undirskrifta, þar sem skorað er á B. L. að gefa kost á sér til þingmensku á næsta hausti.* Því getur ekki ritstjórinn einnig um »Sam- baudsfleðrut, sem litla bandalagið sendi útaf örkinni í Magnúsarerindum. Var hún kanske of nákomin’ ritstjóranum til þess að á hana væri minst í Degi. »Ritfalsarar«. Kitstj. »Dags« kallaði þá Guðm. skáld Friðjónsson og ritstj. ísl. ritfals- ara fyrir skömmu í blaði sínu. Nú í 30. tbl. skýrir hann svo fyrir lesend- um sínurn hvað hann meini með rit- fölsun og sé það »að vikja við, fella úr eða rangfæra á annan hátt tilvitn- uð orð.« Krefst síðan þessi virðulegi ritstjóri, að ritstj. fsl. geri grein fyrir því hvar og hvenær hann, Dagsritstjór- inn sjálfur, hafi gert sig sekan um slíkar syndir, Pó nú að ritstj. ísl. muni ekki eftir að hann hafi kallað ritstj. Dags ritfalsara (þesskonar nöfn hefir hinn prúði Dagsritstjóri einka- rétt á) vill hann benda honum á, að allar þessar syndir má finna hjá hon- um í svörum hans til B. K., Einars frá Stokkahlöðum og B. L. sumarið og haustið 1921 er berserksgangurinn var sem méstur á honum, og sjálfsagt oftar. Annars spáir ritstj. ísl. svo hug- ur um, að Guðmundur skáld á Sandi muni ekki liggja orðlaus undir rit- falsaranafninu, þótt ritstj. ísl. af góð- mensku sinni fari ekki lengra útí þá sálma, enda liggur honum í léttu rúmi hvaða nöfnum Dagsritstjórinn þóknast að kalla hann í blaði sfnu. 03 Vörusýnlng Noregs 1923. Hin þriðja vörusýning Noregs (Nor- egs Varemesse) verður haldin í Krist- janíu vikuna 2. september n. k. Und- anfarandi sýningar hafa verið sóttar af milli 70 — 80 þús. manns, þar á meðal fjölda útlendra kaupsýslumanna, þvi ekkeit gefur jafn gott tækifæri til að kynnast norskum vörum og norskri framleiðslu sem þessar sýningar, þar sem því nær atlar framleiðslu- og iðnaðrvörur landsins eru sýndar. íslenzkir kaupsýslumenn rnundu að sjálfsögðu hafa hag af að sækja sýn- inguna. cc

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.