Íslendingur


Íslendingur - 20.07.1923, Side 2

Íslendingur - 20.07.1923, Side 2
2 ÍSLEísDINGUR. Fyrirliggjandi: STUFASIRZ mjög fjölbreytt úrval. Islandsbanki. í tilefni af umræðum þeim, er nú undanfarið hafa orðið, bæði utanþings og innan, og þó sérstaklega á Aiþingi, um þörfina á þvf, að skipa nefnd til þess enn á ný að rannsaka hag ís- landsbanka, skal bankastjórninn leyfa sér að leiða athygli almennings að því, sem hér skal greina, og jafnframt lýsa yfir því, sem segir hér á eftir: Samkvæmt ráðstöfun Alþingis 1921 og sfðar gefnu samþykki hluthafa bankans, var skipuð nefnd til þess að rannsaka allan hag íslandsbanka og meta til peninga hlutabréf hans. í þessari nefnd áttu sæti fyrir hönd Al- þingis: bankastjóri Björn Krisljánsson og hagstofustjóri Rorsteinti Rorsteins- son, fyrir hönd bankans: útgerðarm. Ágúst Flygenring og kaupmaður Ólaf- ur Benjamínsson, en sem oddamann í nefndinni útnefndi hæstiréttur Islands prófessor Eirík Briem. Allir eru þess- ir menn þektir meira og minna um alt land, svo það er óþarfi hér að lýsa kostum þeirra eða hæfileikum til að leysa samvizkusamlega og rétti- Iega af hendi það starf, sem þeim var hér falið. Ró getum vér eigi varist að benda á, að framangreindir nefnd- armenn, er einmitt þektir að því, að vera sérsfaklega gætnir og varir um sig í öllum fjármálum og þannig búnir þeim hæfileikum, setn benda t þá átt, að búast mátti fremur við fullströngu en vægu mati á blutabréfum bankans. Enginn hinna tilgreindu nefndar- manna var neinunr skuldabönduin bundinn við bankann að það gæti haft nein áhrif á matið, flestir þeiira höfðu alls engin skuldaskifti sjálfra sín vegna við bankann og aðeins einn þeirra var gamall og nýr viðskiftavinur. Oss er að ölln þessu athuguðu ger- samlega óskiljanlegt hvað það ætti að vera sem nú, ári siðar en maisnefnd- in lauk störfum, gerði það nauðsyn- legt, að láta fara fram nýja rannsókn á öllum hag bankans, netna ef bank- inn hefði síðan nefndin lauk störfum sínum veitt einhver stór lán, sem hefðu bakað eða ætla mætti að mundu baka bankanum stórtjón, og skal því fljótt svarað, að bankastjórnin neitar því gersamlega að nokkur slík lán hafi verið veitt í bankanum, enda hefir enginn þeirra manna, sem hafa verið að fitja upp á nýrri rannsókn, drepið á neitt slíkt. Vér getum nú í raun og veru látið hér staðar numið, en vegna almenn- ings, sem ætti að fá sem sannastar skýrslur um þetta mál, þá virðist oss rétt að skýra öllum almenningi frá því, hvernig vér álítum hag bankans nú komið, eftir því sem vér vitum sarin- ast og réttast. Matsnefndin mat tap bankans í árs- lok 1921 kr. 6.613.658.00. Til þess að standast þetta tap hefir bankinn Iagt til hliðar: Allan ársarð bankans 1921 .... kr. 2.206.270.81 Frá varasjóði . . — 1.687.000.00 Borgað upp í áður — 2.093.30 Kr. 3.895.364.11 Af ársarði 1922 legg- ur bankaráð og banka- stjórn til við aðal- fund 7. þ. m. að lagt verði til hliðar kr. 1.157.048.89 Hér við bætist svo varasjóður bankans í árslok 1921 , . - 2.313.015.03 Væritanleg auknirig varasjóðs af ársarði 1922 - 32.391.28 Kr. 7.397.819.31 Hið áætlaða tap var — 6.613.658.00 Mismunur ... — 784.161.31 Eftir þessum tölum á því barikinn óslcert alt hlutafé sitt 4'/2 milj. kr. og að auki kr. 784.161.31, eða með öðr- um orðum rúmlega 172/s°/o af hluta- fénu. Retta verður þá niðurstaðan þó mat matsnefndarinnar sé að öllu leyti lagt til grundvallar þegar dætna á um hag bankans. En þegar matsnefndin var að Ijúka störfum sínum taldi þáver- andi bankastjórn ástæðu til að mót- mæla sérstaklega tveimur atriðum í matsgerðinni og skulurn vér í sam- bandi við framanritað, leyfa osi> að skýra nánar frá þeim ágrekiiiigi. Eins og kunnugt er, fékk bankinn af enska ríkisláninu fiá 1921 upphæð, sem nam 280 þús. sterlingspundum. Lán þetta á að greiðast með vaxandi afborgunum eins og veðdeddarlán á 30 árum; 1. alborgun er 1. sept. 1923. Byrði bankans af þessu láni er því komin undir því, hvert verður gengi sterlingspunda í ísierizkum kr. að meðaltali í næí.tu 30 ár. En mats- nefndin tók ekkeit tillit til þess, að lánið er 30 ára lán, og taldi það bankanum til skuldar, alveg eins og skuldbindingar, sem voru gjaldkræfar strax, og gerði matið á þeim grund- velli, að bankinn þyrfti að afborga alt lánið með því sterlingspundagengi, sem var, þegar matið tór frani, eða með 27 kr. hvert sterlingspund. Banka- stjórnin taldi matsnefndina vera altof stranga í þessu tilliti oghélt því fram, að hér ætti að leggja til grundvallar áætlað meðalgengi sterlingspunda hér næstu 30 ár, sem hlyti að teljast miklu lægra en 27 ísl. kr. hvert sterl- ingspund. Að bankastjórnin hafi ekki staðið ein uppi með þessa skoðun, sést á þvi, að á Alþingi í fyrra áætl- aði þáverandi fjármálaráðherra að rik- ið þyrfti ekki að endurborga sinn hluta af þessu sama enska láni með hærra gengi en 20 kr. hvert sterlingspund að meðaltali. En með framangreindri matsaðferð komst matsnefndin að þeirri niðurstöðu, að fram yfir þá upphæð, sem enska lánið var bókfært í bank- anum, þyrfti hann að borga kr. 1,432,- 843,00, og er sú upphæð innifalin í ofangreindii upphæð kr. 6,613,658,00. Þessi eini liður munar hvorki meiru né minna en 31 °/o af hlutafé bankans (4j/2 milj.), og þar sem nefndin mat hlutabréfin 91°/o af nafnverði, þá hefði hún orðið að meta þau 122°/o, ef hún hefði slept að tnela tap á þess- um lið. Hitt ágreiningsatriðið var fólgið í því, að nefndin vildi ekki meta batik- anum í hag neinn gengismun á gulli því, sem bankinn á í dollurum og Norðurlaiida-krónum, og bar nefndin það fyrir sig, að samkvæn t 3. gr. laga, 31. maí 1921, er bankinn skyld- ur til að selja ríkissjóði gullið'»með nafnverði.« Bankastjórnin þáverandi hélt því aftur á móti fratn, að »nafn- verð» t. d. gulldoliars væri 1 dollar og ætti að borgast af ríkisstjórninni ef til kæmi með jafnmörgum fsl. kr., sem gengið á dollar á hverjum tíma segði til um, en hins vegar ætti bank- inn ekki rélt á að fá sjálft guilverðið fyrir dollarinn, ef það væri hærra en ákvæðisverð myntarinnar. En gengis- niunur þessi á gullforðanum nam ca. 1 milj. kr. eða ca. 22°/o af hluta'é bankans. Af þessu sést, að ef matsnefndin hefði viljað fallast á skoðanir bauka- stjórnarinnar um þessi tvö ágreinings- atriði, þá hefði rnatsverð hlutabréfa bankans orðið 144°/o, eða með öðr- uin orðum hverjar 100 kr. í hlutafé taldar 144 kr. viiði. Vér höfum viljað vekja athygli á þessum framangreindu tveimur ágrein- ingsatriðum milli matsnefndarinnar og bankastjórnaiinnar, sakir þess, hve mikihverð þau eru, til þess að gefa mönnum kost á að mynda sér skoðun um þessi alriði. Þó viljum vér sér- staklega benda á, að því er geugis- rnuninn á enska láninu sneitir, að hvernig sem á það mál er litið, þá er þess að gæta, að hver svo sem sá gengismunur kyntii að verða, þá skift- ist hann niður á 30 ár og gæti vænt- anlega tekist aí árlegum tekjunr bank- ans, án þess að telja þurfi hann (il frá- dráttar á varasjóði, hlutafé eða öðrum eignum bankans eins og matsnefndin gerði. Til þess fyrirfram að taka fyrir allan misskilning eða rangfærslur út af þess- ari skýrslu, skulum vér að lokum geta þess, að þótt vér lítum svo á, sern að oían greinir urn hag bankans, þá viljunr vér eigi að orð vor séu skilin svo, sem að vér álítuni að fjárhags- erfiðleikar þeir, sem verið hafa hér í landi undanfarin ár, sjeu nú um garð gengnir. Það er þvert á nróti sam- hljóða álit vor allra, að það þurfi að neyta allrar orku og viðhafa alla hugs- anlega sparseini til þess að landið geti unnið bug á þeim örðugleikum, sem enn eru fyrir hendi. Reykjavík 2. júlí 1923. Stjórn íslandsbanka. Eggert Claessen. Oddur Hermannsson. J. B. Waage. 03 Hljómleikar herra Kurt Háesers. Það hefir áður hér í blaðiuu, og sömuleiðis f hinum blöðum bæjarins, verið minnst á hljómleika Klaver- snillingsins heria K. Háesers, og það með maklegu lofi, eins og sá lista- maður á skilið. Hefir það verið mér og öðrum músikvinum ánægjuefni í þau 3 skifti, sem hann hefir látið til sín heyra, — að sjá hve bæjarbúar hafa verið samtaka um að fagna þessum nýja músik-gesti vorum, og sýna honum virðing sína, með því að mæta svo fjölmennir til að hlýða á hljómleika hans, sem öllum áheyr- endum mun vafalaust hafa þótt unun að. — Leikskráin yfir 3. hljómleik hans, er hann hélt sunnudsgskvöldið þ. 3. þ. m., var óvenjulega innihalds- rík, samansett af ágætis tónverkum eftir þá tónsnillingana: Bach, Beet- hoven, Chopin, Rachmaninoff og Liszt. — Vil eg fyrst í röð nefna *Chacoune« eftir Bach, er sá gamli meistari upprutialega samdi fyrir fiðlu- solo eingöngu, (án fylgiradda), en seni er útsett fyrir Piano konsertleik eftir hinn nafnkunna tónfræðing Fer Busoni í Berlín. Um það tónverk er það eitt að segja, að manui dylst eigi, að það sé samansett af miklum andans mönnum í greininni svo auðgert er það af listfengi og fjölbreytni með sínum »Basso Ostinato«. — Sonata Beethovens Op. 53. í C-Dur með sín- utn ágæta Adagio-kafla, hefir eins og alt sem þekkist eftir þann fræga höf- und, mikið listagildi. — 3. liður á skráuni var samsettur af hinum smærri, en ávalt smekklegu verkum eftir Fr. Chopin, öll með þeim sérkennilega og angurblíða blæ, er auðkendi það merka tóriskáld. — í 4. og siðasta flokki var Rach- maninoffs nafnkunna »Preludo& í Cis-moll, fingraþraut mikil, þar sem nokkur hluti hennar er skráður á fjór- settar nótnalínur (nfl. 2 líhur fyrir hvora hendi um s'g); og því erfitt viðfangsefni fyrir aðra en þá, sem eru komnir svo langt á leið í fingralistinni. Síðasta nútner hljómleiksins var »Tarantella«* eltir Franz Liszt, sprikl- andi af fjöri í sinum 6/s Takt, eins og öll samnefnd tónslykki nærri ætíð eru skráð (sjaidnar 3/s F.). Taran- tella-háttur er altaf í miklu nppáhaldi hjá tónskáldum, og nota þeir 'nann því mikið, til að semja undir honutn hin fjörmiklu Solo-stykki sín fyrir »Klaver,« fiðlu, »Cello« o. s. frv. — Nafnið sjálft (»TaranteIla«) ber mönn- um eigi saman um hvaðan eigi upp- tök sín. — Suinir álíta, að það sé dregið at ítalska bænum Taronto; en aftur aðrir, að það sé komið af orð- inu: Taran- »tola«, sem er nafn á konguló-tegund þeirri, er menn ætl- uðu að væri eitruð, og átti fólk, setn varð fyrir bíti hennar, að gerast örvita og tryllast til dansleiks. Læknaðist þessi sýki aðeins með því, að mann- eskjan dansaði viðstöðulaust, þar til hún lá algerlega örmagna af þreytu, og svitanum gat slegið út utn líkamann. Af því óvenjuléga mikið er um dans- leiki hérna hjá okkur á Akureyri, þá befir mér í sambaiidi við þetla stund- um dottið í hug, svona í einfeldni minni, hvort vera kynni eitthvert það skorkvikindi á ferðinni hér í bæ, er með líkum hætti andaði írá sér ein- hverri þessháttar »dansleikabakteríu« í fólkið virðist að svo geti verið eigi ólíklegra en margt annað, sem er svo undarlegt í náttúrunnar ríki. Pví miður vantar oss íslendinga svo tilfinnanlega mentun í hinni miklu tónlistagrein, til þess í byrjun að geta skilið og haft hið tilætlaða gagn af hinum stærri hlutverkum hljómlistar- innar þar eð sú fræðsla eigi getur fengist nerna með sérstöku uppeldi frá hinu smærsta til hins slærsta í greininni, sem er svo afar fjölbreytileg. — Pað er heldur eigi að undra, þótt vér enn séum fávísir í þeirri mcut, þar sem vér alt til þessa höfuin engan tón- listaskóla átt í landinu. — Pað * ) Suðurítalskur dans.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.