Íslendingur - 03.08.1923, Qupperneq 1
IX. árgangur.
Akureyri, 3. ágúst 1923.
32. tölubl.
E66ERT LAXDAL
KAUPMAÐUR
R. A F DBR. og HINNI ÍSLENZKU FÁLKAORÐU.
FÆDDUR 8. FEBRÚAR 1 846 — DÁINN 1. Á6ÚST 1 923.
Einn af elztu og merkustu borgurum þessa bæjar, Eggert
Laxdal fyrv. kaupmaður, andaðist aðfaranótt 1. þ. m. að heimili
sínu hér í bænum. Hann hafði gengið til hvíldar um kvöldið al-
hress, en fjekk hjartaslag skömmu eftir miðnætti og kl. tæplega
2 var hann látinn.
Eggert Laxdal var fæddur á Akureyri 8. febrúar 1846 og var
því 77 ára og tæpra 5 mánaða, er hann lézt. Foreldrar hans voru
merkishjónin G’rímur Laxdal og Hlaðgerður Fórðardóttir. Ólst
Eggert upp hjá þeim til fernringaraldurs og gekk á barnaskóla
Akureyrar, er þá var stjórnað af cand. theol. Jóhannesi Halldórs-
syni. Fanst honum mikið til um gáfur og skarpleik drengsins,
en þótti hann nokkuð baldinn og óstýrilátur, og eru ýmsar sagnir
um viðureign hans og skólastjóra ennþá við líði. Vildi Eggert
ógjarnan láta hlut sinn fyr en komið var í fulla hnefana, og auð-
kendi sá eiginleiki E. L. jafnan síðan.
Úr foreldrahúsum fór E. L. 14 ára og varð þá skrifari hjá
merkismanninum Forsteini Daníelssyni á Skipalóni, er þá hafði
Vaðlaumboð með liöndum. Var E. L. hjá honupr í tvö ár og
annaðist reikningsstörf umboðsins. Hafði E. L. þá náð mjög
góðri rithönd og var hann síðan um langt skeið talinn listfeng-
astur skrifari á Norðurlandi. Sextán ára gekk E. L. í þjónustu
Gudmannsverzl. á Akureyri og starfaði þar samfleytt í 40 ár. For-
stjóri hennar varð hann 1874 og hélt því starfi til 1902, að hann
sagði því starfi af sér. Rak því næst um nokkur ár verzlun fyrir
eigin reikning, cn seldi hana ásamt húseignum sínum verzluninni
«Edinborg« 1908 og hætti þá verzlun. Hann hafði þá í allmörg
ár verið afgreiðslumaður Sameinaða gufuskipafélagsins; hélt hann
þeim starfa áfram eftir að hann hætti verzlun, þar til haustið 1921.
Laxdal gengdi fjölda af öðrum opinberum störfum á Akur-
eyri. 1876 var hann kosinn þar í bæjarstjórn og átti þar sæti
rúman aldarfjórðung. Formaður í »Ábyrgðarfélagi Eyfirðinga« var
hann í 14 ár. Hann var einn af stofnendum »Sparisjóðs Akur-
eyrar«, og var varaformaður hans frá upphafi og þar til að ís-
landsbanki tók við sjóðnum 1905. Gæzlustjóri við íslandsbanka
var hann frá þeim tíma til ársins 1921, eða um 16 ár. í öllum
hinum margbrotnu störfum sínum sýndi Laxdal frábæran dugnað
og samvizkusemi. Landbúnaður og sjávarútgerð fóru heldur ekki
varhluta af atorku og framsókn E. L. Má telja liann einn helzta
frömuð þess, hve síldveiðar eru mikið stundaðar hér norðanlands.
Var hann um langt skeið óþreytandi við að reyna ýmsar nýjar
veiðiaðferðir og brjóta ísinn í þeim efnum; einnig lét hann og
stunda þorskveiði og hákarlaveiðar um mörg ár og veitti fjölda
manna atvinnu við það. Sú grein, landbúnaðarins er E. L. stund-
aði aðallega, var kartöfluræktin, og mun hann hafa verið mesti
kartöfluræktarmaður á landinu um langt skeið. 1907 sæmdi kon-
ungur vor hann riddarakrossi Dannebrogsorðunnar, og í fyrra
haust var hann gerður að riddara Fálkaorðunnar íslenzku í við-
urkenningarskyni fyrir dugnað sinn og atorku.
Landsmál lét Laxdal sig miklu skifta og hafði á þeim brenn-
andi áhuga. Hann fylgdi Heimastjórnarmönnum eindregið að mál-
um eftir að sá flokkur myndaðist, og var Hannes Hafstein öllum
síðari tíma stjórnmálamönnum vorum fremri í hans augum. Þegar
stjórnmáladeilurnar voru í algleymingi, bæði utan þings og innan,
munu fáir hafa verið vígglaðari en E. Laxdal, hin pólitíska orrahríð
var yndi lians og áhugi. Hann var bardagamaður sjálfur og Ieidd-
ist friðutinn. Eess vegna sagði hann eitt sinn á landsmálafundi
hér á Akureyri, er nokkrir þingmenn voru viðstaddir, og höfðu
allir verið þvínær satnmála í ræðum sínum, »að hann gæfi lítið
fyrir Alþingi, ef allir sætu þar í sátt og samlyndi«, og satt er það,
dauft yrði yfir þingi þjóðar vorrar, ef þannig væri þar ástatt.
Eggert Laxdal kvæntist 18. september 1875 ungfrú Rannveigu
Hallgrímsdóttur hreppstjóra Tómassonar á Grund. Var hún hin
mesta ágætiskona og voru samfarir þeirra hinar beztu. Var heim-
ili þeirra viðbrugðið fyrir rausn og höfðingsskap. Konu sína misti
Laxdal 20. maí 1906 eftir langvarandi heilsuleysi. Pau áttu saman
þrjú börn og komst aðeins eitt þeirra til fullorðinsára, Bernhard
cand. phil., ritstjóri »Gjallarhorns«, en hann andaðist 28áragam-
all 2. jan. 1905. Sonur hans er Eggert listmálari, alinn upp af afa
sínum. Kjördóttur áttu þau hjón og er hún á lífi, frú Hulda,
kona Jónatans Porsteinssonar heildsala í Reykjavík.
Eggert Laxdal var maður í hærra meðallagi á vöxt, knáleg-
ur á velli langt fram eftir aldri, og þótti hið mesta hraustmenni
á yngri árum. Örgeðja var hann í lund, en manna hreinlyndast-
ur. Hjálpsamur og brjóstgóður við þá, er bágt áttu, svo höfðings-
háttur hans varð víðkunnur og vinfesti hans og trygglyndi þeim,
er hann kaus sér til vina. í viðræðum var hann skemtinn og
fjörugur, en kappgjarn. Manna var hann fróðastur og mentur vel
Lífið var honum oft mótdrægt og þungur harmur var oftlega
að honum kveðinn, en enginn sá honum bregða, þótt hjartanu
blæddi und og hárin hvítnuðu.
Með Eggert Laxdal er til grafar genginn íslenzkur höfðingi
og hetja og rnunu Akureyringar geyma minningu hans með hlý-
hug og virðingu um langan aldur.
»Norðar og norðar
nornir kveða
oss til útlegðar
alla daga;
en sunnar og sunnar
til sólar-stranda
leiða oss’ að lokum
Ijósálfar guðs.«