Íslendingur - 18.01.1924, Blaðsíða 2
2
ISLENDINGUR
BÓLU-HJÁLMAR.
Guðir mildu gefa eitt sinn vildu
göfgri þjóð, sem komin var frá Óðni,
andans snilling, er hún mætti hylla,
efldan þori, spámann goðum borinn.
Gæddu’ hann listagáfu á stígi fyrsta,
glöggum skilning, dirfsku og föstum vilja,
andagift og öllu’, er huga lyftir,
orðsnild, speki, trú og sálarþreki.
Fyr en brottu færi, sjálfur drottinn
fékk honum staf, með Iist, er á var grafið
lífsins raka rúnamálið spaka,
ragnaspjall, er eld af himni kallar.
Bauð, hann skyldi brögum yrkis-snildar,
brýna þjóð og fylla hetjumóði,
óðs á strengi Ieika hátt og Iengi,
líf og þrek í dofnu brjósti vekja.
Pannig gerður þreki lífs til ferðar,
þá var andi skálds frá guða-landi
ofan sendur alföðurs af hendi
íslands til, en þá var sorta-bylur.
Af því viltist, illum vættum hyltur
og svo varð, að dvelja’ á svala-barði,
búa’ í hreysi, beiska nægtaleysið
bryðja glerhart, róa’ í sultarveri.
Honum ristu rúnir nornir byrstar
rammagaldur fólst þar kotungs aldar.
Enginn snildar anda þekti’ og skildi,
ólögfæddan, smán og örbirgð klæddan.
Gremi fyltist, gróður lífs þá spiltist.
Grönin fríð ei vex í kræklingshlíðum.
Örninn svifhár ekki getur þrifist
áts við garg og klið í fuglabjargi.
Þannig fór um þjóðarskáldið stóra;
þrátt fyrir taldar gjafir himinvalda,
sá er hátt með herrum setjast átti,
hlaut sem rytja’ á lægsta bekk að sitja.
Vitur goðinn vera fótum troðinn,
víkings makinn eymda Iyddum hrakinn.
Fyrst ei betur guðum tekfst geíur,
glópska’ er að lá, þó mönnum yfirsjáist.
Pó hinn snjalli á þjóðar fótapalli,
þræls í flíkum, næstum yrði’ að sníkja
sultar næring, sem að rakki væri,
svíðingslund er naum á launum stundum,
alt var hans fegra innra og ríkmannlegra,
andleg full þar skinu’ úr himingulli
þar, sem teigað þjóð fékk dýrar veigar,
þó að ærið beiskar stundum væru.
Aflmeiri tónum enginn náði á Fróni,
öll voru lögin traust og hörpu-slögin,
ýmist þung og ógna krafti þrungin,
eða hvell, sem lúður skært er gellur.
Föst voru rökin, fimleg hugartökin,
flugu neistar út frá skapi geystu,
bragmæring, sem bjartur léki kringum
blossi’, er svall með hverju stuðlafalli.
Bylgjur vinda, er brotna’ á fjallatindum,
blásturs hvalur steypist ofan í dalinn.
Æðir í hringum, húsin sveiflast kringum,
hrifsar í þekju, veggnum löðrung rekur,
sogar upp mold, úr fleiðrum naktrar foldar,
fast upp slítur grasið, kvistinn brýtur,
veltir möl á melum eins og völum,
mokar af hólum sandi niður í skjólin.
Pannig braust fram hetjuandi hraustur,
hristi og skók ’ann lýð af deyfðar-móki.
Orðin smellin. af hans vörum féllu
eins og þétt, er lauf á greinum spretta,
eða skygndum eðalsfeir.um rigndi
örvaskot með þúsund geisla-brota.
Alvara, gaman, alt var rekið saman,
afl og styrk ei brast hinn mikil-virka.
Reiði brýndur, rosabaugum krýndur
regns við tjald þá birtist skrugguvaldur,
áfram brýst og leiftursprota lýstur
lofts á hvelfing, svo að jörðin skelfur.
Drynur hátt og djúpt í stormagáttum,
dimt með brak, er fjöllin endurtaka.
Óttablandin álút dýrin standa,
ekki þora’ að færa sig úr sporum.
Þannig stundum þrumur skáldsins drundu
þungum hreimi, sem frá undirheimum
bærist ómur af rámum jötun-rómi,
ramt er lag þá kveðinn er fröllaslagur. —
Ógnaði deigum aflið þrumu-fleyga,
eldrún leiftrin djúpt á minnið greiptu.
Háði þrungin heiffar-engils funga
hvöss þá var, en aldrei listfengari.
All-oft þó á aðra strengi sló hann,
einn er klökkur sat í lífsins rökkri,
eða vakti og raunir sínar rakti,
rendi gljúpum augum fram á djúpið.
Orð hans voru í auðmýkt þá fram borin,
en svo trúarkrafti miklum búin,
Ijóð þá hrærður lífsins herra færði
leiftur flugu um síói hins almáttuga.
Svona kvað hann, samt varð niðurstaðan
sú, að raunir urðu kvæðalaunin.
Hatur manna, hundsbit rógberanna,
heimskingjann, en sveltir listamanninn,
lestur hennar hugann gremju brennir.
Helsur missýn er sú þjóð og slysin,
sem að hossar húskurum og krossar
heimskingjann, en sveltir listamanninn.
Margir helgir menn og ístrubelgir
mest, sem áður fólkið virti’ og dáði,
munu gleymast, meðan í heiðri geymast
minnisstæðu Bólu-Hjálmars kvæði,
því um síðir sá og skildi Iýður
sökin var hjá röngu aldarfari,
að hinn fleygi fékk sín notið eigi,
fósturlandið misti’ af stórum anda.
Aldafaðir! lát þinn anda laða
lands vors þjóð að öllu sönnu’ og góðu,
svo hún ekki oftar Iáti hnekkja
afarmennum, þú er sendir henni,
þó þeir fæðist fátækt í, og klæðist
fötum grófum, hafi sigg í lófum.
Fái hún gætt þess, fullu’ er Hjálmar bættur,
forn þá íslenzk dáð mun aftur rísa.
Porskabítur.
S V A R
til kjörstjórnarinnar í Saurbæjar-
hreppi.
f 1. tbl. Dags þ. á., fer kjörstjórn
hrsppsins fram á það við mig að
birta við hvern kjörsljórnarmannanna
f hreppnum eg eigi í grein minni í
49. tbl. fsl. f. á. og við hvað eg eigi.
Skal eg nú skýra frá því í stuttu máli.
Eðlilega fer eg hér eftir sögusögn
annara og verð að þræða þeirra orð.
Meðan á kosningathöfninni stóð í
Saurbæ var sent eftir tveimur stúlkum
fram í Villingadal til þess að þær
skyldu kjósa. Er þær komu og gengu
fram fyrir kjörstjórnina þóttu þær Iík-
legar til þess að þurfa að fá leiðbein-
ingar eða jafnvel báðu um leiðbein-
ingar við kosninguna eins og heimilað
er. Varð þá hr. Árni Hólm til þess
að leiðbeina þeim, Á hann, að hafa
sagt, að ekki væri nú vandinn stærri
en að stimpla yfir deplana framan við
nöfn þeirra þingmannaefnanna, sem
fyrir valinu ættu að verða og um leið
átti hann að hafa bent á einhverja
depiana.
Pað er þetta, sem eg held fram að
sé athugavert. Pví engar bendingar
mega eiga sér stað frá kjörstjórnar-
innar hálfu, hvort sem þær eru óvilj-
andi eða ekki.
16. janúar 1924.
Sig. Ein. Hlíðar.
Herbergi
með miðstöðvarhitun og sérinngangi
til leigu.
R. v. á.
Úr heimahögum.
Hörmulegt slys. Það hörmulega slys
vildi til 10. þ. m. út við Dalvík, að mað-
ur, að nafni Ouðlaugur Sigurðsson bóndi
í Miðkoti, beið bana af voðaskoti. Vildi
það til með þeim hætti, að Ouðl., sem
var á fuglaveiðum með öðrum manni,
skaut úr byssu sinni á fuglahóp, en er
skotið reið af sprakk hið svonefnda >pinna-
stykkú byssunnar og hljóp brot úr því
í höfuð honum, og gekk inn um haus-
kúpuna inn í heiiann; dó hann litlu síðar.
Vissa hvað vera fengin fyrir því að slysið
orsakaðist vegna ofmikillar púðurhleðslu í
skothylkinu. Faðir Guðiaugs heitins hafði
nokkru áður einnig orðið fyrir slysi á sama
hátt og sonurinn nema hvað það varð
ekki banvænt. »Pinnastykkið* sprakk, en
það varð gamla manninum til lífs að
brotið hitti skignið á húfu hans, og tók
það af mestan kraftinn svo hann hlaut
aðeins skrámu á gagnauganu. Við rann-
sókn á skothylkjum Sigurjóns kom það í
Ijós, að púðurhleðslan var langtum of
mikil; hafði hann notað við hleðsluna
nýja tsgund af púðri, sem er iangtum
sterkari að því er ísl. er tjáð en púður
það sem hér hefir venjulegast verið noiað
áður. Af hinum ónotuðu skothylkjum Sig-
urjóns voru skotin dregin úr öllum nema
tveimur, en þessi tvö fékk sonurinn —
Guðlaugur — að iáni samvæmt ósk sinni
þegar hann fór á fuglaveiðarnar á fimtu-
daginn, — og það var annað af þessum
skotum sem sprengdi »pinnastykki« byss-
unnar og olli dauða hans. Félagi Ouð-
laugs reyndi að aftra honum frá að nota
þessar patrónur föðursins, en fékk engu
um þokað, hvað Guðlaug sig ekki saka
mundu að reyna þær, byssa sín væri ný
og traust. Báðir voru þeir feðgar vanir
að fara með byssur og þóttu skyttur góð-
ar. — Guðlaugur heitinn var kvæntur og
sex barna faðir er öll eru í ómegð; heim-
ilið bláfátækt. Vaeri því kærieiksverk að
rétta ekkjunni hjálparhönd.
Maður slasast. Á laugardagskvöldið datt
ungur maður, Sij-ursteinn Gunniaugsson
ökumaður, ofari úr háum fröppum á hús-
inu »Litla Reykjavik* á Oddeyri og meidd-
ist svo mikið á höfði að tvísýnt þykir um
líf hans.
Fiskafli dágóður hér á innfirðinum.
Hefir mörguni orðið það drjúgur búbætir
hér í kaupstaðnum.
Nýársnúttin verður leikin á sunnudags-
kvöldið fyrir niðursett verð-
Kappskák. Síðastliðinn mánudag var
háð kappskák milli Skákfélags Hörgdæla
og Skákfélags Akureyrar. Keptu 7 úr hvoru
félagi og voru keppendur úr 2. flokki.
Úrslit urðu þau, að Hörgdælir unnu með
4 vinningum móti 3. Er þetta í fyrsta
sinn að slíkt mót er háð hér, en vonandi
eiga í framtíðinni margar slíkar kappraunir
sér stað milli félaganna. Slíkt vekur kapp
og metnað, sem báðum mótpörtum er
til bóta.
Hjúskapur. Ungfrú Sigurveig Þorgiis-
dóttir frá Sökku í Svarvaðardal og Pétur
Eggerz Stefánsson verzlunarfulltrúi voru
gefi* saman í hjónaband hér í bænum í
gærkvöldi. Faðir brúðgumans séra Stefán
Kristinsson á Völlum framkvæmdi vígsluna.
Eimskipajélag Islands átti 10 ára af-
mæli í gser.
Kvcnfélagið Framtiðln átti afmæli á
sunnudaginn var. Var þess minst með
samsæti á Cafe Gullfoss er var í alla staði
hið ánægjulegasta.
Þingmálafund kváðu þingmenn sýslunn-
ar ætla að halda hér á Akureyri briðiega,
og haun aðeins einan. Er það ósk þing-
mannanna að því ísl er tjáð, að hver
hreppur sendi fjóra fulltrúa á þingmála-
fundinn, og að þeir verði valdir á deildar-
fundum Kaupfél. Eyf. um leið og fulltrú-
arnir til aðalfundar. Þingmáiafundurinn,
ef svona er í pottinn búið, verður þá
nokkurskonar aukafundur Kaupfélagsins,
og fer þá að vonum.
Goðafoss væntanlegur á mánudaginn.
Sildveiði. Nú í vikunni fengust um 500
tunnur af síld í kastnætur úti á Skjald-
arvík.
Kvöidskemtun heldur Good-Templara-
reglau hér í bænum annað kvöld kl. átta
og hálf. Skemtiskráia fjölbreytt.