Íslendingur - 18.01.1924, Síða 3
ÍSLENDINGUR.
3
»Væntanlegt með Goðafoss:«
Rúgmjöl
Hveiti
Haframjöl
Hrísgrjón
o. fl. o. fl.
Strausykur
Melís
Sveskjur
Chocolade.
o. fl. o. fl.
Símskeyti.
(Frá Frettastofu (slands.)
Rvík 17. jan.
Norska skáldið Arne Garborg látinn.
Parísar-kauphöllin hæit skráningu
erlends gjaldeyris vegna stórhœttu-
legs gengishruns frankans, þrátt fyrir
fyrirheit stjórnarinnar urn fjárhags-
bœtur og öryggisráðsiafanir gegn
gengisbralli. Jafnvel ráðgert að stjórn-
in taki eignarnámi gjaldeyriseign
franskra borgara erlendis, sem nema
10 miljörðum gullfranka.
Scrfrœðinganefndirnar i skaðabóta-
málinu hafa hafið störf sín.
Italir og Jugo Slavar hafa gert
verzlunarsamning, breytilegum ef til vill
i hermálasamning.
Nýir jarðskjdlftar i Japan, 600 hús
hruntð i Yokohama, 250 manns dánir
eða scerðir.
Erlendur gjaldeyrir hriðfellur i
Bandarikjunum. I Berlin jafngilda 18
biljónir marka einu sterlingspundi.
Vantraustsyfirlýsing á stjórnina bor-
in fram i enska þinginu. Aikvceða-
greiðslan vœntanlega á mánudaginn.
Bœjarfullirúaefni i Reykjavik verða
sennilega, af hálfu jafnaðarmanna
Ágúst Jósefsson og Stefán Jóhann
Stefánsson cand. jur., af borgqralista
Jón Úlafsson, Guðm. Ásbjarnatson og
Pórður Sveinsson.
Sigurður Sigurðsson forseii flutti
Grœnlandsfyrirlestur i gœrkveldi í Iðn-
aðarmannahúsinu, urðu fleiri Jrá að
hverfa en inn komust. Fyrirlesturinn
hinn áheyrilegasti.
25 ára leikafmæll frú Guðrúnar
Indriðadóttur haldið hátíðlegt i fyrra
dag. Heidelberg afmœlissýningln.
Mokaflí i Sandgerði.
Rvlk 15. jan.
Berlinarborg nœrri gjaldþrota vegna
þess, að tekjustofnar hafa ekki feng-
ist hœkkaðir hlutfallslega við gengis-
hrunið. Borgarstiórinn hefir sagt af
sér. Stuðningsmenn hans í borgar-
stjórninni neita að kjósa botgarstjöra
í staðinn. Verður ríkisstjórnin að
skerast i málið og skipa fulltrúa i
borgarstjóra stað.
Venizelos myndar stjórn i Gríkk-
landi i stað Gontatas hershöfðingja.
Poincare uppleysir llklega þingið í
marzbyrjun, vegna kröfu ýmsra blaða,
seni telja utanrlkispólitik hans gagn-
stœða meirihluta vilja kjósenda.
Járnbrautarverkfall yfirvofandi iBret-
landi vegna kauplœkkunar kyndara og
lesiarstjóra um 9 — 23 shillings á viku.
Hœtt við kolanámuverkfallt l kjölfarið.
Nýársnóttin
verður leikin á sunnudagskv. 20. þ.m.
Niðursettverð
Sjá götu-auglýsingar.
Leikst/órnin.
Litla bandalagið hefir geri samning
um Fiumcmálið. Fiume veriur ít-
ölsk. Fiumehöfn Jugoslavisk. Italir
ánægðir með málalokin. J
Bœjarfulltrúar i Hafnarfirðikosnir:
Davið Krisljánsson og Guðmundur
Jónasson af jafnaðarliita með 324
atkv. Águst Flygenring og Jón Ein-
arsson af borgaralista með 427 atkv.
Borgarstjóri i Vestmannaeyjum
verður kosinn 29. Febr. Umsóknar-
frestur til 22. febr. Árslaun 4500 kr.
auk dýrtiðaruppbó*ar, 1000 kr. húsa-
leiga og 2400 kr. skrifstofufé. Ver-
tið byrjuð í eyjunum. Afli dágóður,
mestur 700 þorkar á bát.
Togarar selja vel l Englandi.
oo
Daginn fyrir kosningarnar.
Eg er þeim megin í Framsóknar-
flokknum, sem Stefán er, þess vegna
»safnaði« eg atkvæðum fyrir Stefán,
mér þykir engin skömm, að kannast
við það. Hinir (þ. e. a. s. Bernh.-
menn og Einars) verða hálf lúpulegir,
þegar á þeirra frammistöðu er minst,
og lái eg þeim það ekki, síður en
svo.
Pað var á föstudag — daginn fyrir
laugardaginn minnistæða — að eg
fór á stúfana í síðasta sinn, ef vera
mætti að eg rækist á einhverja sál,
sem ekki hefði látið sannfærast, Raun-
ar gerði eg mér litla von um árang-
ur, því samvinnumenn — sá hluti
Framsóknarflokksins, sem afneitar mér
og Stefáni — höfðu látið greipar
sópa um héraðið og lofað gulli og
grænum skógum fyrir fylgi við Einar
og Benna. Það var meir en eg hafði
ráð á, því Stefán hafði gert mig illa
út. Rar að auki höfðu þeir (samv.m.)
í þjónustu sinni Jón Tailor, þaulæfðan
prédikara og málrófsmann, svo það
var við ramman reip að draga; en eg
vildi samt reyna og — — sjáum til,
þarna hitti eg strax hann Jóa frá Búð.
— Heyrðu lagsi, þú skuldar mér
eitthvert iítilræði.
— Já, það þarf ekki að kvarta yfir
því, að þið ekki minnið mann á það,
blessaðir, ef þið eigið eitthvað bölvað
»skiteri« hjá manni.
— Pú ferð náttúrlega o’nað þinghúsi
á morgun?
— Ætli það dugi'annað en að rolast
þangað.
— Pú ert máski ólofaður ennþá.
— Já, sama sem. Eg hefi’ að vísu
lítillega dregist á að punkta við 2 þá
efstu, en —
— Pú værir máski’ ekki ófáanlegur
til þess að skifta um?
— É’ veit ekki. Hvað borgið þið
Stefánsmenn fyrir atkvæðið.
— Eiginl. ekki neitt. Eg vildi helst
að hver kysi eftir s:nni sannfæring og
samvizku. Pó er það ekki ómögul.
— Samvizku! Á maður nú að fara
að eta samvizkuna! Eg veit ’ann Jói
litli yrði nú aldrei lengi með hver 8
lóðin af því tóbakinu, og ekki læt é’
bjóða mér slíkt meðan kostur er á
samvinnuskroi. É’eld eg reyni heldur
að hanga í samv.fl. Maður á þó víst
að h»fa upp í sig til annars kvölds,
þeir eru þó þa’ «kárri en þið Stefáns-
menn, en — — þarna kemur hann
Tailor kallinn, hann þarf eg svei mér
að pressa.
— Heyrðu Jónki, þú hefir vsent’é
ekki hönk á þjer?
— Nei það hefi eg ekki, enda
færðu’ ekki meir en þú ert búinn að
fá, og svo manstu hverju þú hefir
lofað.
— Eg man aðeins það, að hafa
lofað að punkta við 2 þá efstu, ef é’
færi o’neftir, og að é’ fseri ekki o’n-
eftir nema að eg hefði upp í mig, og
nú hef é’ ekki neitt.
— Helv. . . glópur ertu maður, að
vera búinn með hönkina sfðan í gær-
kvöld.
— Pað er nú ekki lengi hver hönk-
in, þegar maður hefir ekki bragðað
tóbak svo vikum skiftir, og er svo að
stinga upp í greyin tölu og tðlu.
— Já, en þú manst hvað þú færð,
ef þú svikst undan merkjum.
— Svíkst! Ætli það væri svo mik-
ið samvizkuspursmál, og — — þar
að auki hefir þú logið að mér í gær.
Eg var rétt núna að tala við einn
Stefánsmanna, og hann sagðist mega
bjóða */2 pund fyrir atkvæðið, eða
kanski meira, svo nú verðurðu annað-
hvort að gera, að láta mig hafa 8 lóð
til, eða eg læt hina hafa atkvæðin.
Djöf . . . af mér, ef eg fer að þramma
o’nað þinghúsi tóbakslaus.
— Jæja, é’ hefi engan tíma til þess
að standa hér — þarna kemur hún
Gunna gamla, hana þarf eg endilega
að tala við, en — — þú getur reynt
að finna Láfa og vita hvað hann segir,
hann á sjálfsagt nokkra bita eftir.
— Heyrðu Gunna, é’ þarf að segja
svolftið við þig.
— Hvern fj. . . ætli þú viljir?
— Látt’ ekki si svona manneskja.
É’ld þa’ dett’ ekki af þér gullhring-
arnir, þótt eg skrafi ögn við þig. Eg
hef nú heldur framast upp á sfðkastið.
Eins og eg sagði þér um daginn, þá
fer eg með umboð samv.m. og —
— Mér stendur öldungis á sama
með hvern fj.............þú ferð, eg
er bú —
— Jæja, eg ætlaði nú bara að vita,
hvort þú værir stemd eins og seinast.
— Eg er margbúinn að segja, að
eg kjósi Stefán eldri, svo megið þið
setja hvern sem þið viljið með honum,
þvf Einar þekk’ é’ lítið og Bernharð-
ur (eða Beinha^ður) veit eg ekki hvort
er fugl eða fiskur, en Stefán hefir oft
gert mér og mínum gott, og hann kýs
eg, og farðu svo með það!
— Já, en þá sköffum við þér ekki
vottorð.
— Já, þá ætla eg bara að sýn’ ykk-
ur, hvort eg get ekki komist hérna
o’nað þinghúsinu hjálparlaust!
(Framh.)
B a r n a b a 11
dansskólans verður haldið fimtudaginn 24. janúar í Samkomuhúsinu frá kl. 5
til 10 e. m.
Öllum börnum hér á slaðnum er velkomið að taka þátt í þessu balli. Að-
göngumiðar kosta 3 krónur fyrir hvert barn, þar innifalið sukkulaði og kökur.
Foreldrar barnanna fá frían aðgang á ballið. Aðgöngumiðar verða seldir á
50 aura fyrir fullorðna, sem óska að horfa á ballið, eða taka þátt í dansinum
eftir kl. 10.
Aðgöngumiðar á ballið verða afhentir í verzlun Eirfks Kristjánssonar, Hafn-
arstræti 102, og sé þeirra vitjað í seinasta lagi miðvikudaginn 23. þ. m.
Akureyri 17. janúar 1924.
Ágústa Þorvarðsdóttir.
VIÐ undirritaðir myndasmiðir á Akureyri, sem allir höfum
sama verð á myndum, tilkynnum hér með, að frá birtingu
þessarar auglýsingar, seljum við myndir mun laegra verði en áður.
Akureyri 18. jan. 1924.
Ouðmundur R. Trjámannsson.
Jón Sigurðsson & Vigfús Sigurgeirsson. H. Einarsson.
O. Funch Rasmussen.
Jörðin Mjóidalur
í Húnavatnssýslu faast til kaups og ábúðar frá næitu fardögum. Tún gafur af
sér kring um 300 hesta, útheysskapur um 1000 hestar. Peningshús góð og
íbúðarhús stórt og vandað.
Nánari upplýsíngar gefur undirritaður.
Akureyri 8. janúar 1924.
Böðvar Bjarkan.
J ö rð
í Eyjafirði, helzt í grend við Akureyri, óskast til kaups eða ábúðar í næstu
fardögum.
Akureyri 18 jan. 1924.
Einar Gunnarsson,
verzlunarstjóri.