Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1924, Síða 4

Íslendingur - 27.06.1924, Síða 4
4 ÍSLENDINOUR. T il k y n n i n g . Þeir, sem hafa vorull að selja, eru hér með fullvissaðir um, að hún er og verður bezt borguð — eins og allar aðrar ísl. afurðir eru — í Verzlunin ,,P A R í S“, Akureyri. Sigv. E. S. Thorsteinnsson. Sími 36. Verzl. Hamborg. hefir ávalt fjölbreyttast úrval af allskonar vörum. Par er bezt að kaupa nauðsynjar sínar. Afgreiðir pantanir út um land gegn póstkröfu. 8^" Kaupir innlendar vörur hæsta verði. Héraðssamkoma verður n. k. sunnudag vestur á Steðjabökkum. Til skemtunar verður: Ræðuhöld, söngur, íþróttir, kappreiðar og dans. Veitingar. Bílfœr vegur alla leið. Pantið bíla eða sœti í tíma, því að eftirspurnin er mikil. sími 9. Bifreiðarstöð Akureyrar. s/m/ 9. Snurpunótabátar. 2 snurpunótabátar, stórir og nýlegir, með spilum, davídumog öðru tilheyrandi, eru til sölu. Ragnar Ólafsson. ÍVerzl. EiríksKristjánssonar fást allskonar handsápur góðar og ódýrar, svampar frá 25 au. stykkið. And- iits crem, svo sem: Oatine crem, Colgates coldcream, Icilmacrem og margar fleiri tegundir. Andlitspúður allskonar, varasalfi, tanncrem. Depilatoríum til að taka burt óþægilegan hárvöxt í andliti. Krullujárn, speglar, hárnálar, nagla- skafar og naglaklippur, naglaburstar, tannburstar. Brilliantine, brilliantineburst? ar og allskonar hárvax, Eau de Quinine og margt fleira. 25 stúlkur til síldarverkunar hjá Gustav Evanger, Siglufirði, ræð eg næstu daga. — Einnig geta 3 stúlkur fengið pláss hjá Olaf Evanger, Siglufirði. Talið við mig sem fyrst. Ingvar Guðjónsson. Eimskipafélagið. Aðalreikningur þess fyrir síðastliðið ár hefir nú verið birtur. Hreinn arður á árinu hefir orðið 43.941 kr, 41 au., en sjóðsyfirfærsla frá f. á. var 129.878 kr. 97 au., þannig að til ráðstöfunar samkv. 22. gr. félagslaganna verða kr. 173.820.38. Leggur stjórnin til, að af þeirri upphæð verði 127.000 kr. varið til frádráttar á bókuðu eignar- verði félagsins, nfl. Gullfossi 10.000 kr., á Goðafossi 50.000 kr., á Lagar- fossi 55.000 kr., á vörugeymsluhúsi við Tryggvagötu 5.000 kr., og á skrif- stofugögnum 7.000 kr. Endurskoð- endur fái 2.250 kr., en 44.570 kr. 38 au. færist á þessa árs reikning. Arður sé enginn greiddur. Helstu gjaldaliðir í aðalreikningi eru þessir: Opinber gjöld um 45.000 Tcr., skrifstofukosfnaður um 218.000 kr.. vextir af lánum umfram vexti af úti- standandi fjáreign 111.000 kr., og tap á gengismun um 41.000 kr. En tekju- liðir helstir: Ágóði af rekstri Gullfoss 143.000 kr., Goðafoss 107.000 kr., og Lagarfoss 14.000 kr,, afgreiðslu- laun af vörum nema rúmum 65 þús. kr., tekjur af Eimskipafélagshúsinu hafa orðið ’ 61.000 kr., fyrir útgerðarstjórn ríkisskipanna hefir verið goldið 42.600 kr., og endurgreiðsla frá »Krigforsikr- ing for danske Skibe* nemur 21.700 krónum. Bókað eignarverð félagseignanna er nú: Gullfoss 310.000 kr., Goðafoss 1.400.000 kr., Lagarfoss 525.000 kr., Eimskipafélagshússins og vörugeymslu- hússins 764.004 kr. 11 au., skrifstofu- gagna og áhalda 35.000 kr. Við ára- mót átti félagið einnig kol fyrir 65.000 kr., hafði greitt vátryggingu fyrirfram með 28.000 kr., og átti útistandandi hjá skuldunautum 171.182 kr. 29 au. Varasjóður fél. er 60.055 kr. 35 au. FB. Nýunda hefti Fylkis fæst nú í skiftum fyrir annað hefti sama rits útg. í marz 1917, ef óskemt og afhent hér á Akureyri. F. B. Arngrlmsson. Veggfóður J(Bætræk) gott og ódýrt fæst í Bókaverzlun Þorst. M. Jónssonar. Fiskedamper, utstyrt for snurpenotfiske, bygget af træl918,ca. 86 fot, vaarsildsnurpenot. Pris kr. 36.000. L. A n d r e e, Winciansen, Bergen. A m atörar. Útvega ykkur fljótt og greiðlega gegn póstkröfu, Filmur, Plötur, Pappír, Aðeins fyrsta flokks vara. Sanngjarnt verð. Sendið pantanir eða fyrirspurnir beint til Porl. Þorleifssonar, Ijósmyndara. Box P. H. 71. Reykjavík. B ó k h a 1 d. Gagnfræðingur, sem á ritvél og skrifar á hana, tekur að sér skrifstofu- störf fyrir kaupmenn eða útgerðar- menn í sumar. R. v. á. Tækifæriskaup. Með e.s. »Diana« komu feiknin öll af barna- og unglinga- sandölum, stærðin 8—12^2 kosta 8 kr., stærðin 1—3'/2 á lOkr. Ennfremur lágir kvenskór reimaðir, brúnir, svartir, gráir, hvítir, og maskínuskór fyrir vélamenn og kyndara, M. H. Lyngdal. Bláa Beljan. Mjólk þessi, sem er ómenguð kúa- mjólk, niðursoðin eftir nýjustu vísindalegum aðferðum, fáum stundum eftir mjaltir, hefir nú þegar náð afarmikilli útbreiðslu hér á landi — einkum í Reykja- 7 vík, þar sem hún nálega hefir útrýmt allri annari niðursoðinni mjólk. Þeir kaupmenn og þau kaupfélög, sem enn ekki hafa hana á boðstólum, aettu sem fyrst að senda oss reynslupöntun, sem mun afgreidd beint frá verksmiðju eða af birgðum í Reykjavík. H.f. Carl Höepfner, Reykjavík. Símar: 21 & 821. Símnefnl: Höepfner. CONDENSEÐ'; ÍANSSH Lambskinn og kiðlingaskinn kaupir háu verði gegn peningum. < Georg fónsson Glerárgöíu 3. Reiðhestur 6 vetra gamall, vakur og fjörugur fæst til kaups. R. v. á. Prentsmiðja Björns Jónssonar, Nærsveitamenn, sem kaupa íslending eru vinsamlega beðnir að borga blaðið nú í sumarkauptíðinni. — Blaðið má borga til: Hallgr. Valdemarssonar, Hafnarstræti 101, Sveins kaupm. Sigurjónssonar, Höepfnersverzlunar eða til ritstjórans í Strandgötu 29. Gjalddagi fslendings var 15. júní.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.