Íslendingur


Íslendingur - 09.01.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 09.01.1925, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Rúgmjöl Hveiti Kaffi Kakao Sykur höggvinn Sáidsykur Kandís Leo Umbúðarpappír Bréfpokar Hitaflöskur Qlíufatnaður Fiskilínur Fiskihnífa Smurningsoiíur Skákþing verður háð hér á Akureyri að tilhlutun »Skákfélags Akureyrar*-, og hefst 7. febiúar. næstkomandi. Kept verður í þrem flokkum. Rrenn verðlaun í hverjum flokki, verði þátitakendur 6 eða íleiri. Rátttökugjald 10 kr. fátttakendur gefi s:g fram við foimann >Skákíé!ags Akureyiai«, Stefán Ólafsson, fyrir 5. febr. Akureyri 9. janúar 1925. Stjórnin* nmng. Vitamálastjórinn liefir beðið mig að tilkynna sjófarendum, að Svalbarðseyrarviti logi ekki fyrst um sinn. Bæjarfógetinn. öjomenn. Að forfallaiausu hefir Skipstjórafélag Norðlendinga hugsað sér að koma á verklegri tilsögn nú í vetur í almennustu sjómanns-- verkum, svo sem: nótabœting, seglasaum o. fl., fáist nægileg þátt taka. — t’eir sem ætla sér að taka þátt í þessu, gefi sig fram við: Eggert Kristjánsson, Norðurgötu 11, eða Árna Jóhanns- son, Norðurgötu 2, fyrir 15. janúar. Happdrætti. Pann 3. janúar 1925 fór fram happdrætti hér við verzlunina. Upp kom sem hér greinir: No. 01670 Saumavél — 02280 Kápa — 02357 Peningar kr. 50,00 Votiar: Petta vottast hér með. Huida Lúðviksdóttir. Dúe Benediktsson. Olgeir Bcticdiktsson. Handhafar vinninganna gefi sig fram sem fyrst. Verziun Eiríks Kristjánssonar. 1 f” sem ^ulda verzl. Hamborg, áminnast hér með I v/H 5 um að geiða skuldir sínar sem fyrst. Einnig tilkynnist, að þeim reikningum verður lokað fyrir fult og alt, sem ekki verða greiddir eða samið um fyrir 20. þ. m. Akureyri 8. janúar 1925. pr. pr. fóh. Þorsteinsson $ Co. fón E. Sigurösson. m gjgn»5i«Mi»m»wrm»wii»w—fffinwiiBiHiiiiiiiriii— Biðjið um tilboð. Að eins heildsala. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Khöfn. — Eik til skipasmíða. Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. P. W. Jacobsen & Sön Tinrburverzlun. Stofnuð 1824. Kaupmannahöfn C, Símnefni: Granfuru. Carl-Lundsgade. New Zebra Code. stjórninni andstöðu. — Síðustu fréttir telja Mussolini öruggan í valdasessinum. Frá Berlín er símað, að sendi- herrar bandamanna hafi afhent Marx kanzlara nótu til skýringar á fram- lengingu dvalartíma setuliðsins í Köln-héruðunum. Par tekið fram, að Þjóðverjar hafi ekki uppfylt skil- yrði Versala-friðarsamningsins hvað afvopnunarskilyrðin snertir. Viðbún- aður undir stríð sýnilegur. Vopna- og hergagnaverksmiðjur, er nota skyldi til nytsamlegrar framleiðslu, framleiði enn vopn og víða hafi fundist í landinu miklar birgðir af vopríum og skotfærum. Frá París er símað, að á miðviku- daginn hafi fjármálaráðherrar banda- manna komið saman á fund til þess að ræða, hvernig skifta skyldi greiðsl- um Pjóðverja, ágóðanum af Ruhr- tökunni, og ýms önnur fjárhagsmál, sem bandamenn varða. Útflutningur íslenzkra afurða í desember hefir numið kr. 7,026,071,00, en fyrir alt árið kr. 78,967,019,00. Togararnir afla vel í ís. Hæsta aflasala nýlega er hjá togaranum »Leif hepna«, er seldi 1570 kíttí fyrir 3390 sterlingspund. Pann 4. þ. m. strandaði enski tog- arinn »Venator« á Bæjarskeri und- an Miðnesi. Strandmennirnir komnir hingað. Björgunarskipið »Oeir« hefir nú náð togaranum út, óskemd- um að kalla. Árni Jónsson frá Múla hefir beðið Kristján Albertsson að gegna rit- stjórn »Varðar< fyrir sig um óá- kveðinn tíma. Niðurjöfnun útsvara í Vestmanna- eyjum fyrir 1925 nemur 238,000 kr. Hæstu gjaldendur eru Gísli Johnsen konsúll 33,000 kr. og Gunnar Ól- afsson & Co. 22,000 krónur. Myndasýning Eggerts M. Laxdals. Síðan á 2. jóladag hefir þessi ungi málari haft sýningu á mynd- um sínum uppi á lofti í Templara- húsinu. Alls eru þar 95 myndir — flest teikningar, nokkrar vatnslita- myndir og fáeinar olíumyndir. Myndirnar eru vafalaust gerðar á nokkrum undanförnum árum, því þær eru frá ýmsum stöðum, Suður- Frakklandi, Bayern, Tyrol, Höfn; innlendar útimyndir eru frá nágrenni Akureyrar og úr Mývatnssveit. Yfir tnyndum Eggerts er léttur og þýður blær. Hann hefir næmt auga fyrir þeirri fegurð, sem fyrir ber, og er alt útlit fyrir, að augað sé næmara, sjái meira, en hann get- ur fest hönd á. En einmitt í því fel- ast miklir möguleikar til framfara. Óvíða sést í myndum hans þessum sá formþungi og sú festa, sem þarf til þess að mála áhrifamiklar úti- myndir. Pó er mikið gott í olíu- mynd frá Glerárdal, sem væntanlega er nýlega gerð. En þessi sýning Jarðarför litlu stúlkunnar minn- ar eiskulegu, Stefaníu Guðntundu Stefánsdóttur, sem andaðist 2. jan , er ákveðin þriðjudaginn 13. jan. kl. 1 e. h. og hefst með húskveðju frá heimili mínu, Aðalstræti 46. Kristín Jónsdóttir. bendir helst til þess, að honum sé hugleiknara, að mála og teikna lif- andi en dauða náttúru. í útimynd- um hans er meðferð á frjánum best; þar er svo mikil tilfinning og skiln- ingur í eðli trjánna. Eftir viðfangs- efnavali sést, að hann hefir góðan og ákveðinn smekk fyrir fegurð bygginga. En líklegt er, að lengst komist Eggert í því, að gera atburðamyndir (»Iilustrationer«); augað er svo glögt og skilningur næmur á því, sem hann sér. Fái höndin þá æfingu, seni þarf (il þess, má vænta, að hann verði ti! þess að fylla hér skarð í íslenzkri myndalist, sem ilt ■er að standi autt. Þeir keppa þar um auðan sess, hann og Tryggvi Magnússon. (Mbl. 3/i—’25). OC Úr heimahöguin. Kirkjan. Messað kl. 2 á suanadaginn. Bókasafnsnefndin. Kosning t bókasaíns- nefiidina fór þannig, að kosnir voru: Valdentar Steffensen rncð 707 atkv. og Stefán Stefánsson — 613 — Jónas Rafnar fékk 289 atkv. og Bryn- leifur Tobiasson 267 atkv. Álfadansinn fer fram á sunnudagskvöld- ið ef veður leyfir. Skipstjóraefni. Nýlega hafa 28 menn lokið smáskipaprófi hér í bænum. Kenn- arar hafa verið þeir skipstjórarnir Sig. Suniarliðason, Jóhannes Júlíusson og Axel Jóhannsson. Spilafundur í Verzlunarmannaféiaginu annað kvöld. „Diana“ kom í gærkveldi frá útlöndum og sunnan og vestan um land. Meðal farþega voru ungfrú Rósa Jónatansdóttir frá Kaupniannahöfn, Eggert M. Laxdal list- málari frá Reykjavík og nokkrir Sigifirð- ingar, þ. á m. Andrés Hafliðason kaup- maður. 33 Útsvörin á Isafirði. í síðasta blaði stóð, að útsvörin á ísafirði næmu rúmum 200 þús. krónum (í nokkrum eintökum 300 þús. kr., en það var misprentun), en þetta mun ekki allskostar rétt. Útsvörin munu ekki fara yfir 150 þús. kr. og mun heimildarmaður ísl. fyrir fréttinni hafa blandað saman við útsvörin einhverju af öðrum sköttum til bæjarsjóðs. Annars hefir ísl. símað til ísafjarðar til þess að fá vissu um útsvörin, en svar er ókomið, þegar blaðið fer í pressuna. Hús til sölu Upplýsingar gefur Sveinn Sigurjónsson. Höfuðbækur, Kladdar og Kassabækur ódýrastar og beztar hjá Arna Arnasyni. bókbindara Pantanir afgreiddar út utrt land gegn póstkröfu. Til leigu. Hefir til leigu húsrúm fyrir þrjá fjöl- skyldur frá 14. maí í húsi mínu Norð- urpól. Akureyri 5. jan. 1925. Sigríður Ingimundardóttir. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.