Íslendingur - 22.10.1926, Side 1
Talsími 105.
Ríístjóri: Gunnl. Tr. Jónsson.
Strandgata 29.
XII. árgangur.
Akureyri, 22. október 1926.
43. tölubl.
AKUREYRAR BIO
Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9:
SKÓLABRÆÐURNIR
7 þátta kvikmynd, hrífandi og tilkomumikil. Aðalhlutverkið leikur
Richard Barthelmess.
Sunnudaginn kl. 5 síðd.:
SLÉTTUFÁKURINN,
undraverð kvikmynd í 5 þáttum.
Landskjörið.
i.
Á morgun á þjóðin að kjósa einn
þingmann og einn varamann til
efrideildar AIþingis,“ í sæti þeirra
Jóns heitins Magnússonar forsætis-
ráðherra og Sigurðar heitins Sig-
urðssonar ráðunauts, er báðir lét-
ust á hálfnuðu kjörtímabilinu, — en
það er úti í árslok 1930. Ákvæði
stjórnarskrárinnar um það, að lands-
kjör skuli fara fram eftir hlutfalls-
kosningu, og að varamenn skulu
kosnir jafnframt aðalmönnum, eru
vitanlega sett til þess að tryggja
það sem bezt, að hver flokkur fái
þá tölu þingsæta, sem honum ber
eftir atkvæðamagni, og að hann
haldi þeirri tölu til loka kjörtíma-
bilsins. En dauðinn var stórhögg-
ur í garð íhaldsins og tók bæði
aðalmanninn og varamanninn. Varð
því að efna til kosninga, þar sem
ekki voru nógu skýr ákvæði fyrir
hendi, er fyrirskipuðu að neðri menn
listans færðust upp í sætin, er losn-
uðu.
Að íhaldsflokkurinn ætti réttætis-
kröfu til þingsætisins áfram, hefir
jafnvel Tfminn viðurkent. En í
stað þess, að sýna það í verkinu
með því að koma fram með engan
lista á móti lista íhaldsflokksins og
lofa honum að verða sjálfkjörnum,
stungu andstæðingar hans, er ráðin
hafa í Aiþýðuflokknum og Fram-
sókn, réttlætismeðvitundinni undir
stól, og ákváðu að reyna að ásæl-
ast réttmæta eign hans og ganga
í berhögg við anda og tilgang
stjórnarskrárinnar.
Allir sanngjarnir kjósendur úr
flokkum þeim, sem hér eiga sök að
máli, ’ættu því að láta atkvæði sín
falla á B-listann að þessu sinni,
eða sitja heima. Flokkar þeirra
hafa þá tölu landskjörinna þing-
manna, sem þeim ber, eftir réttum
hlutföllum, og þau hlutföll hafa úr-
skurðað íhaldsflokknum þetta þing-
sæti til ársloka 1930. Það er því
hin fylsta réttlætiskrafa að hann
haldi því, og að því eiga kjósend-
ur bæði íhaldsins og annara flokka
að stuðla með atkvæði sínu á
morgun.
II.
Minning Jóns Magnússonar er
þjóðinni kær. Hann var einn af
hennar beztu og mætustu sonum.
Að kjósa andstæðing, og það lítil-
sigldan mann í tilbót, í sæti hans,
væri óvirðing við minning hins
látna höfðingja. Er ólíklegt, að
margir vilji verða til þess, að stuðla
að því með atkvæði sínu.
III.
Þegar lí!!ð ’éV'á val þeirra manna,
sem erif'■• '■á listunum, er kosið verð-
ur um á morgun, er enn ein ástæð-
au bersýnileg, hversvegna frekar
ber að kjósa lista íhaldsflokksins,
B-listann, helduren bandalagslistann
(A-listann). Munurinn á frambjóð-
endum listanna er svo mikill, að
undrun sætir. Bandalagslistinn er
skipaður óreyndum mönnum, sem
helzt er talið það til ágætis, að
annar þeirra hefir átt nýtan föður,
hinn merkan afa, en sjálfir eru þeir
miðlungsmenn; annar meðal kot-
bóndi í Köldukinn, hinn skrifstofu-
maður hjá Sambandinu í Reykjavík.
Hvorugur þessara manna gæti orð-
ið athafnamaður á þingi, en vika-
liðugur skósveinn myndi Jón í Yzta-
felli reynast Hriflu-herranum, og
mun sanni næst, að það sé helzta
ástæðan fyrir því, að honum var
tilt á listann. — Báðir frambjóð-
endur íhaldslistans eru þjóðkunnir
merkismenn, sem margt og mikið
hafa unnið sér til ágætis um dag-
ana. Jónas læknir er einn af mest
metnu Iæknum landsins og yrði
heilbrigðis- og hollustumálum þjóð-
arinnar ómetanlegt gagn í því, að hann
kæmist á þing. Er nú aðeins einn
læknir á þingi og hans gætir lítið, þar
sem hann situr í forsetastóli. Verka-
maðurinn sagði um Jónas Iækni um
daginn, að hann væri flestum þeim
kostum búinn, sem dauðlegan mann
gætu prýtt, og eru þau ummæli ein
af þeim fáu sannindum, sem blað-
ið hefir flutt í kosningabaráttunni.
Hann yrði Alþingi til sóma. Ann-
ar maður listans, Einar Helgason
garðyrkjufræðingur, hefir unnið
garðræktinni í landinu meira gagn
en nokkur annar núlifandi íslend-
ingur, bæði með ritum sínum og
verknaði.
Þeir kjósendur, sem vilja nýta
menn inn á þingið, kjósa því B-list-
ann. Munurinn á frambjóðendum
listanna er svo mikill, að hann einn
ætti að vera nógur til jiess, að
íhaldslistinn hlyti langsamlegast flest
atkvæði á morgun.
IV.
Þær ástæður, sem tilfærðar hafa
verið hér að framan, að væru til
þess, að kjósa bæri fremur B-list-
ann við landskjörið á morgun en
bandalagslistann, eru án tillits til
stefnu flokkanna í landsmálum. —
í undanförnum blöðum hafa stefnu-
skrármál flokkanna verið rædd all-
ítarlega, svo að óþarft er, að víkja
frekar inn á þær brautir. Afrek og
framtaksviðleitni flokkanna hafa og
verið sýnd í hinu rétta ljósi. Þeir
kjósendur, sem setja stefnuskrármál-
in og afrek flokkanna fyrst og láta
þau einvörðungu ráða atkvæði sínu,
hafa aðeins þessari einföldu spurn-
ingu að velta í huganum áður en
þeir greiða atkvæði:
Hvor mun heillavœnlegri þjóðinni:
niðurrifsstefna bænda-sócialistanna.
eða viðreisnarstefna íhaldsflokksins ?
Atkvæðið sýnir svarið.
Jón í Yzta-Felli
og
Kaflar úr ræðu.
Hér fara á eftir örstuttir kaflar
teknir úr ræðu, sem Jón í Yzta-Felli
flutti síðastliðinn vetur bæði á Lauga-
skóla og Laxamýri. Sýna þeir ljóslega
hugarþel mannsins til þeirra, er í
kaupstöðum og sjóþorpum búa og
eru gott sýnishorn mælsku hans,
rökvísi. og sjálfsmentunar, sem svo
mikið hefir verið gumað af í Degi
og Tímanum:
■»(Jngi maður og unga stúlka!
Þið, sem standið ú krossgötum
lífsins. Sjóið tvo vegi framundan.
Annar liggur niður ó við iil sjóþorp-
anna, niður á við til auðsafnanna,
niður á við til smœlingjanna, niður
á við, þar sem yfirborðsmenningin
hefir yfirtökin, niður á við, þar sem
einstaklingseðlið hverfur út í bú-
grautinn.
Hinn vegurinn liggur upp á við,
eða öllu heldur inn á við, inn á við
til örðugleikanna, inn á við til bar-
áttunnar fyrir tilverunni, inn á við
tii sjálfsmentunarinnar, inn á við,
þar sem einstakiingurinn þarf að
vera sjálfum sér nógur.«
»Engir sannir synir ættjarðar-
innar haldast við í kaupstöðunum,
þar sem þessi andlegi loddara-
skapur situr að völdum.*
Akureyringar! Minnist þessara
orða frambjóðandans við atkvæða-
greiðsluna á morgun, látið hann
gjalda ósvífni sinnar og ósanninda
í yðar garð og annara kaupstaða-
búa. K/ósið B listaun. Það er
rétta og sjálfsagða svarið.
oo
Kjötverðið.
Tíminn segir að verð á nýju kindakjöti
í Reykjavík hafi á þessu hausti verið 50—
60 aurum lægra kílóið en í fyrra og líkt
verðfall muni annarsstaðar í landinu. Kenn-
ir blaðið þetta íhaldsflokknum vegna þess
að hann hafi verið á móti slýfingu krón-
unnar. Með öðrum orðum, kaupstaða-
búar eiga samkvæmt þessari yfirlýs-
ingu Timans að þakka það íhalds-
flokknum, að hafa fengið hvert kíló
af kjöti 50—60 aurum ódýrara en í
fyrra. Verkamenn! Minnist þessa við
kjörborðið á morguri, og
KJÓSIÐ B-LISTANNI
Afurðasalan.
Einar Olgeirsson skrifar grein í síð-
asta blað Verkamannsins, er hann nefnir
*Ihald og öfrelsi* og er aðalefni
hennar afurðasala sjávarafurðanna, sem
hann segir að komin sé í hið mesta
óefni, og eina úrræðið til björgunar
sé rikiseinkasala, einkasala á saltfiski
og síld. Kennir hann íhaldsflokknum,
að þessum bjargráðum jafnaðarmanna
hefir ekki verið sint, og að þessi verzl-
un sé lent í höndum erlendra okur-
hringa.
Engum kemur til hugar í.ð bera á
móti því, að hinar og aðrar misfellur
geta komið fyrir á afurðasölunni, og
er það ekkert sérstakt, hvorki fyrir
saltfiskinn eða sildina, en að þessar
sömu misfellur gætu ekki komið fyrir
og það jafnvel í ennþá stærri stíl, þó
rikiseinkasala væri á þessum afurðum,
er bágt að skilja. Verðið á fiskinum
og síldinni er ekki hægt að tryggja
með rikiseinkasölu, það hlýtur að segja
sig sjálft. Verðlagið skapast af fram-
boði og eftirspurn og við hvorugt fá-
um við ráðið. Fiskframleiðslan í
hinum ýmsu löndum, sem keppa við
okkur á markaðinum, er mjög mis-
munandi mikil, en víðast hvar miklu
meiri en hjá okkur, t. d. er hún 10
sinnum meiri að jafnaði hjá Norð-
mönnum en okkur, og 30 sinnum
meiri hjá Bretum en hjá okkur. Má
af þessu ráða, hversu lítið við höfum
að segja í hlutfalli við aðrar fiskfram-
leiðsluþjóðir. Framleiðslan er hjá okk-
ur sem öðrum mjög háð ýmsum
náttúruöflum, sein oft geta haft mikil
áhrif á verðlagið, og vissulega fær
engin ríkiseinkasala við þau ráðið. Um
síldarframleiðsluna og aðstöðu hennar
til útlenda markaðsins má líkt segja
og um fiskframleiðsluna.
E. O. gerir mikið úr því, að út-
lendingar gíni yfir okkur. Svo má alt
af segja, er útlendra markaðra er leit-
að með afurðirnar, þar sem samkepni
er nóg fyrir, en lítið mundi þetta
lagast, þó rikiseinkasala kæinist á,
sömu samkepni yrði hún háð erlendis.
Og ef að einkasalan ætlaði að gera
sig svo breiða, að ráða sjálf verði
vöru sinnar, færi sennilega svo, að
varan skemd st og yrði óseljanleg, því
þess ber að gæta, að hvorki fiskurinn
eða síldin þola ótakmarkaða gcymslu.
— Og afleiðingin yrði svo fjárhags-
legt hrun og dauði.
En hvað sem ólaginu á afurðasöl-
unni líður, þá er það eitt vfst, að ekki