Íslendingur - 22.10.1926, Síða 3
4
ÍSLENDINOUR
framfara á hinum ýmsum sviðum
erfiðari viðfangs fyrir efnalausa menn
að komast a'fram, sem svo er kallað,
nú, en hún var eignalausum mðnnum
fyrir 30 — 40 árum síðan? Mér virð-
ist hún auðveldari.
Eg held, að það sé engum efa
bundið, að Alþýðusatnband íslands og
mennirnir, sem í því eru, hafa svo
mikil fja'rráð og lánstraust, að þeir geti,
ef þeir vilja, keypt eðaleigt2 —3 tog-
ara. Sjómannafélag Reykjavíkur telur
hátt á annað þúsund meðlimi. Jafnað-
armenn ættu -að geta valið beztu og
duglegustu mennma úr þeirn hóp til
þess að manna skipin með. Reir hafa
undanfarandi reynslu útgerðarmanna
að sumu leyti við að styðjastog leið-
arstjörnu frá ýmsum annmörkum og
þurfa ekki að láta reynsluna kenna sér
alt eins og núverandi útgerðarmenn
hafa þurft að gera. Þeir geta senni-
Iega komist algerlega hjá kaupdeilum
og vinnutöfum við verkföll og verk-
bönn við eigin framleiðslufyrirtæki.
Reir geta valið úr mjög fjölmennum
hóp sinna manna framkvæmdastjóra
og aðra ’ starfskrafta til þess að leiða
fyrirtækið farsællega. Reir geta með
væntanlegum ágóða beint fjármagninu
til aukinnar jarðræktar kringum kaup-
staðina og notið þekkingar ráðunauta
frá búfróðum Framsóknarmönnum.
Erindrekar samvinnumanna erlendis í
verzlunarmálum ættu einnig að vera
góðir ráðunautar eða framkvæmda-
menn við sölu afurðanna o. s. frv.
Eg held, að * Verklýðssamband
Norðurlands« og verkamannaféllögin
hér norðan og austanlands hafi svo
mikil fjárráð og ’tiltrú, að þeim mundi
það kleyft, að leiga 2 eða 3 skip til
síldveiða og sýna það svo í fram-
kvæmdinni, að þau geti rekið síldar-
útgerð og síldarverzlun á öðrum og
tryggari grundvélli en verið hefir gert
undanfarið að dómi leiðtoga þeirra.
Eg fæ ekki séð, að núverandi þjóð-
skipulag leggi hinar minstu hindranir
í veginn fyrir hverskonar umbætur,
sem vera skal til aukinna framfara og
framsækni á hvaða sviði sem er.
Og að víkja frá því út í óvissuna og
taka upp skipulag, sem margt bendir
til að muni reynast miður fyrir þjóð-
arheildina og beinlínis ranglátt gagnvart
fjölda einstaklinga, er mildast sagt,
varhugavert í fylsta máta.
Menn mega ekki ætla, að kaupmönn-
um þeim og útgerðarmönnum, sem
tilheyra íhaldsflokknum, sé ekki eins
ant um að auka og efla velgengi lands
og þjóðar, sem kaupmönnum þeim
og útgerðarmönnum, sem eru Jafnað-
armenn eða Framsóknarmenn. Og
heldur ekki mega menn halda, að
bændur og verkamenn, sem telja sig
til íhaldsflokksins, sé síður ant um
velferð og framfarir landsins síns og
þjóðarinnar en þeim, sem telja sig
Framsóknar- eða Jafnaðarmenn. Alt
slíkt er heimskulegur barnaskapur, og
vinna þeir illverk, sem reyna að koma
slíku inn í huga nokkurs manns.
Einn stærsti og framkvæmdasamasti
kaupmaðurinn og útgerðarmaðurinn,
sem verið hefir hér á landi, er lang-
stœrsti bóndi landsins. Aflasælasti
togaraskipstjóri landsins er líka einn af
stærstu og framkvæmdasömustu bændum
landsins. Báðir eru þeir viðurkendir
íhaldsmenn. Mér er ekki kunnugt um,
að Jafnaðar- eða Framsóknarmenn hafi
á neinum sviðum sýnt yfirburði f fram-
kvæmdum, dugnaði og stórhug innan
þjóðfélagsins fram yfir þá menn, er
til íhaldsflokksins tcljast, frekar hið
gagnstæða. Aftur á tnóti virðist meira
bera á vantrausti hjá þeim samherjunum
á landinu, þjóðinni og hæfileikum
sínum til þess, að ráða fram úr erfið-
um viðfangsefnum, þegar á reynir. Sá
stjórnmálaflokkur, sem er að tapa
trúnni á framtíðarmöguleika lands síns
og þjóðar, þó hún búi við núverandi
þjóðskipulag, hann siglir með Ifk í
lestinni og er ekki vænlegur til fylgdar.
Reynslan hefir sýnt það, að íslenzka
þjóðin hefir tekið stórfeldum framför-
um á síðustu 30 — 40 árunum, þó
hún hafi búið við núverandi þjóð-
skipulag. Rað er því engin ástæða
til að vantreysta því, að hún geti
blómgvast og blessast framvegis, þó
ekki sé breytt til meira en eðlileg
framþróun þess sjálfs útheimtir. Ihalds-
menn hafa trú á, að reynslusannindin
sé meira virði í augum skynsamra
manna en hugsjónir einar og skýja-
borgir. Reir hafa þá trú, að meiri-
hluti kjósenda líti þannig á málin.
Reir hafa trú á landið og þjóðina og
traust á sjálfum sér. Reir líta því
ókvíðnir til kösninganna á morgun, —
og að hausti komandi — og hafa
fylstu ástæðu til að vonast eftir, að
málstaður þeirra reynist sigursælli en
hinna vantrúuðu andstæðinga, þó sam-
einaðir séu — vegna þess að þjóðin
er þrosknð og kann fótum sinum
forráð.
J-
••
„Dap“ ósannifldanna.
Dagur, ræfillinn, þorði ekki að sýna
sig í gær, útkomudag sinn, og lá þó
fullprentaður í prentsmiðjunni. Óttinn
við að íslendingur mundi spilla kosn-
ingagraut hans, svo að hann geugi
ekki í kjósendurna, kæmi hann ísl. fyrir
augu svo tímanlega, að hægt yrði að sinna
honum, mun ástæðan. Nú þegar blaðið
á fimta tímanum er að fara í piessuna,
berst Dagur loks í hendur ritstjórans.
Blaðinu er ekki hægt að gera full
skil úr þessu, enda raunar fátt í því
svaravert. Mestmegnis er það jórtur
gamalla ósanninga og skammir um
ritstjóra ísl., og er hvorutveggja aum-
legt kosninga«innlegg», en samboðið
þeim mannræfli, sem gegnir því ó-
þverraverki í íslenzkri blaðamensku, að
vera tilberi Jónasar frá Hriflu.
Aðeins skal hér drepið á helztu ó-
sannindin.
Blaðið segir, að ísl. hafi sagt, að
Framsóknarflokkurinn »vilji uppræta
bæði þjóðrækni og ættjarðarást úr
hjörtum lýðsins«, er þetta tilhæfulaust.
Það, sem ísl. sagði, var, að óþarfi
væri fyrir Framsókn að státa mikið af
ættjarðarást og þjóðrækni og krefjast
fylgis á þeim grundvelli, meðan flokk-
urinn væri í bandalagi við kommún-
ista, sem væru staðnir að því, að vilja
uppræta þjóðrækni og ætfjarðarást úr
hjörtum lýðsins. Og því til sönnunar
voru tilfærð ummæli leiðtoga Rommún-
ista, og sem að Verkamaðurinn hefir
játað rétt vera. Og sú staðhæfing
blaðsins, að íhaldsflokkurinn og blöð
hans stingi jafnan metnaði þjóðar sinn-
ar og hagsmunum hennar undir stól,
séu útlendingar annars vegar, er svo
Iúaleg og lúsablesaleg aðróttun, að
ritstj. Dags er hún einum sæmandi.
Það er satt, að þeir menn, sem fylla
íhaldsflokkinn nú, hafa jafnan stutt
íslandsbanka, og að hann var upp-
runalega stofnaður með erlendu fé. En
hvar værum viðstaddir, ef við hefðum
ekki fengið íslandsbanka? Það er honum
að þakka og því fjármagni, sem við
fengum inn í landið með honum, mest-
ar þær framfarir, sem orðið hafa í
landinu síðustu 20 árin. Nú er bank-
inn kominn undir inlenda stjórn og
það eru íslendingar, sem þar hafa
töglin og hagldirnar. Að íhaldsblöðin
hafi varið stærsta okurhring veraldar-
innar, »Standard Oil«, og viljað ofur-
selja honum vélbáta- og vélskipaút-
gerðina, er stórlýgi, sem er marghrak-
in. thaldsflokkurinn og blöð hans vildu
hafa olíuveizlunina frjálsa, en hvorki
hafa hana einokaða hjá »Standard oil«
eða British Petroleum Co., þar sem
Landsverzlun hafði bundið sig á klafa.
Og það hefir sýnt sig, að íhaldsflokk-
uiinn barðist hinni góðu baráttu. Síð-
an að olíuverzlunin var gefin frjáls,
og hver og einn gat kept við Lands-
veizlun um olíu, hefir verð hennar
lækkað um ca. 15°/o. Þessa lækkun á
vélabátaútgerðin íhaldsflokknum að
þakka.
Þeir menn sem að því studdu að
veizlunin var gefin frjáls, og þjóðin
losuð af einokunarklafanum enska,
hafa því unnið sjávarútveginum ómet-
anlegt gagn.
Dagur biður menn að minnast þess,
að ísl. sé orðinn bannblað. Raunar
bætir hann því við, að það sé að-
eins falsháttur og vesalmannleg at-
kvæðaveiði. Ritstj. ísl. lýsir því hér-
með yfir, að aðstaða blaðsins til
bannmálsins er hin sama og hún hefir
allaf verið undir hans stjórn. Það,
sem hann hefir til málsins lagt í
þessum kosningum, er aðeins að benda
á hræsni þá og tvöfeldni, sem lýsti
sér hjá sumum mönnum Reglunnar, —
sem talið hafa bannmálið sitt *hjartans-
mál«, er bæri að setja ofar öllu öðru,
— er þeir nú beittu sér á móti kosn-
ingu Jónasar læknis, — manns, sem
skipaði helztu tiúnaðarstötf Stór^úk-
unnar, og hvettu menn til þess að
kjósa heldur non-templar. Að prenta
upp meðmæli Stórtemplars með Jónasi,
var gert til þess, að moldviðri »með-
bræðranna« vilti mönnum ekki sýn
á aðslöðu hans til Replunnar og bann-
málsins. — Aðrar aðdróttanir blaðs-»
ins í garð ritstj. ísl., svo sem um
heimsku, og upplapning úr öðrum
blöðúm, ér óþarfi að svara, en benda
má þó ritstj. Dags á það, að ekki
eru margar vikur síðan, að hann lýsti
því yfir í blaði sínu, að ritstj. ísl.
væri sæmilega greindur og dável
pennafær. Svo er út talað um það.
En hvað sem öllum þessum róg og
lyga vaðli viðvíkur, þá nær blaðið þó
hámarki ósvífninnar, er það þykist vera
að berjast fyrir bættum og betri kjör-
um verkalýðsins. Hvenær hafa menn
þeir, sem ritstjórinn er hjú hjá, sýnt
það í verkinu, að þeim sé ant um
verkalýð kaupstaðanna. Og hvað mikla
atvinnu hefir t. d. Kaupfél. Eyf. veitt
bæjarbúum, þó að það hafi haft hana
nóga. Hafa það ekki venjulegast ver-
ið utanbæjarmenn, sem hennar hafa
orðið aðnjótandi, nema þá við »gæru-
rotunina* og þar hefir kaupgjaldinu
verið þrýzt niður fyrir það kaupgjald,
sem taxti verkamannafélaganna fyrir-
skípaði. Nei, verkafólkið í kaupstöð-
um hefir hlotið svívirðingar í orði og
verki af ýmsum helztu Framsóknar-
görpunum, en stuðning — aldrei.
Og ritstj. Dags er þó sá maðurinn,
sem verkamenn Akureyrar fyrirlíta
mest allra, og er það að maklegleikum.
Símskeyti.
(Frá Fréttastofu (slands.)
„ Rvík 21. okt.
Útlend:
Frá Osló er símað, að þjóðar-
atkvæðagreiðsla hafi ný farið fram
í Noregi um bannlögin og hafi úr-
slitin orðið þau, að meiri hluti þjóð-
arinnar krefst afnám þeirra. Féllu
410,000 atkvæði með lögunum, en
525,000 atkvæði móti þeim. Lykke
stjórnarformaður leggur fyrir þingið
frumvarp um afnám bannlaganna. —
Norska krónan hækkar stöðugt.
100 norskar krónur nú skráðar 112
íslenzkar; búist við gullgengi bráð-
lega.
Frá London er símað, að þangað
séu komnir allir stjórnarformenn
sjálfstjórnarnýlenda Bretaveldis til
að sitja ráðstefnu, er ræði merkustu
málin er snerta afstöðu nýlendanna
til Englands.
Frá París er símað, að merkustu
fjármálamenn Evrópu og Ame-
ríku hafi undirskrifað yfirlýsingu,
sem telji nauðsynlegt til viðreisnar
fjármálum og viðskiftalífi Evrópu,
að afnema allar hindranir frjálsrar
alþjóðaverzlunar, einkum tolla og
innflutnings- og útflutningshöft.
Hvetur yfirlýsingin stjórnmálamenn
allra Ianda að styðja viðleitni þar
að lútandi.
<§>®
Úr heimahögum.
Kirkjan. Síðdegismessa kl. 5 á sunnu-
daginn.
Landskjörið fer fram hér í bænum í
Samkomuhúsinu og hefst kosningarathöfn-
in kl. 12 á hádegi á morgun, en '/» úmi
Iíður vafalaust áður en atkvæðagreiðslan
' getur byrjað.
Hjúskapur, f gærkvöldi voru gefin sam-
an í hjónaband af sóknarprestinum ungfrú
Málfríður Friðriksdóttir símamær og Krist-
ján Kristjánsson bifreiðastöðvareigandi.
Hjónaefni. Hjúskaparheit sitt hafa ný-
lega opinberað ungfrú Sigurbjörg Jóhanns-
dóttir frá Djúpavogi og Jón Sigtryggsson
sjómaður héðan úr bænum.
Mannalát. Á miðvikudaginn andaðist í
Reykjavík Egill Jacobsen kaupmaður. Var
hann einn af helztu kaupmönnum höfuð-
staðarins, og rak einnig verzlun hér í bæn-
um. Þá er nýlátin ekkjan Sigmunda Sig-
mundsdóttir í Helgárseli i Qarðsárdal, hin
mesta dugnaðarkona. Lék mikið orð á
því að hún væri skygn og leituðu margir
hennar af þeim ástæðum og, fanst mikið
um. Hún var 57 ára.
Merkjasala. Stórstúka Islands hefir feng-
ið leyfi ríkisstjórnarinnar til þess að selja
hátíðamerki á morgun, 1. vetrardag, til
ágóða fyrir útbreiðslusjóð Reglunnar.
Merkin verða seld á götunum og eru að
sögn mjög smekkleg.
Frimann B. Arngrimsson varð 71 árs
17. þ. m. Er hann nýkominn úr rannsókn-
arferð vestan úr Skagafirði. Lét haun hið
bezta af viðtökunum þar.
Herbergi
með miðstöðvarhita er til leigu nú
þegar fyrir einhleypa. Prentsmiðjan
á Oddeyri vísar á.
Mullers-skóli U. M. F. A.
tekur til slarfa miðvikudaginn 27. óktóber. Kenslugrein hina sama og síðast-
liðinn vetur. Ef nægileg þátttaka fæst, mun emnig framhaldsnámsskeið fyrir
eidri nemendur skólans byrja um sama leyti. Væntanlegir þátttakendur snúi
sér sem fyrst til annarshvors undirritaðra eða kennara skólans, Magnúsar Pét-
urssonar, sem gefur allar nánari upplýsingar.
Jón Björnsson. Gunnar Thorarensen.