Íslendingur - 03.12.1926, Blaðsíða 3
ISLENDINOUR
3
Úr heimahögum.
Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn.
Málverkasýning Freymóðs Jóhannssonar
þólti hin fegursta. Voru þar sýnd milli
30—40 málverk og voru mörg þeirra
forkunnar fögur, sérstaklega sumar lands-
Iagsmyndirnar. Af mannainyndum var bezt
myndin af Jóhanni Sveinbjörnssyni frá
Botni. Hún var hreinasta fyiirtak. Frey-
móði hefir farið síórum frarn síðan hann
sýndi síðast og má nú óhætt telja hann
í tölu hinna efnilegri listmálara vorra.
Kvöldskemiun ætlar kvenfélagið »Frani-
tíðin» að halda á sunnudagskvöldið til
arðs fyrir gamalmennahælissjóð sinn.
Verður sérstaklega til hennar vandað, og
þar sem hér ræðir um að styðja gott mál-
efni, ættu bæjarbúar að fjölmenna þangað.
Kolaskip, »Activ», kom um helgina ineð
kol til Höepfnersverzlunar, Kaupfél. Eyf.
og Ragnars Ólafssonar, 150 sniál. alls.
lsland kom hingað á mánudaginn og
fór aftur næsta dag, austur um land til
útlanda. Hingað kom með skipinu frá út-
löndum ungfrú Valgerður Björnsdóttir og
Arthur Gook trúboði. Til útlanda fór með
skipinu Jón Stefánsson kaupm.
Látinn er hér á sjúkrahúsinu Níels Jó-
hannsson, tengdafaðir Ki'istjáns Kristjáns-
sonar simaverkstjóra, 76 ára gamall.
Akureyrarbió sýnir á sunnudagskvöldið
kemur kvikmynd sem heitir >Iiin týnda
Paradís* og fer af lienni mikið orðið. Á
laugardagskvöldið verður •Haförninn«
sýnd í síðasta sinn.
Þýzkur konsúil hér við Eyjafjörð er
Sig. Ein. Hlíðar, dýralæknir, nýútnefndur.
Leiöréiting. í Hveravallaförinni í síðasta
blaði stóð: að lagt hafi verið upp frá
Sauðárkróki kl. 2 e.h., álti að vera kl. 4 e h.
*Norrön Helg« heitir jólahefti útgefið
af jslendingahúss-nefndinni í Osló og. er
ritstjóri þess Fredrik Paasche prófessor.
1 ritið skrifa sum helztu skáld Norðmanna,
eins og Johan Bojer og Sigrid Undset og
ýmsir góðkunnir ísl. rithöfundar. — Fjöldi
fallegra mynda frá tslandi, efíir stein-
prentuðum myndum frá því um 1810.
Jólahefti þetta er í alla staði hið eiguleg-
asta. Ágóðinn af sölu þess gengur í Ís-
lendingahúss-sjóðinn. Heftið kostar kr 2,50.
Fæst það í bókaverzlununum hér.
«9
Brvnjólfur Árnason
hefir í síðustu blöðum íslend ngs ver-
ið að reyna að koma þeirri skoðun
inn hjá lesendum blaðsins, að mjer
hafi orðið eitthvað m;kið á í þeim
viðskiftum við H, Westergaard, sem
hann hefir þar gert að umræðuefni.
Fyrst ritaði hann um þetta á þá leið,
að lesendur hlutu að fá þá skoðun,
að eg hefði í raun og veru boðið H.
W. mútur, eða eilthvað nálægt því.
í síðari grein sinni heldur hann að
vísu ekki þessu fram lengur. Viður-
kennir hann þar, að eg hafi ekki ætl-
asl til, að farið yrði bak við hina
réttu aðila (eigendur Oddeyrarinnar),
heldur hafi þeir þvert á móti sjálfý-
átt að taka ákvörðun um söluaðferð-
ina, og fá allan ágóðann af þeirri
söluaðferð, sem um var að ræða, að-
eins að frádregnum ákveðnum hundr-
aðshluta, sem ómakslaun til mín og
H. W. fyrir að annast söluna á þann
hátt, sem stungið var upp á. í aug-
um allra óheitnskra manna er þar
með útilokað, að nokkuð hafi getað
verið óhreint eða óviðeigandi í uppá-
stungu minni til H. W.
Samt sem áður gefur B. Á. enn í
skyn, að þesssar tillögur mínar hafi
verið til muna athugaverðar, »ófram-
bærilegar« og »ómóttækilegar«. Virð-
ist tilgangur hans sá, að með því, að
halda áfram að hamra á slikum slag-
orðum, þótt engin rök fylgi, muni
hann geta viðhaldið þeirri trú hjá
grunnhygnu fólki, að eiithvað grugg-
ugt hafi þó verið við framkomu mína
i þessu máli.
Hitt er ólíklegra, að B. Á. sé svo
heimskur sjálfur, að hann í raun og
veru álfti það ófi£.mbærilega uppá-
stungu til H. W., að hann skyldi
benda eigendum hinna umræddueigna
á aðferð til þess, að fá sem hæst
verð fyrir eigrnr sínar. Aðferð, sém
á engan hátt var óviðfeldin eða
óvenjuleg, en aðeins skynsamlegti og
ábatavænlegri fyrir eigendur en sú,
sem H. W kvaðst hafa hugsað sér,
en var þá í raun og veru fyrir löngu
búinn að framkvæma, þegar um þetta
var rætt, eins og síðar kom í Ijós. —
Ef B. Á lítur þanm'g á málið, sem
hann lætur í veðri vaka, er hann
ekki gáfaðri en af er látið alment, og
et þá mikið sagt.
Böðvar Bjarkan.
•o
.....Illlln........................................'"lllll»-»"IUIIii'-"Ul||i,<-"llllli»-<
• ORGEL-HARMONIUI í
j j
= frá kgl. hirðsala O. Lindholm í Borna-Leipzig eru áreiðanlega fjölbreytt- |
^ ustu, beztu og ódýrustu harmonium, sem völ er á. Hafa pann meginkost, J
\ að þau eru búin til af þýzkri snilli. Verðlaunuð af mörgum sýningum í \
§ Pýzkalandi og viðar. Eru óvenjulega hljóntfögur og um leið hljómsterk. I
i Undirritaður hefir nú og framvegis fyrirliggjandi hér á Akureyri allflestar j
f algengustu tegundir heimila-harmonium. Útvega annars eftir beiðni hvers- I
§ konar Orgel-Harmonium fyrir: kirkjur, skóla, samkotnuhús o. s. frv. öll- é
\ um fyrirspurnum svarað greiðlega og upplýsingar gefnar. Sendi verðlista 1
f nteð myndum, ef óskað er. \
ÞORST. THORLACIU S.
=e s
W 1
Ó"|llllli»',,",llllli......
Ný tegund, er
Fílsplástur heitir,
hefir rutt sérbraut
um víða veröld.
Linar verki, eyðir
gigt og taki. Fæst í
Lyfjabúðum.
Næstu viku verður byrjað
að selja útsprungna
„Tulipana“
í Gróðrarstöð Ræktunarfél. Norðurl.
(Pantið í tíma blóm til jólanna.)
Saitdsigtisbotnaefni
nýkomið.
Tómas Björnsson.
Jólagjafir.
Margir munir sérlega fallegir og
eigulegir, hentugir til jólagjafa.
Bókaverzlun Kr. Guðmundssonar.
Hurðarhandgrip marg. teg.
Hurðarhengsli
Blaðlamir
Kantlamir, mess, og járn
Skrúfur allsk., mess. og járn
Lásar allskonar
fást hjá
Tómasi Björnssyni.
»B«-
og athugið þar ótal fallega hluti,
sem þar eru á boðstólum til jóla-
gjafa. Leikföng í afar stóru úrvali.
Ilmvötn, handsápur, tösku, veski,
buddur, fyrirtaks vandaðar klukkur,
borðlöbera og ljósadúkar afar ódýra,
Grammophonar og ágætar p'lötur,
Púðaver, áteiknuð, »Bridgeblokke«,
jólakort, serviettur, saumakassar,
naglakakassar, kínversk bollapör og
ótal margt fleira.
RYBLS B-DEILD.
Nýtt! Nýtt! Nýtt!
Með e.s. ísland fékk eg afar-stórt úrval af hæst-
móðins kvenkápum með og án skinnkraga; kápur
þessar eru flestallar »model«-kápur og eru úr
ágætis efni, en afar ódýrar. Einnig komu afar
fjölbreytt úrval af allsk. nýmóðins prjónavestum
og golftreyjum fyrir dömur og börn. Ennfremur
fyrirtaks góð og falleg ullar-herravesti, afar ódýr
Tricotine-dömuundirkjólar, karlm.-nærföt úr príma
kamgarni og þykk vetrarnærföt, kvenbuxur, misl.,
afar ódýrt hæslmóðins efni í sparikjóla og ball-
kjóla, sérlega fallega kven-vetlinga, telpuprjóna-
húfur af nýjustu gerð og ótal margt fleira af
mjög hentugum vörum til jólagjafa.
BALDV. RYEL.
Hér með
er alvarlega skorað á alla þá,
er skulda útbúi Landsverzl-
á Akureyri, að greiða skuldir
sínar fyrir 15. des. n. k.; annars verða þær* skuldir, sem ekki
eru greiddar, eða á annan hátt fullnægt fyrir þann tíma, afhent-
ar lögmanni til innheimtu.
Öllum tómum stáltunnum, er viðskiftamenn útbúsins hafa
að láni, ber þeim að skila fyrir 31. des. n. k.
Akureyri 3. des. 1926.
Útbú Landsverzlunar.
\ i birgðakönnunar og reikningsskila verð-
\/ M |j ur engin steinolía afhent frá útbúi
KJ Landsverzlunar á Akureyri frá 20. des.
n. k. til 10. janúar 1927, að báðum dögum ineðtöldum.
Akureyri 3. des. 1926.
Utbú Landsverzlunar.
MORS0 "eldavélar eru beztar til matsuðu.
— — — — — bökunar.
— — — eldiviðardrýgstar.
— — — smekklegastar.
— — — sterkastar.
— — — beztar.
Ábyrgð tekin á, að vélarnar reynist vel.
3 stærðir fyrirliggjandi hjá
Tómasi Björnssyni.
Prentsmiöja Björns Jónssonar.