Íslendingur - 21.10.1927, Síða 1
Taisími 105.
Riístjóri: Gunnl. Tr. Jónsson.
Strandgata 29.
XIII. árgangur.
Akureyri, 21. október 1927.
45. íöiubl.
AKUREYRAR BIO
Laugardagskv. kl. 9:
r r
I lizmmu PARISAIIORGAI
7 þátta gamanmynd. — Aðalhlutverkið leikur:
CORINNE GRIFFITH.
Sunnudagsvöld kl. 9:
Krókur á móti bragði.
7 þátta gainanmynd. — Aðalhlutverkin Ieika:
Colleen Moore og Conway Tearle.
Ættjarðarást.
i.
Málgagn Alþýðuflokksins hér á
Akureyri, Verkamaðurinn, hefir af
veikum mætti reynt að verja það fá-
heyrða gerræði flokksleiðtoga sinna,
að hafa þegið fjárstyrk frá erlendum
stjórnmálaflokki til stjórnmálastarf-
semi hér á landi. Tönglast blaðið
stöðugt á því, að þessi fjárstyrkur
sé aðeins bróðurleg samhjálp, —
og samhjálp Jafnaðarmanna sé nú
einu sinni svo víðtæk, að hún nái
inn á öll svið, og þá ekki sízt til
stjórnmálastarfsemi flokksbræðranna
í þeim löndum, sem jafnaðarmanna-
hreyfingin sé enn þá veik, — líkt
og eigi sér enn þá stað hér á landi.
t>ó er nú eins og blaðinu sé það
ofraun, að horfast í augu við þann
sannleika, sem hér blasir við, að
með fjárstyrk þessum til Alþýðu-
flokksins er útlendur stjórnmálaflokk-
ur farinn að seilast inn í íslenzkt
stjórnarfar og hefir gert Alþýðuflokk-
inn háðan sér. — Finnur blaðið það
glögt, að hér er hætta á ferðum
fyrir pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar,
en reynir að breiða yfir hana með
því, að skýra fyrir mönnum, að
Jafnaðarmenn skoði skyldur sínar
við ættlandið í öðru Ijósi en borg-
araflokkarnir geri, og að ætijarðar-
ástin sé með öðrum hætti hjá Jafn-
aðarmönnum en öðrum flokkum, —
hún sé langtum »víðfeðmari«. —
Þetta á að réttlæta fjörráðin við
sjálfstæði ættjarðarinnar.
»Ættjarðarást Jafnaðarmanna er
bundin við f ó 1 k i ð, sem lönditi
byggib en ekki afmörkuð landsvæði«,
segir Vkm. — »t>eirra ættjörð er
heimurinn allur«. — Þetta er óheil-
brigð kenning og skaðleg. Alveg
eins og enginn á nema eina móð-
ur, á enginn nema eina ættjörð, —
takmarkað landsvæði, og eins og
góður sonur elskar móður sína
framar öllum öðrum mannlegum
verum, elskar hann einnig ættjörð-
ina sína framar öllum öðrum lönd-
um. Svo »víðfaðma« er ástin ekki,
að hún geti náð til allra mæðra og
allra landa. — Alheimsástin, sem
Vkm. státar af, er skálkaskjól þeirra
manna, sem vita sig brotlega við
ættjörð sína.
II.
Þá er Vkm. að reyna að telja
mönnum trú um, að íhaldsflokkur-
inn sé engu betri en Alþýðuflokk-
urinn í þessum efnum. Leiðandi
nienn hans séu með sífeldu daðri
og dekri við útlendinga og reki er-
indi þeirra, sumir hverjir. — Öllu
má slá fram, er í nauðirnar rekur,
en sannanir hirða vændismenn
sjaldnast um að færa fyrir aðdrótt-
unum sínum, eða skýra málin svo,
að hið rjetta komi í ljós. Yrði þá
líka lítið úr ásökunum þeirra.
Fyrir nokkrum árum var mikið
talað um tvær stefnur hér í landi,
sem kallaðar voru » i n n i 1 o k u n-
a r s t e f n a « og »opingátta-
s t e f n a «; var það aðallega út af
sölu fossa og vatnsréttinda að deilt
var. Eins og allir vita, munu fá
lönd ríkari af fossaafli en ísland, og
eru því hér ágæt skilyrði til iðnað-
ar. Gæti ísland á tiltölulega fáum
árum orðið stóriðnaðarland, ef auð-
magn væri fyrir hendi að hagnýta
sér hin ágæfu skilyrði landsins.
Fylgjendum »innilokunarstefnunnar«
reis hugur við þeirri tilhugsun; ótt-
uðust, að af útlendingum, sem hing-
að mundu streyma, myndi þjóðern-
inu háski búinn og þjóðin úrkynj-
^ast við sambúðina. Vildu þeir því
reisa múr við hættunni og banna
sölu vatnsréttinda til iðnreksturs.
— Fylgjendur opingáttastefnunnar
stóðu þar á öndverðum meiði; vildu
létta undir með, að hér gæti risið
upp iðnaður, og kváðust engan
kvíðboga bera fyrir því, að þjóð-
erni vort biði hnekki, þótt svo yrði.
íhaldsflokkurinn var ekki til, er
um þetta var deilt, en ýmsir af þeim,
sem þar eru nú framarlega, voru
fylgjendur »opingáttastefnunnar«.
Þessum mönnum er það ljóst, að
eini vegurinn til þess að hér geti
komist upp iðnaður að marki er sá,
að nægilegt auðsafl fáist inn í landið
til þess að virkja fossa og koma
upp orkuverum og verksmiðjum. —
Fleiri þjóðir en íslendingar hafa
orðið að fá erlent fé til þess að
geta notfært sér gæði landsins síns,
t. d. Norðmenn og Finnar. Eiga
bæði Englendingar og Þjóðverjar
mikið í norskum og finskum iðn-
aðarfyrirtækjum, og hefir það á eng-
an hátt sýnt'sig, að þjóðum þess-
um hafi stafað hætta af hinu að-
fengna fé eða um yfirgang hafi verið
að ræða af hálfu fjárveitenda. Því
skyldi þá frekar hætta vera á ferð-
um fyrir okkur íslendinga, þó að
farið væri að dæmi þessara þjóða?
Þannig hugsa þeir, sem þessari
stefnu fylgja, og það eru fleiri en
íhaldsmenn. Sumir af helztu mönn-
um Framsóknarflokksins eru sömu
skoðunar, og ýmsir af Jafnaðar-
mönnum líta eins á málið.
Þóft deila megi á þessa stefnu,
sjá þó allir, að það er sitthvað að
vinna að því, að erlent fé komi inn
í landið til þess að efla atvinnuveg-
ina og skapa hér fjörugra og fjöl-
breyttara atvinnulíf, heldur en fé-
sníkjur Alþýðuflokksleiðtoganna til
stjórnmálaundirróðurs. Miðar fyrri
viðleitnin að því, að gera landið
betra, byggilegra og voldugra, en
hin síðari miðar að niðurlæging
þess og sjálfstæðishnekki.
Á hvora hliðina sýnir ættjarðar-
ástin sig ljósar?
C5C
Prestskosning
á að fara hér fram sunnudaginn
6. nóvember n. k. Umsækjendur eru
prestarnir 4, sem áður hefir verið getið
um að sækja myndu.
Sacco 09 Vanzetti.
Ekkert sakaniál hefir nú um langan
aidur vakið jafn inikla athygli um heim
alláti og morðmálið í Bandaríkjunum
gegn ítölsku stjórnleysingjunum, Sacco og
Vanzc.tti, er lyktaði með því, að þeir voru
af lífi teknir. — Menn þessir voru kærðir
fyrir niorð á tveimur mönuum og fyrir að
hafa rænt J>á miklu fé, en við rannsókn
málsins sannaðist ekkert um sekt ítaianna
og voru þeir dæmdir til dauða eftir líkum
einum. — Fram í andlátið héldu þeir fast
fram sakleysi sínu, og fjöldi maniis er
þeirrar skoðunar, að hér sé um dóms-
morð að ræða. Og rekstur málsins var
þannig, að hann hefir sett óafmáanlegan
blett á réttarfar Bandaríkjanna.
Jafnaðarmenn og Kommúnistar um heim
allan hafa hagnýtt sér morðmál þetta og
aftöku þessara manna til æsinga- og bylt-
inga-undirróðurs, og jafnvel á sumum
stöðum framið hin svívirðilegustu hryðju-
verk á al-saklausu fólki, til hefnda fyrir
>dómsmorðin amerísku,« er þeir kalla svo.
Blöð þeirra og ræðumenn hafa hamast
dag eftir dag og viku eftir viku og bent
á >blóðsporin«, er vísuðu leiðina til þjóð-
skipulagsbyltingar. — Réttarfarshneyksli
sem þetta hrópaði um hefnd í himininn
inn.
En það eru mörg fleiri réttarfarshneyksl-
in og blóðsporin, sem hrópa um hefnd,
og það þúsundfalda á við þá, sem Jafn-
aðarmennirnir og Bolsararnir hrópa nú
upp með, en þar um þegja þeir, því að
þeir viðburðirnir hafa aðallega gerst í
landi, sem hefir þeirra þjóðskipulag,
Rússlandi. — Tugir þúsunda af al-saklausu
fólki, börnum, kouum og körlutn, hefir
verið kvalið þar og deytt, en kveinstafir
þessa fólks hafa ekki hrært hjörtu eða
hugi hinna vjðkvæmu Jafnaðarmanua og
Bolsa, utan Rússlands, svo mikið, að þeir
hafi vítt hina rússnesku skoðanabræður
sína, hvað þá hrópað um hefnd til himna
yfir blóðverkuin þeirra.
Og þótt að tveir umkomulitlir útlend-
ingar, sem væru af öðru pólitisku sauða-
húsi, sættu sömu örlögum á Rússlandi og
þeir Sacco og Vanzetli urðu að sæta i
Bandaríkjunum, myndu Jafnaðarmenn þeir
og Kommúnistar, sem hæðst tala nú um
>dómsmorðin« í Bandaríkjunum, engum
mótmælum hreyfa eða finna nokkuð að-
finsluvert við rússneska réttarfarið.
Þá myndi algerð þögn ríkja í þeirra
beimi,
Utan úrheimi.
Tannenbergs-ræða Hindenburgs.
Fyrir skömmu afbjúpaði Hinden-
burg Þýzkalandsforseti í Tannenberg
á Austu Prússlandi afarmikinn minnis-
varða yfir þýzka hermenn, er féllu í
stríðinu mikla. Við Tannenberg hafði
Hindenburg og þýzki herinn unnið
mikinn sigur á Rússum í ágústmánuði
1914, en svo dýrkeyptur var þó sig-
urinn, að um 50 þús. Þjóðverjar lágu
eftir dauðir á vígvellinum. — Við af-
hjúpun minnisvarðans flutti Hinden-
burg stutla ræðu, en sem vakið hefir
feikna athygli og sætt afarhörðum
dómum utan Pýzkalands. — Lýsti
hann yfir því í ræðunni, að Pjóð-
verjum hefði verið þröngvað í stríðið
og mótmælti afdráttarlaust, að þeir
bæru hina minstu ábyrgð á því. —
»Það var ekki« — komst forsetinn
m. a. að orði — »af öfund eða hatri
eða löngun til sigurvinninga, að vér
gripum til sverðsins, heldur til þess
að verja hendur vorar gegn óvina-
fjöld. — Hreinhjartaðir gengum vér í
stríðið til þess að verja föðurlandið
og með hreinum höndum var brand-
!■■■■■ Nýja Bió ■■■■■
Laugardagskv. kl. 9:
Kven-hnef-
leikarinn.
Kvikmynd i 7 þáttum.
Aðalhlutverkið leikur:
Gloria Swanson.
A V. 1. og 7. þáttur myndaðir
með náttúrlegum litum.
Aukamynd.
Su^nudagskv. kl. 9:
Konungleg ást.
Sjónleikur i 8 þáttum, frá Zelnik-
Film Berlin.
Aðalhlutverkin leika:
Lya Mara og Harry Liedtke.
Kvikmyndin er tekin á hinu fagra
Wienerwald og í Vínarborg, og er
gull-falleg.