Íslendingur - 21.10.1927, Qupperneq 2
ÍSLENDINGUR
Fyr i\r 1 ig-gj and ii
Hveiti
Baunir
Kaffibætir L. D.
Kakao
Gerduft.
urinn borinn af hinum þýzka her. —
Hvenær sem er, er Pýzkaland þess
albúið, að leggja fram fyrir óhlut-
dræga dómara sannanir þess.« Frönsk
og belgisk blöð eru æf yfir ræðunni
og hafa bent á hin helztu ofbeldis-
og hryðjuverk Rjóðverja í styrjöldinni,
og Jaspar, stjórnarformaður Belgíu,
hélt nýlega afarharðorða svarræðu
gegn Hindenburg í Ostende, og lýsti
því, hvernig hinn »hreinhjartaði«,
þýzki her hefði leikið hlutlausa og
alsaklausa þjóð — Belgíumenn — og
land þeirra. — Ensk blöð telja líklegt,
að ræða Hindenburgs spilli stóruin
fyrir friðarmálum í Evrópu.
<§>®
Símskeyti.
(Frá Fréttastofu íslands.)
Rvík 20. okt. 192*
Utlend:
Frá Oslo: Kosningar til Stór-
þingsins fóru fram á mánudaginn
og urðu úrslitin þau, að kosningu
hlutu 33 hægrimenn, 26 bænda-
flokksmenn, 30 vinstrimenn, 58
verkaflokksmenn og 3 kommúnist-
ar. Við þingrof stóðu flokkarnir
þannig: 54 hægrimenn, 34 vinstri-
menn, 23 bændaflokksrnenn, 32
verkamannaflokkurinn og vinstri
jafnaðatmenn (þessir flokkar hafa
nú sameinast), 6 kommúnistar og
2 gerbótamenn. Hægrimenn hafa
þannig tapað um 21 þingsæti og
verkamenn unnið 26 þingsæti og
er sigur þeirra talinn mikið að
þakka, að jafnaðarmenn og »norski
verkamannaf!okkurinn« runnu sam-
an í einn flokk, en voru andvígir
hvor öðrum við kosningarnar 1924.
— Búist er við, að Lykke-stjórnin
(hægrimenn) sitji við völd, þar til
þing kemur saman í janúar. — Blöð
hægrimanna leggja til, að hægri-
menn, vinstrimenn og bændaflokk-
urinn myndi samsteypustjórn, en
»DagbIadet«, aðalmálgagn vinstri-
manna í Oslo, álítur, að verkamönn-
um beri að mynda stjórnina.
Frá Berlín: Búlgarskir Makedóníu-
menn réðust nýlega inn í Júgóslavíu
ffg gerðu tilraun til þess að sprengja
hergagnabúr þar í loft upp, en mis-
hepnaðist.
margar tegundir í ýmsum litum nýkomið.
Verðið lágt.
Verzl. Eiríks Kristjánssonar.
Ódýrir inniskór
nýkomnir í
Skóverzlun Sig. Jóhannessonar.
peir, sem ætla að taka tíma
hjá mjer í vetur i Orgel-Harmoniuinleik,
jtnni mig hið fyrsta.
Jón Hallur.
Gorgeir og fiónska.
Líklega er ekkert blað á landinu
skrifað á eins lélegri íslenzku eins
og »Verkamaðurinn«. Eiga þar sam-
mérkt um ritmenskuna »Iærði« maður-
inn, Steinþór Guðmundsson barna-
fræðari, og ritstjórinn sjálfur, Halldór
Friðjónsson. Málníðslan á blaðsnepl-
inum er svo ógurleg, að manni dettur
í hug, að þessir höfuðritarar blaðsins
hafi, frá upphafi vega sinna, verið
undir stjórn útlendinga, eða öllu falli
undir stjórn »leppa«-útlendra manna,
þeim hafi verið þrælað fram og aftur
af »leppunum«, skipað á útlendu-ís-
lenzku hrognamáli, þangað til sálar-
tuskan var orðin svo »smituð«, að
áhrifin úr þrælkuninni gengu aftur í
Verkamanninum. Og svo gorgeirinn
í þessum greyum! Síðasta sýnishorn-
ið er í Vkm. á þriðjudaginn er var.
Ragnar Ólafsson lýsti nýlega yfir
því í blaðagrein, að hann hefði ávalt
ætlað sér að stuðla að því, að Akur*
eyrarbær gæti eignast Oddeyrina með
sem beztum kjörum. Hann færði
jafnframt nánari rök fyrir því, að hann
hefði gert það, það er að segja, hann
vildi hjálpa bænum til að eignast þann
hluta Oddeyrar, sem menn álitu bæn-
um nauðsynlegast að eignast.
Ölluin hér í bæ eru sölutilboð
Ragnars Ólafssonar svo kunn og úr-
slit málsins sömuleiðis, að það þýðir
ekki lengur að þræta um það, sem
öllum er nú Ijóst, að bærinn gat ekki
keypt Oddeyrina á þann hátt, að eiga
að borga hana út. Og hann gat það
heldur ekki í íyrra, nema þá að það
hefði verið með hjálp Ragnars Ólafs-
sonar. Bærinn gat ekki fengið pen-
ingana sem þurfti, til að borga með.
Halldór Friðjónsson og Steinþór
barnafræðari og flokksmenn þeirra í
bæjarstjórn, gátu ekki útvegað fé til
kaupanna í bæjarins nafni. Bví að
engum dettur víst í hug að efast um,
að þeir hefðu gert það, ef þeir hefðu
getað. Og þá ætla eg á algengu
»leppa«-máii sagt, að »slá þviföstu«að:
Akureytarbœr gat ekki fengið pen-
inga til Oddeyrarkaupanna.
F*á vaknar önnur spurning: Var
nokkurt vit í því, að Akureyrarbær
hefði keypt alla eignina af »Samein-
uðu veizlunum*, þótt hann heiði getað?
Par er margt að athuga. Engar
Hkur eru til, að bænutn hefði getað
orðið nokkutt verulegt verðmæti úr
ýmsu, sem einstaklingi, er keypti, get-
ur orðið. Par ætla eg þó ekki út í
smámuni, en athuga aðeins um »Tang-
ann«, sem síðasti Vkm. fjargviðrast
mest út af, að gengið hafi úr greip-
um bæjarins.
Hvaða tekjur gat bærinn haft af
Tanganum? Bryggjur eru þar að
heita má ónotaðar hver við hliðina á
annari, þótt einhver allra duglegasti
fjirmálamaður landsins eigi nú Tang-
ann. Hvað hefði orðið hjá bænum?
Hefði Halldór viljað verða »ieppur«
fyrir einhvern Norðmann eða Steinþór
leppur fyrir einhvern Svía, til þess að
skapa bænum möguleika til þess að
geta le:gt út bryggjur á Tanganum?
Báðir þessir heiðursmenn eru alkunnir
af ást sinni á bænum og ósérplægni
f hans þarfir. Eo þeir eru »ogso«
þektir að því, að vera ekki pínu lítið
vandaðir að virðingu sinni, svo að eg
verð nú að efast utn það bjargræðið.
Og þá ætla eg í annað sinn að »s!á
því föstu* á »leppa«-má!i, að:
Akureyrarbœr gat ekki i fyrirsjáan
legri framtið verið nauðsynlegt að
eignast Tangann.
Það er spuit í siðasta Vkm., hvoit.
ekki hefði getað koínið til mála, að
Ragnar Ólafsson hefði lánað bæuum
fé tii Oddeyrarkaupanna. Par sprakk
blaðran. — Dreymdi þá um það,
göfugmennin Halldór Friðjónsson og
Steinþór Guðmundsson og fylgismenn
þeirra, að sömu atburðir mættu ger-
ast í Oddeyrarkaupamálinu, eins og í
rafveitumáli Akureyrar um árið? Peir
mætlu blaðra og blaðra, hrópa um
framkvæmdir og framfarir og sigla
svo öilu í strand, því að þegar ætti
að fara að standa við orð og gerðir
og samninga og borga, og þegar
enginn eyrir væri til hjá bænum til
að borga með — þá ætti Ragnar
Ólafsson að koma íil sögunnar. — —
Pá, og ekki fyr. — Útvega féð á
eigin ábyrgð.útvega það, þó að eng-
inn annar bæjarbúi gæti það. — —
Og svo borgaði bærinn. — Og svo
gat Verkamaðurinn hrósað forsjá »leið-
toga verkalýðsins«. — Og svo mátti
aftur byrja að baknaga Ragnar Ólafs-
son, rógbera hann, brigzla honum um
eigingirni og þessháttar smávegis, og
halda því svo duglega áfram — þang-
að til að bærinn hefði þurft, með
forsjá »leiðtoga verkalýðsins*, að leita
hjálpar hans í næsta sinti!!
En hafi svona verið háttað, þá vil
eg í þriðja sinn á »leppa«-máli »slá
því föstu«, að það hefði verið alveg
óverjandi af Ragnari Ólafssyni, að
lána Akureyrarbœ peninga til Odd-
eyrarkaupanna.
Skrifarar Vkm. reyna að telja fólki
trú um, að peningabroki Ragnars
Ólafssonar sé á hágu stigi. Jeg held
engan efnaðan mann á íslandi vera
lausari við peningahroka, en einmitt
hann, og gæti hann þó mörgum frem-
ur miklast af fjármunum sírium, ef
andlegur þroski hans væri ekki svo,
að það er óhugsandi, að nokkur gor-
geir vaxi eða þróist í hugskoti hans
yfir þeim. Ýms störf hans í þarfír
Akureyrarbæjar og Norðurlands munu
bera höfuð hátt og halda nafni hans
lifandi, löngu eftir að hann er sjálfur
genginn af vígvellinum og löngu eftir
að Halldór Friðjónsson og Steinþór
Guðmundsson eru orðnir að jurtafæðu.
— Vkm. vill með réttu láta lesendur
sína muna, að allir eiga eina Ieið fyrir
höndum »niður í mosann«. En
þegar það er löngu gleymt, að þeir
Halldór og Steinþór buðu Eyfirðing-
um sig til þingmensku, án þess að
vera þegnir, þegar það er gleymt,
að Halldór misþyrmdi móðurmáli sínu
ár eftir ár í Vkm., og enginn heldur
því lengur á lofti, að umgengni Stein-
þórs barnafræðara við skólabörn minni
á viðureign hans við sænskar síldar-
tunnur, þá mun enn langt í land, að
Ijóminn af ýmsum þjóðþrifaverkum
Ragnars Ólafssonar sé síginn að viði.
Bœjarbúi.
Munið eftir,
að verzlunin og saumastofan í Brekku-
götu 1, selur og saumar allslc. kjóla og
kápur o. fl. Áherzla lögð á fljóta af-
greiðslu og vandaða vinnu.
Freyja Antonsdóttir. Anna Laxdal.
I
Fjölbreyttast úrvalið af nýtízku
vörum.
Lægsta verð eftir gæðum.
Beztu vörurnar innkeyptar beint
frá heimsfræguin verksmiðjum.
Sparið pessvegna tíma og pen-
inga og leitið fyrst eftir pví, sem
ykkur vanhagar um, til
Baldvin Ryels.
r
Aðvörun F. B. A.
Eg vil leyfa mér að gera athugasemdir
við aðvörun F. B. A. í síðasta íslendingi.
— Kraftur sá, sem radioslöðvar varpa út,
er rafmagnssveiflur að sínu leyti eins og
Ijósgeislar, aðeins með mismunandi öldu-
lengd. Þess konar rafmagnssveiflur geta
aldrei kveikt í sprengiefni né öðruin eld-
fimum eínum. Þegar slíkri fjarstæðu er
haldið fram, slafar það af algerlegum
þekkingarskorti á eðli radiosveiflantta.
Sterkasta útvarpsstöðin í Englandi hefir
senditæki sín og loftnet í stóru verzlun-
arhúsi í London, þar sem líka eru geymd-
ar miklar birgðir af allskonar sprengi-
efnutn, að minsta kosti mörg þústtnd
sinnum meira en t. d. í verzluninni
Norðurland hér, og ennþá hefir engin
sprenging skeð þar. — Hvernig eru
sprengiefni flutt frá Þýzkalandi til íslands?
— Með Goðafoss. Hefir Goðafoss á
þilfarinu nokkurn moldarkofa fyrir sprengi-
efni, varinn með steinum eða sattdi, til
að verjast sprengingu af völdunt radio-
stöðvarinnar í skipinu?
Á síðustu árum hefir oft verið utbreidd
sú saga, að fundnir hafi verið upp geislar,
sern gætu drepið menn og eyðilagt vél-
ar í langri fjarlægð. Þetta hefir ávalt sýnt
sig að vera uppspuni einn, sem var hrund-
ið af stað af póiitískum ástæðum.
Eg get fullvissað alla um, að engin
hætta stafar af hinum væntanlegu útvarps-
öldum . stöðvarinnar hér, og það er þess
vegna ekki lífshætta að koma inn þar,
sem sprengiefni ertt geymd.
Dr. V.
QQ
Úr heimahöguiTi.
Áfengisleit. Nokkrir vélbátar úr Ólafs-
firði hafa verið hér síðustu dagana, en
héldu heimleiðis í gær. — Snemma í gær-
morgun kom fulltrúi bæjarfógeta, ásamt
fjórum aðstoðarmönnum, þangað sem
bátarnir lágu, og kvaðst þurfa að gera
leit í þeim eftir áfengi. Hafði skrifstofu
bæjarfógeta verið tilkynt, að megn grunur
lægi á, að óleyfilegt áfengi væri þar inn-
anborðs, er flytja ætti til Ólafsfjarðar. —
Var síðan leitað í bátunum, en ekkert
fanst áfengið, og bátarnir fengu að halda
heimleiðis.
Hjúskaptir. Á föstudaginn voru gefin
saman í hjónaband hér í bænum ungfrú
Ragna Hannesdóttir og Gunnar Magnús-
son söngmaður.
Ný verzlun. Brynjólfur E. Stefánsson,
fyrv. verzlunarstj. Brattahliðar, hefir nu
opnað verzlun þar sem iiún áður var, og
kallast þessi nýja verzlun hans „Verzlunin
Oddeyri."
U. M. F. A. helTJur fund á þriðjudags-
kvöldjð n k. í Skjaldborg,