Íslendingur - 21.10.1927, Blaðsíða 3
;
tSLENDINGUR.
3
Heilbrigt,
bjart
hörund
er eftirsóknarverðara
en fríðleikurinn einn.
Menn geta fengið fallegan litarhátt og bjart
hörund án kostnaðarsamra fegurðarráðstafana.
Til þess þarf ekki annað en daglega umönnun
og svo að nota hina dásamlegu mýkjandi og
hreinsandi TATOL handsápu, sem búin er til
eftir forskrift Hederströms læknis. í henm eru
eingöngu mjög vandaðar olíur, svo að í raun
og veru er sápan alveg fyrirsaks hörundsrneðal.
Margar handsápur eru búnar til úr lélegum
fituefnum og vísindalegt eftirlit með tilbún-
ingnum er ekki nægilegt. Pær geta verið hör-
undinu skaðlegar, gert svitaholurnar slærri og
hörundið grófgert og Ijótt.
Forðist slíkar sápur og notið aðeins
T A T O L handsápuna.
Hin feita flauelsmjúka froða sápunnar gerir
hörund yðar gljúpara, skærara og heilsuiegra,
ef þjer notið hana viku efttr viku.
T A T O L handsápa fæst
hvarvetna á íslandi.
Verð kr. 0,75 stk.
Heildsölubirgðir hjá
I. Brynjólfsson
& Kvaran
Akureyri.
Athugið! Munið!
Hér með vil eg undirritaður leyfa mér að vekja athygli heiðraðs al-
mennings á því, að gúmmí- og skóverkstæði mitt / Aðalstrœti
10 tekur til aðgerðar allan leður- og gúmmískófatnað. — Verð á
aðgerðum er og verður alt af það lægsta, sem um er að gera hér í bæ.
—• Ennfremur smíða eg vatnsleðurstígvél og vinnuskó eftir máli. Sömu-
leiðis smíða eg skó á það fólk, sem hefir fatlaða fætur og fær ekki mátu-
legt skótau á sig í búðunum. Efni og vinna þolir allan samanburð hvað
gæði snertir. — Vegna sívaxandi aðsóknar að verkstæði mínu, hefi eg
aukið vinnukraft á því, svo að afgreiðslan geti gengið sem best. AI-
menningur ætti því sjálfs sín vegna að skifta við gúmmí- og skóverk-
stæði mitt, þar sem það er fullkomið að öllu leyti og þolir alla samkepni.
Akureyri 21. október 1927.
Gunnar S. HafdaL
Aðalumboð fyrir
Brunabótafélagið Nederlandene af 1845
hefir undirritaður á hendi fyrst um sinn vegna burtflutnings
fyrverandi umboðsmanns félagsins.
Akureyri 15. október 1927.
Böðvar Bjarkan.
Tilkynning.
Háttvirtu skuldunautar mínir! Par sem virðist fara í
vöxt óskilsemi hjá eldri skuldunautum mínum, læt eg ekki hjá
líða hér eftir, að ganga nú mjög hart til verks með innheimtu.
Gefst ykkur frestur til 25. þ. m. Úr því byrja eg Iögsóknir.
Akureyri 20. okt. 1927.
Eiríkur Kristjánsson.
| 100 metrar *
4 af brúnu, góðu molskinni, seljast með niðursettu verði. 4
| Notið tækifærið. |
í BRAUNS VERZLUN. I
PÁLL SIGURGEIRSSON. ll>
M $§>
*¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥*
m
Vetrarhúfur karlm. & drg.
Vetrarfrakkar karlm. & drg.
Frakkaefni sérlega ódýr
nýkomið í
BRAUNS VERZLUN.
PÁLL SIGURGEIRSSON.
Tilboð
óskast um fisksölu til Kristnesshælis. Tilboðum sé skilað til
undirritaðs fyrir 30. þ. m.
Kristnesi 20 okt 1927.
Eiríkur G. Brynjólfsson.
Tilkynning.
Peir af skuldunautum B. S. A., er
margsinnis hafa verið rukkaðir, og
ennþá ekki hafa greitt skuldir sínar,
verða að hafa greitt eða samið um þær
fyrir næstu mánaðarmót, eða sæta því
að öðrum kosti, að þær verði inn-
heimtar á þeirra kostnað samkv. Iög-
um og að missa lánstraustið.
Virðingarfylst.
Kr. Kristjánsson.
Lúðuriklingur
— vestfirzkur— fæst i
H A M B O R O.
Te-kex
nýkomið til
fóh. Ragúels.
Bílaeigendur! Fjaiiagrös.
ATHUOIÐ.
Par sem fyrirsjáanlegt er, að öll bómullarvara og ullarvara er í
mikilli verðhækkun og ábyggilegt, að öll álnavara verður um
20—30°/o dýrari við næstkomandi áramót, er fólki hérmeð
ráðlagt að birgja sig upp með þesskonar vöru nú þegar.
Bestu kaupin gerast ávalt í
Verzlun Eiríks Kristjánssonar,
Eftir mánaðarmótin tek eg að mér
viðgerðir á bílum. Hefi »lager« af
Ford-varahlutum og fæ danskan út-
lærðan bíla-viðgerðarmann (Automo-
bil-reperatör), sem sér um viðgerðirnar.
Kr. Kristjánsson, bíistjóri.
Fimleika
karla og kvenna
er ákveðið að eg
kenni í vetur verði nægileg þátt-taka.
— Æfingar byrja í næsta mánuði. —
Upplýsingar og áskriftalistar hjá ung-
frú Sigríði Sveinbjarnardóttur í Höepf-
ners-verzlun og S'gfúsi Elíassyni rakara.
Ármann Dalmannsson.
Oróðrarstöðinni.
2—3 kg. af hreinum og þurrum fjalla-
grösum óskar undirritaður að kaupa.
Borga 5 kr. kg.
Fr. B. Arngrímsson.
Stúlka
óskast til að hafa á hendi veitingar og
hreingerningu o. fl. í sanikomuhúsiun nr.9
í Gránufélagsgötu. — Umsóknir ■ séu
komnar fyrir næstu mánaðarmót.
Upplýsingar gefur Jón E. Sigurðsson
Hamborg.
Húsnetndin,