Íslendingur - 16.11.1928, Qupperneq 2
2
ISLENDÍNGUR.
)) IHfemim & ÖLSEMffl
hafa fyrirliggjandi:
Haframjöl í ljereftspokum.
Eldspíturnar „LEIFTUR“.
Ryels stðra
ÁRSBTSALA
byrjar í dap.
Þar sem byrgðir R Y E L S eru mestallar síðan í haust,
og úrvalið er fjölbreyttara en áður hefir þekst hjer, þá er
það áreiðanlega hvers manns eigin hagnaður, að nota þetta
tækifæri, og kaupa góðar vörur fyrir mjög Iágt verð.
BALDVIN RYEL.
(:JnnUegt þaíííiíœti
i
til allra þeirra, seni á einn cða
annan hátt sýndu mjer velvild og
vináttu á áttatíu ára afmœlisdegi
mínum.
^Kristin Soíveig öinarsdóttir.
Einar Olgeirsson hefir nú verið
rúman mánuð hjer heima síðan
hann kom úr síldarsölubauki sínu.
Hann hefir á þessum sfutta tíma
skrifað 22 æsingagreinar í Verka-
manninn. Hefir í þeim reynt af
alefli að: æsa, trylla, níða, auka
hatur og úlfúð. Hann hefir breytt
orði til orðs samkvæmt. boði læri-
föðursins. Hann er sannur og trúr
lærisveinn, og nýtur sín nú betur
en áður, síðan að síldarútvegurinn
var neyddur til að taka hann upp
á arma sína og ala hann. Hlýtur
það að vera sjerstakt ánægjuefni
fyrir útgerðarmenn, að vera þess
meðvitandi að þeir eru að stríðala
mann, sem er að vinna böðulsverk-
ið á atvinnugrein þeirra.
Sjómannaleiðtogarnir syðra eru
einnig lærisveinar Marx og breyta
samkvæmt boðorðum hans. Öll
þeirra iðja miðar nú að því, »að
auka fjárhagslegt öngþveiti á opin-
berum sviðum.« Peir ætla sjer að
leiða yfir lýðinn »atvinnuleysi og
örbyrgð«, svo að hann verði »óá-
nægður með núverandi þjóðskipu-
lag.« — Og böðulsverkið ætla þeir
sjer að fremja á þeirri atvinnugrein,
sem um undanfarin ár hefir verið
aðal-líftaugin í öllum framkvæmdum
ríkisins og fjöregg atvinnulífsins; —
þannig vinna þeir þjóðinni sinni!
»Kommúnistar eru eiturnöðrur
þjóðlífsins,*. sagði Branting, jafnað-
armannaforinginn sænski um árið.
Hann dæmdi þá af þekkingu og
reynslu, — og alstaðar eru þeir
hinir sömu og breyta eftir sömu
boðorðunum.
■■
Utan úr heimi.
Geldingar.
Dómsmálaráðherra Dana hcfir lagt
fyrir Pjóðpingið frumvarp til laga er heim-
iidar að gsra menn ófrjóa (um geldingar).
Er frv. samið samkvæmt tillögum sjer-
fræðinganefndar, er skipuð var 1926, til
pess að gera tillögur uni pessi málefni.
Frv. tekur fyrst og fremst til peirra
manna, sem fæddir eru nieð einhverjum
peim annmörkum, er valda pví að peim
hættir við að fremja skírlífisglæpi, og
æskja pess vegna pess sjálfir, að verða
gerðir ófrjóir. Á pá að verða við beiðni
peirra, ef dómsmálaráðherra leyfir, eftir
að hafa ráðfært sig við heilbrigöisstjórn.
— Samkv. 2. gr. frv. getur dómsmálaráð-
herra ákveðið, eftir tillögum læknis og
heilbrigðisstjórnar, að geðveikt fólk verði
gert ófrjótt, pó að ekki stafi af pví hætta
fyrir almenning, par sem verði að telja
pað mjög áríðandi fyrir pjóðfjelagiö, að
koma í veg fyrir að pað geti aukið kyn
sitt. — Sampykki mannsins eða forráða-
manns hans, sje hann ómyndugur, parf
tíl pess að gelding verði framkvæmd. Pó
getur dómsinálaráðherra úrskurðað geld-
ingu á móti vilja mannsins eða forráða-
manns hans, leggi rjettarlæknaráðið og
heilbrigðisstjórnin pað til. — Ef frum-
varpið verður sampykt, á pað að verða
að lögum í apríl n. k., en endurskoðun
peirra á að fara fram í síðasta lagi
1933-34.
Meira brennivín.
Frá pvi er skýrt i erlendum blöðuin
iiýkomnum, að ráðstjórnin rússneska telji
nú æskilegt, að brennivinsframleiðslan I
Rússlandi verði aukin um nálega helmiug
frá pvf, sem verið hefir — Voda- eða
breniiivínsframleiðslan §r nú sem svarar
5 flöskum á mann, en yrði 9,i flaska nieð
peirri aukningu, er ráðgerð hefir verið.
— Framleiðsluauka pessum er m. a. ætl-
að að koma í veg fyrir heimabruggun
ineðal bændalýðsins, sem hefir haft
hroðalegar afleiðingar í för með sjer.
Eldsneyti úr vatni.
Fyrir skömmu hjeldu verkfræðingar og
efnafræðingnr alheinisping f Lundúnum.
Pað sögulegasta, er par gerðist, var, að
einn fundarmanna kvaðst hafa fundið
aðferð til pess að vinna eldsneyti úr
vatni. Var pað pýskur verkfræðingur og
visindamaður frá Brasillu, Dr. Walter
von Hoheanu, er uppgötvunina hafði gert.
Skýrói hann pannig frá, að sjer hefði
tekist að skilja vatnsefnið úr vatni með
pvi að hleypa í gegnum pað mjög tíðum
rafmagns-sveiflustrsumum, og kvaðst
hann nota súrefnið eins og gas, á sama
hátt sem kolagas væri notað til aflgjafar.
Hann sagði ennfremur, að aðferð sín
væri svo kostnaðarlitil, að hún niyndi að
Iokum útrýma kolum til eldneytis, og
pau niundu notuð eingöngu til pess að
vinna úr peim verðmæt efni, sem nú
færu að mestu leyti til ónýtis. — Dr.
Hohenau kvað pað ætlun sína, að setja
á stofn verksmiðjur á Þýskalandi og
Englandi til pess að sýna og sanna
ágæti uppfundningar sinnar.
Holdsveikisrannsóknir.
Fregn frá Ríga hermir, að hinn nafn-
kunni holdsveikisfræðingur, prófessor
Snikers, hafi ákveðið, að bólusetja dauða-
dæmdan morðingja, Kirslen að nafni,
með holdsveikissýklum, til pess að fá úr
pví skorið, hvort holdsveikin sje smit-
andi. Kirsten hefir óskað pess að verða
náðaður með pessu skilyrði. Svipuð
tilraun hefir verið gerð aðeins einu sinni
áður, af Arning prófessor á Hawaii, en
niðurstaða peirrar tilraunar pótti ekki
óyggjandi, með pvi að hinn smitandi
glæpamaður átti kyn sitt að reka til
holdsveikra manna. — Prófessor Snikers
býst við að geta læknað Kirsten, ef hann
smitast.
■■
Símskeyti.
(Frá Fréttasfofu fslands.)
Rvik 15. nóv. 1928.
(Jtlend:
Fiá London: Enskt farþegaskip,
»Vestris«, 10 þús. tonn að stærð,
sökk á leiðinni frá New York,
nálæt Ameríkuströndum. Skipið
hafði 350 farþega og 50 skipsmenn.
Flestir farþegar og skipsmenn kom-
ust í bátana og voru menn orðnir
hræddir um afdrif þeirra. Varð-
skip Bandaríkjanna fóru þegar að
leita bátanna og skip, sem voru í
námunda við slysið, voru kölluð til
hjálpar. Segja síðustu frjettir, að
200 manns hafi verið bjargað; aðr-
ar 300, svo að slysið er ekki eins
óttalegt og búist var við í fyrstu.
Frá Stokkhólmi: Bókmentaverð-
laun Nobelsjóðsins fyrir 1927 hefir
franska skáldið Henri Bergson hlot-
ið, en norska skáldkonan Sigrid
Undset verðlaunin fyrir 1928. Efna-
fræðisverðlaunin fyrir 1927 og 1928
hafa hlotið Þjóðverjarnir dr. Heinrick
Wieland í Munchen og dr. Adolph
Windaus í Göttingen.
- Frá Berlín: Jafnaðarmenn í rík-
isþinginu hafa borið fram tillögu
um að stöðva smíði brynvarða beiti-
skipa. — Gröner hermálaráðherra
hótar að segja af sjer, ef tillagan
verði samþykt.
Frá Köln: Vinnamálarjetfurinn í
Duisburg í Rínarhjeruðunum hefir
lýst gerðardóminn í vinnudeilunni í
Ruhr ólöglegan vegna formgalla.
Búist við, að verklýðsfjelögin áfrýi.
Frá New York: Hoover ráðger-'
ir að kalfa saman alþjóðafund, er
hafi til meðferðar takrnörkun her-
búnaðar á sjó og landi.
Frá París: Poincare hefir mynd-
að samsteypustjórn án þátttöku
radikalaflokksins; setja hægri menn
svip á hana — Búist er við, að
radikalar og jafnaðarmenn geri
bandalag eins og 1924.
Frá Búkarest: Maniu foringi
bændaflokksins hefir myndað stjórn
í Rúmeníu.
ínnlend:
Zimsen borgarstjóri er nýkominn
úr Englandsför sinni með tilboð
um 45 þús. sterlingspunda lán handa
bænum hjá Prudential Assurance
Co., London. Lánið er til 25 ára,
útborgun 98 prc. og ársvextir 6'/2
prc. — Ráðgerður kostnaður við
lántökuna 2 prc. — Fjárhagsnefnd
leggur til að lánið sje tekið og að
borgarstjóra sje falið að undirskrifa
lánssamninginn.
■■
Úr heimahögum.
1. O. O. F. 11111168'/!.
Slysjarir. Nýlega var maður frá Þór-
oddstað í Kinn, Kári Arngrímsson að
nafni, á rjúpnaveiðum. Vildi þá það slys
til, að skot hljóp úr byssu hans og í brjóst
honum og hendi. Var áverkinn svo mik-
ill, að maðuinn gat ekki komist til bæja
og varð að liggja úti um nóttina. Morg-
uninn eftir fundu leitarmenn hann og
fluttu heim og var þá nijög af honum
dregið. — Læknir var þegar sóttur og
hreinsaði hann sárin og batt um þau.
Hrestist þá maðurinu brátt og leið sæmi-
lega, er siðast frjettist.
Merkis prestur látinn. 11. þ. m. Ijest
eiun af elstu prestum landsins, Páll Ólafs-
son prófastur í Vatnsfirði, 78 ára gamall.
— Var hann nýlega búinn að segja af
sjer einbætti eftir að hafa vérið þjónandi
prestur í 55 ár. — Hann var þingmaður
Strandamanna 1886—1891 og þótti hinn
merkasti maður.
Matthíasarkvöldið hjá U. M. F. A. var
ágætlega sótt. Mintust þar skáldsins sjera
Friðrik Rafnar og Friðrik Ásmundsson
Brekkan rithöfundur. Karlakórið Oeysir
söng nokkur lög, Haraldur Björnsson Ias
upp kvæði og kafla úr »Manfred< ásamt
Ágúst Kvaran.
Fiskajli er ágætur á útmiðum fjarðarins.
Talsvert af síld hefir einnig veiðst bæði f
landnætur og lagnet. Einnig mikið af
kolkrabba hjer á Pollinum.
>Munkarnir á Möðruvöllunu — leikrit
Davíðs Stefánssonar — verða leiknir hjer
í fyrsta sinni í kvöld. Ágúst Kvaran leik-
ur Príórinn, Haraldur Björnsson Óttar,
ungfrú Ija Sigvaldadóttir Sigrúnu, ungfrú
Kristín Bjarnadóttir Borghildl, Ólafur Quð-
mundsson Hauk, Oísli R. Magnússon
Þorgrím, Björn Sigmundsson brylan. Til
leiksins hefir verið mjög vandað að út-
búnaði.
Hjúslcapur. Á laugardaginn var gaf
sóknarpresturinn saman í hjónaband : ung-
frú Jóhönnu Kr. Sigfúsdóttur og Stefán
Ingimundarson frá Norðfirði, ungfrú
Maríu Magnúsdóttur frá Bitru og Karl
Kristjánsson, Viðarholti í Glæsibæjarhreppi.
— í Reykjavík hafa nýlega verið gefin
saman í hjónaband frú Matthildur Arn-
alds og Magnús Matthíasson heildsali.
Opinberun. Trúlofun sina opinberuðu
á sunnudaginn ungfrú Ouðrún Hansen
og Steingrímur Kristjánsson bílstjóri.
E.s. Goðafoss væntanl. í dag, 5 dögum
á eftir áætlun. Með honum er frá Rvík
Jón Björnsson ritstjóri.
Iðnaðarmannafjelag Akureyrar heldur
fund næstkomandi sunnudag, kl. 4 síðd,,
í hinu nýja húsi sínu. Verða þar rædd
ýms iðnaðarmál og hefir nokkrum ulan-
fjelagsmöntmm verið boðið á fundinn.
Skemtisamkoma verður haldin í þing-
húsinu að Pverá á sunnudaginn og hefst
kl. 6 síðd. Dans á eftir.
»Norðlingur« kom ekki út í gær sökum
fjarveru ritstjórans, en á morgun kemur
hann út — 6 síður.
Boye Holm kennir ensku, þýsku, dönsku
og gítarspil. Til viðtals í Lækjargötu 2.