Íslendingur - 05.04.1929, Blaðsíða 2
ISLENDINGUR
3
\ ferslun Pjeturs \ I. 1 Lárussona r. |
Mikill afsláttur af Linoleum-dreglum og MOTTUM. Gólfdúkar sjerstaklega ódýrir í heilum rúllum. Húsgagnaáburðurinn Liquid Veneer, Gerir gamalt nýttt og ver nýju að verða gamalt!
lagi á fót í stórum stíl að svo
steddu, heldur styrkja Menningar-
sjóð til útgáfustarfsemi. F.B.
Einkaskeyti 4/4-
Landsfundur íhaldsmanna var
settur í dag af Jóni Þorlákssyni,
voru mættir 150 fulltrúar, úr öllum
sýslum landsins. Magnús Jónsson
prófessor hjelt inngangsræðuna; gat
hann þess, að flokkurinn hefði val-
1ð sjer íhaldsnafnið, þegar hann var
stofnaður, vegna fjármáiaástandsins
þá, en þar sem það væri nú kom-
ið í gott horf, væri nafnið ekki rjett-
nefni Iengur, og því æskilegt að
breyta um nafn; var kosin 9 manna
nefnd f málið. — Fundurinn á að
standa í 3 daga.
í kvöld verður haldið samsæti.
Björn Líndal hefir stofnað frysti-
húsfjelag á Svalbarðseyri með 80
þús. kr. höfuðstól. í stjórn eru
Þórður Flygenring í Hafnarfirði,
Ólafur Gíslason í Viðey og Björn
Líndal, og er hann jatnframt fram-
kvæmdarstjóri.
Ekkert merkilegt gerist á Alþingi,
ráðherrarnir sjást þar varla og stein-
þegja.
Úr heimahðgum.
Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn
á Akureyri.
/. O. O. F. 110458'/. I.
Basar setlar Hjúkrunarfjelagið »Hlíf« að
halda á sumardaginn fyrsta. Þær fjelags-
konur, sem ætla að gefa muni á basarinn,
eru beðnar að hafa þá tilbúna fyrir 21. þ.
in. Mununum má skila til frú Elisabetar
Friðriksdóttur Hafnarstræti 103 eða Jóhönnu
Þór Norðurgötu 3.
Leikfimisfjelag Akureyrar sýndi fimleika
í Samkomuhúsinu á annan páskadag; var
sýningin vel sótt, enda fór hún yfirleitt
vel fram, piltarnir samtaka vel, og nokkr-
ir þeirra ágætir íþróttamenn. Sá var þó
Ijóður á, að 2—3 þeirra báiu sig ekki vel
í göngunni, íþróttamenn mega aldrei
ganga hálfbognir og máttleysisiega, allra
síst er þeir sýna sig opinberlega, að
minsta kosti var lögð rík áhersla á það í
þá tíð, sem jeg var í leikfimi, bæði í
Reykjavík og Kaupmannahöfn. Annars er
það sorgiegt, hve sjaldan gefst kostur á
því, að sjá líkamsæfingar opinberlega hjer,
og hafi þessi flokkur bestu þökk fyrir
skemtuniua, hún var ólíkt betri, heldur en
flestar af þessum svokölluðu »kvöldskemt-
unum*, sem »diskað er upp með« venju-
lega á Akureyri. — Það hefir heyrst, að
von sje á nokkrum piltum frá ísafirði nú
um helgina — með »Brúarfossi«, — og
ætli þeir að sýna líkamsæfingar hjer; verð-
ur gaman að gera samanburð þá.
Mannalát. Jónas Eiríksson andaðist á
heimili Stefáns skipstjóra sonar síns, 27. f.
m., í hárri elli, dugnaðarmaður á yngri
árum og vel látinn af öllum, sem kynt-
ust honum. — Kristín Einarsdóttir, ekkja
Jósefs sál. Jónssonar ökuinanns, ljest 28. f.
m. Hún var merkiskona hin mesta, ein
af þessum g ó ð u íslensku húsfreyjum,
sem láta sig það mestu varða, að annast
sitt eigið heimili, og vilja sæmd þess í
öllu, en láía aðra hlutlausa. — Þorleifur
Jónsson, f. póstmeistari, dó í Rvík2. þ. m.
Hann var fæddur í Stóradai í Húnavatns-
sýslu 2. apríl 1855. Hann var um eitt
skeið eigandi og ritsjtóri »Þjóðólfs« og al-
þingismaður Húnavatnssýslu, og þótti hinn
nýtasti maður við hvortteggja. Aðalsteinu
Tfytígvason, rafstöðvarstjóri, andaðist á
Heilsuhælinu í gærkvöldi.
M.k. „Hektor“ strandaði nýlega við
Orímsey, og er sagt, að liann hafi brotn-
að í spón.
Verslunarmannafjelag Akureyrar heldur
spilafund annað kvöld.
fón Norðfjörð ætlar að syngja nýjar
gamanvísur í Samkomuhúsinu annað
kvöld.
Smásild og loðna veiðist nokkuð hjer á
pollinum, og kemur það sjer vel í beitu,
því mokfiski er utarlega á firðinum og á
Siglufirði. Hákarlinn kvað gera spjöll
mikil á veiðarfærum manna, en ekki kvað
þykja borga sig að veiða hann vegna
þess, hve lýsið er í lágu verði.
Skrökgefinn skólapiltur.
Jeg hefi öðru þarfara að sinna og
mjer er mjög óljúft að eiga í blaða-
deilum; sjerstaklega þó við annan
eins ósiðaðan ungling og skólapilt
þann, sem með ósannindum og
óhróðri ræðst á mig í síðasia bláði.
Alt út af því, að jeg leiðrjetti dálitla
missögn um hið spaugilega fánaupp-
þot á dögunum. Það er naumast það
kemur við kaun hans!
Jeg hefi^ góða og hreina samvisku,
en ekki svarta í þessu máli, enda
veit jeg ekki betur ennþá, en að
mjer hafi verið fyllilega heimilt, að
hafa danska fánann dreginn á stöng
sjúkrahússins — og jeg ítreka það,
að jeg tel mjer til gildis, að mjer
þykir vænt um danskan fána, litlu
eða engu síður en vorn eigin fána.
Þaö stendur óhrakið, að fáninn
var dreginn niður aftur fyrir mitt
tilstilli, af frjálsum vilja og ekki fyrir
neina nauðung, og þó pilturinn reyni
að nota tölur eða tímatal sjer til
hjálpar, þá er það alt á rangan veg
fært.
Ósannindi eru ætíð óheillavænleg
sem vopn. Þau snúast venjulegast
gegn vegandanum sjálfum.
Pilturinn hefði fremur átt að nota
gáfur sínar til að skýra satt og ná-
kvæmlega frá því, hvernig þessi æs-
ing komst í skólann út af fánanum
danska. Það gæti orðið gagnfróð
ritgjörð, sálfræðilegs og heilsufræðis-
legs gildis, sem gæti varpað ljósi
yfir upptök heimskulegra styrjalda.
Hver var það, sem átti svo óstilt
sgeð og taugar, að hann gat smitað
aðra af Danahatri og óvild til sjúkra-
hússins (eða mín?) við það, að sjá
rauðleitan, danskan fána.
Rjett eins og Don Quixote væri
endurborinn!
Stgr. Matthíasson.
Vinum og vandainönnum tilkynnist hjer ineö, aö móöir olikar
og tengdamóðir, Kristín Einarsdóttir, andaðist aö heimili sínu,
Lundargötu 15 lijer í bæ, þann 28. f. m. — Jarðarför liennar er
ákveðin mánudaginn 8. þ. m., og hefst meö húskveöju aö heimili
liinnar látnu, kl. 1 e. h.
Akureyri 3. Apríl 1929.
Börn og tengdabörn.
Úr því að ritstjórinn, er hann var
að fara á skipsfjöl, hefir látið prenta
grein skólapiltsins í síðasta blaði
Islendings, sje jeg ckki ástæðu til
þess að neita þessari grein birt-
ingar, en annars finst mjer, að þetta
mál heíði átt að fá að liggja í lág-
inni, ástæðulaust að vera að gera
það að blaðamáli. Ef »vjer þarna
efra« eru altaf jafn viðkvæmir
vegna þjóðernis vors og þjóðlegrar
menningar gagnvart því, sem út-
lenskt er, eins og þeir sýnast hafa
verið í þetta sinn, þá er vel. Ann-
ars má segja um þetta mál, að
»annað eins hefir nú verið gjört« —
og heimurinn staðiö óhaggaðúr fyrir
því, og er svo útrætt um þetta mál
í blaðinu. K. N.
Svar .
til Matthíasar Jónassonar
frá Reykjarfirði.
„Hrafnsuiuiina liennar Grýlu
úr hreiðrinu oltið sjálfsþóttans."
Bdlu-HJálmar.
í síðasta blaði íslendings birtist
greinarkorn eítir skólapilt, og ber
hún þess ótvírætt merki, að piltur-
inn þykist vera meira en meðal-
maður. Grein þessi virðist eiga að
vera þrent í senn: 1. árás á Stein-
grím Matthíasson hjeraðslækni; 2.
sigursöngur yfir hinni margumræddu
herferð skólapilta á hendur sjúkra-
húsinu á afmælisdegi krónprinsins;
og 3. fagnaðaróður yfir því, aö
danska hjúkrunarkonan sje að fullu
og öllu sátt við skólapiltana. Skulu
nú þessi þrjú atriði h'tillega athuguð.
Það, sem veitst er að S. M. í grein
þessari, kemur manni til að álykta,
að höf. sje ekki langt á veg kom-
inn með að læra a. m. k. almenna
kurteisi. Allir, sem þekkja Steingr.
lækni, munu vera sammála um, að
það sje fullkominn götudrengjahátt-
ur, að vaða upp á hann með fári
og fúkyrðum, og það fyrir þá einu
sök, að hann er nógu drenglyndur
til að segja sannleikann. Það vill
svo vel til, að það eru fleiri en lækn-
irinn og hjúkrunarkonan danska, sem
vita sannleikann í þessu máli, nl.
þann sannleika, er mest kemur við
kaunin hjá greinarhöf.
Það hefir áður verið bent á, og
færð rök fyrir, að Dannebrog var
ekki dregin upp á sjúkrahúsinu í
neinum illum tilgangi, og að það
hafi í alla staði verið leyfilegt, þar
sem sjúkrahúsið er, og hefir altaf
verið, eign Akureyrt rkaupstaðar og
Eyjafjarðarsýslu; þarf ekki annað en
að lesa gjafabrjefið, sem hangir fyrir
allra augum í gangi sjúkrahússins,
til að sannfærast um þetta. Einnig
hefir verið bent á, að fáninn var alls
ekki dreginn niðúr vegna hinnar
fjölmennu heimsóknar skólapiltanna.
Jeg, sem rita þessar línur, var stadd-
ur á sjúkrahúsinu, þegar boð komu
til hjúkrunarkonnnnar frá lækninum,
að hann æskti eftir því, að fáninn
væri tekinn niður, og var hjúkrun-
arkonan á leiðinni út til að draga
fánann niður, þegar hina fríðu fylk.
ingu bar að garði. Þetta veit sköhr
Kartðflur
X
nýkomnar í
í Hólel Goðafoss er til leigu í maí.
Jóninna Sigurðardóttir.
Akureyrar
hefir ávalt fyrirliggjandi:
Limonaði,
Sódavatni,
Landsöl, Maltöl og Pilsneröl.
Állar pantanir afgreiddar fljótt og
vel.
EGGERT EINARSSON.
vantar mig í sum-
arvist frá 14. maí
til 1. október til
innanhúss starfa. — Engin börn. —
Þrír menn í heimili. Óskast samið
sem fyst.
Akureyri, 5. apríl 1929.
Kristján Sigurðsson.
kaupmaöur
MEÐ
Drotninguuni
kom mikið úrval af
Leirvörum aiisk., Eidhúsáhöldum
og allskonar smávörum í
Versl. „0DDEYRI“.
pilturinn ofur vel, þó hann^’vilji láta
líta svo út, sem honum og föru-
nautum hans sje það að þakka, að
fáninn var dreginn niður.
Hvað viðvíkur tíma þeim, er grein-
arhöf. segir, að læknirinn hafi haft
íyrir sjer til að verða við tilmælum
bæjarstjórans um að taka niður fán-
ann, vil jeg geta þess, að fyrst
hringdi bæjarstjóri til ráðskonu
sjúkrahússins, og spyrst hjá henni
fyrir um það, hvers vegna danski
fáninn sje uppi á sjúkrahúsinu, og
vísaði ráðskonan honunr t}l Steingr.
læltnis til að fá úrlausn í því efni.
(Framh. í næsta blaði.)
Vegna rúmleysis býður margt
næsta blaðs, bæði auglýsingar og
greinar.