Íslendingur


Íslendingur - 06.09.1929, Blaðsíða 3

Íslendingur - 06.09.1929, Blaðsíða 3
ISLENDINOUR A' 3 BERGEN, er besta veiðafæra verksmiðja á Norðurlöndum. Býr til m. a. hinar viðurkendu »Geysis«-fiskilínur, af öllum stærðum, bikaðar og óbikaðar. Einnig tauma, kaðla, fnetagarn, net, herpinætur, nætur smáar og stórar. Enn- fremur dull, lóðarbelgi, kork, flár, neta- og nótasteina og yfir höfuð alt, er að veiðarfærum lýtur. Sjerstaklega skal vakin athygli á hinum ágætu síldarnetaslöngum okkar. Umboðsmaður verksmiðjunnar á Norðurlandi er: Þdrsteinii Sigvaldason. sem borgarstjóra. Átti nú að safna öllum endurskírendum til Mynster og stofna þar þúsund ára ríki, en um Vestur-Þýskaland, Niðurlönd og Flandern voru sendir prjedikarar og postular með eítirfarandi boðsltap: „Komið til okkar. Hjer skuluð þið fá alt, sem þið girnist og þuríið. Þeir, sem áður voru fyrirlitnir betl- arar, ganga nú eins og auðmenn. Hjer er nóg handa öllum heilögum á jörðu. Þið þurfið því ekki að taka með yk-kur aðra peninga, mat eða fatnað, en það scm þið þarfnist á leiðinni. Sá, sem á sverð, spjót, hníf eða hlífar, taki það með, ella lcaupi hann þaö. Tími heíndarinnar er kominn og hún bíður allra þeirra, sem áður voru voldugir á jörðu. il’egar það er fram komið, mun nýr, blár himin Guðs hvolfa sjer yfir hamingjusama jörð, þar sem býr hamingjusamur lýður Guðs.“ Þetta var boðskapur, sem átti við þá, sem voru nógu einfaldir eða á- gjarnir, og ekki síður þá, sem þyrsti eftir hefnd fyrir skelfingar bænda- upphlaupsins. Mynster var ríkur bær, verslunarhúsin lágu með mikl- ar vörubirgðir og klaustur var þar eitt hið rikasta í landinu. Allskonar óþjóðalýður safnaðist nú þangað, þjófar, ræningjar og 'letingjar, sem vildu vera við þegar skifting auðæf- anna færi fram. Jóhann, Knippcr- dolling og Rotmann höfðu stjórnina og vopnaðan lýðinn að baki sjer. Allir, sem ekki voru þeim sammála, voru ýmist reknir úr bænum eða drepnir, bækur og handrit frá eldri dögum voru brendar og alt gert til þess að hvergi sæust merki fyrri tíðar og skoðana. Voru þá margir ómetanlegir bókafjársjóðir og lista- verk eyðilögð. Nýtt 10 boðorða lög- mál var búið til, nýir helgisiðir tekn- ir upp, ný sakramenti stofnuð, þar 4 meðal kvöldmáltíðarsakramenti, sem allur borgarlýður neýtti sam- eiginlega úti á torgi. Af því allir voru jafnir, var nú byrjað að skifta vörubirgðunum, og þá fyrst ráðist á vefnaðarvöruhúsin. Gengu nú allir prúðbúnir meðan birgðirnar entust. Sameiginlegt mötuneyti var fyrir alla. Átu menn og drukku og voru glaðir. Matur var mikill og vín nóg. En karlmönnum mörgurn leist ekki á að lengi stæði þessi öld og fluttu því í hópum úr bænum, Cn kvenfólkið kunni þcssari líðan vel og undi hag sínum hið besta og fór hvergi, svo að innan skamms voru orðnar 3 konur um hvern einn karlmann í bænum. Varð nú bæjarlífið brátt hreinasta plága' öllum þeim, sem ekki voru haldnir af æsingasótt endurskírenda. Allir vantrúaðir voru reknir úr bæn- um, og skiftaráð sett á stoín, sem skifti eignum þeirra, sem burt voru reknir, milli hinna sanntrúuðu, sem eftir sátu. Spámaður mikill kom nú fram, Mathys að nafni. Kvaðst hann hafa fengið opinberanir frá Guði, að Jó- hann Bockelson væri útnefndur jarl Guðs hjer á jörðu. Ljet Jóhann Bockelson reisa sjer hásæti mikið á torginu og tók sjer tignarnafnið »Alheimskonungurinn«. Gerði harih Rotmann að hirðpresti sínum, en Knipperdolling að yfirböðli. Varð böðulsembættið bráðlega .bæði um- svifamikið og áríðandi, því allskon- ar óþjóðalýður óð uppi með glæpum og gripdeildum og ýmsir betri menn reyndu að hamla á móti mestu fjar- stæðunum, sem stjórriin fann upp á. En glæpum og óhlýðni var svarað því einu, að hálshöggva þá sem í hlut áttu. Jóhann konurígur kom sjer nú upp lífverði og hirð. Þrisvar í viku hjelt hann þing á torginu. ’ Settist hann þá í hásætið, umkringdur líí- verði og hirðgæðingum, en næstur honum stóð Knipperdolling með böðulsverðið. Var þar fljót afgreiðsla í málum manna, og varð margur að láta höfuð sitt fyrir litlar sakir. Gamla og nýjatestamentið var nú numið úr gildi, en ný trúarbók búin til. Allir kirkjuturnar voru rifnir niður, af því þeir þóttu bera vott um yfirlæti. Heiminum var skift í 4 hluta, og skipaði konungur undir- konung yfir hvern, en yfir Þýska- land skipaði hann 7 jarla. Meðan skipanir þessar voru gefnar, lágu endurskírendur á knjám og sungu sálma. Voru þeir sem dáleiddir af konungi. Þegar hjer var komið, hafði biskup sá, er yfir borginni átti að ráða, safnað liði og sest um borgina. Hamlaöi sú umsát því, að hreyfing- in bærist út. Matthys þóttist því fá opinberun um að honum væri af Guði falið að fella biskup og sigra lið hans. Gerði liann útrás úr borg- inni með fáum mönnum, en fjell og flestir menn hans með honum. En Matthys hafði átt konu, fríða og föngulega, sem Jóhanni konungi lengi hafði litist vel á. Viidi hann nú bæta henni mannsmissirinn og tók hana sjer fyrir konu. Átti hann þó 16 konur fyrir. Líkaði mörgum illa fjölkvæni konungs, en hann taldi að eitthvaö yrði fyrir þær kon- ur að gera, sem ekki gætu fengið eiginmenn sökum skorts á karl- mönnum í borginni, og bæði Davíð og Salómon hefðu átt fleiri konur en hann. Þá, sem fastast börðust fyrir einkvæni og siðferði, ljet hann lífláta. (Niðurl.) Vetrarkápur, dömn og barna, nýkomnar f störn lirvali. BRAUNS VERSLUN. Páll Sigurgeirsson. Sigurður Skagfield söng hjer í Akureyrar Bíó sunnn- dag og þriðjudag s.l. Aðsókn var óvanalega góð, fult hús í bæði skift. in, og söugvaranum sjerlega vel tekið. Enda var hann óspar á söng- inn. Fór með langa söngskrá, varð að endurtaka mörg lög, og söng mörg aukalög. Það er hressandi blær yfir söng hans. Röddin er karlmannleg og afburða hár tenor, en mætti vera fyllri á neðri tónunum. Getur mað- ur gert sjer vonir um, að hún eigi eftir að lagast á þeim sviðum, en á hæðina mun tæpast bætandi. Auð- heyrt er, að hann er enn þá á fram- fararskeiði, og má hiklaust gera sjer vonir um að hann eigi eftir að verða einn af eftirtektarverðustu og glæsilegustu söngvurum þjóðarinnar. Vigfús Sigurgeirsson aðstoðaði við sönginn. S. Úr heimahögum. Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn í Akureyrarkirkju. Barnaskólinn. Ingimar Eydal hefir ver- ið settur skólastjóri i vetur, samkvæmt tillögu skólanefndar og Snorri Sigfússon skólastjóri á Flateyri kennari við skól- ann, en það hefir kenslumálaráðuneytið gert án þess að skólanefnd hefði þar nokkuð um að segja. Þýsku kennari við Gagnfræðaskólann er ráðinn Kristinn Guðmundsson, með- limur hins nýuppleysta heildsölufirma Frilz H. Kjartansson &Co. Reykjavík. Hefir hann þýska doktorsnafnbót fyrir ritgjörð um íslenska verslun. 40 álna langan hval dró vjelskipið „Goðafoss" nýlega lil Keflavíkur. Hafði fundið hann á hafi úti. Mentaskólinn. Um rektorsembættið sækja: Þórleifur H. Bjarnason, settur rektor, yfirkennararnir Sig. Thoroddsen, Jón Ófeigsson og Ólafur Dan Daníelsson, aðjunkt Bogi Ólafsson og Pálmi Hannes- son kennari við Gagnfræðaskólann hjer. Hjúskapur. Á laugardaginn gaf sókn- arpresturinn saman i hjónaband ungfrú Selmu Guðmundsdóttur og Svavar Frið- riksson, og ungfrú Önnu Jensdóttur og Harald Jónsson málara. Síldveiðin. Sildarvertiðinni mun nú lokið að mestu, þar sem sama sem eng- in síld hefur komið á land til verkunar í næstum tvær vikur. Hefir verið saltað og kryddað á öllum veiðistöðum sem hjer segir: Á Siglufirði: Saltsíld 65057 tn. Kryddað og sykursaltað 15688 — Við Eyjafjörð: Saltsíld 30830 — Kryddslld 732 — Á Austfjörðum: 8386 — — Vestfjörðum: 2729 — Samtals 123422 tn. Auk þess hefir dálitið veiðst af milli- síld. — í fyrra var saltað og kryddað alls 185,256 tunnur, eða næstum 62 þús. tn. meira. Qi/. 1L. , vantar í vetrarvist. Hátt kaup. OllllIvU Uppl. hjá frú J. C. F. Arne- sen Brekkugötu 14. APPELSÍNUR 3 teg. — afar ódýrar, komu með Islandi í GEYSIR. Nýr ofn til sOlu. — Einkar hentugur í íundarhús — Uppl. gefur Prentsmiðja Björns Jónssonar. Dansskemtun verður haldin í Þinghúsinu við Hrafnagil laugard. 7. sept. Hefst hún kl. 9 síðdegis. Samkomunefndin. ■ ....................... Sjötugsafmœli á frú Guðfinna Antons- dóttir, Oddeyrargötu 17, í dag. Skipakomur. Nova og ísland komu að sunnan í gær. — Með fslandi komu frá útlöndum verslunarmennirnir Karl Ingj- aldsson, frá Kaupmannahöfn, og Sigurður Gíslason, frá ítalíu. Mannalát. Tómas Jóhannsson kennari á Hólum í Hjaltadal.ljest í fyrradag eftirlang- varandi legu. Hæfileikamaður á besta aldri. — Þá er og nýlátinn í Reykjavík Jósef Jónasson, áður bóndi á Finnastöð- um í Sölvadal. Var hann um sjötugt. Hjer og þar. Svona gengur það. Síldareinkasalan hefir nú um 60 þús. tómar tunnur fyrirliggjandi en enga síld til að láta í þær. — Þeg- ar stldin var nóg, vantaði tunnur. »StífIan«. Dagur, í gær, segir, að íhalds- menn hafi sett »stíflu« fyrii fram- gang framfaramála landbúnaðarins: Landnámssjóðsins, Ræktursjóðsins, kæliskipsins • o. s. frvT, en hún hafi ckki þolað ofurþunga framsóknarafl- anna í þjóðlífinu og hafi því látið undan. — Þetta er viðurkenning Dags á fylgi íhaldsflokksins sáluga við þessi roál. Er blaðinu ofraun að horfast í auga við sannleikann: að það var Ihaldsflokkurinn, sem bjargaði þessum málum, eins og sýnt var fram í síðasta ísl. — En nú hefir Framsóknarstjórnin aftur á móti sett stíflu fyrir framgang tveggja stórvægilegra framfaramála land- búnaðarins: rekstrarlánanna og raf- orkuveitanna. Varanleg verður hún ekki, en sjái stjórnin ekki að sjer í tíma og rífi hana, springur hún fyr- ir átökum almenningsálitsins til sveit- anna, og þá mun flóðbylgjan ekki einasta sópa stjórninni á burtu, held- ur og málaliði hennar, er slegið hefir skjaldborg um hana, í þessum sem öðrum óhæfuverknaði hennar. Frystilnis Lindals. Vkm. segir. að írystihús Bjm'ns Líndals á Svalbarðseyri standi því nær tómt og telur það átakanlegan vott um fyrirhyggjuleysi hjá honum, að fylla þ.að ekki af síld, meðan hún var næg og ckkert var saltað, —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.