Íslendingur


Íslendingur - 09.12.1932, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.12.1932, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XVIII. árgangur Akureyri, 9. des. 1932. 49. tölubl. Saltflskútflutriinöiir lðgheftur. Bráðablrgða ráðstafanlr. Konungur hefir, samkvæmt til- mælum útvegsmálaráðherrans, gefið út 5. þ. m. bráðabirgðalög um út- flutning á fiski er hljóða á þessa leið: - 1. gr. Ráðherra skal heimilt að fyrirskipa á tímabilinu frá 1. jan. til 1. apríl 1933, að ekki megi, nema með samþykki Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, flytja út eða selja til útlanda saltaðan fisk. hvort sem hann er verkaður eða óverkaður, ef lagður er á land eftir 1. jan. 1933. 2. gr. Brot gegn 1. gr. þessara laga, varðar sekt, allt að 25 krónum fyrir hveit skippund fiskjar, sem út er flutt eða selt. í greinargerðinni sem fylgir bráða- birgðalögum þessum, er talið nauð- synlegt að ríkisstjórnin fái heimild til þess, fyrst urn sinn, að hafa í- hlutun með sölu og útflutning fisk- framleiðslu árins 1933, f því skyni að tryggja og festa það samstarf útvegsmanna, er hófst á þessu ári og leiddi til stofnunar 'Sölusam- laes isl. fiskframleiöenda«. Sé sala og útfiutningur nýju framleiðslunn- ar, með öllu frjáls, eru líkur taldar til að það valdi verðlækkun á eldri fiskbirgðum, en einkum þó á nýju framleiðslunni. Ennfremur er talið að slíkt myndi ríða samtökum fisk- framleiðenda að fuilu og stórskaða framleiðendur, bæði þá sem eiga fiskbjrgðir liggjandi f landinu, en þó aðallega eigendur nýju fram- leiðslunnar. Lögunum er aðallega stefnt gegn útlendum fiskkaupmönnum, sem rekið hafa starfsemi hér á landi gegnum innlenda umboðsmenn, og virðist sem um nauðsynlegar ör- yggisráðstafanir sé að ræða. Dðmur reynslunnar. Reynslan er ólýgnust, er málshátt- ur, sem er viðurkendur að hafa mikið, jafnvel óbrygðult sannleiks- gildi. — Á dómi reynslunnar þyk- ir því örugt að byggja. Áður en jafnaðarmenn höfðu feng- ið nokkur bein afskipti af atvinnu- málum þjóðarinnar, gátu þeir talið fólki trú um, að þeirra bjargráð, þeirra fyrirkornulag, þeirra skipulag og þeirra forsjá og stjórn atvinnu- fyrirtækja myndu reynast affarasæl og happadrjúg íslenzkri alþýðu. En hver trúir því lengur, þegar reynslan kemur til andmæla; reynsl- an sem alltaf er ólýgnusl. Og hún hefir taíað svo ótvírætt, að menn þurfa ekki að vera með neinar get- gátur um hið sósíalistiska skipulap á framleiðslunni, sem jafnaðarmanna- foringjarnir hafa svo hreyknir hald- ið á lofti, sem einu mikilvægasta stefnumáli sínu, Reynsla Síldareinkasölunnar talar: Pat fór allur arður af erfiði sjó- manna f tvö ár, í sukk, óreiðu, rán- dýra stjórn og margskonar afglöp. — Sjómennirnir voru matvinnung- ar um hábjargræðistímann. En af því að Einkasalan greiddi þeim fæðiskostnað, fór fyrirtækið á höf- uðið. Miijónatap lenti á ríkissjóði og útvegurinn komst í kalda kol. Reynslan talar í Hafnarfirði: Par er bæjarútgerð. Menn fá enn vinnu við útgerðina, en útgerðin stórtap- ar. Reynt er í lengstu lög að fegra þann rekstur, en hve lengi tekst það? Hve lengi rís bæjarfélagið undir útgerð sem tapar hundruðum þúsunda? Og hver eru svo bjarg- ráð jafnaðarmannaforkólfanna, þegar þeir hafa siglt þeirri útgerð í strand? Um þau hafa þeir vendilega þagað, en ekki er annað fyrir hendi en að þrautpína borgarana með álögum, þar til skuldir útgerðarinnar eru greiddar, eða þá að bærinn verði gjaldþrota. Reynslan talar á Siglufirði: Þar komu jafnaðarmenn á fót kúabúi fyrir bæjarins reikning. — Hefir sá búrekstur gengið þannig, að bærinn hefir stórtapað á honum. Reksírar- kostnaður á hverja mjólkurkú hejir numið á annað þúsund krónur á ári. — Er að þessum merkilega búskap vikið á öðrum stað f blað- inu, svo lesendur geti enn betur glöggvað sig á hvernig jafnaðar- mönnum lætur stjórn framleiðslu- og atvinnutækjanna. Reynslan talar hér á Akureyri: Par komu jafnaðarmenn upp út- gerðarfélagi, »Samvinnufélagi sjó- rnanna*, og það kollsigldi sig á rúmu ári, þrátt fyrir stuðning frá bænum. Kemur bærinn til þess að tapa 50—60 þús. krónum og aðrir skuldunautár miklu líka. Sjálf fé- iagsstjórnin taldi skuldir félagsins 52 þús. kr. umfram bókfærðar eign- ir, er félagið var tekið til gjaldþrota- skipta, en ekki eru neinar líkur til að eignirnar seljist námdar nærri fyrir hið bókfærða verð. Lengra mætti reka ferilinn um hin misheppnuðu bjargráð jafnaðar- manna, því það hefir næstum und- antekriingarlaust sýnt sig, að þar sem þeir hafa gert tilraunir með að koma hugsjónum sínum og stefnu í framkvæmd, hefir allt borið að sama brunni: hruni og gjaldþrotum. Hér skal þó staðar numið. Eru þessar lfnur aðeins skrifaðar til þess að benda möm um á dóm reynsl- unnar f þessum efnum — það er dauðadómur. NÝJÁ'BIO Föstudagskvöld kl. 9. ROM'ANTIK ORETA QARBO - Hrífandi fögur mynd. Snilldarlegur leikur. Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. Ný myndl MAÐTJR OG KONA Pýzk tal- og hljómmynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Guststv Frölich og Charlotte Susa. Útlend blaðaummæli segja um þessa stórfenglegu og fögru mynd, sem gerð er eftir heimsfrægri sögu ettir Richard Vass: •Maður verður fyrir sterkum áhrifum og stórfelldri hrifnintu. — Hinar yndisfögru landslagsmyndir frá Tyrol og Róm heilla mann — Ouðsþjónustan í Péturskirkjunni verður manni ó- gleymanleg — hrífandi fögur saga um baráttu manns og konu um ást — ioforð — örlög, sögð á svo listrænan hátt að undrum sætir. Mynd, sem nær til hjartaróta hvers ein- asta manns, sem sér hana og heyrir, og það verða áreiðan- KH lega tnargir, D BQ Frá bæjarstjórn. Kommúnistar hundsaðir. — Bæjarstjórnarfundur var haldinn á þriðjudaginn. — Höfðu menn að þessu sinni búist við óvenjulega sögulegum fundi, því kommúnistar höfðu talað digurbarkalega um það, að nú ætluöu þeir að sýna. bæjar- stjórninni í tvo heimana, ef hún ekki yrði auðsveipin að þeirra vilja. Um morguninn hafði svonefnd »stjórn Akureyrardeildar Kommún- istaílokks íslands* sent út ávarp. til verkalýðsins á Akureyri, þar sem skorað var á hann að fjöímenna á fundinn. Kvaðst »stjórnin< hafa sént kröfu til bæjarstjórnárinhar um að’ láta framkvæma nú fyrir jólin at- vinnubótavinnu, f>rir ekki íærri en 100 manns, og ekki minna en 50 kl.stundir handa hverjum. •— Par sem það væri vitanlegt, að meiri hluti bæjarstjórnarinnar hefði íulla tilhnéigingu til þess að leggjast á móti kröfunni, yrði verkalýðurinn að ijölmenna til þess að knýja hana fram. Skoraði »stjórnin» á verka- menn að mæta hálfri stundu.fyrir bæjarstjórnarfund í Verkíýðshúsinu og fara svo þaðan inn á fundinr »eftir að hafa talað sig nánar sam- an um baráttuna.* — Fáir vetka- menn urðu við áskorun kommúnist- anna um að mæta í Verklýðshúsinu og undirtektirnar um »að sýna bæj- ar'stjórninni í tvo heimana* voru næsta dauflegar. — Og fáliðuð, var fylkingin sem fylgdi Elísabetu. inn á bæjarstjórnarfundinn, þó margir yrðu. til að sækja hann fyrir forvitnissakir. Bæjarstjóri hafði gert ráð fyrir nhkilli. aðsókn og hafði því. ákveðið að halda fundinn í stóra-sal Sam- komuhússins. Þrír bæjarfulltrúar vorú fjarvérandi: Ingimar Eydál, Tómas Björnsson og Karl Magnússon og mættu vajamenn þeirra : Jóh.T.ón- asson fyrir Eydal, Páll Einarsson fyrir Tómas og Þost. Porsteinssonr fyri'r Karl. — Stjórnaði varaformað- ur bæjarstjórnar, Erlingúr, Friðjóns- són, fundinum. Uin fýrstu liði dágskráfinhar urðu engar umræður. "Vöru það fundár-" gérðir. bygginganefndar, fátækra-' nefndar, vatnsveitrfnefndar, : haftiar- nefndar og rafvéitunéfndar: — ?Um' fundargerð skólanefndar urðu nökkr- ar umræður, vagna þeirrá"ummæla skólastjóra — gém þar voru bókúð — »að alimörg ákólabörn séu veiklúð og njóti. sín ekki til fuiis, að líkind- utn vegna ónógs pg óhentugs fæðis.i — V'ildi Haíljgr. Davíðsson að þetta yrði rannsakáð nánar og var kosin' ti) þess þriggja manna nefnd: hér- aðslækriir, heilbrigðisfulltrúi og bæj-’ arstjóri. —- ‘ Um 8. málið á dagskrá urðu mikb ar umræður,. var það saméiginieg fundagerð fjárhagsnefndar og at- vinnubótanefndar viðvíkjandi hinu margumtalaða tunnusmiöi. — Var fundargeröin svohljóðandi:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.