Íslendingur - 19.05.1933, Side 1
Talsími 105.
Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson.
Strandgata 2Q.
XIX. árgangur.
Akureyri, 19. maí 1933.
21. tölubl.
Þjóðernishrevfingin.
Nýr landsmálaflokk'
nr mrndaöur.--------
Ungir menn í höfuðstaðnum hafa
nú hafist handa og stofnað nýjan
stjórnmálaflokk, er í skírninni hefir
hlotið nafnið »Þjáðernissinnar*, og
er höfuðmarkmið hans að vinna á
móti kommúnismanum og áhrifum
hans á íslenzkt þjóðlíf og stjórnar-
háttu. -- Hefir Pjóðeinishreyfingin
þegar fongið fylgi mikið f höfuð-
staðnum og búast forgöngumenn
hennar við að svo verði einnig
rneðai æskumanna annarstaðar á
landinu. — Blað er Pjóðernishreyf-
ingin farin að gefa út, er ber nafn-
ið »íslenzk endurreisn*.
Pað gat ekki hjá því farið að
svona hreyfingu yrði hrundið af
stað. — Flokkur kommúnista hefir
starfað hér um nokkur ár og préd-
ikað byltinga- og landráðastefnu.
Peir hafa fótum troðið lög landsins
og hafið árásir á friðsama borgara.
Þeir hafa haft í hótunum við lög-
gjafarþing þjóðarinnar, ógnað bæj-
arstjórnum með vopnuðum mann
afla, barið á lögregiunni og drýgt
margskonar fólskuverk — og á öllu
þessu hefir verið tekið með silki-
hönzkum af stjórnarvöldunum; sér-
staklega mátti segja að kommúnist-
ar væru beinlínis innundir hjá valds-
stjórninni á tímabili Jónasar frá
Mrífiu. Hélt hamn yfir þeim vernd-
arhendi og gaf þeim bitlinga og
embæfti. — Er þróun þeirra f land-
inu rnikið til honum að kenna. —
Má svo að orði kveða, að þessum
leiguþýum útlendrar byitingastefnu,
kommúnistunum, hafi liðist að
traðka á öllu því sem íslenzkt er
lögum, siðvenjum og helgum
minningum og sýna af sér hvers
konar yfirgang og uppvöðslu, án»
þess að heitið geti að við þeim
hafi verið stjakað af valdhöfum
þjóðarlnnar.
Petta segjast íslenzkti Pjóðernis-
sinnarnir ekki geta þolað lengur.
— Meirihluti þjóðarinnar mun vafa-
laust sömu skoðunar hvað það
snertir.
Pjóðernishreyfingin er því til orð-
in sem bein afleiðing af framferði
kommúnisÉt og nokkurra manna
annara, sem þykjast vera fyrirsvars-
menn verkalýðsins og gerst hafa
samherjar kommúnista f ofbeldis-
verknaði og lögleysu, Og verði
hún að ofbeldisstefnu, mega þeir
sér um kenna, er haldið hafa hlífi-
skildi yfir óhæfuverknaði kommún-
ista og landráðabrölti. -- En von-
andi kemur það aldrei fyrir, að
Pjóðernishreyfingin fari út fyrir
takmörk laganna, þó við þjóðníð-
inga og landráðamenn — eins og
kommúnista — sé að eiga.
Það hefir verið borið á Þjóðernis-
hreyfinguna að hún sé af erlendum
toga spunnin. — Um þann áburð
farast blaði hennar svo orð:
»Síöan Pjóðernishreyfing íslend-
inga hljóp af stokkunum, hefir
mtirgum þótt við eiga að gefa henni
ýms uppnefni, svo sem nazistar, fas-
istar og svartliðar, Jafnvel hið »hlut-
lausat útvarp hefir gert sig sekt
í slíku. — Einkum hefir þó kveð-
ið ramt að þessu í blöðuin Jafnaðar-
manna og kommúnista. Kemur það,
satt að segja, úr hörðustu átt, þegar
þessir innflytjendur erlendra stefna,
sem þiggja erlent fé fyrir stjórnmála-
starfsemi sína hér á landi, brigsla
Pjóðernissinnum um, að þeir flytji
erlenda stefnu. Pjóðernishreyfing
íslendinga er aí al-íslenzkum rótum
runnin og á alls engin mök við
nokkrar erlendar stefnur eða flokka.
Ef svo væri ekki, þá bæri hún
heldur ekki nafn sitt með réttu.
]?eim, sem halda, að Pjóðernis-
hreyfingin íslenzka sé nokkurskonar
stæling á Fasismanum í Ítalíu, eða
National-sozialismanum í Þýzkalandi,
er rétt að benda á, að hvorki Fas-
minn ítalski né National sozialism-
inn þýzlci er nein útflutningsvara,
Hinsvegar á Þjóðernishreyfingin fs-
lenzka að því leyti skylt við báðar
hinar erlendu hreyfingar, að hún
vex upp úr jarðvegi, þar sem ill-
gresi það, sem Kommúnismi nefnist,
hefir fengið að þróast í friði. Og
svo mun ávalt verða, hvar sem er
í heiminum.
Sjálfstæðisflokkurinn er á móti
öllum ofbeidis- og öfgastefnum,
hverju nafni, sem þeir nefnast. —
Hann er flokkur lýðræðisins. Með
fullkomnu lýðræði og auknu ríkis-
valdi, eins og flokkurinn berst fyrir,
er auðið að útrýma öllum ofbeldis-
stefnum úr þjóðfélaginu. — Full-
komið lýðræði, fæst með réttlátri
stjórnarskrá og rétllátum kosninga-
lögum og með ríkislögreglu er
hægt að ráða niðurlögum sér-
hverrar ofbeldisstefnu, sem gerir
vart við sig í þjóðfélaginu, og veita
þegnum landsins þá vemd, sem
þeir eiga kröfu til. — En meðan
þetta er ekki fáanlegt, er sá félags-
skapur ekki óþarfur í landinu, sem
velur sér það hlutverk að veita
þegnum laridsins þá vernd, sem
ríkisvaldið er ómegnugt að veita
þeim, eins og sýnt hefir sig svo
átakanlega hér hjá oss í viðureign-
inni við kommúnistana — Þá
höfuðféndur í íslenzku þjóðlffi þarf
að gera óskaðlega áður en þeim
tekst að leiða óhamingju og hörm-
ungar yfir land og þjóð. — Pað
ætti öllum góðum og sönnum ís-
NYJÁ'BIO
Laugardags- og
Sunnudagskvöld kl. 9.
Ný mynd!
NÓTT I FENEYJUM
Hljóm-, tal- og söngvamynd í 8 þáttum. — Aðalhlutv. leika :
LILY DAMITA, Charles Ruggles, Roland Yong.
Bráðskemmtilagt ástaræfintýri með ágætum sýningum frá
næturlífinu í Feneyjum, á samkomustöðum og úti í gondólun-
um Er myndin ágætlega leikin af hinni fjörugu L 1 L Y
DAMITA, með góðum söng og spennandi atburðum. —
AUKAMYND; Lifandi trcttablaö.
Síðustu Derby kappreiöarnar o. fl.
Sunnudaginn kl. 5 Alþýðusýning Niðursett verðl
Vika í paradís. aukamyndir.
lertdinpum að vera það hugarhald-
ið, hvaða stjórnmálaflokki þeir svo
tilheyra. —
Og með þetta markrnið fyrir aug-
um, geta Sjálfstæðismenn með góðri
samvizku unnað Pjóðernishreyfing-
unni vaxtar og viðgangs, starfi hún
innan vébanda laganna og reynizt
annað en unggæðingslegt ærzl og
gaspur. —
Frá Alþingi.
Loksins kom að því að Fram-
sóknarmennirnir í stjórnarskrárnefnd
neöri deildar skiluðu áliti. — Skeði
það á laugardaginn Lögðu þeir til
aö frumvarp stjórnarinnar yrði sam-
þykkt, með þeirri einu breytingu, að
hámarkstala þingmanna skyldi vera
48 í stað 50, sem lagt var til í
frumvarpinu, og kæmi sú lækkun
fram f hámarkstölu uppbótarsæt-
anna, yrðu þau allt að 10 í slað
allt að 12. — Á þriðjudaginn kom
svo stjórnarskrármáliö til 2. umr. í
Nd. og fóru svo leikar að breyting-
artillögur Framsóknarmanna voru
samþykktar með 15:13 atkv. —
Greiddu þeiin meðatkvæði allir
Framsóknarþingmennirnir — nema
Ásgeir forsætisráðherra, en mótat-
kvæði Sjálfstæðismenn, jafnaðar-
mennirnir og Ásgeir. — Breyting-
artillögur Sjálfstæðismanna voru
felldar með 12:16 atkv. — Sjálf-
stæðismenn og jafnaðarmenn greiddu
þeim meðatkvæði. — Einnig voru
felldar tillögur Héðins, eða teknar
aftur, og eins tillögur þeirra Hall-
dórs Stefánssonar og Lárusar Helga-
sonar. Fengu þær, að einni undan-
skilinni, aðeins atkvæði þeirrai —
Sömu örlögum sættu tillögur Sveins
í Firði. Fengu þær 3 meðatkvseði.
— Var frumvarpinu síðan vísað til 3.
umr. með 23:3 atkv. — Tveir
þingmenn greiddu ekki atkvæði. —
Feir 3 sem mótatkvæði greiddu
voru Ólafur Thors, Magnús Jónsson
og Jóhann Tðsefsson. — Sú, af til-
lögum þéirra Hulldórs og Lárusar,
sem riokkuð fylgi hlaut, ' vab breyt-
ingartillaga þeirra við 44. gr. stjófn-
arskrárinnar — er mælir ,svo fyrir
aö þingmenn skuli greiða atkvæði
samkvæmtr samtfæring sirini. —
Vildu þéir ákveða sjálfstæðl þing-
mannanna enn ákvéðnar, og- var
tillaga þeirra svohljóðandií
»Alþingismenn eru eingöngu
bundnir við sannfæringu sína, en
hvorki við nokkrar reglur frá kjós-
endum sínum né við samþykktir
stjórnmálaflokka eða flokksstjórn
þeirra.* .
Var tillagan auðsjáanlega svar frá
þessum Framsóknarmönnum, við
þeirri samþykkt flokksþings Fram-
sóknar, að þingmenn flokksins væru
skyldir til »að hlýta samþykktum
flokksþings á hverjum tíma* — og
að vilji meirihluta miðstjórnar og
ineirihluta þingmanna flokksins um
afgreiðslu mála á Alþingi, skyldi
»bindandi fyrir alla þingmenn flokks-
ins.« — Ekki voru það þó fleiri en
-9 þingmenn sem greiddu tillögunni
méðatkvæði, 11 greiddu henni mót-
atkvæði og 8 þingmenn sátu hjá.
Mun hafa þótt sannfæringarákvæði
stjórnarskrárinnar nægilegt sjálf-
stæðisöryggi.
Stjórnarskrármálið er til 3ju umr.
f Nd. í dag og verður þaö sennilega
afgreitt óbreytt til efri deildar, eius
og það er nú.