Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1933, Blaðsíða 4

Íslendingur - 23.06.1933, Blaðsíða 4
4 F ramboðsf undir í Eyjafjarðarsýslu verða haldnir: í þinghúsi Hrafnagilshrepps, mánudag 3. júlí n.k., í þinghúsi Glæsibæjarhrepps, þriðjudag 4. júlí n.k, Fundirnir hefjast kl. 12 á hád. — Aðrir fundir verða auglýstir síðar, Frambjóðendurnir. Ben. G. Waage, forseti í. S. I., flutti erindi um sund og sundbjörgun, í Nýja Bíó á mánudagskvöldið. Sýndi hann á eftir mynd um það efni, sem sýnir mjög nákvæmlega sundbjörgun og hvernig á að fara með fólk, sem er komið að drukn- ur» — Erinðið var gott. Hvatti hann mik- ið menn og konur að læra að synda bæði vegna þess, hvað það er holl íþrótt, og hve það er nauðsynlegt, Var sorglegt að vita hve fáir hlýddu á erindi þetta, og mátti einkennilegt heita þar sem ágóðinn átti að renna til laugaveitunnar. — Erindi þetta var flutt að tilhlutan K. A. sem hafði boðið forsetanum hingað á íþróttamótið. Tólý drengir úr K. A. fóru með e. s. ísland til Reykjavíkur, til þess að sýna fimleika þar og annars staðar. Eru þeir undir stjótn Hermanns Stefánssonar. Þrumuveður með hellirigningu og eld- ingum gerði síðdegis á miðvikudaginn, en stóð skamma stund. Hátíðahöld 17 júní urðu hér engin sakir vondrar veðr- attu, og var íþróttamótinu frestað til næsta dags. Fór það þá fram, þótt kalt væri veður. Hélt Ben. G. Waage ræðu þá fyrir minni Jóns Sigurðs- sonar, er hann átd að halda degin- um áður. — Fimm félög tóku þátt í íþróttasamkeppninni að þessu sinni. Voru það Knattspyrnufél. Akureyr- ar, sem gekkst fyrir mótinu, UMF >Efling« Reykjadal, UMF »Geisli« Aðaldal, UMF Mývetninga og knatt- syrnufélagið >Völsungur«, Húsavík. Sigurvegarar í hinum ýmsu íþrótt- um urðu sem hér segir: — 100 m. hlanp: Tómas Steingrímsson, K. A. Rann hann skeiðið á 1 1V10 sek. — Kringlukast samanlé Helgi Schiöth, KA, 55,90 m. — Langstökk: Tómas Steingrímss,, KA, 5,79 m. — Spjót- kast: (betri hendi) Illugi Jónsson, UMF Mývetninga, 43,94 m. — Stdng- arstökk: Tómas Steingrímsson, KA, 2,71 m. - 800m.hlaup: Karl Bene- diktsson, KA. Rann hann skeiðið á 2,33 mín. — Hdstökk: Tómas Stein- grímsson, KA, 1,56 m. — Kúluvarp samanl.: Helge Torvö, KA, 23,52 m, úlandsmetið var áður 21,95 m. — Þrtstökk: Haraldur Jónsson, UMF »Efling« og Helge Torvö, KA, jafn- ir, 12,10 m. Heímahakaíar köknr fást allt af, ennfremur litlar tvíbök- ur, í Hafnarstræti 97 (uppi). Nestispakkar. Fað ar nauðsynlegt fyrir alla, jafnt einstaklinga sem félög, er fara lengri eða skemrari ferðalög, að haía með sér pakka með góðu smurðu brauði. Þeir fást með stuftum fyrirvara í Strandgötu 39. Talsími 96. Valgerður Ölafsdóttir. Kvenreiðhjól lítið notað og í ágætu standi er til -sölu. R- v. á. ri. Stúdentar 1933: Eink. Sigtryggur Kleraenzson (Húsav.) I. 7,39 Tómas Tryggvason (S-Ping.) I. 6,89 Gústaf Lárusson (ísaf.) I. 6,82 Lúðvík Ingvarsson (Norðf.) I. 6,76 Ragnar Ólason (N-Ping.) I. 6,75 Örn Snorrason (Ak.) I. 6,39 Sveinbjörn Finnssön (V-Ísafj.s.) I. 6,23 Brynja Hlíðar (Ak.) 1. 6,17 Haukur Helgason (ísaf.) I. 6,11 Ragnar Ásgeirsson (V-ísafj.s.) I. 6,10 Guðmundur Helgason (Hafnarf.) II. 5,81 Ut a n s k ól a : Arngrimur Bjarnason (V-ísafj.s.) 11. 5,77 Lea Eggertsdóttir (ísaf.) II. 5,72 Einn utanskólanemi lauk ekki stúdents- prófi, sökum lasleika, og annar gekk frá prófi. — Oagnfræðaprófi luku 49 nemendur. Hlutu 28 I. eink., 19 II. eink. og 2 III. eink. — Hæstu einkun hlaut Ingvar Brynjólfsson frá Stokkahlöð- um Eyf. — 7,47 — og þar næst Sigríður Guðbrandsdóttir frá Viðvík og Sigrún Sigurjónsdóttir frá Nautabúi í Hjaltadal, báðar 7,22. — Skólaslit fóru fram þann 16. þ. m. Krlstileyt sjdmannafélag. „Nútííin". Félag þetta er stofnað fyrir for- göngu hr. Boye Holm og konu hans, frú Fanney Holm, Og hafa nú inn- ritað sig í það h. u. b, 80 meðiimir og þeim daglega. Markmið félagsins er að bæta mennina og stunda líknarstarfsemi eftir því sem ástæður leyfa. Félagið opnar svo fljótt sam það getur veitinga-, les- og skrifstofu fyrir sjómenn. Félagið lætur pólitík afskiftalausa. Til þess að hjálpa þessu félagi að geta hafið mannúðarstarfsemi sína, hvort sem er með peningum eða efni, sem hægt er að nota, eða sem breyta má í peninga. T.d.: borð, stóla, skrifborð, bókahyllur, bækur, blöð, skeiðar, hnifa, gaffla, diska, bollapör, dúka o.s.frv. Gjafirnar eru menn beðnir að senda til stofnanda félagsins, Boye Hoim eða í hlaupareikning 761 í Landsbankanum ellegar rita gjafir á kortin, sem send eru út. Vér þökkum fyrir hvað litla gjöf sem er. — Með vinsemd og virðingu. Boye Holm. Haksápa, Hanðsápa, Þvottasápa, eru beztar og ódýrastar í Fegur ÐARMEÐAL FILM- w STJARNANNA * Ummhyggjan fyrir hörundinu, er þa'Ö fyrstá, sem íeikkonan hefir í lmga, til þess aö vi'Shalda fegurö sinni, því hiS næma auga ijósmyndavjelarinnar sjer og stækkar hverja misfellu. Þess- vegna nota pær Lux Handsá- 'puua. Hið ilmandi lö'ður hennar heldur hörundinu mjúku og. fögru. Því ekki að taka þær til íyrirmyndar og nota einnig þessa úrvals sápu ? % ■Av '<ff \ x*' , SjáiS hvaS hin yndislega RENÉE ADORÉE segir : ,,.... Að halda við æskuútliti sínu er mest undir því komið að rækja vel hörund sitt. Þessvegna notum við 4Lux Handsápuna. Þessi hvíta ilmandi sápa, heldur hörundinu sljettu og silki-mjúku." LUX HÁNDSAPAN ★ X.EVXR BROTHERS LIMITED, PORT SUHLIGHT, ENGLAND 232-50 IC Menn skiptast í ótal flokka um öll möguleg mál — en eitt eru þó allir flokkar sammála um, en það er að smjörlíki, smjörblanda, jurtafeiti og bökunarfeiti ■ l. Akra- ruiir, inr Tilkynning. Vegna vinnu við rafveitukerfið verður lokað fyrir rafmagn frá kl. 12 miðnættis til kl. 6 f.h. dagana 25. júní til 2. júlí. Akureyri, 23. júlí 1933. Rafveita Akureyrar. Dráttarvextir falla á fyrri hluta útsvara í Akureyrarkaupstað, ef ekki er greitt fyrir 1. Júlí n. k. — Vextirnir eru \% á mánuði, og reiknast frá 1. Maí s. 1. Bæjargjaldkerinn,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.